Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 B 13
ekki þau sömu og víða annars staðar,
að sögn Olafar. Hún hefur æft og
leikið knattspyrnu með liði Grindvík-
inga, en í Latacunga var henni mein-
að að stunda íþróttina. „Eg mátti
ekki spila fótbolta. Kvenmenn gera
það ekki þarna og mér var hótað
brottrekstri úr skólanum fyrir. Einn
íyrsta skóladaginn kom ég að strák-
unum í fótbolta og spurði í sakleysi
mínu hvort ég mætti ekki vera með.
Þeir urðu hálfundarlegir; spurningin
virtist vekja mikla athygli. Skóla-
stjórinn frétti af þessu og varð alveg
vitlaus; hann hafði reyndar upphaf-
lega ekki viljað hleypa mér inn í
skólann, ég væri of ung, að hans
mati, til að vera skiptinemi og í
þokkabót væri ég ekki kaþólsk.
Hann var sjálfur strangtráaðm’ kaþ-
ólikki, ítalskur prestur. Þegar ég
kom spurði hann mig hvort ég kynni
eitthvað í spænsku og verð að viður-
kenna að ég sagði ekki alveg satt -
sagðist kunna svolítið, en skildi ekki
orð. Þegar að umræddu samtali kom
skildi ég þó það sem hann vildi koma
á framfæri: að ég spilaði ekki fótbola
meðan ég væri í skólanum hans!“
Þegar Olöf Daðey hóf nám í skól-
anum fór hún í vhðtal við áðurnefnd-
an skólastjóra. „Eg skildi ekkert og
sagði yfirleitt já við öllu sem hann
spurði. Seinna sá ég svo skjölin um
mig og komst þá að því að hann hafði
spurt mig hvort pabbi minn væri for-
seti! Þá upplýsti ég hann um að ekki
hefði víst alit verið satt,.sem ég sagði
honum í viðtalinu. Þá kvaðst hann
aldrei hefðu tekið mig inn í skólann á
sínum tíma ef hann hefði gert sér
grein fyrir því.“
Hún segir útlendinga almennt illa
liðna í Ekvador; „segja má að þeir
séu hataðir. Þegar ástandið var sem
verst mátti maður helst ekki láta sjá
sig, og þegar ég fór út var ég með
húfu; það er ekki heppilegt að vera
ljóshærður þarna! Indíánarnir telja
útlendinga eiga mikla peninga, telja
okkur koma þarna til að reyna að
græða á landinu þeirra og þannig
fannst mér líka oft litið á okkur í
skólanum, sérstaklega af kennurun-
um en krakkarnir voru aftur á móti
frábærir. Þeir sögðu reyndar að
fyrst eftir að við komum hefði þeim
þótt slæmt hve við fengum mikla at-
hygli. Það var kannski ekki skrýtið, í
bænum hafði aðeins verið einn
skiptinemi áður, strákur frá Banda-
ríkjunum sem okkur var sagt að
hefði ekki einu sinni látið sjá sig í
skólanum. Við vorum sjö, útskrifuð-
umst öll úr skólanum og athyglin var
öll á okkur. Það var ekki talað um
annað í byrjun, og bekkjarsystkinin
sögðust hreint og beint hafa hatað
okkur. En úr því rættist og við eign-
uðumst góða vini.“
Langaði í ævintýri
Ævintýraþrá varð til þess að Ólöf
Daðey ákvað á sínum tíma að fara til
Ekvador. „Mig langaði til að verða
skiptinemi og langaði að læra
spænsku. Það er ekki hægt að fara til
Spánar og niðurstaða mín varð sú að
fara eitthvert sem litlar líkur væru á
að ég/æri aftur. Mig langaði í ævin-
týri. Eg vissi ekkert um landið þegar
ég fór út og kunni ekkert í spænsku“.
Olöf Daðey segir að AFS-skrifstofan
hafí mælt með Ekvador vegna þess
að starf samtakanna þar væri gott,
og það hafi reynst orð að sönnu.
Hún segir skiptinemana í
Latacunga hafa talsvert velt því fyrir
sér, meðan ástandið var sem verst í
borginni, „hvernig fréttaflutningur-
inn af atburðunum væri í heimalönd-
um okkar - því þarna var allt brjálað.
En svo kom í ljós að ekkert hafði ver-
ið sýnt og enginn heyrt neitt. Engar
fréttir bárust nema þegai- eitthvað
gerðist í höfuðborginni. Okkur fannst
það gott, en þó ekki. Eg sagði pabba
og mömmu að það væru smálæti!
