Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AXEL TAGE > AMMENDRUP + Axel Tage Ammendrup, blaðamaður og fjöl- miðlafræðingur, fæddist í Reykjavík 1. október 1952. Hann andaðist á heimili sínu eftir langvarandi veik- indi að morgni 6. september. For- eldrar hans eru Ta- ge Ammendrup, dagskrárgerðar- maður, f. 1. febrúar 1927, d. 9. maí 1995, og María Magnúsdóttir Ammendrup, fv., kaupmaður, f. 14. júní 1927. Bróðir Axels er Páll Ammendr- up, læknir, f. 30. september 1947, og systir hans er María J. Ammendrup, sérfræðingur, f. 13. desember 1962. Axel kvænt- ist Guðbjörgu Benediktsdóttur 1986. Þau skildu 1995. Sonur Guðbjargar er Júli'us Rafn Júlí- usson, f. 15.5.1976. Hjartkær bróðir minn, Axel Amm- ^endrup, er nú látinn eftir erfíð og langvarandi veikindi. Hans er sárt saknað af fjölskyldu og vinum sem nú eiga um sárt að binda þó að vitað hafi verið að hverju stefndi um langa hríð. Axel var fæddur í Reykjavík og bjó þar nær alla tíð. Fyrstu árin bjó hann að Laugavegi 58, ásamt bróður sínum, foreldrum og föðurafa og ömmu. Hann átti hamingjusöm upp- vaxtarár við mikið ástríki fjölskyld- unnar og mai-gar gleðistundir í port- inu með besta vini sínum, Loga MEgilssyni, en einstök vinátta þeirra hefur haldist óslitin síðan. Axel hóf skólagöngu sína í Landakotsskóla en seinna fluttist fjölskyldan á Hofteig og hann settist í Laugarnesskóla. Þegar hann var sjö ára greindist hann með sykursýki sem var að von- um mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Reynt var að láta sjúkdóminn ekki trufla daglegt líf barnsins meira en þörf krefði og stundaði hann íþróttir og leiki eins og vinirnir. Hann æfði m.a. badminton um árabil og keppti nokkrum sinnum með liði sínu Val. Axel var hvers manns hugljúfi sem barn, fallegur, blíður og skemmtileg- ur drengur. Hann var skarpur í hugsun og átti afar auðvelt með nám. llonum var margt til lista lagt, hann ^var t.d. mjög músíkalskur og flinkur í höndunum. Hann fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófí árið 1972. Hann naut þess að vera í skólanum og taka þátt í félags- lífmu. Hann eignaðist góða vini á þessum árum og mér er minnisstætt tímaritið Heilahristingur, sem hann skrifaði sjálfur að mestu og Guð- mundur Thoroddsen, heitinn, vinur hans myndskreytti. Axel prófaði nokkur fög í Háskólanum, m.a. tann- lækningar, en hann veiktist illa á námstímanum og gafst þá upp á há- skólanámi um sinn. Axel fór snemma út í blaða- mennsku, enda mjög ritfær og góður ”"*stílisti. Honum var einkar lagið að skrifa skemmtilega pistla sem tekið var eftir. Hann var einnig prýðilegur ljósmyndari og tók stundum frétta- ljósmyndir. Hann var þó lengst af í almennum fréttum og átti auðvelt með að skrifa þær. Hann var fréttafíkill fram á síðasta dag og fylgdist vel með þótt veikur væri. Hann byrjaði sem blaðamaður á Al- þýðublaðinu 1976 og eignaðist þar góða kunningja. Á þeim árum var mikill kraftur í blaðinu og góðir blaðamenn að störfum. Hann starf- ,»ði einnig á Tímanum um skeið en ílutti sig yfír á Vísi, þar sem skák- klúbburinn Frakkalafíð var stofnað- ur af Axeli, Páli Magnússyni og Gunnari Salvarssyni. Þessi félags- skapur veitti Axeli ómælda gleði í gegnum tíðina, einnig eftir að hann hætti að geta teflt af krafti. Á Vísi kynntist hann Ólafi Ragnarssyni og M^iegar Ólafur stofnaði bókaútgáfuna Vöku bauð hann Axeli að starfa við hið nýja fyrirtæki. Axel kunni vel við Axel ólst upp í Reykjavík og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972. Hann starfaði lengst af sem blaðamaður, fyrst á Alþýðublað- inu, svo á Tímanum og þá á Vísi. Hann starfaði um nokk- urra ára skeið hjá bókaútgáfunni Vöku (síðar