Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tvö- til þrefaldur . verðbólguhraði á við flest lönd Evrópu Kjaftfylla, takk. Norrænir lögreglumenn ræða fíkniefnaraiinsókiiir Nauðsynlegt að leita tengsla við önnur brot Á FUNDI yfírmanna rannsóknar- deilda lögreglu í höfuðborgum Norð- urlanda, sem haldinn var á Akureyri, kom meðal annars fram að þegar leitað er höfuðpaura í fíkniefnamál- um sé oft nauðsynlegt að tengja rannsókn við önnur hugsanleg brot, svo sem á skattalögum; slíkt geti oft verið árangursríkt. Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfírlögreglu- þjónn í lögreglunni í Reykjavík, segir að til að svo megi verða þurfí lagafor- sendur og skipulagt og markvisst samstarf að vera fyrir hendi. Ómar Smári segir fundi fulltrúa rannsóknardeildanna vera íslending- um gagnlega, þeir opnuðu lögreglu- mönnum sýn á nýja möguleika og væru þeim hvatning. „Þarna lýstu starfsbræður okkar meðal annars reynslu sinni af fíkniefnarannsókn- um, röktu helstu mál sem þeir hafa verið að fást við að undanförnu og þeir lýstu þróun fíkniefnabrota á starfssvæði sínu. Einnig var rætt um hvernig samstarf gæti orðið sem ár- angursríkast en þeir eru mjög með- vitaðir um þýðingu samstarfs,“ sagði Ómar. Hann kveður meginþætti í hverju landi svipaða, en afbrotatíðni, tegundir afbrota, uppruna og ástæð- ur ólíkar frá einu landi til annars. „Aðstæður eru líka mismunandi hvað varðar tegundir fíkniefna, ferli, magn og innflutningsaðila og tengsl þeirra við skipulagða glæpastarí- semi í öðrum heimshlutum. Við ræddum líka um nýtingu tækninnar í þágu lögreglunnar til að auðvelda uppljóstrun brota, aðstæður og heimildir lögreglu og nýjar aðferðir sem gefíst hafa vel.“ Omar Smári segir lagasetningu landanna mis- munandi, t.d. hvað varði óhefð- bundnar rannsóknaraðferðir og heimildir lögreglu til að leggja hald á ágóða sem aflað hefur verið með sölu og dreifingu fíkniefna. „Finnar og Svíar eru að ræða hugsanlega lagasetningu en bæði Norðmenn og Danir hafa þessa heimild í lögum. Þar er fjármunum og eignum sem lögreglan leggur hald á ýmist ráð- stafað að sumu eða öllu leyti til efl- ingar löggæslu, enda litið svo á að sjálfsagt sé að afbrotamenn taki þátt í kostnaði við löggæslu.“ Afbrotamenn virða engin landamæri Ómar sagði afbrotamenn ekki virða nein landamæri og ekki væri hægt að útiloka að einhverjii' hópar þeirra beindu athygli sinni að íslandi í framtíðinni. „Heróín er til dæmis víða mikið og alvarlegt vandamál, ekki aðeins vegna skaðsemi eiturefn- isins, heldur og vegna áhrifa og af- leiðinga sem það hefur á önnur af- brot og ógnar þar með öryggi samfé- lagsins. Eiturefnið hefur sem betur fer ekki náð að festa sig í sessi hér á landi þó svo að heróínfíklar séu til hér. Þeir hafa komist á bragðið er- lendis.“ Margir litir Frábært verð 25mm og 50mm með og án borða Fyrirlestur um fíkn og vímuefnaneyslu Eg- þarf ekki það sem ég vil! Dr. Albert Ellis HINN 16. septem- ber nk. ^ verður haldinn í íþrótta- sal Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði fyrirlestur um fíkn og vímuefnaneyslu. Fyrir- lesari er dr. Álbert Ellis, frægur bandarískur sál- fræðingur, sem sett hefur fram hina áhrifamiklu kenningu um rökræna, tilfínningalega atferlis- hyggju. Hann var spurður hvort hægt væri að beita þessari kenningu til þess að vinna bug á hverskon- ar fíkn? „Ekki er hægt að segja að henni verði beitt við allar gerðir fíknar - en fyrir margar þeirra virkar hún. Sumar tegundir fíkn; ar eru líffræðilegar. í slíkum tilvikum getum við hjálpað fólki mjög mikið - en ekki algjörlega. Það þarf mjög oft að taka inn lyf líka með þeitri meðferð sem við veitum.