Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ ,38 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 ■M Um galdur endurtekn- ingarinnar „Þó að þarna sé alltafsami hluturinn á ferðinni gerir (misjafn) hraðinn það að verkum að hluturinn er ekki (aldrei) sá sami. Hin endurtekna hreyfing hlutarins truflar skynjun okkará honum, gerirhann að ein- hverju öðru, býr til greinarmun sem í raun og veru er ekki til staðar. “ Þegar sami hluturinn hefur verið endur- tekinn nægilega oft hættir fólk að veita endurtekningunni athygli. Endurtekningin sjálf verður aukaatriði og hluturinn sem er endurtekinn fær ein- hverja nýja (jafnvel yfír- náttúrlega) vídd, endur- tekningin gerir það að verkum að hluturinn verður að ein- hverju öðru þó að hann sé alltaf í raun sá sami. Þetta er galdur endurtekningarinnar. Við áttum okkur kannski betur á því sem gerist ef við hugsum okkur hlut sem er snúið í hringi (til dæmis hreyfil- blöð á flugvél). Hér er sama hreyfingin VIÐHORF Eftir Þröst Helgason endurtekin aftur og aft- ur með sama hlutnum. Þessa endurtekningu hlutarins á hringferlinu nemur mannsa- ugað sem breytt form; þó að þarna sé alltaf sami hluturinn á ferðinni gerir (misjafn) hraðinn það að verkum að hluturinn er ekki (aldrei) sá sami. Hin end- urtekna hreyfing hlutarins truflar skynjun okkar á honum, gerir hann að einhverju öðru, býr til greinarmun sem í raun og veru er ekki til staðar. Þennan galdur endur- tekningarinnar kann menning- ariðnaðurinn að notfæra sér (rétt eins og læknar sjamanismans og aðrir seið- menn, þótt með öðrum hætti sé). Þar verður hið sama iðu- lega að einhverju öðru fyrir dularfullan mátt endur- tekningarinnar. Sama sagan er endurtekin aftur og aftur, með sama plottinu, sama þemanu, sömu persónunum, og samt er hún alltaf ný í augum áhorf- enda. Hugsanlega vegna þess að hraðinn er annar, klipping- arnar og brellurnar og ásjón- umar - útlitið, hönnunin. Fyrir þessar sakir hanga enn svo margir um borð í sagnahring- ekju menningariðnaðarins og sennilega gerir síaukinn hrað- inn fólki alltaf erfiðara fyrir að stökkva af. Allir geta fundið einhver augljós dæmi um það hvernig endurtekning hins sama hefur dregið þá spennta inn í kvik- myndahús. Fimm Rocky- myndir voru allar endur- tekning á sömu uppskriftinni, einnig þrjár Rambo-myndir, tvær Terminator-myndir, fjór- ar Star Wars-myndir o.s.frv. I sjónvarpinu verður þetta jafn- vel enn augljósara: dag eftir dag, viku eftir viku er sami þráðurinn spunninn, jafnvel ár eftir ár. A hverju fimmtudag- skvöldi kynnist Frazier draumakonunni en fyrir með- fædda klaufsku klúðrar hann því í síðasta atriði handritsins svo hann geti byrjað aftur á byrjunarreit í næsta þætti. Á hverjum degi heyrist sami holi hljómurinn þegar hárblásnar og vonsviknar leikbrúður skella pappahurðum í Glæstum von- um. Og alltaf vísar Leiðarljósið sama veginn, en samt er alltaf horft því að hið sama er aldrei eins heldur endurtekið. Á því er stór munur. Kannski galdrar endur- tekningarinnar hafi nálgast fullkomnun þegar sjónvarps- stöðin Skjár 1 endursýndi Dall- as-þætti síðastliðinn vetur. Áhorfið var gríðarlegt, eða allt upp í 40%, þrátt fyrir að sömu þrjátíu þættirnir væru endur- sýndir aftur og aftur. Enginn tók eftir því að allan veturinn var verið að endurtaka sömu þrjátíu þættina aftur og aftur. Framvinda sögunnar var ekki línuleg heldur hringlaga en það tók enginn eftir því vegna þess að hver þáttur var hvort eð er endurtekning á þeim sem á undan voru gengnir. Öllum var sama, að minnsta kosti virtist enginn kvarta. Dæmin verða vart ljósari um það hvernig sí- felld endurtekning hins sama gerir það að einhverju öðru, hvemig endurtekið efni getur alltaf verið nýtt sé það látið snúast í nógu marga hringi. Þessi vélræna endurtekning hins sama hefur raunar haft víðtækari áhrif. Hún hefur orð- ið til þess að má burt skilin á milli sín og frummyndarinnar sem hún var upphaflega endur- tekning á, það er að segja vem- leikans. Franski fræðimaður- inn Jean Baudrillard hefur fjallað nokkuð um þetta ástand. Að hans mati er endur- tekningin