Vaka-Helga- fell) við ýmis störf, m.a. ritstörf og þýð- ingar. Hann sneri sér aftur að blaðamennsku 1987 og vann þá á DV, en flutti til Noregs 1988. Hann lauk námi í ijölmiðlafræði frá Blaðamanna- háskólann í Osló 1993, en flutti heim sama ár vegna veikinda og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Útför Axels Tage Ammendr- up fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sig á Vöku og eftir hann liggja nokkrar bækur, en hann saknaði blaðamennskunnar og hóf störf á DV 1987. Hann fluttist síðan til Noregs 1988 og lét verða af því að fara í Blaðamannaháskólann í Ósló en það hafði lengi blundað í honum að bæta við sig á sínu sviði. Þaðan lauk hann námi í ársbyrjun 1993. Hann gat þó ekki nýtt nám sitt því að stuttu eftir útskrift mjaðmarbrotnaði hann. í kjölfarið náði sjúkdómurinn yfír- höndinni og sleppti aldrei takinu eft- ir það. Nýrun biluðu og hann var lengi í nýrnavél. Hann missti annan fótinn á þessu erfíða tímabili og háði það honum afar mikið sem eftir var. Hann var þó lánsamur að fá nýtt nýra 1996 og okkur fannst um skeið að ekki væri öll von úti. Því miður var það skammvinn gleði. Það væri Axeli á móti skapi að ég rekti allar þær miklu raunir sem hann lenti í á sinni þrautargöngu, enda hefði hann viljað láta minnast sín eins og hann var áður en hann veiktist alvarlega. Axel var nefnilega einstakur mað- ur og mikið í hann spunnið eins og þeir vita sem kynntust honum; skemmtilegur, glettinn, uppátækja- samur og snöggur að finna spaugi- legu hliðina á hlutunum. Hann hafði „neista“ í augum eins og Danirnir segja. Hann var vinsæll félagi og átti marga kunningja og einstakan vina- hóp. Hann var einnig einstakt ljúf- menni, blíður og góður maður. Hans var ekki að gagnrýna aðra eða að upphefja sjálfan sig á annarra kostn- að. Hann var sáttasemjari í eðli sínu og var það stór í sér að hann gat gef- ið eftir í samskiptum við aðra. En þrátt fyrir að vera félagslyndur var hann dulur að sumu leyti. Sjúkdóm- urinn litaði líf hans alla tíð og setti lífsgleðinni skorður. Hann sætti sig aldrei við hann og reyndi að afneita honum þó að hann hafí að mestu ver- ið einkennalaus framan af ævi. Þögn hans um sjúkdóminn og áhyggjur okkar hinna settu mark sitt á líf fjöl- skyldunnar. Skugginn af því sem hann óttaðist mest varð til þess að hann skipulagði ekki líf sitt fram í tímann eins og flestir gera, sérstak- lega á unga aldri. Hann lifði því að mestu leyti fyrir líðandi stund og fyrir það er hægt að þakka í dag. Axel kvæntist Guðbjörgu Bene- diktsdóttur í árslok 1986 og var syni hennar Júlíusi Rafni Júlíussyni sem besti faðir. Guðbjörg og Axel voru miklir vinir þó að þau hafi síðar skil- ið og honum þótti afar vænt um Júlla. Fjölskylda okkar hefur alla tíð verið mjög samhent og sló enn þétt- ari skjaldborg um Axel eftir að hann veiktist alvarlega. Foreldrar okkar báru hag hans mjög fyrir brjósti og milli þeirra og hans ríkti djúp ást og virðing. Hann bjó lengi ævinnar í foreldrahúsum enda var sambúðin góð. Axel var mikill fjölskyldumaður og fylgdist vel með fólkinu sínu, ekki síst systkinabörnunum sem voru honum kær. Hann var næmur á sársauka annarra eins og margir sem líða sjálfír, nærgætinn og við- kvæmur, þó að hann reyndi að bera sigvel. Árið 1995 er mikið sorgarár fyrir Axel, er faðir okkar deyr og hjóna- band hans og Guðbjargar leysist upp. Axel bjó þá heima hjá móður okkar fárveikur og álagið á hana var óbærilegt. Til að dreifa ábyrgð og áhyggjum ákváðum við Óli í sam- vinnu við mömmu að kaupa saman stórt hús, þar sem Axel gæti búið hjá okkur í sérútbúinni íbúð. Hann undi sér vel í íbúðinni þegar hann gat búið heima og við reyndum að