Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 31

Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 31 TOJVLIST Jazzhátfð Reykjavíkur 1999 ÞÁ er níundu jazzhátíð Reykjavík- ur lokið og var litrófið breitt og spannaði allt frá gömlu dixílandi til nýrrar tilraunatónlistar, þarsem ólíkar tónlistarstefnur runnu sam- an í spuna. Tónleikar voru alls tuttugu og tveir og hefur því orðið að velja og hafna þegar fjallað hefur verið um tónleika hér í blaðinu. Þegar mest gekk á voru níu tónleikar samtímis. Hápunkti náði hátíðin um helgina, einsog jafnan, og bar þá hæst Ettu Cameron, John Abercrombie og Sigurð Plosason, sem segja má að fari fremstur meðal jafningja í hópi íslenskra djasslistamanna um þess- armundir. • Kal'fi leikhiísið MINGUS, MINGUS, MINGUS Jóel Pálsson, sópran-, altó-, tenór- og barrýtonsaxófóna, kontrabassaklarinett og barrýtonhorn; Sigurður Flosason sópran-, altó- tenór og barrýtonsaxófóna, pikkólóflautu, flautu, bassaklarinett og kornett, Tómas R. Einarsson og Þórður Högnason kontrabassa og Birgir Baldursson og Matthías M. D. Hemstock trommur. Verk eftir Charles Mingus. Laugardaginn 11. septemberkl. 16. Það vai' mikið gaman í Kaffileik- húsinu þennan laugardagseftirmið- dag þegar sex hljóðfæraleikarar slepptu fram af sér beislinu og létu allt flakka í verkum meistai'a Char- les Mingus. Maður hefur verið að hlusta á flest þessara verka í meira en þrjátíu ár með meistaranum sjálfum og fær aldrei nóg. Sjö af tíu verkanna eru af skífunni: Mingus Ah Um, sem Columbia gaf út 1958. Reincarnation of a love bird er ári eldra og Peggy’s blue skylight blés Roland Kirk með Mingus 1961. Yngst er Duke Ellington’s sound of love, hljóðritað af Mingusi 1974, eftir að George Adams og Don Pul- len höfðu gengið til liðs við hann. Það var ekki mikil villimennska í Fables of Faubus hjá sexmenning- unum, en það samdi Mingus um hinn illræmda ríkisstjóra í Arkans- as er Little Rock deilan stóð sem hæst. Einhver í hljómsveitinni fór allt í einu að syngja: „Tell me, tell me, who is ridiculous?" og Mingus svaraði: „Faubus, Faubus.“ Seinna voru ýmis önnur nöfn afglapa nefnd. Ekki sungu þeir drengir frekar en Mingus á frumútgáfunni og heldur var flutningurinn tamur, enda blés Jóel í kontrabassaklarin- ett sem liggur áttund neðar en bas- saklarinett og Sigurður í barrýton. Hi'ynsveitin lék öll með einsog oft- ast á tónleikunum. I næsta verki, tileinkuðu Bird, blésu þeir félagar á sópran og fóru geyst. Það var þó ekki fyrr en í þriðja laginu: Nostalgian in Time Square sem allt small saman og blésu þá kapparnir í höfuðhljóðfæri sín, Jóel tenór og Sigurður altó. Annars voru lögin í hraðara tempóinu mun betri í flutn- ingi þeirra sexmenninga en ballöð- urnar og Duke Ellington’s sound of love og Goodye Pork Pie hat heldur flatar í flutningi. Þarna var skemmtunin í hávegum höfð. Hrynsveitin var sterk. Bæði Tó- mas og Þórður, sérvitrustu bassa- leikarar norðan Alpafjalla, áttu fína sólóa og trúi ég að Mingus hefði fallið ýmislegt vel í þeirra bassa- leik. Birgir Baldursson var full há- vær á stundum, en ekkert skal sett út á kraftmikinn trommuleik félag- anna - hann átti ekki sístan þátt í stuðinu á sviðinu. Allt var á suðup- unkti í lokalaginu: Peggy’s blue skylight og uppúr sauð er hinn gospelættaði ópus Mingusar í 6/4 var leikinn sem aukalag: Bitter git it in your soul og Jóel á tenór og Sigurður á altó og í lokin gripu þeir málmgjöllin og undirstrikuðu leik- inn í tónlistinni, sem náði kannski hápunkti í