Varð að segja þeim hvernig var, því
það var að styttast í að ég ætti að
fara heim og ég var ekki viss um að
ég kæmist á réttum tíma. Astandið
kom líka í veg fyrir að við kæmumst í
áætlaða ferð út í frumskóg, sem átti
að vera hluti af dagskrá okkar sem
skiptinema. En áður höfðum við farið
út í Galapagos-eyjar“.
Góður stuðningur AFS
Ólöf Daðey segir starfsfólk AFS
hafa stutt skiptinemana mjög vel og
þeim hafí liðið vel þrátt fyrir ótryggt
ástand í landinu. „Það var hringt í
okkur daglega til að fylgjast með,
þegar ástandið var sem verst. Bæði
fulltrúar AFS í höfuðborginni og
eins fólk hjá AFS hér heima á ís-
Ólöf Daðey ásamt öðrum
skiptinema, bandarískri vin-
konu sinni, í skólabúningnum
sem þær klæddust alla skóla-
daga í Latacunga.
Á miðju jarðar. Miðbaugur liggur gegnum Ekvador og svæðið þar
sem baugurinn fer gegnum höfuðborgina Quito er fjölsótt af
ferðamönnum. Ólöf Daðey situr hér á gulu línunni, sem máluð er á
miðbauginn, og tekur mynd af eigin fótum, eins og stúlkan fyrir
framan hana virðist vera að gera.
landi. Pabbi og mamma höfðu
áhyggjur og voru í sambandi við
AFS hér og í Quito. Þar á bæ hafði
fólk reyndar ekki hugmynd um hve
ástandið var slæmt í Latacunga fyrst
eftir að það versnaði aftur, í júlí.
Kom af fjöllum þegar hringt var frá
skrifstofu AFS á íslandi til að spyrj-
ast fyrir! Það var nefnilega ekki
hægt að hringja frá Latacunga, að-
eins innanbæjar og til bæjarins, og
ekkert var um þetta í sjónvarpinu."
Vegna þess að Ólöf Daðey varð
vitni að atburðum eins og þeim þeg-
ar indíánarnir þrír voru drepnii-
ræddi sálfræðingur við hana og aðra
sem lent höfðu í svipaðri lífsreynslu.
„Einhverra hluta vegna tók ég þeim
atburði ekki mjög illa - sagði strax
við sjálfa mig að ég yrði að komast
yfir þetta, og gerði það. Ég var
hrædd iyrst en það hjálpaði mér
mikið að tala við AFS og það var líka
gott að létta á sér gegnum símann
við mömmu og pabba þegar þau
hringdu í mig.“
1990
Mosfellsbær 1994
Verður þinn bær næstur?
Tuttugasta og fjórða Landsmót UMFÍ verður haldið í júlí árið 2004. Ungmennafélag íslands
óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning
ogframkvæmd 24. Landsmóts UMFÍ.
Á Landsmótum UMFÍ er boðið upp á fjölbreytta
dagskrá þarsem öllfjölskyldangeturverðsaman.
Aukin áhersla hefurverið lögð á þátttöku almenn-
ings í ýmsum íþróttagreinum á síðari árum.
Umsóknum um að halda 24. Landsmót UMFÍ 2004
skal skilað á þjónustumiðstöð UMFf að Fellsmúla
26,108 Reykjavík fyrir 31. desember 1999.
UNGMENNAFÉLAG
ÍSLANDS
Fyrsta Landsmót UMFÍ fórfram á Akureyri 1909
en Landsmótin eru orðin tuttugu ogtvö talsins.
Síðasta Landsmót var haldið í Borgarnesi 1997.
Næsta Landsmót UMFÍ verður haldið á EgiLsstöð-
um 12.-15. júlí 2001.
Landsmót UMFÍ hafa jafnan verið mikil lyftistöng
fyrir byggðarlögin þar sem þau hafa verið haldin.
Kröftug uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt
sér stað og starf ungmenna- og íþróttafélaga eflsL
Landsmót UMFÍ eru stærstu íþrótta- og menning-
arhátíðir sem haldnar eru hér á landi og vekja
þjóðarathygli. Á Landsmótinu sem haldið verður
2004 má gera ráðfyriralltaðtvö þúsund þátttak-
endum sem keppa í um tuttugu íþróttagreinum.
Þar mun fremsta íþróttafólk landsins keppa í
flestum greinum íþrótta en auk þess verður keppt
í starfsíþróttum eins ogtd. pönnukökubakstri,
dráttavélaakstri og línubeitingu.