Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 41
Gleymd börn
ríkrar þjóðar
UM ÞESSAR mundir
stendur yfír söfnunar-
átak til styrktar böm-
um sem hafa orðið iyr-
ir þeirri átakanlegu
reynslu að vera kyn-
ferðislega misnotuð.
Flest okkar hafa skoð-
un á þessu máli. Við
lesum um dóma sem
falla yfír fólki, yfírleitt
mönnum, sem hafa
misnotað börn og
unglinga, jafnvel til
margi-a ára, og fyll-
umst réttlátri reiði í
þeirra gai’ð. Við velt-
um vöngum yfir því
hvernig við brygð-
Ingveldur Lára
Þórðardóttir
tíma til með að sjá að
sér og stuðla að raun-
verulegu fjölskyldu-
vænu samfélagi hér á
landi, í stað þess að
mæla lífsgæði sífellt í
kaupmætti. Dýr jeppi
og nýjustu stríðsleik-
föngin koma ekki í veg
fyrir að börn okkar
geti orðið fyrir raun-
verulegum áföllum, né
heldur bætt brotna
sál.
Einn maður er
þessa dagana í kross-
ferð til þess að vekja
athygli á þessu má-
lefni. Það hefur oft
umst við sjálf, væri um okkar eigin
böm að ræða. Mörg okkar þekkja
einhvem sem hefur orðið fyrir
þessari reynslu. Og svo er það allur
sá fjöldi fólks sem burðast með
byrðina þungu.
Kynferðislegt ofbeldi er við-
kvæmt mál. Það er viðkvæmt
vegna þess að það á sér oftast stað
Söfnunarátak
Við berum ábyrgð á öll-
um börnum þessa lands,
segir Ingveldur Lára
Þórðardóttir. Líka
þeim ógæfusömu.
inni á heimilum fólks, í friðhelginni
sjálfri. Gerendur og þolendur era
oft á tíðum meðlimir sömu fjöl-
skyldu eða þekkjast á annan hátt.
Þegar bam er misnotað fyllast for-
eldrar sektarkennd yfír því að hafa
ekki getað vemdað barnið sitt, eða
yfir því að hafa verið „blindir", þeg-
ar um misnotkun til lengri tíma hef-
ur verið að ræða. En fyrst og
fremst er þetta viðkvæmt, þar sem
eftir situr bam í sáram. Lítið bam
með blæðandi hjartasár, bam sem
hefur verið rænt eðlilegri æsku og
svipt rétti sínum til áhyggjulauss
lífs. Þessum rétti sem við fæðumst
til og enginn hefur leyfi til þess að
svipta okkur þegar við eram böm.
Staðreyndin er samt sú að til er
fólk sem tekur sér þetta bessaleyfi.
Snýr sér að litlu bami og eyðileg-
gur líf þess í einu vetfangi. Glæpur-
inn kemst eða kemst ekki upp.
Hvort sem er þarf barnið að bera
byrðina. Stundum er því hótað öllu
illu. Það er fyllt hræðslu, sektar-
kennd og skömm. Stundum segja
böm frá, stundum ekki. Þegar
börnin segja frá era málin stundum
kærð, stundum ekki. Ódæðismenn-
irnir eru stundum dæmdir, stund-
um ekki. Stundum fá bömin, sem
segja frá, faglega hjálp við að læra
að lifa með byrðina á bakinu, en oft-
ast ekki. Öll kynferðislega misnot-
uð börn þurfa þó á hjálp að halda.
Það sem á skortir í þessu vel-
megandi þjóðfélagi okkar er skipu-
leg langtímameðferð fyrir þessi
böm okkar. Hið opinbera þarf að
sjá sóma sinn í því að hlúa að þess-
um börnum og hjálpa þeim að
standa keik jafnfætis hinum. Við
beram ábyrgð á öllum bömum
þessa lands, líka þeim ógæfusömu.
Kynferðisleg misnotkun á bömum
á sér stað í öllum stéttum og fer
ekkert eftir því hvaða flokk foreldr-
arnir kjósa.
Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt
að ætlast til þess að allt sé gert til
þess að bamið mitt og önnur böm á
Islandi fái þá umönnun og þjónustu
sem þau þurfa á að halda. Þar sem
ég hef unnið í uppeldisgeiranum til
fjölda ára veit ég að þar er víða
pottur brotinn. Börnin í samfélag-
inu okkar eru ekki framarlega í for-
gangsröðinni. Það er kannski borin
von að halda að þeir og þær sem á
valdastólunum sitja komi einhvem
sýnt sig á þessu landi að þegar hið
opinbera bregst skyldu sinni tekur
einstaklingsframtakið við og veltir
stundum þungu hlassi. Jan Mur-
tomaa ætlar að synda yfir Hval-
fjarðargöngin einhvern þessara
daga í von um að íslenska þjóðin
taki við sér og leggist á eitt til þess
að styðja kynferðislega misnotuð
böm og skapa þeim eðlilega fram-
tíð. Til þess hefur hann stofnað
bankareikning í Háaleitisútibúi
Búnaðarbankans, sem er opinn fyr-
ir fijáls framlög einstaklinga,
stofnana og fyrirtækja. Fyrirtæki
sem leggja fram tuttugu þúsund
krónur eða meira kaupa um leið
með því styrktarlínu á veggspjaldi
sem verður hannað í framhaldi af
söfnuninni. Söfnunarféð mun renna
óskipt til Barnahússins.
Bankareikningurinn verður op-
inn til 18. september nk. en þau fyr-
irtæki sem vilja nafn sitt birt á
veggspjaldinu þurfa að leggja
framlag sitt inn fyrir 4. september.
Númer reikningsins er 0313-13-
250025. Það er oft sagt að þegar
velmegun sé mikil og fólk hafi það
gott, hafi það tilhneigingu til þess
að líta til hliðar þegar það mæti
samferðamanni sem á bágt,
slökkva á sjónvarpinu þegar það
birtir eymd annama eða á annan
hátt loka vitund sinni fyrir því ijóta
og sorglega í kringum sig. Samá-
byrgð okkar allra sem byggjum
þessa jörð verður aldrei vefengd.
Við getum öll skipt sköpum í lífi
annarra. Margt smátt gerir eitt
stórt.
Höfundur er kennnri.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaíi
Úði*
Skólavörduslíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
5$
r Fróbærir
Namkvæmiskjólar
og dragtir
til sölu eða leigu,
í öllum stærðum.
Ath! eitt í nr.
Fataleiga
Garðabæjar
Sími 565 6680
Opið 9-16, lau. 10-12
Leikskólanemi
'V
Á DÖGUNUM var ég
beðin að fylla út eyð-
ublað vegna væntan-
legs leikskólakennara-
tals og kom að þeim
reit, þar sem spurt var
hvað eigin böm störf-
uðu. Aldrei áður hafði
ég skrifað hvað dóttir
mín starfaði, þó er hún
búin að vera í leikskóla
í fjögur ár. Yfir 90%
barna í landinu eru í
leikskólum einhvern
tíma á ævinni, samt
hefur þetta heiti, leik-
skólanemi, lítið verið
notað í daglegu tali.
Námskrá leikskóla
í vor kom út á vegum mennta-
málaráðuneytisins Aðalnámskrá
fyrir leikskóla.
Þar segir menntamálaráðherra í
formála að leikskólinn sé fyrsta
skólastigið og að lengi búi að fyrstu
gerð. Aðalnámskráin skiptist í
kafla og fjallar hver þeirra um
grandvallaratriði í uppeldisstarfi
leikskóla og hvað beri að leggja
áherslu á í uppeldis- og skólastarf-
inu.
Hver leikskóli gerir sína eigin
námskrá, sem byggist á Aðalnám-
skránni. Námskrá leikskóla er ekki
ný af nálinni, það er einungis verið
að breyta heiti á sama efni. Með
þessu skrefi ráðherrans er fyrst og
fremst verið að samræma heiti fyr-
ú' öll skólastig.
