Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skelfíng í Moskvu þar sem hátt á annað hundrað manns hafa látið lífíð í sprengitilræðum jfJfWMff i'tíhUtiffíA mmíjvwá Reuters Þar sem áður stóð átla hæða hátt fjölbýlishús er nú aðeins stór sprengigígur. I sprengingunni létu tugir manna lífið. Bera tsjetsjenskir skæru- liðar ábyrgð á ódæðinu? mestu skipaður Rússum eða Slöv- um. Sagði þar, að tsjetsjensku stríðsherrarnir hefðu ákveðið að grípa til hryðjuverka vegna ófar- anna fyrir rússneska hernum í Da- gestan. I forsíðufrétt undir stórri fyrir- sögn, „Við vitum hverjir unnu ódæðisverkin", segir, að fyrrnefnd- ur Khattab, félagi Basajev, hafi svarið við Kóraninn, hina helgu bók múslima, að greiða hverjum manni í hryðjuverkahópnum allt að fjórar millj. ísl. kr. Hélt höfundur greinar- innar, Vjatsjeslav Izmaílov, því sama fram í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina NTV á sunnudag. Enginn „bónus“ fyrir sprenging- una í verslanamiðstöðinni Ízmaílov sagði, að þeir Khattab og Basajev hefðu fengið til liðs við Slava vegna þess, að þeir vektu minni grunsemdir en fólk frá Kákasuslöndum, sem fylgst væri með. Væru um 30 menn í hópnum og þar á meðal fyrrverandi her- menn. Izmaílov segir, að flokknum hefði verið skipt upp í smærri hópa, sem síðan hefðu verið sendir til Moskvu, Pétursborgar, Rostov og Dagestans. Hefði Moskvuhópurinn komið til borgarinnar viku áður en sprenging varð í verslanamiðstöð þar 31. ágúst sl. Slösuðust þá marg- ir en aðeins einn maður lést. „Vegna þess hve manntjónið var lítið í sprengingunni var hópurinn áminntur mjög alvarlega og fékk engan bónus,“ segir Izmaílov. Vantar lagalegan grundvöll fyr- ir yfirlýsingu um neyðarástand Vegna hryðjuverkanna í Moskvu hafa margir búist við, að ríkis- stjórnin lýsti yfir neyðarástandi í landinu og frestaði jafnvel þing- kosningunum í desember. Sannleik- urinn er hins vegar sá, að það skort- ir enn lagalegan grundvöll fyrir slíkri ákvörðun. Alexander Koten- kov, fulltrúi Borís Jeltsín, forseta AP Rússneskir öryggislögreglumenn að taka myndir af látnu fólki i rústum fjölbýlishússins. Moskvu, Grosní. Reulers, AFP. SPRENGINGIN í fjölbýlishúsi í Moskvu í gærmorgun hefur valdið mikilli skelfingu meðal borgarbúa enda voru þá ekki liðnir nema fjórir sólarhringar frá því hluti annars fjölbýlishúss var jafnaður við jörðu í mikilli sprengingu. Þá fórust 94 manns og mannfallið í gær leikur vafalaust á nokkrum tugum. Rúss- nesk yfirvöld virðast hafa litlar vís- bendingar um það hverjir standi að baki þessum hryðjuverkum en al- menningur velkist ekki í neinum vafa um, að tsjetsjenskir skæruliðar hafi verið að verki. Með sprenging- unum vilji þeir hefna ófaranna fyrir rússneska hemum í Dagestan. Var því raunar haldið fram í rússnesku tímariti í gær. „Eg á orðið erfitt með að sofna, ég er svo hræddur," sagði Sasha, íbúi í Moskvu, og það lýsir vel ástandinu í borginni þar sem hátt á annað hundrað manns hafa týnt lífi í sprengjutilræðum að undanförnu. Sasha og Rússar almennt efast ekki um, að tsjetsjenskir skæruliðar beri ábyrgð á hermdarverkunum. „Auðvitað eru það Tsjetsjenar. Þeir hétu að sprengja 10 sprengjur í Moskvu og hver veit hvar sú næsta springur," sagði Marína, rúmlega sextug kona, og lögregluþjónn full- yrti, að sprengingamar yrðu fleiri. „Þær virðast tengjast leiðakerfi