Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Breyting-
ar í Nettó
NETTÓ á Akureyri verður
opnað á ný í dag, þriðjudag,
eftir breytingar en verslunin
var lokuð vegna þessa í gær
og á sunnudag.
Sett hefur verið upp svo-
kallað mjólkurtorg, svipað og
gert var í Hrísalundi fyrr á
árinu en einnig hefur rými
fyrir kælivörur verið aukið
verulega. Þá hefur verið bætt
við kæli fyrir ferskar kjötvör-
ur og allt gos verður framveg-
is í kæli. Einnig hefur öll
verslunin fengið andllitslyft-
ingu og lýsing verið aukin,
svo eitthvað sé nefnt.
Barna- og ung-
lingakór Akureyr-
arkirkju
Æfíngar
að hefjast
BARNA- og unglingakór
Akureyrarkirkju hefur nú
starfsemi á ný eftir sumar-
leyfi. Æfíngar verða á
fimmtudögum kl. 16.30 til
17.30 í Kapellunni. Eldri fé-
lagar eru beðnir að mæta og
skrá sig fimmtudaginn 16.
september kl. 16.15. Nýir fé-
lagar sem eru níu ára og eldri
eiga að mæta í prufu kl. 16.30
sama dag. Stjórnandi kórsins
er Jón Halldór Finnsson.
Norðurlandamót
grunnskólasveita
í skák
Sveit
Brekkuskóla
stóð sig vel
N ORÐURLANDAMÓT
grunnskólasveita í skák fór
fram í Svíþjóð um síðustu
helgi. Fyrir Islands hönd
keppti sveit Brekkuskóla á
Akureyri og stóð hún sig með
mildum ágætum og hafnaði í
þriðja sæti.
Fyrsta sveit Svíþjóðar sigr-
aði á mótinu með 14,5 vinn-
inga en sveit Danmerkur
hafnaði í öðru sæti með 12,5
vinninga. Islenska sveitin
fékk 10,5 vinninga í þriðja
sæti, eða jafnmarga vinninga
og sveit Noregs, sem varð í
fjórða, með færri stig en ís-
lenska sveitin. Önnur sveit
Svíþjóðar varð í fimmta sæti
og sú finnska í sjötta sæti.
Sveit Brekkuskóla var
skipuð þeim Stefáni Bergs-
syni, Halldóri B. Halldórs-
s;yni, Agli Erni Jónssyni og
Agústi B. Björnssyni en vara-
maður var Pétur B. Amason.
Gítartón-
leikar
EINAR Kristján Einarsson
gítarleikari heldur áfram tón-
leikaferð sinni um Norður-
land og leikur í Ólafsfjarðar-
kirkju í kvöld, þriðjudags-
kvöldið 14. september. Hann
leikur í Safnahúsinu á Húsa-
vík fímmtudagskvöldið 14.
september. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.30.
Á efnisskránni er tónlist úr
ýmsum áttum, spönsk og suð-
ur-amerísk, verk eftir J.S.
Bach, Lennon og McCartney
svo nokkuð sé nefnt.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Skarð kom í hálfan veginn við brú yfir Hallardalsá í Bjarnarfirði.
Víða flæddi vatn niður á vegi á Ströndum, en mestu
skemmdirnar urðu þó í norðanverðum Bjarnarfirði.
Vegaskemmdir
á Ströndum
MIKIÐ úrfelli var á Ströndum
um helgina og fóru vegir í sund-
ur vegna vatnsflæðis.
Mestar skemmdir urðu í norð-
anverðum Bjarnarfirði. Þar kom
skarð í hálfan veginn við brú yfir
Hallardalsá og einnig flæddi
mikið vatn yfir veginn á Bölum
og fór hann þar í sundur á tveim-
ur stöðum. Ráðist var í viðgerðir
strax og var vegurinn orðinn fær
á laugardagskvöld. Vatn rann
einnig niður á vegi víða annars
staðar frá Bjarnarfirði norður í
Árneshrepp. Nokkuð rennsli var
til dæmis á vegi á Veiðileysuhálsi
og í Kjörvogshlíð.
„Þetta var óvenjulega mikið
vatnsveður fyrir þetta svæði.
Einnig var nýfallinn snjór á Ijöll-
um sem bráðnaði skarpt þegar
rigndi ofan í hann og olli það
hlaupum í ám og lækjum sem
runnu niður á vegi,“ segir Jón
Hörður Elíasson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Hann segir vegi á svæðinu hafa
orðið fyrir nokkrum skemmdum
en að viðgerðir hafi staðið yfír
og þeir séu nú allir orðnir færir,
en viðgerðum ljúki að fullu nú í
vikunni.
Jeppar
stóðu í
ljósum
logum
Tálknafirði - Á sunnudag var
slökkvilið Tálknafjarðar kallað út
vegna bruna á Lambeyri í Tálkna-
firði. Útkallið barst um kl. 15.15 og
nokkrum mínútum síðar voru
fyrstu slökkviliðsmennimir komn-
ir á staðinn með litla dælu.
Kviknað hafði í tveimur Lada-
jeppum, sem komnir voru af
léttasta skeiði. Eigandi bílanna,
Stefán Kristjánsson á Innri-Lam-
beyri var að logskera í öðrum bfln-
um þegar eldur kom upp. Fljót-
lega urðu báðir bflamir alelda.
Þeir stóðu skammt frá geymslu-
skúr og vom vindskeiðar á skúm-
r.~.
Jeppamir standa í Ijósum logum.
Morgunblaðið/Pálína Kristín
um byrjaðar að sviðna, en slökkvi- ins áður en meira tjón varð. bflarnir og það sem í þeim var er
liði tókst að ráða niðurlögum elds- Engin meiðsli urðu á fólki, en ónýtt.
Skemmd-
arverk
framin á
bíl þýskra
hjóna
Grindavík- Hún endaði frekar illa
Islandsferðin hjá þeim Jens og
Helen Petersohn en þau eru frá
Berlín í Þýskalandi. Þegar þau tjöld-
uðu föstudagskvöldið 10. september
rétt hjá Isólfsskála vöknuðu þau upp
við einhver læti við bíl þeirra en
þorðu alls ekki út úr tjaldinu því þau
vom hrædd um líf sitt.
Þessi læti vora heldur ekki þess
eðlis að þeim væri óhætt að skipta
sér af því bfll þeirra var hreinlega
lagður í rúst. Öll ljós vom brotin,
fram- og afturrúður brotnar og svo
hafði verið hoppað á toppnum á bíln-
um og húddinu. Þarna voru á ferð-
inni einhverjir lágkúralegir
skemmdarvargar.
Jens og Helen sögðust vera á leið-
inni heim á þriðjudag með Norrænu
eftir mánaðardvöl á Islandi. Það var
því aðeins góður vilji og góð þjónusta
Bflaþjónustu Halldórs sem bjargaði
þeim, því allir varahlutir voru útveg-
aðir í snatri þannig að þau Jens og
Helen gætu komist leiðar sinnar.
Morgunblaðið/Garðar Páll
Jens og Helen Petersohn við bflinn sinn.
Húsbíll
valt vegna
veðurs
Hnappavöllum - Þegar fyrstu
haustlægðirnar fara að ganga
yfír landið hvessir oft meira en
menn eiga von á. Þetta gerðist í
Öræfum sl. föstudag og urðu
nokkrar tafir á umferð vegna
veðursins. Meðal annars valt
húsbfll vestan við Hof og
skemmdist mikið eins og sjá má
á myndinni. Ekki urðu teljandi
meiðsl á fólki.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson