Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 24

Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 24
24 B SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR JS/lATAKLIST/Eykstf/ölbreytni í matargerð? Lax, lcuc, lax og aftur lax! ÉG FÓR nú um daginn í viku hringferð með ítalska ferðamenn, eins og ég geri jafnan á sumrin og er það ekki í frásögur færandi. Ferðin gekk í alla staði vel og meira að segja veðrið lék við Suður-Evrópuþjóðina, en ítalir eiga það til að kvarta og barma sér ef sólin lætur ekki sjá sig svo dögum skiptir, svo það var mikið happ að veðurguðimir skyldu aumka sér yfir þessa tiiteknu 32 í sinni fyrstu - hringferð. Annað sem einnig var til fyrirmyndar í ferðinni, sem NB var hótelferð, var mat- urinn. Það er ótrúlegt hve mikil gæði eru oft á tíðum í eldmennsku á hótelum, veitingahúsum og bændagistingum um landið og verð ég nú að taka fram einnig breyting tii batnaðar. Það er ekki „alltaf lax eða lamb“, sem er algeng kvörtun hjá þeim ferðamönnum sem ég hef ferðast með. Þó svo að laxinn og lambið sé góður og bless- eftir Álfheiði Hönnu aður matur, er fullmikið af Friðriksdóttur l)ví góða að bjóða Suður-Evr- ópubúum þennan kost nær á hverju kvöldi í tólf daga eða sjö daga, fólki * sem er vant að borða t.d. mikið pasta, græn- meti, ávexti, kálfakjöt og svona léttara fæði að öllu jöfnu. En það hefur auðsjáanlega orðið breyting þar á, við lentum t.d. í aldeilis frábærum há- degisverði einn daginn í Gamla bæ á Húsafelli hjá Matthíasi Jóhannssyni. I forrétt var þunn, rjómalöguð grænmetissúpa og brauð og síðan smjörsteiktur skarkoli og heimalöguð „mous- se au chocolat" í eftirrétt fyrir þá sem vildu. Matthías tínir bæði sveppi og bláber og nýtir í eldamennskuna, sem er mjög skemmtilegt. A Eiðum er einnig starfandi sérdeilis góður # kokkur, að nafni Gísli Gonzales. Þar bragðaði ég þann besta þrílita ís sem ég hef smakkað. Neðst var dökkt súkkulaði, ljóst súkklaði í miðjunni og hvítt súkkulaði efst. Þetta var svo gott að ég fór inn í eldhús og spurði hvaða súkkulaði væri í þessu. Þá var mér sýnd súkkulaðiblokk á stærð við tvær gangstéttar- hellur og tvisvar sinnum jafnbreið og álíka hellur, sérpöntuð frá Sviss (með fullri virð- ingu fyrir íslenskum súkkulaðiframleiðendum, þá var þetta með því betra súkkulaði sem ég hef smakkað í matargerð). Svo ég nefni einn fyrirmyndarkokkinn í viðbót að öllum hinum ólöstuðum, þá lenti ég í einu því besta og frumlegasta fiskihlaðborði sem ég hef komist í kynni við hjá Pétri Péturssyni á Hótel Eddu, Nesjaskóla. Þar kenndi ýmissa grasa, m.a. voru þar „blini“, þ.e. rússneskar smálummur sem gott er að borða t.d. með sýrðum rjóma og kavíar eða reyktum físki, ofnsteiktur fiskur með pestósósu og mikið og fjölbreytt kálmeti var á öllum bökkum, sem á var kaldur fiskur og er það dálítið sem margir aðrir mættu taka til eftirbreytni. Það er sumsé af sem áður var með laxinn og lambið, sem auðvitað er hvorugtveggja eð- alfæða í hófi. Ég minntist hér áðan á Matthías á Húsafelli og sveppa- og beijatínslu hans. Síðsumarið er einmitt tíminn til að fara út í náttúruna og tína sér í gogginn, jafnvel alveg fram í september. Ég skellti mér sjálf bæði í sveppa- og berjatínslu um daginn og meira að segja á Húsafelli og hafði bara gott upp úr krafsinu. Islensk náttúra býður nefnilega upp á ýmislegt kræsilegt þegar að er gáð. Síðan brá ég mér í garðtínslu og nældi mér þar bæði í rabarbara, rifsber og ferska myntu. Nú er maður birgur eins og íkominn af ferskum berjum og fleira góðgæti fyrir veturinn, fryst- inum góða að þakka. Hér