neðanjarðarlestarinnar. Sú næsta verður í suðvesturhluta borgarinn- ar,“ sagði hann. Neita allri sök Sumir rússneskir stjómmála- menn hafa ýmist kennt ráðamönn- um í Tsjetsjníju eða tsjetsjensku skæmliðunum, sem réðust inn í Da- gestan, um hryðjuverkin en hvor- irtveggju neita allri sök. Hussein Akhmadov, innanríkisráðherra Tsjetsjníju, sagði í gær, að stjóm- völd þar hefðu hvergi komið nærri þessum voðaverkum og Sirazhdin Ramazanov, sjálfskipaður forsætis- ráðherra tsjetsjensku skæmlið- anna, sem réðust inn í Dagestan, vísaði á bug allri ábyrgð. Hélt hann því fram, að sprengingamar væm liður í valdabaráttunni í Moskvu. Tsjetsjenski stríðsherrann Shamil Basajev, sem stjómaði inn- rásinni í Dagestan, neitaði líka allri ábyrgð í viðtali við frönsku frétta- stofuna AFP. Fjármagnið frá bin Laden? „Hvorki ég né Khattab eða ís- lömsku stríðsmennirnir í Dagestan komum nærri sprengingunum í Moskvu og Búínaksk," sagði Basa- jev en Khattab er Jórdaníumaður, sem berst með tsjetsjensku skæm- liðunum. Basajev neitaði einnig þeim fullyrðingum Moskvustjórnar- innar, að sádi-arabíski milljóna- mæringurinn Osama bin Laden hefði fjármagnað herförina inn í Dagestan. Bin Laden, sem nú er í AP Alexandra Gijaznova grátandi í rústunum með sonum sínum tveimur. Hún missti tendadóttur sína í sprengingunni. Afganistan, er sagður hafa skipu- legt sprengingamar við bandarísku sendiráðin í Kenía og Tansaníu fyr- ir rúmu ári en þá týndu 220 manns lífi. Er hann efstur á lista yfir eftir- lýsta menn í Bandaríkjunum og hugsanlegt er, að Rússar og Banda- ríkjamenn muni hafa samvinnu um hafa hendur í hári honum. Khattab sagði 3. sept. sl., að ís- lömsku skæmliðarnir væm tilbúnir til „hefndaraðgerða á rússnesku landi“ og eftir Basajev er haft, að „frelsisstríð múslima" í Kákasus muni taka 20 til 25 ár. Aslan Maskhadov, forseti Tsjet- sjníju, sagði í gær, að ljóst væri, að Rússar væru að finna sér tilefni til að ráðast inn í landið að nýju. Skor- aði hann á landsmenn að búa sig undir stríð og koma upp vamar- virkjum. 30 manna hryðjuverkahópur í grein í rússneska vikuritinu Novaja Gazeta, sem kom út í gær, sama dag og sprengingin varð í fjöl- býlishúsinu, er því haldið fram, að hryðjuverkahópurinn, sem beri ábyrgð á ódæðisverkunum, lúti stjóm Tsjetsjena en sé annars að Rússlands, gagnvart Dúmunni sagði í gær, að hún hefði hafnað framvarpi um neyðarástandslög á þeirri forsendu, að þau yrðu hugs- anlega notuð til að skerða almenn borgararéttindi. Þær ráðstafanir, sem nú hefur verið gripið til í því skyni að herða eftirlit og öryggis- gæslu, era byggðar á alríkislögum um baráttu gegn hryðjuverkum. Hefur gæsla verið aukin í helstu borgum landsins, við lq'arnorkuver, olíustöðvar og önnur mikilvæg mannvirki. Stundarsigur í Dagestan? Svo virðist sem rússneski herinn hafi unnið sigur í Dagestan, í svip- inn a.m.k., og skæruliðarnir hafa flúið aftur inn í Tsjetsjníju, „af her- fræðilegum ástæðum“ svo vitnað sé í yfirlýsingu Basajevs um undan- haldið. Talið er, að Rússar hafi misst um 240 hermenn í þessu stríði hingað til og mannfall meðal skæra- liða er sagt skipta mörgum hund- raðum. Þótt þeir hafi látið undan síga að sinni þykir þó ólíklegt, að þeir séu búnir að segja sitt síðasta orð í baráttunni fyrir „íslömsku lýð- veldi í Dagestan".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.