Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 30

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Andstæður MYNDLIST KloniluA lækni Makoto Aida og III > ii n i- II a 11 s s o n LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI Til 26. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. MEIRI andstæður er vart hægt að hugsa sér en Hlyn Hallsson og Makoto Aida. Reyndar verður að segjast eins og er að sýningar beggja í Listasafninu á Akureyri eru ekkert annað en tvær aðskildar sýningar. En vegna þess hvernig safnið er byggt myndast svæði við innganginn þar sem sýningamar renna saman, eða rekast öllu held- ur saman. Það er því meira en freistandi að gera samanburð á þessum ólíku listamönnum úr því svona efnilegt tækifæri býðst. Hlynur er listamaður af þeim toga sem vill breyta heiminum og bæta með list sinni. A allra síðustu árum hafa lokist upp óvæntar dyr fyrir slíkum listamönnum með hjálp nýrra miðla. Ljósmynda- og myndbandatæknin hafa gert mönn- um kleift að leita eftir mannlegum tengslum á miðum samfélagslegra skoðanaskipta. Vissulega var slík nálgun möguleg áður fyrr, en ekki með þeirri mýkt og óhlutdrægni sem hátæknin býður samferða- mönnum sínum. Listamenn urðu að færa sig í pólitísk föt krossfarans ef þeir ætl- uðu að gera áhorfendur að þátttak- endum í list sinni. Það bitnaði gjaman á útfærslunni sem glataði Iistrænu inntaki sínu en eftir stóð einungis klunnaleg yfirlýsing. Margmiðlunartækni nútímans ger- ir listamönnum hins vegar kleift að vinna mun næmar úr samfélagsleg- um efniviði sínum. Utkoman verður líkust því að listamaðurinn kæmi hvergi nærri athugunum sínum heldur léti manninum á götunni eft- ir að leika aðalhlutverkið eftir eigin höfði. Með tækni skoðanakönnuðarins gerir Hlynur sér að leik að virkja álit fólks sem listrænan efnivið og koma okkur á óvart með niður- stöðunum. List hans þekkir engin landamæri, ekki einu sinni þegar hann notar landamæri og landa- mæravörslu sem efnivið í einu af verkum sínum. A sýningunni í Listasafninu á Akureyri - en hún er eins konar yfirlitssýning - má sjá hvemig Hlynur verður æ vissari í sinni sök. A meðan fyrri verk ein- kenndust stundum af óöryggi hins leitandi listamanns geisla þau nýrri af vissu hins vogaða. List Makoto Aida er allt öðruvísi. Eins og svo margir samlandar hans leitar listamaðurinn japanski í barokkska hefð munaðarfullrar tjáningar, sem kemur okkur vest- rænum mönnum fyrir sjónir sem argasta öfugstreymi. Líkt og sam- landi hans Yasumasa Morimura, er Aida afar upptekinn af hnignunar- straumum aldamótanna síðustu, og reynir að endurvekja homoerótíska kvenfyrirlitningu gamla symbólis- mans líkt og þess háttar tjáning hefði eitthvað nýtt fram að færa. En ef mönnum þykir pre-rafaelísk eftiröpunarlist Morimura þreytt þá drepast þeir úr leiðindum frammi fyrir ný-viktoríönskum mynd- skreytingum Aida. Rússneska skáldkonan Sjínaída Hippíus sagði eitt sinn um landa sinn, Alexander Blok, að honum gengi seint að vaxa úr grasi. Ur sér sprottin list Aida hangir endalaust í gelgjuskeiðinu þar sem „mennta- skólastúlkur" og Manga-dúkkur eru teknar við hlutverki nornanna og dísanna frá öldinni sem leið. Vandinn er sá að fyrirrennarar Aida af symbólistaskólanum þekktu ekki Freud. Þar af leiðandi voru þeir dæmdir til að herma