Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 13 FRETTIR „Atvinna með stuðn- ingi“ hagkvæm lausn MALÞING um „atvinnu með stuðn- ingi“ var haldið á föstudag á vegum Akureyrarbæjar og Svæðiskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og Reykjanesi. Aðalgestir málþingsins voru Englendingarnir John Lawton og Joe Guthrie, sem eru sérfræð- ingar í atvinnumálum fatlaðra. Guthrie og Lawton kynntu á þinginu hugmyndir sem eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. En þær fela í sér víðtæka aðstoð við fatlaða starfsmenn á almennum vinnumarkaði, ásamt leiðsögn og stuðningi við samstarfsfólk og vinnuveitendur. Stuðningurinn er þá sniðinn að þörfum hvers og eins fatlaðs starfsmanns. Hagkvæmara en dagvist og verndaðir vinnustaðir Að sögn Guthrie er „atvinna með stuðningi" fjárhagslega hagkvæm lausn og sýna tölulegar upplýsingar fram á meiri hagkvæmni en t.d. dagvist og vemdaðir vinnustaðir. Þá er stöðugt unnið að þróun „at- vinnu með stuðningi“ og þannig gerðar tilraunir til að minnka utan- aðkomandi afskipti. „Fólk í dag er í raun í stöðugri vinnuþjálfun mest alla ævina. Það hlýtur þjálfun þegar það byrjar í nýrri vinnu og vegna tækniframfara heldur það oftast áfram að læra,“ segir Guthrie. Ferlið þarf því ekki að vera mjög ólíkt í tilfelli fatlaðra. Hann segir þó nokkurs ótta gæta hjá ríkisstjórnum þess eðlis að „at- vinna með stuðningi" reynist til langframa litið dýrari en aðrar lausnir. ,A-tvinna með stuðningi" gerir hins vegar, að því er hann segir, ráð fyrir að vinnustaðurinn sé nýttur til fulls. Starfsfólkið aðstoði þannig fatlaða vinnufélaga sína líkt og aðra. Slíkar aðgerðir dragi bæði úr utan- aðkomandi afskiptum og eins kostn- aði. Stígi ríkisstjórnir Evrópu þetta skref til fulls, geta fatlaðir orðið virkari þjóðfélagsþegnar sem leiði jafnvel til enn frekari þróunar. Samvinnuverkefni ríkisstofnana og ráðuneyta í Bretlandi kveða lög á um að vinnuveitandi sé sekur um lögbrot mismuni hann mönnum vegna fötl- unar sinnar. Hann á að vera reiðu- búinn að gera nokkrar breytingar á aðstöðu starfsmanna til að unnt sé að ráða fatlaða til starfa. Enn sem komið er er vinnuveitendum þó í sjálfsvald sett hvort þeir fylgja þessum lögum. A stefnuskrá ríkisstjómar Verka- mannaflokksins er þó að bæta at- vinnuhorfur fatlaðra. 195 milljónum punda, eða um 23 milljörðum ísl. kr. er veitt til verkefnisins sem er hugsað sem samvinnuverkefni ríkis- stofnana og ráðuneyta. En það ættu ríkisstjórnir annarra landa að taka sér til fyrirmyndar að mati Lawton. „Það er einfaldlega óraunhæft að ætla einni stofnun að ná fram jafn víðtækum breytingum og þessum.“ A málþinginu var enn fremur rætt um hvernig styðja megi vinnu- mál fatlaðra, hvetja vinnuveitendur til að ráða fatlaða til starfa og virkja stuðningsaðferðir á vinnumarkaðn- um. Til þess að markmiðið náist hér á landi mæla Guthrie og Lawton með stofnun samtaka sem beiti sér Gjald fyrir færslu í síma hjá SPRON Reynt að laga hallarekstur greiðslumiðlunar SPARISJOÐUR Reykjavíkur og nágrennis tók 1. ágúst síðastliðinn upp 60 króna millifærslugjald í gegnum síma innan sparisjóðanna fyrir viðskiptavini sparisjóðanna en 90 krónur fyrir viðskiptavini ann- arra bankastofnana. Þá var milllifærslugjald utan sparisjóðskerfisins hækkað úr 60 krónum í 90, en það er 60 krónur innan sparisjóðskerfisins. Hins veg- ar er ekkert gjald tekið fyrir sjálf- virkar millifærslur í þjónustusíma banka og sparisjóða né í heima- banka sparisjóða. Lægri vaxtamunur á móti Ólafur Haraldsson, aðstoðar- sparisjóðsstjóri SPRON, segir þetta gjald lið í því að láta greiðslu- miðlun sparisjóðsins standa undir sér, en ekkert leyndarmál sé að greiðslumiðlunin er rekin með tapi eins og víðast hvar annars staðar í bankakerfinu. Þróunin hafi verið í þá átt að láta gjaldskrána endur- spegla frekar kostnað við þjónust- una og á móti komi lækkun vaxta- munar. „Langflestir nýta sér þann val- kost að milifæra gegnum þjónustu- símann, enda hefur mikil áhersla verið lögð á það í bankakerfinu að auka sjálfvirkni á þessu sviði. Einnig er mikill vöxtur í hverjum mánuði meðal þeii'ra sem millifæra í heimabanka. Flestir sem millifæra hafa verið að hringja um mánaða- mót