Jelly Roll þegar tríóin léku i sitthvorri tóntegundinni og var það skemmtilegt tilraunaeld- " hús. Á fimm dögum í gegnum djasssöguna íslenska óperan KVARTETT JOHN ABERCROMBIES. John Abercrombie gítar, Mark Feldman fiðla, Dan Wall orgel og Adam Nussbaum trommur. Sunnudagskvöldið 12. september kl. 21. Djassað af list. Morgunblaðið/Þorkell Blásið af innlifun. Súlnasalur, Hútel Sögu ETTACAMERON STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar. Stórsveit Reykjavíkur: Birkir Freyr Matthíasson, Andrés Bjömsson, Jóhann Stefánsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Örn Hafsteinsson trompetar; Samúel S. Samúelsson, Einar Jónsson, Eyþór Kolbeinsog Björn R. Einarsson básúnur; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Hlynur Ómarsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson saxófónar; Ástvaldur Traustason píanó, Eðvard Lárasson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Laugardagskvöldið 11. september kl. 21. Etta Cameron kom, sá og sigraði eins og hún hefur gert í hvert sinn er hún hefur sungið hér, en þetta voru sjöttu tónleikar hennar í Reykjavík. Að þessu sinni söng hún djass, en oftar hefur gospel verið á dagskrá hennar hérlendis. Með henni lék Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn stofnandans, Sæbjörns Jónssonar, og stóð sig með sóma. Eftir fyrsta lagið, For once in my life, í útsetningu Ole Kock Hansens, helsta samstarfs- manns Ettu, var maður dálítið hræddur um að Stórsveitin myndi ekki standa sig í stykkinu - nýir menn í mörgum sætum, útsetning- ar bárust seint og aðeins ein æfing með Ettu - en í næsta iagi, ballöð- unni fögru: You are to beautiful, í útsetningu Ernie heitin Wilkins, small allt saman og Ólafur Jónsson blés laglegan tenórsóló. Aftur á móti fannst mér Etta ekki alveg á réttu róli í Yardbird svítu Parkers í útsetningu Niels Jorgen Steens, höfundar Pink tenor sem Ormslev blés með Radioens big band. I út- setningu hans á I’m glad there is god var allt komið á suðupunktinn aftur, enda Etta best þegai' gospel eða blústónninn er nærri. Svo var útsetning eftir Horace Parlan á It might as well be spring og Gershwinsöngvar í útsetningu Ole Kock: Lady be good og S’wond- erful. Þar fór Etta og bandið á kost- um, en kannski var hún best í frels- isbaráttusálmi Oscars Petersons: Hymn to freedom. Hún söng hann af einstakri meðlíðan með öllu sem lífsanda dregur, hrynsveitin fín og Ástvaldur Traustason lék af næmri ljóðrænni innlifun sem maður heyr- ir ekki kvunndags. Ekki er hægt að skilja svo við þessa tónleika að minnast ekki á lögin er Stórsveitin lék eins: Tun- ing up eftir stórsveitardrottning- una Toshiko Akiyoski, Thou swell í útstningu Frank Mantooths og Sugar buzz eftir Denis DiBlasio. Þar var blásinn hver sólóinn öðrum betri af ungu piltunum í Stórsveit- inni og þeim eldri líka. Samúel S. Samúelsson sannaði enn einu sinni að hann er efnilegasti básúnuleik- ari okkar í djassinum og Birkir Freyr átti fínan flýgilhornsóló og nýliðinn nítján ára, Eiríkur Orri Ól- afsson, lofar góðu - blés sér í lagi góðan trompetsóló í Tuning up. Sæbjörn og Stórsveitin hafa komist upp einn hjallann enn og þá er bara að berjast upp þann næsta. Hallgrfmskirkja SÁLMAR LÍFSINS Sigurður Flosason sépran-, altó- tenór og barrýtonsaxófóna og Gunnar Gunnarsson orgel. Sunnudaginn 12. september kl. 18. Fjölmargir haf beðið tónleika Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar í Hallgrímskirkju með eftirvæntingu og ég held að enginn hafi verið