“ -A hvaða tegund fíknar virkar REBTbest? „Sérstaklega fyrir hegðun eins og frestunaráráttu og aðra atferl- istruflun." - Hvaða órökrétti hugsunar- háttur er það helst sem veldur og viðheldur fíkn? „Það eru aðallega tvær teg- undir. í fyi-sta lagi lágt mótlætis- þol: Eg þarf endilega það sem ég vi] fá! - Mig langar í sígarettu - þess vegna þarf ég sígarettu. í öðru lagi er það tilfinningin fyrir vanmetakennd: Ég verð að standa mig vel og verða sam- þykktur af öðru fólki, annars er ég einskis nýt/ur - þetta leiðir til kvíða og þunglyndis. Meðal ann- ars af þessum orsökum verður fólk fíkið í alkóhól og önnur fíkni- efni, það er til þess að deyfa þess- ar tilfinningar; kvíða og þung- lyndi. „Ég verð að fá það sem ég vil, jafnvel þótt það skaði mig þegar til lengdar lætur.“ Og „ég verð að ná árangri og verða sam- þykktur af öðrum - annars er ég ekki nógu góð manneskja.“„ - Nú er fíkn oftlega af líkam- legum toga; er samt hægt að hafa áhrif á hana? „Hún þarf ekki að vera af full- komlega líkamlegum toga þótt hún sé það að nokkru leyti. Og jafnvel þótt hún hafí líffræðileg- an þátt í sér þá er hægt að vinna mjög kröftuglega að þeim þætti til þess að ná tökum á fíkninni. Fólk sem er fætt með veika vöðva getur þjálfað þá upp með mikilli æfíngu og byggt þannig upp kröftugi-i vöðva. Fólk sem er fætt með líffræðilegar tilhneig- ingar til þess að koma sér í mikil vandræði getur náð tökum á þessum tilhneigingum ef það vinnur hart að því að losa sig undan órökréttri heimspeki sinni og tileinka sér rökrétt- arí heimspeki. - Þú getur hrakið þessar hugsanir mjög kröft- uglega; þú spyrð þig: „hvers vegna verð ég að fá það sem ég vil þótt það sé skaðlegt fyrir mig?“ Svarið er: Það er ekkert sem segir að ég verði að fá það sem ég vil, ég get lifað án þess. Þú spyrð sjálfan þig: Af hverju verð ég að standa mig svona vel og verða sam- þykktur af öðrum? Svarið er; það væri æskilegt að hafa samþykki annarra - en ég þarf þess ekki nauðsynlega. Óröki’étta hugsunin er í rauninni krafa, en þú breytir kröfunni í það sem kalla má ►Dr. Albert ELlis er kominn yfir áttrætt, hann er búsettur í New York og er doktor í kliniskri sál- fræði. Hann hefur sett fram sál- fræðikenningu sem þykir hafa haft mjög mikil áhrif á allt með- ferðarstarf í sálfræði - Rational Emotive Behavior Therapy (REBT) eða rökræna, tilfinn- ingalega atferlishyggju. Þessa kenningu setti Ellis fram fyrir um 50 árum. Hann hefur ritstýrt og ritað meira en fimmtíu bæk- ur og gefið út yfir 700 greinar í tímaritum. EIIis er kvæntur Ja- net L. Wolfe sem einnig starfar sem sálfræðingur og veitir for- stöðu stofnun Alberts Ellis. væntingar eða óskir. Það er ekk- ert að því að óska eftir hverju sem er, en þegar menn fara að krefjast þess verður þetta vanda- mál. Óskh eru ekki vandamál en skilyrðislausar kröfur geta orðið það.“ - Telur þú _ að þessi kenning eigi erindi til Islendinga? „Já, hún getur hjálpað fólki um heim állan því alls staðar snýr það óskum sínum og þrám upp í kröfur um hvað eigi, verði og þurfí að vera. Við getum kennt fólki að losa sig við og gefa upp á bátinn þessar kröfur - hvað eigi, þurfi og verði að vera, og snúa þeim aftur til óska, langana og vilja. Þá getur fólk sagt við sjálft sig: Mér líkar áfengi og óhollur matur mjög vel - en ég þarf ekki það sem ég vil og get lifað ham- ingjusömu lífí an þess. Þetta get- ur fólk gert á Islandi eins og ann- ars staðar í heiminum." -Þekkir þú eitthvað til á ís- landi? „Nei, ég hef aldrei verið þar, en þar er fólk sem hefur lesið bækur mínar og notið góðs af þeim. íslendingar hafa einnig sótt námskeið mín í öðrum lönd- um. Hinn almenni maður getur vel nýtt sér kenningu mína, t.d. getur fólk lesið bókina Þegar AA virkar ekki fyrir þig - rökrétt skref til að yf- irstíga alkóhólisma. Margir hafa náð bata af áfengis- fíkn með því að lesa þá bók. Hver sem tekur sínar langanir og þrár og gerir úr þeim skilyrðislausar kröfur mun hafa tilheigingu til að verða kvíðinn og þunglyndur. Og ef sá hinn sami gefur kröfurnar upp á bátinn og snýr aftur til óska og langana - án þess nauð- synlega að þurfa að uppfylla þær, mun draga úr sínum tilfinninga- legu og hegðunarlegu truflun- rnn « Óskir eru ekki vandamál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.