Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 25 ÚR VERINU Norðmenn andvígir útgerð fslendinga í Eystrasaltsríkjunum Veiðum Islendinga líkt við „laumuspil“ ÁRSFUNDUR Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðiráðsins (NAFO) hófst í Nova Scotia í Kanada í gær og stendur fundurinn fram á fostu- dag. I nýjasta tölublaði norska blaðsins Fiskeribladet er þátttöku Islendinga í útgerð í Eystrasalts- ríkjunum líkt við „laumuspil" sem hafi það að markmiði að auka rækjaafla Islands á Flæmingja- grunni. Sagt er að málið verði sett á oddinn á ársfundinum. Stjórn rækjuveiða á Flæmingja- grunni fellur undir NAFO og hefur verið uppi ágreiningur um veiði- stjómunina, þar sem Islendingar hafa mótmælt sóknardagastjórnun en þess í stað viljað úthluta kvóta til aðildarþjóða NAFO. íslendingar hafa engu að síður tengst útgerðum skipa frá Eystrasaltsríkjunum sem stundað hafa veiðar á Flæmingja- grunni á sóknardögum. Hagnast í skjóli fána Eystrasaltsríkjanna I Fiskeribladet segir að Flæm- ingagrunn hafi á fyrri hluta þessa áratugar breyst úr gjöfulum rækju- miðum í ósköp venjuleg fískimið vegna mikillar sóknar Islendinga á svæðið. NAFO hafí að lokum þurft að grípa í taumana og sett strangar reglur og aðildarríki ráðsins neyðst til að skerða fjölda sóknardaga. Is- lendingar hafí hinsvegar haldið áfram veiðunum í skjóli fána Eystrasaltsríkjanna. Þannig hagn- ist þeir meðan Eystrasaltsríkin byggi upp veiðirétt. Þetta orki mjög tvímælis því þannig dragi ekki úr veiðigetunni, eins og stefnt sé að, heldur þvert á móti aukist hún. í samræmi við reglur NAFO Vinnuhópur á vegum NAFO hef- ur fjallað sérstaklega um úthlutun veiðiheimilda og leigu á skipum og verður skýrsla hans lögð fram í alls- herjamefnd á ársfundinum. Aðrir vinnuhópar hafa starfað á milli árs- funda og fjallað m.a. um varúðar- leiðina svokölluðu, úrlausnir deilu- mála og gagnsæi í störfum NAFO, þ.e. hvort heimila eigi óháðum fé- lagasamtökum að sitja fundi ráðs- ins. Þórður Ásgeirsson, fiskistofu- stjóri, veitir sendinefnd Islands á ársfundi NAFO forstöðu. Hann seg- ist ekki vita betur en að öll skip sem stundi veiðar á Flæmingjagrunni, einnig skip sem séu í eigu Islend- inga en undir flaggi annars ríkis, stundi veiðamar í samræmi við reglur NAFO. „Þau em að veiða af sóknardögum þeirra ríkja sem skip- unum er flaggað undir. Ég sé ekki hvers vegna menn ættu að setja sig upp á móti því að sóknardagar, sem NÁFO úthlutar, séu nýttir. Þegar dögunum er úthlutað hlýtur að vera gert ráð fyrir því að dagamir séu nýttir. Það er út í hött að gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir það, því þau sýna ábyrga stefnu með því að tak- marka sókn íslendinga á svæðið, þó þau séu ekki bundin af þessu sókn- ardagakerfi, með þvi að ákveða kvóta og úthluta honum á íslensk skip. Ef það leiðir til þess að ís- lenskir hagsmunir leita eitthvert annað þá er það í lagi svo framar- lega sem það er í samræmi við þá stjóm sem NAFO vill viðhafa," seg- ir Þórður. Morgunblaðið/Ágúst Börkur NK í Neskaupstað eftír vélarskiptin í Bretlandi. Börkur úr vélarskiptum beint á kolmunnaveiðar BÖRKUR NK er byrjaður á kolmunnaveiðum eftir að hafa verið í vélarskiptum í Bretlandi. Hann hefur farið í tvo reynslutúra og fékk 20 til 30 tonn í hvoram túr en hélt á miðin í gær eftir að hafa komið snöggt inn til Neskaupstaðar til að láta gera við rifið troll. „Við höfum lítið verið að veiðum síðan við komum heim, verið að staðsetja okkur og lent í bilunum," segir Sturla Þórðarson skipstjóri. „Þetta hefur ekki gengið nógu vel en vonandi fer það að koma.