Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 46
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ % GUÐFINNA * SVAVARSDÓTTIR + Guðfínna fædd- ist 3. aprfl 1918 að Heimaskaga á Akranesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. september siðastliðinn. For- eldrar Guðfinnu voru Guðrún Finns- dóttir, f. 30. júlí 1885, d. 24. aprfl 1942, og Svavar jgt Þjóðbjörnsson, f. 14. nóvember 1888, d. 1. maí 1958. Þau voru siðast búsett í Sandgerði á Akra- nesi. Systur Guðfinnu eru: Guð- ríður, Sesselja, Kristín, Lilja, Steinunn, d. 3.7. 1957, og Sig- ríður, d. 6.5. 1928. Hinn 30.12. 1938 giftist Guð- finna Sigurði B. Sigurðssyni, f. 5.10. 1915. Börn þeirra eru: a) Svavar, f. 18.4. 1939, sambýlis- kona hans er María Þ. Sigurð- ardóttir. Dætur Svavars eru: 1) Iris Júdith, sambýlismaður hennar er Kristján Karl Gunn- arsson. 2) Ninna Sif, sambýlis- maður hennar er Daði Sól- mundarson. Þau eiga einn son, Svavar. Móðir írisar og Ninnu er Hjördís Hjaltadóttir. María á þrjú börn. b) Bogi, f. 12.3. 1941, Elsku amma þegar ég sest og skrifa til þín koma svo margar minn- ingar upp í huga mér, þú hefur alltaf átt svo stóran þátt í lífi mínu, alltaf var eitthvað að gerast í fjölskyldunni, t.d. þegar þið afi fóruð með okkur öll í Skorradalinn, það þarf mikið kjama- ^fólk til að fara með svona mikið af ^%örnum i sumarbústað og þetta gerð- uð þið á hverju ári í 4 daga, aUt árið beið ég eftir næstu ferð, að fá Skorra- dalskássu, Skorradalsbrjóstsykur, veiða og svo kvöldvökunni á sunnu- dagskvöldunum, þá vorum við krakk- amir með heimatilbúin skemmtiatriði íyrir foreldrana sem komu og voru með okkur síðustu nóttina. Arið 1986 þegar við systumar misstum pabba okkar varst þú strax komin til að vera hjá okkur og styðja okkur, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðmm og vildir allt fyrir alla gera, það lýsir því svo vel þegar það var skátamót í Viðey fyrir mörgum ámm og þið afi fómð en ég var að keppa í sundi í Bolungarvík og var ■•Éiví ekki á því móti en þegar ég kem á næsta skátafund þá em allir að tala um konuna sem eldaði fyrir alla og gerði allt sem hún gat fyrir alla þar og allir kölluðu ömmu. Svo komst ég að því að þessi kona sem allir vildu eiga sem ömmu varst þú amma mín. Þegar ég var lítil og var veik, þá varst þú vön að koma með malt og banana, það var svo gott að vita til þess þegar maður var veikur að nú kæmi hún amma. Síðustu ára- mót áttuð þið afi 60 ára brúðkaupsaf- mæli og oft þegar ég kom í heimsókn þá töluðum við um það og alltaf sagðir þú að þú myndir nú ekki ná þeim áfanga því þú værir orðin svo gömul og þreytt en allt kom fyrir ’^ekki, þið afi sátuð þama með alla fjöllskylduna í kaffi í sal á elliheimil- inu og svo stolt að ná þessum áfanga. Eg get endalaust talið upp góðar minningar því aðra eins konu og þig er erfitt að finna. Nú er hann afi minn búinn að missa svo stóran part úr lífi sínu en við vitum að nú líður henni ömmu vel og fullt af góðu fólki sem tekur á móti henni. Góði guð, ég bið þig að styrkja hann elskulega afa minn á þessum erfiðu tímum og að passa hana ömmu mína. Elsku amma, takk fyrir allt sem _þú hefur gert fyrir mig og fyrir að ^feafa fyllt líf mitt af svo mörgum góðum minningum. Ég bið góðan Guð að blessa minningu ömmu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, g gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elínborg Bjömsdóttir. kvæntur Marólínu Arnheiði Magnús- dóttur. Synir þeirra eru: 1) Sigurður, kvæntur Hönnu Guð- rúnu Sigurjónsdótt- ur. Þau eiga tvo syni, Boga Arnar og Sigur- jón Andra. 