Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tímarit
Magnús Pálsson. Frá fyrsta dzt...-viðburðinuni.
Listakvöld í
Kaffíleikhúsinu
Nýtt gallerí
á Skóla-
vörðustíg
Á MENNINGARNÓTT var nýtt
gallerí, Gallerí Reykjavík, opnað á
Skólavörðustíg 16. I fréttatilkynn-
ingu segir að megináhersla sé lögð á
að hafa til sölu myndlistarverk eftir
núlifandi listamenn. I galleríinu eru
verk margra af virtustu listamönn-
um þjóðarinnar og efnilegra lista-
manna af yngri kynslóðinni, sem eru
að hefja feril sinn að loknu listnámi.
Myndlistamaður mánaðarins
verður valinn og kynntur sérstak-
lega hverju sinni.
í byrjun næsta árs er fyrirhugað
að opna til viðbótar tvo sýningarsali,
alls um 150 fm.
Framkvæmdastjóri gallerísins er
Guðfinna A. Hjálmarsdóttir.
• TÍMARIT Máls og
menningar, 3. heíti
1999, er komið út.
Frumsaminn og þýdd-
ur skáldskapur og um-
fjöllun um bókmenntir
er að vanda uppistað-
an í tímaritinu, en auk
þess er þar að þessu
sinni að finna greinar
um sagnfræði og leik-
list.
Ljóðin í tímaritinu
eru eftir þau Óskar
Árna Óskarsson, Ástu
Ólafsdóttur, Njörð P.
Njarðvík og Ófeig Sig-
urðarson, auk þess
sem birtar eru þýðingar Sigurðar
A. Magnússonar á ljóðum eftir
búlgörsku skáldin Dimitrovu og
Christov. Smásögurnar eru fjórar
talsins, eftir Helga
Ingólfsson, breska
leikskáldið Harold
Pinter, bandarísku
skáldkonuna Shirley
Jaekson og úrúg-
væska rithöfundinn
Horacio Quiroga.
Meðal greina í
þessu hefti má nefna
nýja grein tékknesk-
franska skáldsagna-
höfundarins Milans
Kundera um Don
Kíkóta eftir
Cervantes, Sigrún
Sigurðardóttir fjallar
um einsögu og póst-
módernisma, Kristín Viðarsdóttir
fjallar um Virginiu Woolf, Soffía
Áuður Birgisdóttir skoðar skáld-
sögu eftir Mikael Torfason og
Tryggvi Már Gunnarsson dregur
upp mynd af franska leikskáldinu
Ántonin Artaud, auk þess sem birt
er í tímaritinu ný þýðing hans á
einþáttungnum Blóðslettan eftir
Artaud.
Kápuna prýðir verkið Svalirnar
eftir franska myndlistarmanninn
Philippe Ramette, en hann var
meðal listamanna sem tóku þátt í
fransk-íslensku myndlistarsýning-
unni Ut úr kortinu í Gerðarsafni í
Kópavogi í sumar.
Ritstjóri Tímarits Máls og
menningar er Friðrik Rafnsson.
Tímaritið er 120 bls. og kost-
ar ársáskrift 3.900 kr. innan-
lands (4.400 kr. til áskrifenda
erlendis) auk þess sem það er
fáanlegt í öllum helstu bóka-
verslunum. Heimasíða Máls og
menningar: http://www.mahg-
menning.is
DZT...-viðburður verður í Kaffi-
leikhúsinu í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 21. Dzt... er óstaðbundið
gallerí fyrir blandaða, lifandi list-
miðla, m.a. gjörninga, hljóðverk
og myndbandsverk. Gallernð er
rekið af myndlistarmönnunum
Gulleik Lövskar og Kristni Pálma-
syni.
Það eni sex Iistamenn sem
kynna verk sín í Kaffileikhúsinu f
kvöld: Valgerður Guðlaugsdóttir
er annar tveggja eigenda nýs gall-
erís við Hlemmtorg. I fréttatil-
kynningu segir að náttúra manns-
ins sé henni einkar hugleikin og
hafa rómantík og kynlíf oft átt þar
stóran sess; franski listamaðurinn
Serge Comte er vanur gjöminga-
listamaður og kafar djúpt f hina
margbreytilegu tæknimiðlun sam-
timans, auk þess að semja og
flytja tónlist sem hann gjaman
tvinnar saman við myndlistina;
Ásmundur Ásmundsson vinnur
með ýmsa miðla; Þorvaldur Þor-
steinsson nýtir sér marga ólíka
listmiðla og mun eiga gjörning á
þessu listakvöldi; Valborg Salóme
Ingólfsdóttir (Valka); Þóra Þóris-
dóttir myndhöggvari hefur unnið
þrívíð verk í margskonar efni,
málverk, innsetningar og mynd-
bandsverk. Inntak verkanna er oft
trúarlegt og/eða feminískt. Þóra
er annar tveggja eigenda nýs gall-
eris við Hlemmtorg.