létta hon- um lífið á allan þann hátt sem okkur var unnt. Mamma hjúkraði honum af skilyrðislausri ást sinni og hjálpaði honum að fá heitustu ósk sína upp- fyllta, að fá að koma heim þótt veik- ur væri. Enginn er einn sem þiggur slíka ást. Eg á Axeli bróður mínum mikið að þakka. Æska mín var hamingjurík og það var ekki síst vegna blíðu hans, þolinmæði og umhyggju í minn garð. Hann lék við mig, kenndi mér ótalmargt og huggaði mig manna best þegar sorg bar að höndum. Hann var líka mín fyrirmynd að mörgu leyti. Eg reyndi meira að segja fyrir mér í blaðamennsku til að líkjast honum. Þegar einstaklingur missir heils- una flytur hann gegn vilja sínum í sérstaka veröld, samhliða en full- komlega aðskilda frá veröld hinna heilbrigðu. Hinn sjúki dæmist úr leik og er ofurseldur öðrum, oftast ókunnugu fólki og stofnunum. Þessi aðskilnaður frá heimi okkar hinna er nánast óbærilegur, sérstaklega ef vitað er hvert vegurinn liggur. Sjálfsvirðing, stolt, sjálfstæði, allt verður undan að láta. Enginn sem ekki hefur reynt getur gert sér í hugarlund hvernig líðan hins sjúka er, hvaða hugsanir þjóta gegnum hugann á svefnlausum nóttum, þeg- ar jafnvel lyf eru hætt að veita fró. Við horfðum hjálparvana á hvernig heilsu Axels hrakaði. Úrræðaleysi og vanmáttur okkar var sárari en tár- um taki. Við rejmdum að gera hon- um kleift að vera sem mest heima, en við gátum ekkert gert í því sem raunverulega skipti máli. Við gátum hvorki læknað hann, deyft sársauk- ann, né minnkað hræðsluna við hið óumflýjanlega. Oft er talað um nokkur stig í sorg- arferlinu. Afneitunin og reiði yfír hörmulegri þrautagöngu bróður míns er að mestu yfirstaðin. Nú er sorgin ein eftir. Sorgin yfír því að missa hann og sorgin yfir vanlíðan hans og takmarkalausu lánleysi ár- um saman. Vonandi fínnum við styrk til að gleyma þjáningum hans og minnast hans þegar hann var bros- andi, glaður og frjáls. Við þökkum öllum sem reyndu að gera líf Axels léttbærara hin síðari ár, traustum vinum hans, læknum og hjúkrunarliði á Landsspítala og Reykjalundi. Hvíldu í friði, elsku bróðir minn. Þín systir María. Látinn er langt um aldur fram minn kærasti vinur Axel Tage Ammedrup. Ungur að aldri greindist Axel með alvarlegan og ólæknandi sjúkdóm, sykursýki. Kvaddi sjúk- dómur þessi heiftarlega dyra fyrir um það bil sjö árum er hann var bú- settur í Noregi og má með sanni segja að frá þeim tíma hafí Axel barðist hetjulegri baráttu við dauð- ann, sem þó varð ekki umflúinn. Kynni okkar Axels gátu ekki verið lengri því þau hófust við fæðingu. Þannig hagaði til að foreldrar Axels bjuggu á Laugavegi 58, en mínir á Laugavegi 58b. Axel fæddist 1. októ- ber 1952 og ég viku síðar eða 8. októ- ber. Okkur var sagt að mæður okkar hefðu hist á fæðingardeild Landspít- alans, þau mæðgin að fara heim eftir sængurleguna, en móðir mín til að fæða undirritaðan. Æ síðan höfum við verið bestu vinir. Einhvern veginn er því þannig háttað með börn og unglinga að þegar fleiri en tveir koma saman verður hópurinn oft sundurleitur þannig að einhver verður utanveltu. Því var þannig farið með vináttu okkar Axels að aldrei komst hnífur- inn á milli okkar, þrátt fyrir áreiti annarra. Stend ég í ævarandi þakk- arskuld við Axel vegna vináttu hans og trygglyndis. Á stundum sem þessari hrannast upp ljúfar minningar allt frá bernsku fram á þennan dag. Minningar frá því að hjóla á þríhjóli „Grettisgötu- hringinn", heimurinn var ekki stærrri í þá daga. Þá stunduðum við þá iðju „á stundum“ að setja ána- maðka á barðastóra hatta heldri borgara sem gengu niður Laugaveg- inn, var mikið hlegið þegar bold- ungsormarnir löfðu niður hattbörðin. Þá reyktum við njóla í