2) Magn- ús, sambýliskona hans er Kristín Bjarnadóttir. Dóttir þeirra er Arnheiður Björg. Kristín á að auki tvö börn. c) Elín- borg, f. 6.8. 1943, d. 11.7. 1972. Hún var gift Enrique Llorens Izaquirre. Dóttir þeirra er Diana Carmen, sambýlismaður hennar er Þórður Ulfar Ragnarsson. Dóttir þeirra er Elínborg Llorens. Þórður tílf- ar á einn son. Enrique Llorens er kvæntur Auði Finnbogadóttur. Börn þeirra eru: 1) Silvia Llorens og 2) Finnbogi Llorens. d) Gunn- ar, f. 19.5. 1946, sambýliskona hans er Sigríður Guðmundsdótt- ir. Börn Gunnars eru: 1) Orn og 2) Ella María, móðir þeirra er As- rún Baldvinsdóttir. Sigríður á þijú börn. e) Sigrún, f. 4.2. 1948, gift Herði Ó. Helgasyni. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Már og 2) Orri. f) Steinunn, f. 23.6. 1950, Nú er elsku amma mín, Ninna, dá- in. Pabbi færði mér fréttina símleiðis hingað til Danmerkur og þrátt fyrir að ég hafi ekki verið alls óviðbúinn þeim tíðindum, þá fylltist ég strax miklum tómleika. Stórir persónu- leikar skilja ætíð eftir stórt skarð. Og tilfinningamar fastsetja skarðið. Amma er farin. Amma Ninna var stórkostleg persóna. Ég ólst upp við þá staðreynd að hún var „kletturinn í hafinu“.Og þau afi Siggi B., voru og eru akkerið í okkar stóru fjölskyldu. Við erum, af því að þau fundu hvort annað, og það sem við höfum fengið gott til veganestis í þessu lífi, kemur að stórum hluta frá þeim. Ég mun sakna ömmu Ninnu lengi. Aðdáunarverð manneskja. Hún var víðlesin og með afbrigðum greind. Hún hafði þá sterkustu réttlætis- kennd sem ég hef kynnst í nokkurri manneskju. Stóð ætíð með þeim er minna máttu sín og dæmdi aldrei náungann. Hún ól upp móður mína og hennar mörgu systkini við bág kjör og af stakri prýði. Hún kunni ekki þann vafasama móða nútímans að kvarta yfir eigin hlutskipti. Hún einfaldlega gerði sitt besta í alla staði, og gerði það af röggsemi, hlýju og einlægni. Hún kom börnum sínum til vits og ára, var afa mínum heimsins besta kona, og þess á milli, einkum á síðari árum, sankaði hún að sér visku og skemmtun í gegnum bækur, er tími vannst til. Amma Ninna og afi Siggi B. héldu úti einstökum samvistum við okkur bamabörnin í fleiri ár, er þau buðu okkur í skátabústaðinn í Skorradal, ár hvert, á svokallaðri verslunar- mannahelgi. Þar vorum við bama- börnin í faðmi ömmu og afa, í þess- ari náttúruperlu, hvar afí kenndi okkur að veiða silung og amma eld- aði fyrir okkur hina rómuðu Skorra- dalskássu, auk þess sem hún eldaði silimg, ef við krakkarnir vomm svo heppnir að veiða eitthvað í soðið! Þessar helgar á ári hverju, eru með allra ljúfustu bemskuminningum mínum og ég man ömmu Ninnu svo vel frá þessum tímum. Hún blómstr- aði. Þó að hún væri svolítið tekin af lífsins harki, þá var hún svo kraft- mikil og leiftrandi í hugsun. Þetta var áður en holdið, langt fyrir aldur fram, fór að bregðast henni vera- lega, og rakkaði stöðugt fyrirfram, um ótímabæra hvfld. Amma Ninna glímdi við alla mögulega líkamlega kvilla í áraraðir áður en hún fór. Eg held að þrátt fyrir söknuðinn og mitt mannlega skilningsleysi gagn- vart almættinu, þá sé ég að vissu leyti feginn því að hún hafi nú fengið hvfld. Henni var, sem betur fer, ekki boðið upp á langvarandi legu í óminni og sársauka. Gömul þula sambýlismaður hennar er Agn- ar Kárason. Dætur Steinunnar eru: 1) Sigrún Guðfinna, sam- býlismaður hennar er Andrew Whitaker. 2) Elínborg, gift Stef- áni Tryggva Brynjarssyni, son- ur þeirra er Agnar Dofri. Stef- án á eina dóttur. Faðir Sigrúnar Guðfinnu og Elínborgar er Björn B. Sigmundsson. 