þegar mesta álagið er og því hefur verið erfitt að anna því, auk þess sem kostnaður samfara þessari þjónustu er talsverður. Við höfum því í auknum mæli reynt að beina TÁP ehf. Sjúkraþjálfun og æfingastöð Hlíðasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5442 Leikfimi fyrir konur sem glíma við þvagleka Leikfimi fyrir konur sem glíma við áreynsluþvagleka. Áhersla verður lögð á líkamsvitund, rétta beitingu líkam- ans og styrkingu vöðva grindarbotns og annarra bol- vöðva. Teygjur og slökun. Fræðslu fléttað inn í. Morgunblaðið/Þorkell Joe Guthrie segir að virkja þurfi vinnustaði til að sinna bet- ur atvinnumálefnum fatlaðra. fyrir „atvinnu með stuðningi" og tengdust svipuðum samtökum í Evrópu. „ísland er lítið miðað við Bret- land,“ segir Lawton. „Þar eigum við í samskiptavanda innbyrðis sem ekki ætti að þurfa að vera til staðar hér. Smæðin ætti því að auðvelda framkvæmd verksins og alla sam- vinnu, þannig að hægt sé að ein- beita sér að þeim tækifærum sem Island hefur upp á að bjóða.“ Kennt einu sinni í viku, mánudaga kl. 10.30-11.30 eða 18.30-19.30. Leiðbeinandi, Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari. Námskeiðin hefjast 20. september nk. og munu standa í 11 vikur. Leikfimi fyrir konur 60 ára og eldri Leikfimi þar sem áhersla er lögð á að auka liðleika, styrk og þol m.t.t. aldursbreytinga. Fræðsla og ráðgjöf við vinnustellingar. Slökun. Kennt tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.30-14.15. Leiðbeinandi er Joost van Erven, sjúkraþjálfari. Námskeiðin hefjast 20. september og munu standa í 10 vikur. Léttleikfimi Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Ekkert hopp, engir pallar. Mikil áhersla lögð á teygjuæfingar. Fá pláss laus. Morguntímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.30-11.30, síðdegistímar kl. 17.30-18.30, kennt tvisvar sinnum í viku. Námskeiðin hefjast 20. september nk. Aðgangur að tækjasal er innifalinn í námskeiðsgjöldunum. Skráning og nánari upplýsingar í Táp í síma 564 5442. fólki inn í sjálfvirka þjónustu, sem er ódýrasta leiðin, bæði fyrir við- skiptavini og bankakerfið. Við telj- um einnig að álagið á símakerfið minnki og samfara því batni þjón- ustan við aðra viðskiptavini," segir Ólafur. Hann segir að þessi breyting hafi verið kynnt rækilega fyrir fóstum notendum millifærslukerfisins. Margir hafi þegar kosið að nýta sér hagkvæmari leiðir sem standa til boða. „Ef við urðum vör við að þetta kæmi fólki á óvart var vinnureglan sú að sleppa því skipti og segja fólki að þetta yrði tekið upp næst,“ segir Ólafur. Frekari hækkun líkleg Þá er það svo að fari fólk í útibú SPRON og leggi inn á reikning í SPRON eða öðrum sparisjóðum greiðir það ekkert fyrir þjónustuna, en leggi það inn á reikning í öðrum banka þarf að nota sk. greiðsluseð- ilskerfi og borga 90 krónur fyrir. „Gjaldskráin er endurskoðuð reglulega og að mínu mati eru mikl- ar líkur á að hún þróist til hækkun- ar varðandi þá liði sem ekki standa undir sér. Þetta er sú þróun sem orðið hefur í bankakerfinu í heimin- um og hún hlýtur að verða hér eins og annars staðar, þó svo að þetta gerist á lengri tíma,“ segir Ólafur. SPRON hefur að sögn Ólafs opið á laugardögum í Grafarvogi og til 18.30 virka daga og á laugardögum og sunnudögum í Kópavogi, og frá 16 til 20 alla virka daga, og er tekið 70 króna gjald fyrir þegar gíróseðl- ar eru greiddir til að standa straum af kostnaði við þjónustuna. skóli ólafs gauks Innritun er hafin og ter fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIÐ FORÞREP Nýtt, spennandi námskeiö fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk“ o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl fslensk lög o.fl. 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri i samvinnu við T ómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikiö námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 2000 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauösynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið auðlærða en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tima í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. V/SA (D 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.