orðin að eins konar vemleika, ofurveruleika en frummyndin (veruleikinn) er horfin. Sá veruleiki sem við lif- um nú í er því aðeins endur- tekning á endurtekningu, mynd af mynd. Fyrir vikið er engan greinarmun hægt að gera á myndum sem birtast okkur á skjánum og öðmm myndum. Þær hafa runnið saman í eitt. Eins og Baudrillard bendir á í einni af útgefnum minnis- kompum sínum, Cool Memor- ies: 1980-1985, gera áhorfend- ur Dallas því engan greinarmun á persónum og leikendum í þáttunum. „Sápu- óperan verður að örlögum þeirra (leikkvenna þáttanna),“ segir hann. „Ef þær láta lífið í veruleikanum er fundin leið til að skrifa þær út úr handritinu. Ef þeim er fórnað í handritinu lýkur stjömuferli þeirra í veru- leikanum líka þar sem fólk ger- ir ekki greinarmun á þeim og persónunum sem þær leika.“ Baudrillard líkir þessu ást- andi við það sem gerist við helgiathafnir. „Þegar ritúalinu sleppir ertu ekki neitt en ritúal- ið er nægilega teygjanlegt til þess að innihalda allt lífið.“ MENNTUN Framhaldsskólar Ný aðalnámskrá fyrir framhaldskóla hefur margvíslegar afleiðingar. Gunnar Hersveinn spurði Sölva Sveins- son skólameistara um helstu verkefni og breytingar framundan? Hvernig eiga skólar að vera? Morgunblaðið/Golli Kennsla er gefandi starf en skólar eiga í harðri samkeppni um góða starfskrafta," segir Sölvi, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ár- múla og formaður Skólameistarafélags Islands. • Stúdentar verða nú út- skrifaðir af þremur brautum í stað þrettán • Skólar eru und- irmannaðir miðað við fyr- irtæki. Staða skólastjóra er önnur A ÐALNÁMSKRÁIN /l nýja er gróandi og gef- fjL ur fólki færi á að hafa áhrif og breyta. Hún BL vekur deilur, vegna þess að sjónarmiðin eru svo mörg og álitamálin svo mikilvæg, en á móti kemur að sérhver skóli á að setja sér skólanámskrá og í henni verður svarað spurningunum „Hver er ég?“ og „Hvað vil ég verða?“ Aðalnámskrá er ramminn. Skólanámskrá verður hinsvegar einhverskonar stefnuyfirlýsing og hugmyndafræði um hvaðeina sem varðar hverja stofnun; innihald, kennslu, rekstur ... Framkvæmd aðalnámskrár merkir mikla vinnu fyrir skólafólk en hún ætti að geta verið gefandi. Ef vel tekst til um framkvæmd hennar er hægt að nýta tíma nem- enda betur, en flestir íslendingar eru í skóla frá sex ára aldri fram undir tvítugt. Meðal nýjunga er að skilgreindar bóknámsbrautir veiti undirbúning til náms á háskólastigi og að þær verði aðeins þrjár í stað þrettán eins og nú er. Þessar braut- ir eru tungumálabraut, félags- fræðabraut og náttúrufræðabraut og lýkur þeim með stúdentsprófi. Upplýsinga- og tæknibraut er einn- ig sett á fót í tilraunaskyni og einn- ig eru sérstök ákvæði um listnáms- braut. (Upplýsingatækni ber að nýta í sem flestum námsgreinum). Nýja aðalnámskráin gerir ráð fyrir að nemendur taki færri grein- ar og læri meira í þeim og að stú- dentar útskrifast af ofangreindum brautum, hinsvegar geta nemendur á starfgreinabrautum væntanlega fengið sig metna inn á þær með 12 einingum í kjörsviði og 12 í frjálsu vali. Nefna má að á næstu árum verður ekki hægt að útskrifa stú- denta t.d. af íþróttabraut og hag- fræðibraut. En ef til vill verða bún- ar til starfsbrautir úr þeim og nemendur svo metnir á bóknáms- brautir. Almennar brautir- Inntökuskilyrði í háskóla „Þetta er töluverð breyting,11 segir Sölvi Sveinsson formaður Skólameistarafélags Islands, „og mikilvægt að vel til takist. Eg tel einnig að framkvæmd námskrár- innar velti mjög á skilgreiningu og skipulagninu á svokallaðri al- mennri námsbraut.