3) Borg- hildur, gift Colby Busching. Sonur Borghiidar er Guðmund- ur Vignir. Faðir Borghildar er Guðmundur Guðmundsson, d. 16.10. 1986. g) Sigurður Rúnar f. 1.4. 1952, kvæntur Rósu Finn- bogadóttur. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Bjarni, 2) Elínborg, sambýlismaður hennar er Andr- eas Olafur Ketel. Sonur þeirra er Walter Brynjar. 3) Ragnar, 4) Thelma Rós. Sigurður Rúnar á að auki tvö börn: 5) Stella María, börn hennar eru Tinna María og Óli Alexander. Móðir Stellu Maríu er Arinbjörg Krist- insdóttir. 6) Ari Ervin. Móðir hans er Kristrún Halldórsdótt- ir. h) Ómar, f. 18.11. 1953, kvæntur Unu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Kristinn, 2) Magnús, sambýliskona hans er Kristín Svavarsdóttir. Dóttir þeirra er Una Margrét. 3) Ósk. Ómar á að auki eina dóttur, 4) Ingibjörgu Katrínu. Móðir hennar er Katrín Árnadóttir. títför Guðfinnu fer fram frá Akraneskirkju í dag, þriðjudag, og hefst athöfnin klukkan 14. segir að guð vilji fá hina bestu strax. Ég, guðlaus drengurinn, hef aldrei keypt slíkar sáluhjálparþulur. Hins vegar veit ég, að ef það væri guð, þá hefði viðkomandi sótt ömmu Ninnu miklu fyrr, því að erfitt er að finna, í þessum heimi, aðra eins gæðamann- eskju og hún var. Éinhvers staðar í mínu barns- hjarta vona ég þó að hún sitji þarna uppi einhvers staðar, í starfsliði drottnarans, þó að tilvist sh'ks drottnara sé óhugsandi. Hún væri eflaust í merkissæti þar, ef þess háttar hlutur væri til. Amma var sterktrúuð en á margan hátt efa- semdarmanneskja, eins og títt er með skynsemisverar. Hún trúði fyrst og síðast á góðmennsku og heiðarleika. Þá trú sýndi hún í verki alla sína tíð. Jæja, lífið heldur víst áfram. Mér þykir verst að hafa ekki fengið að kveðja elsku ömmu áður en klukkurnar hringdu. Maður veit aldrei ævi fólks fyrr en öll er. Amma Ninna hefur nú fengið hvfldina. Ég veit að hennar minning mun lifa um ókomna tíð. Megi almættið og trúin á lífið styrkja þig, elsku besti afi minn. Hugur minn er hjá þér, og ykkur öllum, kæra fjölskylda. Orri Harðarson. Nú þegar komið er að kveðju- stund langar okkur systurnar að minnast ömmu okkar með nokkram orðum. Við minnumst hennar fyrst og fremst sem konu sem setti íjöl- skylduna í öndvegi. Hún átti stóra fjölskyldu og lagði oft mikið á sig til að efla tengslin innan hennar. Hún ól upp stóran barnahóp, en lét ekki staðar numið þar, því þegar við bamabömin komum til sögunnar sinnti hún okkur einnig af mikilli al- úð. í okkar fjölskyldu var mikið til- hlökkunarefni að verða sex ára, því þá var von á afmælis- og jólagjöfum sem bjuggu okkur undir þá mann- dómssvígslu að fara í Skorradalinn í fyrsta skipti. Ferðirnar í Skorradal- inn vora mikið ævintýri fyrir okkur krakkana, og í raun ógleymanlegar. Eftir á að hyggja era þær gott dæmi um mikla og góða samvinnu ömmu og afa. Ömmu staður var inni í skál- anum þar sem hún eldaði mat ofan í allan hópinn, og þar mátti ganga að henni vísri ef eitthvað bjátaði á. Raunar var það svo að fjölskylda hennar gat alltaf gengið að henni vísri hvenær sem á þurfti að halda, og meðal annars þess vegna varð hún fjölskyldu sinni og vinum ómet- anleg. Þess vegna er það nú dýrmæt minning að hún skyldi hitta Svavar litla, og það verður gaman að geta seinna sagt honum frá langömmu sinni. Með þessum orðum viljum við þakka ömmu allt það sem hún var okkur systranum, og votta afa og börnum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu ömmu okkar. Iris Judith