öf- uguggahátt sinn upp á saklausan kvenpeninginn kringum sig líkt og sértækar kenndir þeirra væru kon- um að kenna. Aida og aðrir japanskir ný-sym- bólistar ættu að þekkja til verka Freud, en þeir láta sem ekkert hafi breyst í heila öld. Það er slíkur bamaskapur sem gerir þessa teg- und af japanskri list svo óendan- lega þreytta og klisjukennda. Ekki bætir úr skák að hún skuli snúast um aldamótin síðustu þegar áhrif japanskrar listar á evrópska list var í hámarki. Það lýsir ekki bara vanþroska, heldur einnig vand- ræðalegri sjálfumgleði. Verst er þó að Aida virðist fullkomlega normal. Það er engu líkara en perversjónir hans séu tilbúnar; fengnar ókeypis úr hasarblöðum og tölvuleikjum Manga-menningarinnar. Svo virð- ist sem Listasafninu á Akureyri hafi í þetta sinn ekki tekist að fínna nægilega áhugaverðan flöt á jap- anskri samtímalist. Þetta verður auðvitað ekki skrif- að á reikning hins nýráðna safn- stjóra, Hannes Sigurðssonar. Ak- ureyringar mega prísa sig sæla að hafa fengið jafnágætan og drífandi listfræðing til starfa fyrir norðan. Til hamingju Akureyringar, og til hamingju, Hannes. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum hræringum fyrir botni Eyjafjarðar eftir að hann er sestur í safnstjóra- stólinn. Halldór Björn Runólfsson STEIIMIIXIGARLIM Margir litir FLOTMÚR 5 tegundir ÚTIPÚSSIMIIMG Margir litir - 3 tegundir INIMIPÚSSIMIIMG - RAPPLÖGUIM uti og inni Síðan 1972 LETTIÐ vinnuna og ii/IARGFALDIÐ afköstin með notkun ELGO múrdælunnar! Leitið tilboða! ■I steinprýði Stangarhyl 7 - P.O. Box 12072 - 132 Reykjavík Sími 567 2777 - Fax 567 2718 List inúíta MYNDLIST l> j ó ð a r b ó k h I a ð a n MYNDVERK LIST INIJÍTA Opið á tíma Þjóðarbókhlöðunnar. Til 1. október. Aðgangur ókeypis. GANGUR Þjóðarbókhlöðunnar sem vísar að veitingabúð er um þessar mundir vettvangur kynning- ar á sýnishorni á list inúíta, sem hingað er komin í tengslum við námskeið vísindamanna og stúd- enta við háskólann í Guelph, Bandaríkjunum, Bændaskólans á Hólum og Háskóla Islands. Sýning- in hefur verið sett upp víða um Kanada, síðast í Iqaluit í Nunavut, og er hingað komin með þá frómu ósk í farteskinu, að hún verði til að vekja athygli á lista- mönnunum og menningu inúíta um leið. Hún veitir innsýn í sögu og menningu kanadíski-a inúíta og er um leið (og réttilega] vitn- isburður um einstaka tjáningarhæfileika lista- mannanna. Ennfremur segir, að í safni Macdonald Stewart-lista- miðstöðvarinn- ar við háskól- ann í Guelph, Ontario í Kan- ada, sé að finna eitt stærsta samsafn teikn- inga inúíta á pappír í N-Am- eríku. I þessu sýnishorai úr safni listamið- stöðvarinnar má finna teikningar eftir marga af þekktustu listamönnum inúíta í Kanada. Qamanittuaq-teikningarn- ar í anddyrinu eru fjórtán, eftir jafnmarga listamenn, svonefnda Baker Lake Artists, sem eru full- trúar 35 ára sögu inúíta frá Baker- vatni, Nunavut. Sýningin var opnuð með viðhöfn 12. ágúst, og samdæg- urs flutti forstöðumaður fyrr- nefndrar listamiðstöðvar, MSAC, fyrirlestur um list inúíta og sýndi litskyggnur, en af því missti rýnir- inn illu heilli. Hér er næsta óþarft að rekja sögu heimskautsfólksins, sem sagt er að eigi uppruna sinn í Mið-Sí- beríu. Hafi komið þaðan yfir heimskautið fyrir nokkrum þús- undum ára, sest að beggja vegna Beringssunds, á Alútaeyjum á