fylgir uppskrift að ljúffengum og holl- um rabarbaraeftirrétti. Rabarbaragott ____________% bolli brætt smjör______ ________2 bollor ferskt gróft brauðrgsp _________1 og Vöbolli mulið gróft kex ____________2/3bolli púðursykur______ ___________1 tsk. malaður engifer____ _____________Vá tsk. rifið múskat____ Rifinn börkur af einni sítrónu ____________og einni gppelsínu_______ __________750 g soðinn rabarbori_____ 2/3bolli rúsínur Blandið saman í stóra skál eftirfarandi: brauðraspi, muldu kexi, púðursyki-i, engiferi, múskati, appelsínu- og sítrónuberki og bræddu smjöri. Hellið 2/3 af blöndunni í miðlungsstórt smurt form og jafnið deigið út með sleif eða skeið. Þekið deigið með helm- ingnum af rabarbaranum og helmingnum af rúsínunum. Hellið restinni af deiginu yfir rabarbarann og aftur síðan restinni af rabarbaranum yfir deigið. Skiljið eftir dálítinn brauð- og kexra- sp og stráið yfir í lokin. Bakið við 190 gráður í um 30 mín. eða þar til skorpan er orðin gullinbrún að lit. Berið fram heitt með rjóma. Sölu- og tölvunám 81 1 - V I Viltu skapa þér atvinnutækifæri ? Stöðugt er auglýst eftir fólki til sölustarfa. Markniið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi. Einnig kjörið námskeið fyrir fyrirtæki til að endurmennta sölufólk. Námskeiðið er 192 klst. eða 288 kennslustundir og helstu námsgreinar eru: ► Hlutverk sölumanns ► Vefurinn sem sölutæki "• Mannleg samskipti ► Bókliald og verslunarreikningur ► MS Office í sölustarfí *- Markaðsfræði og skipulag söluferlis ► Sölu- og auglýsingatækni ► Starfsþjálfun hjá fyrirtæki Boðið er bæði upp á síðdegis- og kvöldnámskeið sem hefjast í september. UppCýsiiigar og innrítiai í símian 544 4500 og 555 4980 ---------- ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafharfiröi - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlfðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmí: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoll@ntv.ls - Helmasföa: www.ntv.is ■A ÞJÓÐLÍFSÞANItAR/A; lifið ekki ennþáfiskur? Og þvífór hann ungur á flot „HANN elskaði þilför hann Þórður, og því fór hann ungur á flot“ var sung- ið í allskonar óskalagaþáttum þegar ég var bam. I mörg ár hélt áfram að „gefa á bátinn við Grænland" í útvarpinu samtímis því sem hann Sigurður sjómaður, sannur vesturbæingur, kom upplagður fram á sjónarsviðið. A ár- um áður voru sem sagt mjög mörg dægurlög um sjómenn, störf þeirra og ástalíf. A síðari árum virðist íslenskur almenningur hins vegar ekki hafa haft eins brennandi áhuga á hlutskipti sjómanna og áður var, ef marka má popplög nútímans og a.m.k. síðasta áratugar. En þetta áhugaleysi á sjó- mennskunni endurspeglast ekki bara í popplögunum - það kemur víða fram. Einna alvarlegast er þó að aðsókn að stýrimannanámi er að detta niður ef marka má fréttir frá Dalvík þar sem slíkt nám er rekið m.a. Ég hef reyndar oft undrast hvað íbúar Islands - sem lifa á sjávarfangi í eiginlegum sem óeiginlegum skilningi, sýna afskaplega lítinn áhuga á að vinna við þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Oðru hvoru kem ég inn á ókunn- ug heimili, þeirra erinda að spjalla við húsráðendur. Stundum er um eldra fólk að ræða og trútt gam- alli hefð hefur það myndir af böm- um sínum og bamabömum víða um stofuna. Hinir eldri í hópnum em ýmist sýndir með stúdentshúfu á höfði eða berrass- aðir á gæruskinni, meðan þeir sem til- heyra yngri kyn- n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur slóðum brosa til manns frá lituðum fermingarmyndum. Stoltir leiða húsráðendur mig gjarnan milli myndanna