og Ninna Sif Svavarsdætur. Elsku amma, mig langar til að kveðja þig með nokkram orðum. Þú varst alltaf svo Ijúf og góð og það var hvergi betra að vera en hjá þér og afa, bæði á Akranesi og eins þeg- ar þið áttuð heima í Reykjavík. Allar góðu stundimar sem við átt- um saman í Skorradalnum, þau mörgu ár sem við fóram þangað, öll þorrablótin og alltaf var jafn skemmtilegt þegar fjölskyldan kom saman hjá ykkur. Elsku amma mín, það hefði ekki verið hægt að óska sér betri ömmu. Elsku afi, missir okkar barnabarn- anna er mikill en þinn enn meiri því amma var yndisleg kona. Megi góð- ur Guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Guð blessi ykkur bæði. Magnús Bogason. Elsku amma Ninna. Nú ertu farin heim og búin að kveðja þrautir lífs- ins. Þú varst alltaf sterk fyrirmynd ungum barnabörnum sem munu sakna þín sárlega og minnast allra áranna sem við gistum Skorradal- inn, héldum Góugleði, fóram í veiðit- úra, fóram á skátamót eða bara sát- um saman og horfðum á bíómyndir í sjónvarpinu. Þegar ég var ungur þá hafðir þú sterk áhrif á ungan strák og æ síðan. Sérstaklega man ég þó eftir bréfum frá þér sem þú sendir mér þegar ég var í sveit en þau voru mjög uppörvandi og fullvissuðu mann um að amma mundi eftir manni. Ekki era síður minnisstæðir ritningarstaðir og ljóð sem fylgdu jólapökkum, afmælis- og fermingar- gjöftim. Þar er minnisstæðast, „það sem að þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra.“ Eftir þessu lifðir þú amma og alltaf var ég hreykinn af að eiga góða ömmu. Ég þakka þér yndisleg- ar minningar og bið Guð að blessa þig og afa. Guð styrki afa í þessari raun og fjölskylduna alla. Minning þín mun ætíð lifa, elsku amma. Sigurður Bogason og fjölskylda. Ég man ömmu staðfasta, ákveðna konu. Ég man hana æðralausa á eldri áram, íhugulan bókaorm. Ég man eitt sinn er ég sat í aftursætinu í bfl afa og ömmu á leið frá Reykja- vík upp á Skaga, mig minnir eftir fermingarveislu skyldmennis okkar. Ég man að þetta var árið 1995 og það var í Hvalfjarðarbotni að amma sagði mér, heimspekinemanum, að ef hún væri ung í dag þá myndi hún læra heimspeki. Ég man að mér fannst upphefð í þeim orðum. Ég man hana vekja son sinn með kaldri vatnsgusu á Laugarnesveginum, ég man hana þannig. Ég flíka því stund- um að amma kenndi mér að tefla, mér finnst það merkilegt, ég tefldi þó jafnan við afa. Ég man hana hjartagóða og hlátur hennar dillandi. Sigurður Már Harðarson. Hún amma mín er dáin og við sem höfðum það yndislega tækifæri að kynnast henni stöndum eftir með sár hjörtu. Amma Ninna hafði þann sérstaka eiginleika að skilja aldrei við fólk fyrr en það brosti því henni þótti alltaf gott að geta orðið að liði, hvort sem það var að elda mat fyrir heilu skátaflokkana eða fara með okkur öll bamabömin upp í Skorra- dal. Að fá að fara með í Skorradal- inn var stór tilhlökkunardagur í lífi okkar barnabarnanna. Amma saum- aði poka með nöfnum hvers og eins á og í honum vora útilegudiskur og bolli, að ógleymdri veiðistönginni sem var líka í sérsaumuðum poka. Þetta fengum við svo í 6 ára afmæl- isgjöf og það þýddi bara eitt, það var kominn tími og biðin var úti, ég fæ að fara með í Skorradalinn. Barna- bömin era allmörg en ekki stoppaði það ömmu og afa - þau höfðu það aldrei eins gaman og ef stundataflan var full. Með hjálp ömmu og afa æfðum við skemmtiatriði og svo var haldin skemmtun fyrir foreldra okk- ar, sungið og leikið langt fram eftir degi áður en við færam heim. Afi kenndi okkur öllum að veiða og fór oft með okkur í leiki á meðan