“ Þrjú skip, Sunnuberg, Sveinn Benediktsson og Þorsteinn, voru á kolmunnaveiðum norðan við Fær- eyjar en Þorsteinn, Óli í Sandgerði, Faxi og Hoffell á Þórsbankanum og þangað var ferðinni heitið hjá Berki, en veiði hefur verið dræm að undanförnu. „Við höfum verið út af Þórsbankanum en alls staðar virðist vera lítið um að vera,“ segir Sturla en bætir við að haldið verði áfram á kolmunnanum svo framarlega sem eitthvað veiðist. Börkur fór í vélarskipti í mars og átti þeim að vera lokið í júm' en skipið kom ekki heim fyrr en um sl. mánaðamót. Skipt var um vélarrúm og settur nýr botn auk þess sem skipið var breikkað um þrjá metra að aftan. „Hann gekk 18 og hálfa mílu í prufusiglingu," segir Sturla um Börk eftir breytinguna og er ánægður með hana. Kvótabók Skerplu UT ER komin hjá Skerplu ehf. Kvótabók Skerplu fyrir fískveiðiár- ið 1999/2000. Bókin er í handbókar- broti, innbundin í gorma með skilju- blöðum sem aðskiija kaflana og verður bókin þannig aðgengilegri. Bókin skiptist í fimm kafla. í fyrsta kafla er fjallað um stjórnkerfi fiskveiða, rakin er saga fiskveiði- stjómunar og þær hugmyndir sem aflamarkið byggist á. I öðram kafla er fjallað um úthlutað aflamark fyr- ir fiskveiðiárið 1999/2000 og þar er skrá um öll skip á aflamarki og út- hlutun þeirra. I þriðja kafla er fjall- að um krókabáta og það kerfi sem þeir búa við. Þar er skrá um alla krókabáta eftir þeim flokkum sem þeir skiptast í. I fjórða kafla em ýmsar upplýsingar. Fjallað er um þróun afla ýmissa fisktegunda, afla- mark verstöðva og landshluta og fiskveiðiflotann. Fjallað er um fyrir- tæki í greininni og nokkur þeirra stærstu skoðuð nánar og rakin þró- un aflamarks þeirra og staða þeirra nú og framtíðarhorfur. I fimmta kafla er orðasafn þar sem skýrð em helstu hugtök er varða fiskveiði- stjómina með tilvísunum í lög og reglur. Höfundur og ritstjóri Kvótabókar Skerplu er Ari Arason, hagfræðing- ur. Námstefna um nytsamlegar ábendingar fyrir alla stjórnendur Þriðjudagur. 21.september Kl. 13:00-17:00 Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1 Megnat'löWa ásKorendaverður hessinámsstetna nú endurtetón. Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á þekkingu stjórnenda, viðhorfi þeirratil starfsfólks, yfirsýn og viðbragðs- flýti. Á þessari námstefnu fá stofnar árangursríkrar stjórnunar nýja nálgun, sem ber með sér mikilvæga stjórnunarreynslu verkfræðings og markaðsmanns. Úr verður „5x5“ stjórnun, sem þarf að vera Ijós hverjum yfirstjórnanda og millistjórnanda. Yfirsýnin verður skýrari. Hugmyndir að lausnum verða fleiri. Á 4 klst. verður fjallað um 5 atriði sem eru: 1. Framtíðin - og hvernig fyrirtækið er búið undir breytingarnar sem eru framundan. 2. Ferlar - í öllum fyrirtækjum skipta vinnuferlarnir miklu máli - en allt of fáir gera sér grein fyrir því að ferlarnir eru samkeppnistæki sem verða að vera í lagi, skráð á blað og undir eftirliti. 3. Frammistaða - Árangursstjórnun er mest umtalaða stjórnunaraðferð nútímans...Mæling frammistöðu er lykilatriðið. 4. Fyrirtækið - Dagleg stjórnun þarf að vera jafnvægi milli agaðra vinnubragða og uppörvandi samskipta. Aðaleign fyrirtækisins þegar öllu er á botninn hvolft er fólgin í þekkingu, ímynd og stjórnunar“kúltur“. 5. Fólk - er það sem allt snýst um. Þekkir starfsmaðurinn markmið fyrirtækisins, forgangsraðar hann sínum verkefnum rétt, skipuleggur hann tíma sinn þannig að hámarksárangur næst. Þessi námstefna er fyrir stjórnendur sem vilja ná enn betri árangri, vilja fá betri yfirsýn yfir stefnur og strauma í stjórnun eða vilja endurhæfa þætti í stjórnun sinni! Markmiðið er að þátttakendur fái staðfestingu á því sem vel er gert og tugi hugmynda til að breyta stjórnun og starfsháttum í fyrirtækjum/stofnunum sínum. Um 2000 manns hafa hlýtt á stjórnunarefni Thomasar Möller, sem hann hefur stöðugt unnið við að þróa og er hér í fyrsta sinn tekið saman í heildstæða nálgun um aðalatriði í umhverfi stjórnandans. Enginn stjórnandi lætur þessar fjórar stundir fram hjá sér fara. Höfundur og leiðbeinandi er Thomas Möller, hagverkfræðingur. Hann hefur 18 ára stjórnunarreynslu. Thomas er framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöva OLÍS og var áður í stjórnunarstörfum hjá EIMSKIP. Hann er höfundur met- sölubókar um stjórnun og hefur verið eftirsóttur fyrirlesari ífyrirtækja- umhverfi. ATH! Námstefnan verður einning haldin á Akureyrir 14. okt. Skráning og nánari uplýsingar í síma: 533 4567 og www.stjornun.is A Stjórpunarfélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.