kjallaranum á Hofteignum. Sprengdum kínverja. Spiluðum badminton og fótbolta uppi í Dalakofa og nutum þess að Marsý og Maja amma dekruðu við okkur, jafnvel með poppkomi og gosflösku fyrir háttinn. Veiðitúrar voru ófáir, það var Sogið, Langavatn, Gíslholts- vatn, svo eitthvað sé nefnt, eða bara Kaldakvísl. Stoltir vorum við af fyrstu vinnu okkar sjö ára gamlir, sem var að líma plötuumslög, með Uhu-lími, fyrir föður Axels í versluninni Drang- ey. Sumarvinnu stunduðum við sam- an bæði í Vestmannaeyjum og á Keflavíkurflugvelli og svo má lengi telja. Axel var mjög fjölhæfur og greindur maður, og kom enginn að tómum kofunum hjá honum, hvort sem ræddur var fótbolti, heimspeki eða annað þar á milli. Samt nýttust þessir hæfileikar honum ekki nægi- lega til framdráttar, þar sem áhug- inn var á of mörgum sviðum. Sem dæmi var Axel strax í æsku mjög góður skákmaður og gat sér orð fyr- ir það, ég vissi samt sem áður að ein- göngu var um hæfileika að ræða, því hann þurfti ekkert að leggja á sig til kunnáttunnar. Það sem hann hafði þó mestan áhuga á var ritstörf, enda liggja eftir hann nokkrar bækur frá starfi hans hjá Vöku-Helgafelli. Blaðamennskan virtist honum jafn- framt í blóð borin, enda fjölmiðla- fræðingur að mennt. Það sem einkenndi Axel öðru fremur var góður „húmor“. Væri hægt að semja heilan bálk í formi stríðni og gamansagna. Eitt sinn vorum við Axel staddir á Lækjar- torgi og dettur honum þá skyndilega í hug að bjóða mér pylsu og kók úr pylsuvagni sem þar var. Þáði ég það en kom á óvart stórt glott og glampi í augum. Dró Axel síðan upp veski úr pússi sínu og greiddi. Þegar pylsun- um hafði verið torgað dró hann í annað sinn upp veskið með enn stærra brosi, rétti mér það síðan og þakkaði innilega fyrir lánið. Sá ég þá að þetta var veskið mitt og hafði ég því borgað brúsann. Skildi ég nú bet- ur glottið mikla og ekki annað að gera en kyngja stríðninni með pyls- unni. Þrátt fyrir marga svarta daga undanfarin ár var þó oft stutt í húmorinn. Á árinu 1997, við brids- spilamennsku, var Axel „makker" minn og gekk okkur ekki sem best, aldrei þessu vant. Kenndi ég Axel um þetta og hvatti hann til að gera eitthvað til að vinna „geimið“. Hann svaraði þá að bragði að hann ætlaði sér „sko“ ekki að vinna því hann væri öryrki. Sagt er að bestu húmoristarnir séu þeir sem gera grín að sjálfum sér. Gæfa Axels í lífínu var að fæðast inn í gífurlega ástríka og umhyggju- sama fjölskyldu og hann alinn þannig upp í umhverfi þriggja ættliða á þann hátt sem best verður á kosið. Naut hann þess til hinstu stundar frá hendi móður sinnar, systur og mágs, sem hugsuðu um hann og léttu honum erf- iða sjúkdómslegu án þess að víkja frá nokkra stund. Axeli varð ekki barna auðið, en hann átti stjúpson, Júlíus, sem hann gekk í foðurstað. Þótti honum mjög vænt um Júlíus og fylgdist alltaf náið með honum eftir skilnað við móður hans, veit ég að harmur hans er mik- ill. Fyi'ir mína hönd og íjölskyldu minnar votta ég ykkur, elsku Marsý, Maja, Óli, Páll Jörgen og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð. Kæri vinur, ég þakka þér sam- fylgdina gegnum tíðina og kveð þig með vinsemd og virðingu. Logi Egilsson. Nú er hann fallinn í valinn - frændi minn og vinur Axel Amm- endrup. Það má raunar með fádæm- um telja hversu lengi hann hélt sjó gegn illvígum sjúkdómi, sem herjaði á hann allt frá unglingsárum og markaði og meiddi allt hans líf. Eng- an hef ég þekkt, sem jafnlengi hefur mátt þola svo hart heilsufarslegt andstreymi. Sú saga er raunalegri en svo að ég komi henni á blað, - enda myndu fáir trúa, sem ekki sáu með eigin augum. Ef ekki hefði kom- ið til eðlislæg kímni og húmor, jafnt