amma eldaði kássu ofan í okkur öll og pass- aði að við hefðum allt sem okkur vantaði. Henni ömmu leið aldrei bet- ur en þegar hún hafði nóg að gera við að hjálpa öðrum en alltaf stóð hún stórgáttuð ef einhver vildi þakka henni fyrir, því fyrir henni var þetta allt svo sjálfsagður hlutur. Amma mín var alltaf sú sem við lit- um öll upp til og dáðumst að enda enginn brandari að ala níu börn sem öll standa sig vel í dag og aldrei svo mikið sem tíst kom út úr henni. Vandamálin vora til að leysa þau og hafa hún og afi leitt okkur öll inn í lífið með þessa setningu í huga. Ég veit að ég tala fyi-ir marga þegar ég segi að ég er stolt og.ólýs- anlega þakklát fyrir að hafa þekkt þessa merku konu því hún var engri lík. Ég á eftir að sakna þín sárt amma mín en ég hugga mig við það að nú lifir þú í friði og ró. Takk fyrir stundimar sem við áttum saman, þegar þú kenndir mér að prjóna og þegar pabbi minn dó þá varstu ekki lengi á leiðinni og hjálpaðir okkur mikið í sorginni, kenndir okkur systranum kóngakapal og varst ólýs- anlegur stuðningur fyrir mömmu sem gerði henni kleift að hjálpa okk- ur. Og svona leiddir þú af þér frá manni til manns. Elsku amma. Þín er sárt saknað og með stolti í hjarta segi ég: Ég var barnabarnið þitt. Elsku afi, ég votta þér mína dýpstu samúð og vona að Guð styrki þig sem og börn þín og barnabörn á þessari erfiðu stundu. Borghildur og fjölskylda. W varst mér blíð og best í heimi birta lýsir sporin þín. Minningamar glaður geymi og guði fel þig mamma mín. (Bogi) í dag kveð ég mína kæra tengda- móður, Guðfinnu Svavarsdóttur, eða Ninnu eins og hún var oftast kölluð. Fyrir 37 áram kynntist ég mannin- um mínum, Boga, syni þeirra Ninnu og Sigga B. Fyrst þegar ég kom á heimili þeirra tók Ninna á móti mér með nokkurri gætni, því ég var jú fyrsta tilvonandi tengdadóttirin og þar að auki úr Reykjavík, en þegar ég flyt á Akranes tók hún vel á móti mér og alla tíð síðan hefur hún verið mér og mínum yndisleg móðir og amma. Ég dáðist að dugnaði hennar og krafti, það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur hún virtist allt geta og allt leysti hún með myndarskap. Henni þótti lítið mál að halda þorra- blót fyrir fjölskylduna eða taka á móti 40 manns í kaffi fyrirvaralaust, og alltaf var nægur matur á þessu stóra heimili þótt einn eða tveir bættust óvænt í hópinn. Ninna eignaðist átta börn með manni sínum, en eina dóttur, Elin- borgu, sem var Ijósmóðir, misstu þau hjónin þegar hún var 29 ára. Var það þeim hjónum mikið harmsefni og var Ninna lengi að jafna sig á því. Þau Ninna og Siggi B., tengdafor- eldrar mínir, voru mjög samrýnd hjón og bjuggu allan sinn búskap á Akranesi utan nokkurra ára í Reykjavík. Þau vora bæði einstaklega góð og natin við barnabörnin sem era drjúgur hópur í dag. í mörg ár fóra þau með þann hóp sem orðinn var sex ára og eldri um verslunar- mannahelgi upp í Skorradal í skáta- skálann sem þar er. Við foreldrarnir fengum að koma í heimsókn einn eftirmiðdag og vora börnin þá búin að undirbúa skemmtun og eitt af því sem Ninna lagði áherslu á var að börnin lærðu að koma fram, að tjá sig, og það var mikið sungið og trall- að í Skorradalnum og er þetta lýsandi fyrir umhyggju Ninnu fyrir barnabömunum. Eg þakka Ninnu hlýju og vináttu alla tíð og bið Guð að styrkja tengdaföður minn og alla fjölskylduna. Hvíldu í friði, elsku Ninna mín. Marólína Arnheiður. Á kveðjustund reikar hugurinn til baka og dustar rykið af gömlum myndum. Á fyrstu myndinni sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.