svikinn að þeim tónleikum loknum. Djass á pípuorgel er sjaldgæfur viðburður og ég hef aðeins heyrt slíkt áður af plötum Fats Wallers og við útfarir Ben Websters og Jóns Gunnars Ái'nasonar. Við þá fyrri lék Kenny Drew á orgel Bisp- ebjergkirkju og þá seinni Guð- mundur Ingólfsson á orgel Dómk- irkjunnar og blés Rúnar Georgsson með honum. Tónleikar þeirra félaga hófust á Ó höfuð dreyra drifið, en lagið er frá 1601. Blés Sigurður í sóprans- axófón en skipti yfir í barrýton í næsta sálmi: Fögur er foldin. Var sá jafn Ijúflega túlkaður og hinn fyrri hafði verið stríður. Má segja að þessi tónskipan hafi haldist framan af. Gamla íslenska sálma- lagið við Passíusálm númer 49: Um 104811 greftran, blásið í altó af mik- illi andagift á móti Heims um (blús) ból þarsem tenórinn ríkti. Til þín Drottinn hnatta og heima eftir Þorkel Sigurbjörnsson blásið á altó yfir voldugu orgelspili á móti Ó Je- sú bróðir besti er Sigurður upphóf á sópraninn með miklum skala- blæstri í anda Coltranes áður en sálmurinn opnaðist í einfaldri feg- urð sinni. 15. aldar sálmurinn Jesús Kristur lífsins ljómi blásinn, blás- inn sterkt í barrýton á móti brot- hættum tenór í Eg kveiki á kertum mínum. Þeir félagar léku lag Þorkels, Heyr himnasmiður, einstaklega fal- lega og Sigurður mótaði tónhend- ingarnar með altóinum af jafn nor- rænni heiðríkju og Garbarek. Eftir það var húmornum sleppt lausum i brúðarmarsi Mendelssohns og fylgdu fornir sálmar. Sigurður og Gunnar nálguðust tónlistina eftir ýmsum leiðum og því frjálsari sem þeir voru því betur hljómuðu þeir í mínum eyrum, þó ekki beri að lasta sætleikann í bland. Tónleikar John Abercrombies í Islensku óperunni hófust á lögum hljómsveitarstjórans af nýju ECM skífunni hans: Open land. Titillagið var táknrænt fyrir fyrrihluta tón- leikanna. Frábær hljóðfæraleikur, en einsog hugmyndimar væru oft skildar eftir í lausu lofti og þegar maður bjóst við að nú gerðist undr- ið var skipt yfir í aðra sálma. Kannski vantaði bara Kenny Wheeler og Joe Lovano sem voru á plötunni. Kannski var það bara það að þetta voru fyrstu opinberu tón- leikarnir kvartettsins. Eftir hlé var annað upp á tening- num. Þá var einsog allt gengi upp. Fyrsta var söngdans eftir Jerome Kern: Far away and long ago, og það er alveg rétt sem Abercrombie hefur stundum sagt; hann spilar söngdansa fjandi vel. Svo kom nýr vals eftir Abercrombie og That’s for sure af Open land. Þar saknaði maður ekki blásaranna. Fiðlan og orgelið sterkt og fiðlan og Adam með bursta. Hann var kominn með kjuða í ópusnum er hann samdi til konu sinnar og trommusólóinn einn af þessum illgleymanlegu. Það var klappað og klappað og Give me five aukalag. Það er líka á nýju plöt- unni: Open land, en hér vantaði ekkert frekar en í That’s for sure. Það hefði vel mátt sleppa að klappa eftir sólóa á þessum tónleik- um svona yfirleitt. Það var gert í Open land og gafst vel. í tónlist einsog þessari er hið eilífa djass- klapp yfirleitt til lýta, nema það sé sjálfsprottið af sterkri hrifningu og svo getur aldrei verið eftir hvern einstakan sóló. Tónleikar kvartetts Aber,crom- bies voru góð lok á góðri djasshátíð. Hún skartaði ekki eins frægum nöfnum og oft áður en íslenskir djassleikarar nutu sín sem aldrei fyrr. Við eigum sem betur fer orðið nokkra sem era gjaldgengir hvar sem er í heiminum. Vernharður Linnet kr. 65.900,- Husgogn Símmúla 28 - 108 Heykjavik - Sími 568 0606 IILBOÐ Hvíldarstóll úrtaui kr. 39.900,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.