ÖIl verkin sem flutt verða em
ný og hafa sérstaklega verið gerð
fyrir þetta kvöld.
Guðfinna A. Hjálmarsdóttir og starfsmaður gallerísins,
Sólveig H. Zophoníasdóttir
Milan Kundera
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. september 1999.
4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 8.589.811 kr. 1.717.962 kr. 171.796 kr. 17.180 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.019.946 kr. 1.403.989 kr. 140.399 kr. 14.040 kr.
2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.730.608 kr. 1.346.122 kr. 134.612 kr. 13.461 kr.
1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.135.338 kr. 113.534 kr. 11.353 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóói, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og tiggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
Ibúðalánasjóður
Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Bætist
við
brúðu-
delluna
KVIKMYMIIR
Enn meira af Sigfúsi
TÓNLEIKAR í minningu Sigfús-
ar Halldórssonar í Salnum í
Kópavogi verða endurteknir í
fjórða og fimmta sinn, fimmtu-
dagskvöld 16. og mánudags-
kvöldið 20. september kl. 20.30.
Tónleikar
í Gunnarshólma
Tónleikarnir verða haldnir á
söngskemmtun í A-Landeyjum,
Timarit
• MOLSAK 1.1 og Molsak 1.2 eru
fyrstu tvö hefti þýðendahópsins
Molsak sem starfar við Johannes
Gutenberg-Universitát í Mainz í
Þýskalandi. Hópurinn samanstend-
ur af fræðimönnum, þýðendum, rit-
höfundum og stúdentum víðs vegar
að úr heiminum og vinnur að þýð-
ingum á textum úr og á þýsku, og
fyrst og fremst gæðatextum sem
lítið eru kunnir, segir í fréttatil-
kynningu. Fyrsta heftið inniheldur
þýska þýðingu á stuttri sögu eftir
Egyptann Wail Ragab og annað
heftið íslenskar þýðingar á ljóðum
Manfreds Peter Heins, sem m.a.
hefur gefið út þýskar nýþýðingar á
íslensku efni í tímaritinu Trajekt.
Einn af ritstjórum er Gauti
Kristmannsson. Hönnun umslags
var í höndum Böðvars Lesós og er
myndin á seinna heftinu einnig eftir
hann.
Gunnarshólma, sunnudaginn 19.
september kl. 16.
Það eru þau Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Bergþór Pálsson og Jónas
Ingimundarson sem flylja ýmsar
af þekktustu perlum Sigfúsar en
auk þess leika þau og syngja ým-
is atriði úr söngleikjum eftir
Andrew Lloyd-Webber, Jerome
Kern, Leonard Bernstein, Jerry
Herman og George Gershwin.
Verk Jóns
og Hauks
tilnefnd
VERK eftir Jón Nordal og
Hauk Tómasson eru tilnefnd
til Tónlistarverðlauna Norður-
landai’áðs 2000. Verk Jóns
nefnist Frá draumi til draums,
1996-97 og er strokkvartett, en
eftir Jón er Konsert fyrir fiðlu
og kammersveit, frá 1998.
Hver hlýtur verðlaunin
verður ákveðið á fundi í Stokk-
hólmi 8- 11. nóvember nk.
Verðlaunaupphæðin er 350.000
danskar krónur.
Fyrir íslands hönd situr
Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari í nefndinni.
lláskúlabfo
BRÚÐUR CHUCKYS „THE
BRIDE OF CHUCKY“ %
Leikstjdri: Ronny Yu. Handrit: Don
Mancini. Aðalhlutverk: Jennifer Tilly,
Brad Dourif (lalar fyrir Chucky),
Katarine Heigl, Nick Stabile. 1998.
LÍKLEGA er gamanhrollvekjan
Brúður Chuckys eða „The Bride of
Chucky“ fjórða myndin um morð-
óðu brúðuna Chucky og í þetta sinn
leita framleiðendurnir í smiðju hins
forna hrollvekjusmiðs James
Whales og byggja á hugmyndinni
um Brúði Frankensteins. Niður-
staðan er óttalega ómerkileg dellu-
mynd um tvær morðóðar brúður í
stáð einnar áður.
Fyrri myndirnar voru ekki
merkilegt kvikmyndafóður og það
er þessi ekki heldur. Jennifer Tilly
leikur ægilega illa gamla unnustu
látins morðingja sem hefur komið
anda sínum fyrir í lítilli leikfanga-
brúðu. Hún særir hann fram á ný
með ófyrirséðum afleiðingum.
Hér á að blóðmjólka gamla grín-
hrollvekjuhugmynd nú þegar ung-
lingahrollvekjan hefur illu heilli aft-
ur náð fótfestu í kvikmyndahúsun-
um en útkoman er hvorki gaman-
mynd né hrollvekja heldur einhver
bastarður af löngu gjörnýttu efni,
sem aldrei var burðugt til þess að
byrja með. Ekki er myndin fyndin
og enn síður er hún hrollvekjandi
svo ekki stendur annað eftir en
verulega vond della.
Arnaldur Indriðason