fyrir sjálfum sér sem öðrum, hefði Áxel ekki verið jafn léttstígur og langförull á þessari þrautagöngu allri og raunin varð. Það var ekki fyrr en undir það síðasta sem Axel hætti sjálfur að skopast með það hvernig fyrir honum var komið. Fyr- ir allnokkru, eftir enn eina erfiða að- gerð í langri röð slíkra af ýmsu tagi, sagði hann við mig glottandi: „Jæja frændi, nú held ég að ég sé búinn að fara í allar aðgerðir sem læknavís- indin hafa uppá að bjóða. Eg held ég eigi ekkert eftir nema móðurlífsað- gerð, þótt ég sjái nú ekki hvernig henni verði við komið.“ Þótt ná- frændur værum áttum við ekki náin samskipti fyrr en báðir höfðu slitið barns- og unglingsskónum, einkum vegna fjarlægðar í rúmi. Þegar ég kom heim frá námi í útlöndum hóf ég blaðamennsku á Vísi sáluga, og þar var Axel fyrir í fleti - umsjónarmað- ur helgarútgáfu blaðsins. Það starf fórst honum afar vel úr hendi, - blaðið bar glöggt vitni þeirri mann- Iegu hlýju og fundvísi á það skemmtilega í tilverunni, sem ein- kenndi Axel í svo ríkum mæli. Við tókum skjótt upp þann sið, ásamt Gunnari Salvarssyni, að ljúka vinnu- viku á föstudagssíðdegi með því að tefla nokkrar skákir meðan við sötr- uðum úr einni rauðvínsflösku og stýfðum langbrauð og osta úr hnefa, að hætti franskra. Þetta kompaní hefur haldið uppteknum hætti æ síð- an og gegnir nafninu Frakkalafið. Það er leynifélag og verður því ekki fjölyrt um það hér að öðru leyti en því, að það heldur nú uppá 20 ára af- mæli, - þriðjungi fátækara í félaga- tölu og tæpast svipur hjá sjón. Hlé varð á beinni þátttöku Axels í félags- starfinu þegar hann dvaldi um nokk- urra ára skeið við störf og blaða- mennskunám í Noregi. Heimkominn tók hann hinsvegar ekki upp blaða- mennskuþráðinn, heldur vann að ýmsum verkefnum, m.a. hjá fyrryer- andi ritstjóra sínum á Vísi, Ólafi Ragnarssyni, í bókaforlaginu Vöku meðan heilsan leyfði. Þar ýmist skrifaði hann sjálfur eða ritstýrði nokkrum bókum af því tagi, þar sem hvað best nýttust helstu eðliskostir hans sjálfs: hlýja, húmor og ein- hverskonar frumlegur skilningur á mannlífinu og smáu hlutunum, sem gefa því lit og ljós. Mér sjálfum var Axel alltaf sönnun þess, að hið fom- kveðna „frændur eru frændum verstir" eru hin örgustu öfugmæli. Axel var nefnilega þeirrar gerðar að hann gat engum orðið vondur, hvorki frændum sínum né öðrum. Við vorum hinsvegar sjaldnast á einu máli um nokkurn skapaðan hlut: ósammála í pólitík, héldum hvor með sínu liðinu bæði í íslenskum og ensk- um fótbolta, deildum hai-t um hver væri besti skákmaður í heimi, hver væri besta hljómsveitin og svona mætti áfram telja. Um þetta og ótal- margt fleira gátum við í góðu þrasað og þvælt fram og tilbaka. Um leið og kenndi hinsvegar einhverra sárinda eða reiði í samtalinu leysti hann það upp í hlátur og skemmtilegheit. Hann nennti aldrei neinum leiðind- um. Við tókum svo aftur upp þráðinn næst þegar við hittumst og aftur án efnislegrar niðurstöðu, en aftur lauk rökræðunum með hlátrasköllum. Svona gekk þetta árum og áratugum saman. En nú er sem sé hláturinn þagnaður, - nema hvað ég hlæ ennþá inni í mér við endurminninguna. Eg held að Axel geri það líka. Fyrir utan lundarfarið var það ástríki, umhyggja og samheldni fjöl- skyldunnar sem hélt Axel á floti í þeim brotsjóum, sem yfir hann gengu síðustu árin. Ég er þess full- viss, að þegar hann fyrir rúmum mánuði vildi fara heim, fullsaddur á langdvölum á sjúkrastofnunum og þrotinn að kröftum, þá vissi hann að hverju dró. Hann vildi bara ganga síðasta spölinn með móður sinni og systkinum, og ekki síst mági sínum, sem alltaf voru til staðar og stuðn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.