og segja mér lauslega frá hverjum og einum. T.d.: Þetta er hann Sveinn minn, hann er stúdent og er nú í Frakklandi að læra franska hljóðfræði. Þetta er hún Guðlaug systir hans, hún er að læra sálarfræði í Svíþjóð - og svo er þetta hann Haraldur sem er yngstur, hann er að læra viðskiptafræði við háskólann hér. Það er víst svo mikil framtíð í því námi,“ segir kannski viðkomandi húsráðandi með lítt duldu stolti í röddinni. Lengi vel kinkaði ég bara kolli og hugsaði ekki meira um þetta. En þegar ég las um áhugaleysi ungra manna fyrir skip- stjórnarnámi rann upp fyrir mér að í fjölda ára hef ég ekki þekkt neinn sem lagt hefur fyrir sig skipstjóra- eða annars konar sjómennskunám, og á ferðum mínum inn á íslensk heimili hef ég varla séð eina einustu mynd, nýja eða gamla, af tilvonandi eða núverandi sjómanni. Sjómenn virðast því heldur sjaldséð eintök af íslendingum, a.m.k. hérna á höfuð- borgarsvæðinu. Ég hef þó grun um að fleiri sjómenn kunni að leynast á afkomendamyndum úti á lands- byggðinni. Það læðist að manni sú grunsemd að fólk hvetji börn sín síður til þess að læra eitthvað það sem lýtur að sjómennsku eða fiskvinnslu en ým- islegt annað. Hvers vegna er hins vegar ekki ljóst. Vitað er að sjó- menn hafa margir ágætis kaup, t.d. þeir sem vinna á frystitogurum, eigi að síður virðast störf þeii-ra ekki njóta eins mikillar virðingar og til dæmis margvíslegt háskóla- og list- nám sem þó gefur mun minna í aðra hönd í efnahagslegu og þjóðhags- legu tíUiti. Nú berast þær gleði- íréttir að þorsk- og ýsuseiði séu óvenjulega mörg í sjónum um þess- ar mundir og því virðist útlit fyrir uppgang í veiðum á næstu árum á sama tíma og einhver breyting kann að verða gerð á úthlutunarreglum fiskveiðikvótans, kannski í þá átt að ungir skipstjórar geti fremur ráðið við að komast til veiða á eigin spýt- ur en nú er. Það leiðir ekki til góðs að stinga höfðinu í sandinn. Við fs- lendingar erum fiskveiðiþjóð og þótt við lærum franska hljóðfræði til hlítar, sálgreinum hver annan út í hörgul og seljum hver öðrum bréf í hinum ýmsu fyrirtækjum þá breytir það ekki því að við lifum í grund- vallaratriðum á sjónum - og við ger- um það eins fyrir það þótt sjávarút- vegsfyrirtæki leigi útlendinga í fisk- vinnslu og á skipin. Þau viðskipti eru raunar ekki alltaf til fyrirmynd- ar. Þær fréttir hafa spurst að sumir útlendinganna eigri hér um götur soltnir og vonlitlir af því að þeir fái ekki borgað umsamið kaup, meðan innfæddir una glaðir við hljóðfæra- slátt og söng, rétt eins og Nero gerði forðum meðan Rómaborg brann. Því verður ekki á móti mælt að þótt ýmis útflutningur á t.d. hug- búnaði og fleiru hafi aukist þá eru fiskafurðir enn höfuðútflutnings- vara þessarar þjóðar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að afneita uppruna sínum. Við ættum að reyna að hefja sjómennskuna til þeirrar virðingar sem hún á skilið og er nauðsynleg með tilliti til end- urnýjunar í greininni. Það er okkur ábyggilega fyrir bestu að skoða þetta mál með réttum gleraugum - foreldrar ættu að vera stoltir af að börn þeirra legðu fyrir sig sjó- mennsku eða önnur störf sem tengjast fiskiðnaði - þá veita þau þjóðinni mikilsverða hjálp við að sjá fyrir sér og stuðla að áframhald- andi efnahagslegu sjálfstæði henn- ar. Við ættum sem sagt að elska þil- för eins og hann Þórður - taka því með ró þótt það gefi stundum á bát- inn og tileinka okkur viðhorf Sig- urðar sjómanns - vera upplögð að skemmta okkur þótt lífið sé enn fiskur og verði ábyggilega í næstu framtíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.