“ Hún er ætluð nemendum sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám eftir grunnskóla, og einnig þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi til að hefja nám á þeirri braut sem þeir óska að stunda nám á. Árið 2001 er gert ráð fyrir nýjum inntökuskilyrðum á bóknámsbraut- ir og komast nemendur inn á þær eftir frammistöðu á samræmdum prófum en þeir hafa rétt á að taka sex próf eða í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, samfélagsgreinum og náttúrufræði. Þeir sem fara ekki í samræmd próf eða falla í þeim hafa rétt til að fara á almenna námsbraut í framhaldsskóla en áð- ur/núna fara þeir í núll áfanga, fornám eða í sérstakar deildir. „Eg tel að upp undir 40-50% nemenda þurfi að einhverju leyti að fara á al- mennar brautir," segir Sölvi. Dæmi um það væri að nemandi næði e.t.v. sjö í öllum samræmdum prófum en félli í einni grein. Það þýðir að hann þarf að sækja hana á almennri braut. Síðar verða hönnuð samræmd próf í framhaldsskólum og má hugsa sér þau sem inntökupróf í háskóla, því nemendur ákveða sjálfir hvort þeir taki þau. „Þetta leiðir til þess að deildir háskóla verða að gefa nemendum í fram- haldsskóla skýr skilaboð um inn- tökuskilyrði," segir Sölvi, „því að framhaldskólanemar brenna sig oft á því að ætla í ákveðnar deildar í háskólum en svo komi í ljós að þeir hafi ekki nógu margar einingar í til- teknum fögum til að fá inngöngu. Fjöldi nemenda sem nú stundar nám í öldungadeildum og reglu- bundnu námi framhaldsskólanna er að bæta við sig til að fá inngöngu í deildir í háskólum." Sölvi segir að háskóladeildir verði að marka sér stefnu um inn- tökuskilyrði sem dugi í nokkur ár í senn og hafa hana opinbera, bæði til að kennarar og nemendur geti skipulagt sig í samræmi við hana. Hið langa sumarfrí nemenda Sölvi segist treysta því að aðal- námskránni verði fylgt vel eftir og nefnir til marks um það að Hörður Lárusson var ráðinn sérstakur ráð- gjafi ráðherra í málefnum fram- haldsskólans og að Aðalsteinn Eir- íksson, fyrrverandi skólameistari, verður deildarstjóri framhalds- skóladeildar. Helstu verkefni Harðar verða að undirbúa ákvarð- anir um framkvæmd og gildistöku nýn-ar aðalnámskrár og upplýs- ingamiðlun til skólafólks, nemenda og almennings o.fl. „Ég tel það til marks um að ráðuneytið fylgi þessu máli af fullum þunga að svo reynslumiklir menn koma að verk- efninu." Eitt verkefnið er hugsanlega að finna leiðir til að stytta framhalds- skólann í þrjú ár. Sölvi segist ekki sérlega spenntur fyrir því. „Ég tel hið langa sumarfrí nemenda vera merkilegt séreinkenni íslenskra skóla, því nemendur hafa nýtt sér það til að taka þátt í atvinnulífmu," segir hann, „ég marka góð áhrif þess í því að íslenskir nýstúdentar standa sig iðulega vel í erlendum háskólum. Þeir eru vissulega einu ári eldri en hafa reynslu og þroska vegna vinnunnar sem vegur meira en þetta eina ár. Þeir læra margt á sumrin, það er ekki glataður tími.“ Hvers vegna ekki sjávar- útvegsbraut? Meðal nýjunga er að 14 starfs- greinaráð bera ábyrgð á námskrá fyrir starfsnám framahaldsskól- anna og segist Sölvi vona að það takist að koma á betri tengslum skóla og atvinnulífs í kjölfarið. Hann bendir aftur á móti á að helsti atvinnuvegur landsins eigi ekki sterka stöðu í skólum. „Allt nám sem tengist sjávarútvegi virðist hanga á horriminni nema sjávarút- vegsdeildir í Háskólanum á Akur- eyri, Stýrimannaskólanum og Vél- skólanum. Ef til vill er það vegna þess að atvinnurekendur meta ekki menntun starfsfólks til launa,“ seg- ir hann, „og því sækir t.d. fisk- vinnslufólk ekki heldur í menntun- ina.“ Hann segir dæmin sanna að skólagengnir starfsmenn endist betur. Ef menntunar er krafist í starf er einnig um stöðugri starf- skraft að ræða. Það er því hagur at- vinnulífsins að taka höndum sam- an. Símenntun verður jafnframt sífellt gildari þáttur í skólum. Sér- staklega í starfsnámi vegna þess að verklag úreldist svo hratt. Litlir skólar í ljósi námsbrauta „Stórmerkilegar breytingar eru í raun að verða í skólum en hægt og bítandi eins og vera ber,“ segir Sölvi, ,jVðalnámskráin gerir allt landið að einu skólahverfi og nem- endur hafa rétt til að sækja um þá skóla sem þá langar mest í. I nýrri aðalnámskrá er valin sú leið að gefa nemendum tækifæri til að leggja stund á færri greinar og dýpka þekkingu sína á ákveðnum svið- um.“ Önnur leið væri að bjóða upp á breiða almenna menntun og dýpri þekkingu í móðuiTnáli, stærðfræði, ensku og norðurlandamáli og láta háskólana sjá um sérhæfinguna. Sölvi óttast helst að nýja stefnan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.