Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 24

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Kynningardagar norræna umhverfísmerkisins Hollustuvernd boðar byltingu í umhverfisverndarmálum Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Nýr smurostur KOMINN er á markað nýr smurostur með pepperóní frá Kavli. Fituinnihald ostsins er lágt, einungis 18%. Geymsluþol ostsins er 15 mánuðir í kæli. Pepperóní- smurosturinn er í handhægum túp- um. Hann er góður sem álegg á brauð eða hrökkbrauð auk þess sem hann hentar vel sem bragð- auki í matargerð. Bergdal ehf. flyt- ur inn og dreifír Kavli-smurostun- um. Argos-listi NÝR Argos-vetr- arlisti er kominn út. Hann er 750 blaðsíðna langur og inniheldur m.a. búsáhöld, heimil- istæki, skartgripi og ljósakrónur auk úrvals af jóla- og gjafavörum. Listinn fæst hjá B. Magnússon. Skólavörðuatig, Kringlunni ó Smáratorgi HOLLUSTUVERND rískisins hef- ur hafið kynningarátak fyrir Nor- ræna umhverfismerkið, en í haust eru liðin tíu ár frá því að sameigin- legt umhverfismerki var tekið í notkun á Norðurlöndunum. Merkið er notað á vörur sem uppfylla ströng skilyrði um að meng- un við framleiðslu, notkun og eyðingu þeirra sé lítil. Tak- markaður fjöldi vörutegunda á Is- landi er enn sem komið er skreyttur Norræna umhverfis- merkinu og aðeins ein vörutegund framleidd á íslandi ber merkið, en er það þvottaefnið Maraþon milt frá Frigg hf. Á móts við umhverfisvitund neytenda Á hinum Norðurlöndunum er merk- ið hins vegar mun þekktara og ræð- ur, að sögn Tore Skjenstad hjá Hollustuvernd, miklu um innkaup hjá neytendum, enda fer umhverfis- vitund neytenda sívaxandi og hefði maður talið að Islendingar væru ekkert undanskildir þeirri þróun. Hins vegar hafa neytendur á ís- landi ekki haft kost á að velja vörur, í teljandi magni, merktar umhverf- isstimpli fram til þessa og því ekki að undra að merkið skuli vera lítt þekkt hér á landi. Tore Skjenstad segir ástæðu þess að svo fáar ís- lenskar vorur beri merkið vera tví- þætta. I fyrsta lagi segir hann um- hverfisvitund íslenskra neytenda, í samanburði við nágrannaþjóðirnar; enn skammt á veg komna. I öðru lagi þurfa framleið- endur að leggja út í töluverðan stofnkostn- að, eða því sem nemur um eitt hundrað þús- und krónur í umsókn- argjöld. Auk þess borga framleiðendur 0,4% af árlegri sölu vörunnar. Islenska umhverfismerkja- nefndin sem skipuð er fulltrúum Hollustu- vemdar, heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytisins, tekur á móti umsókn- um frá framleiðendum, sem einnig geta sótt um niðufellingu á umsókn- argjöldunum vilji þeir að vara þeirra beri merkið. Hollustuvemd og umhverfis- merkjanefndin boða nú breytta tíma og standa fyrir kynningardög- um á Norræna umhverfismerkinu út þennan mánuð, með það fyrir augum að Islendingar læri að þekkja merkið og fyrir hvað það stendur. Hollustuvemd hefur látið fram- leiða kynningar- og útstillingarefni fyrir verslanir sem fæst endurgjald- skaust hjá stofnuninni. Stofnunin hefur einnig beint þeim tilmælum til fyrirtækja er nú þegar markaðsetja Norræna umhverfis- merkið Egg og skinka selt saman í pakka Varan reyndist ókæld og ósöluhæf MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heil- brigðiseftirliti Kjósarsvæðis: „Brögð hafa verið að því að undaniornu að verslanir á höfuðborgarsvæðinu hafi selt kjötvöru, utan kælis. Þannig hefur orðið vart við að beikcn og skinka hafi verið seld í pakkningu með eggjum og hefur varan staðið í grind ut- an kælis. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur þurft að hafa afskipti af verslunum vegna þessa og þegar hefur nokkurt magn af þessari vöru verið tekið úr sölu og hent. Þá hafa niðurstöður rannsóknar- stofu staðfest að um ósölu- hæfa vöru hefur verið að ræða. Ef kjötvara nær að hitna of mikið ná bakeríur í kjötinu að fjölga sér og varan eyðileggst. Ef sjúkdómsvaldandi bakterí- ur eru til staðar í upphafi geta þær valdið matareitun. Heilbrigðiseftirlitið hvetur fólk til þess að kaupa ekki kælivöru sem geymd er utan kælis og láta eftirlitið vita verði það vart við slíka vöru.“ HEILSUBOT KYNNING OG RAÐGJOF UM NOTKUN ZINAXIN™ OG REVENA® Engifer °9gígt Zinaxin™ ranptKwws Þa5 er munur á engifer. Zinaxin inniheldur staðlaðan engifer-extrakt sem tryggir jafnan styrk virku efnanna I hverri framleiðslu. 3S& REVENA Revena fótakrem við þreytu, bólgu og pirringi í fótum. KYNNTU ÞÉR MÁL!N í eftirtöldum apótekum milli kl. 14-18 Austurbæjar apótek þri. 14. sep. Háaleitis apótek mið. 15. sep. Norðurbæjar apótek fim. 16. sep. Akranes apótek fös. 17. sep. M38QN' Frá afhendingu kynningar- og útstillingaefnis í Ofnasmiðjunni; frá vinstri Sigurður Þorvaldsson sölustjóri, Þröstur Gestsson sölumaður, Tore Skjenstad frá Hollustuvemd ríkisins og Erling Erlingsson frá AUMA, sem annast Auglýsinga- og markaðsmál fyrir útbreiðslu um- hverfismerkisins á íslandi. vörur merktar merkinu að kynna þær sérstaklega næstu vikurnar. Markmið Hollustuverndar er að fjölga verulega þeim vörutegundum hérlendis sem bera Norræna um- hverfismerkið á Norðurlöndum sem og að auka innlenda framleiðslu á merkinu og er það að sögn Tore lið- ur í að koma á móts við umhverfis- vitund neytenda. Neytendur ráða ferðinni I fréttatilkynningu Hollustverndar segir að með aukinni umhverfisvit- und almennings og þekkingu á gildi umhverfismerkisins, muni fleiri fyi’irtæki, af hagsmunaástæðum, sjá sig knúin að merkja vörur sínar merkinu. Umhverfismerkingar hafa nú lengst sannað gildi sitt á Norðurlöndunum og víðar og gert neytendum auðveldara að velja vör- ur sem menga síður umhverfið. Fá- ar þjóðir lifa í eins nánu samspili við náttúruna og íslendingar og því tími til kominn að vera ekki eftir- bátur annan-a þjóða í verndun um- hverfisins. A annað hundrað slys af völdum knattspyrnumarka Jarðankerin geta komið í veg fyrir slys ÞORBJÖRN Ás- björnsson hefur hannað festingar fyrir knattspyrnu- mörk sem hann kall- ar jarðanker. Jarð- ankerin eiga að koma í veg fyrir að mörkin geti koll- steypst og valdið slysum. Að sögn Þorbjörns hefur Iðn- tæknistofnun þegar gert prófanir á jarð- ankerunum. Þær leiddu í ljós að tog- krafturinn mældist frá 70-200 kflóum eftir því í hvaða hom var togað áður en jarðankerið losnaði úr jörðu. Herdís Storgaard, framkvæmdastj óri átaksverkefnis um slysavamir bama og unglinga, segir að á þeim fjórtán áram sem hún hafi unnið að slysavömum bama og unglinga hafi á fimmta tug lífshættulegra slysa orðið vegna illa festra fót- boltamarka. „Þar fyrir utan hefur á þessum tíma þurft að leggja inn um 100 börn sem hafa hlotið áverka af völdum knattspyrnumarka. Börn hanga gjarnan í mörkunum og það er alvarlegt þegar þau era ekki fest tryggilega niður. Það er því full ástæða til að hvetja þá sem eiga eft- ir að gera úrbætur með festingar á Þorbjörn Ásbjörnsson. mörkum að láta verða af því. Jarð- ankerin hafa verið prófuð sam- kvæmt ströngum öryggiskröfum og eiga að koma að notum.“ Þorbjörn segir að Vélsmiðjan Héðinn vinni nú að smíði tveggja jarðankera fyrir sig en í október fer hann að taka við pöntunum. Hann býst við að eftir áramót verði farið að framleiða jarðankerin og selja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.