Ber- ingshafí við strendur N-Ameríku, strandlengju Labrador og meðfram ströndum Grænlands. Munu þann- ig hinir sönnu frumbyggjar lands- væðanna, og vafalítið fyrstir á heimsskautið, hvað sem Leifi heppna, Kólumbusi og pólförunum líður, en trúlega voru skrælingjar þar fyrir sunnan, en hvorugur þjóð- flokkurinn var jafn frumstæður og hvíti maðurinn vill láta liggja að. Það útheimtir vissa tegund menn- ingar að lifa af fimbulkulda Síberíu og heimskautsins, ekki síður en að lifa í friði við náttúruna eins og in- úítai- og indíánar hafa gert um þús- undir ára. Öllu vitrænni menningu en að vera í stríði við vistkerfið og rústa umhverfi sitt með skeytingar- leysi og hömlulausri ágirnd eftir stundarhagsæld, sjálfhyggju nús- ins er virðir hvorki fortíð né fram- tíð. Einfaldur lífsmáti þessa fólks bar vott um næmi fýrir lífinu allt um kring, ásamt ómældri virðingu fyrir náttúrunni og náttúruöflunum. Það er einmitt þetta sem er kjarninn, rauði þráðurinn í listsköpun þeirra, sem kemur glögglega fram á sýn- ingunni. Viðfangsefnin þannig eins jarðbundin og háð umhverfinu og verða má, jafnframt er í sköpunar- ferlinu sú upprunans æð sem sið- menningin svonefnda hefur fjar- lægst, og listamenn hennar eru að rembast við að nálgast í skapandi athöfnum sínum. Einfaldleiki út- færslunnar er sláandi, línuteikning- in næm og lifandi ásamt því að myndbyggingin fylgir eðlilega og áreynslulaust lögmálum myndflat- arins. Afar falleg sýning sem vert er að vekja athygli á, en hún nýtur sín naumast á staðnum og speglanir í gleri gera myndatökur nær óger- legar, og svo var um allar þær sem ég helst vildi að fylgdu skrifinu. Þá er það ljóður á framkvæmdinni að ekki er hægt að festa sér né nálgast neinar bækur um list inúíta frá þessu landsvæði, sem hefði verið mikilsverð og kærkomin viðbót... Bragi Ásgeirsson WiIIiam Noah (f. 1944): Male Artic Char Climbing up a River“, krít, 1993. Snuðra og Tuðra á Austurlandi MÖGULEIKHÚSIÐ er á ferðinni um Austurland með barnaleikritið Snuðra og Tuðra dagana 13.-24. september. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Vík, Kirkjubæjarklaustri, Hofgarði, Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Bakkafirði, Raufar- höfn og víðar. Aimenn sýning verður í Safnaðarheimili Hafnar- kirkju í dag, miðvikudag kl. 17. Snuðra og Tuðra era leiknar af þeim Drífu Arnþórsdóttur og Helgu Völu Helgadóttur, leik- stjóri og höfundur leikmyndar er Bjarai Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, tónlist eftir Vilhjálm Guðjónsson og Katrín Þorvaldsdóttir sá um búninga og brúðugerð. Fyrirlestur og námskeið í LHÍ KANADÍSKI myndlistarmaður- inn David Alexander flytur fyrir- lestur um list sína og kanadíska nútímamyndlist miðvikudaginn 22. september. Fyrirlesturinn fer fram í Listaháskóla Islands, Skip- holti 1, stofu 113, kl.12.30. David Alexander er kunnur málari og fyrirlesari sem dvelur um þessar mundir í Listamiðstöðinni í Straumi. Á námskeiðinu Lifandi letur - Letrun eru kennd grunnform há- stafa, lágstafa og skáleturs (Italic). Námskeiðið hefst 27. september. Kennarar verða Soffía Amadóttir, grafískur hönnuður, og Torfi Jónsson myndlistarmað- ur. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla Islands, Skipholti 1, stofu 112.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.