Leikurinn
Leikur er homsteinn leikskóla-
starfs, lífstjáning og gleðigjafi
bams. I leik lærir barn margt sem
enginn getm- kennt
því. I leik felst því
mikið sjálfsnám, hon-
um fylgir bæði gaman
og alvara. Til þess að
leikurinn geti eflst og
þróast þarf barn upp-
lifun, hugmyndaflug
og efnivið. Leikurinn
sem aðaltjáningar-
form er uppistaðan í
vinnu barna í leikskóla
og hlutverk skólans er
að búa þeim þau skil-
yrði að þau geti notið
sín í leiknum, tjáð til-
finningar sínar og öðl-
ast nýja þekkingu og
leikni. Sú þekking og
færni sem börn öðlast í leikskóla
ætti því að nýtast vel í grannskóla.
Leikskólar
Námskrá leikskóla er
ekki ný af nálinni, segir
Unnur Stefánsddttir,
það er einungis verið að
breyta heiti á sama efni.
Foreldrasamstarf
í leikskóla skiptir samstarf við
foreldra höfuðmáli. Foreldrar
þekkja barn sitt best, þeir hafa
þekkt það sem einstakling frá fæð-
ingu og fylgst með þroskaferli þess
og líðan. Leikskólakennari kynnist
bami í leikskólastarfi og þekkir
þroska þess, fæmi og viðbrögð í
bamahópi. Það er mikill kostur við
leikskólastarf að kennari og for-
eldrar hittast tvisvar á dag og geta
rætt um bamið og líðan þess. Það
er hlutverk leikskólans að veita for-
eldram upplýsingar um leikskóla-
starfið, þannig að foreldrar viti
hvemig það fer fram. Foreldravið-
töl með formlegum hætti era á
hverjum vetri, þar sem foreldrar fá
nánari upplýsingar um það hvemig
barn þeirra stendur sig í einstökum
þáttum starfsins.
Samþætting skólastarfs ^
Mörg böm á Islandi era fjögur
ár í leikskóla, sum í fjórar stundir,
önnur í sex eða átta stundir á dag
allt að 223 daga ársins. Til saman-
burðar fær bam í fyrsta bekk í
grannskóla 174 skóladaga á skóla-
árinu. Mikið nám og þekking hefur
átt sér stað í leikskólastarfinu á
þessum tíma, sem er ómetanlegt
fyrir bamið og þroska þess. Það má
velta því fyrir sér hvort nægjanlegt
samstarf sé á milli skólastiga,
þannig að í grannskóla sé byggt of-
an á þann grann, sem lagður er í
leikskólanum. Heilsdagsgrunnskóli
er víða orðinn staðreynd og því
spennandi fyrir okkur foreldra,
sem erum búin að fá bömin okkar^.
útskrifuð í leikskóla, að fylgjast
með hvemig samþættingu náms í
heilsdagsgrannskóla er háttað.
Höfundur er foreldri og
leikskólastjóri í Kópavogi.
mbl.is
TJnnur
Stefánsdóttir
Hefur þú áhuga? Komdu viðí dag!
Áhættudreifing á einum stað
Sjóðurinn fjárfestir í helstu fyrirtækjum landsins en einnig
í skuldabréfum og erlendum hlutabréfum.
Sjóðurinn er á meðal þeirra fyrirtækja á Islandi sem greitt
hafa hluthöfum sínum hæst hlutfall tekna í arð og hefur
skilað hæstu ávöxtun hlutabréfasjóða sl. 5 ár.
Fjöldi hluthafa er yfir 8.000.
Hlutabréfasjóðurinn hf. er fyrir þá sem vilja fjárfesta til
langs tíma í innlendum og erlendum hlutabréfum til að
fá góða ávöxtun og njóta skattafsláttar.
Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900.
Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is
Einar Bjarni Sigurðsson sjóðstjóri
Nafnávöxtun sl. 5 ár!