Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 47

Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBBR 1999 47 í kemur upp í hugann sé ég sjálfan mig aðþrengdan í aftursætinu á fjöl- skyldubifreið tilvonandi tengdafor- eldra minna, ásamt yngstu sonum þeirra, hálffullorðnum og að mér fannst þá býsna fyrirferðamiklum. Það er jóladagsmorgunn fyiir hart- nær þrjátíu árum, ferðinni er heitið upp á Skaga. Mér líst ekkert allt of vel á ferðalagið, finnst það hálfgert glæfraspil að aka fyrir Hvalfjörð í fljúgandi hálku og tæplega teidð að skíma, en hvað leggur maður ekki á sig til að hitta kærustuna? Það sem ég vissi ekki þá en átti eftir að kynn- ast betur og betur eftir því sem árin liðu, að fólkið í framsætunum tefldi ekki í neina tvísýnu. Við stýrið sat Siggi B., þaulvanur bílstjóri sem hæglega gat ekið blindandi fyrir Fjörð ef því var að skipta og við hlið hans í fararstjórasætinu var Ninna, örugg og ákveðin. Hún vissi sem var að áfangastað yrði náð, það kom aldrei neitt annað til greina. Ferða- lag þetta var auðvitað enginn háska- leikur og varla í frásögur færandi en í mínum huga hefur það öðlast mjög táknræna merkingu: Ninna og Siggi B. hlið við hlið og efst í huga þeirra samverustund með fjölskyldunni. Myndirnar halda áfram að birtast, flestar tengjast þær þessum mikil- vægu stundum: jólastundir, þorra- blót, góugleði, „húllumhæ“-hátíðir í Skátaskálanum í Skorradal - helgað- ar barnabörnunum og þannig mætti lengi telja. Nýjasta myndin er tæp- lega ársgömul. Það er demantsbrúð- kaup Ninnu og Sigga B. Sextíu ára farsælt hjónaband að baki, það hefur verið slegið upp veislu af minna til- efni. Allir í fjölskyldunni sem mögu- lega áttu heimangengt voru komnir. Siggi B. lék á als oddi, fallegt bros færðist yfir andlit Ninnu um leið og hún sagði: „Nú líkar mér lífið.“ Ninna var greind kona, vel lesin og menntuð þrátt fyrir stutta skóla- göngu. Alla tíð var hún með bók í takinu, hún kunni að meta góðar bókmenntir og besta gjöf sem hún gat gefið var góð bók, þess nutu margir. Meðan heilsan leyfði fylgdist Ninna vel með þjóðmálum og hafði sínar ákveðnu skoðanir, studdar skýrum rökum og gagnrýninni hugs- un. Hún vandaði þeim ekki kveðj- urnar sem að hennar mati stóðu sig illa. Það er með mikilli virðingu sem ég minnist Ninnu, hún var einstök kona sem bjó yfir mikilli orku og for- ystuhæfileikum sem hún nýtti sér til góðra verka. Það var ekki alltaf létt verk að sjá um stóra fjölskyldu. Það tókst Ninnu og Sigga B. aðdáanlega vel. Saman mynduðu þau sterka heild sem stóðst öll áhlaup. Þó sól- skinsstundirnar í fjölskyldunni hafi verið ríkjandi, þá dró stundum fyrir sólu og erfiðleikar knúðu dyra. Á erfiðum stundum var Ninna sterk- ust. Til hennar gátu allir leitað; feng- ið huggun, góð ráð og dýrmæta að- stoð. I lífi sínu hafði Ninna göfug lífsgildi að leiðarljósi. Hún var heið- arleg, hreinskiptin, hjálpsöm og skyldurækin. Við sem þekktum Ninnu vel, heiðrum minningu henn- ar best með því að virða hennar lífs- viðhorf og reyna að lifa eftir þeim sem best við getum. Hörður Ó. Helgason. Elsku Ninna mín. Nú ertu farin frá okkur og þín verður saknað en sá sem geymir okkur öll hefur vafalaust ætlað þér stað þar sem þér mun líða vel, laun þess sem þú varst hér á meðal okk- ar. Allt frá þeim tíma að ég kom fyrst inn í fjölskylduna þína hefur þú verið mér sem móðir og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Það var ekki til neitt það sem þú vildir ekki gera fyrir mig og mína. Hjálpsemi þín og fórnfysi var engu lík. Hvemig þú gast gert mikið úr litlu hefur alltaf undrað mig og vakið aðdáun mína. Stóra hjartað þitt hafði pláss fyrir allt og alla. Allar úthugsuðu gjafirn- ar sem barnabörnin fengu og hittu beint í mark. Verslunarmannahelg- arnar með börnunum í Skorradaln- um eru ógleymanlegar, þú gleymdir aldrei neinu. Þið Sigurður saman voruð einstök. Megir þú hvíla í friði, Ninna mín, og Guð veri með þér og styrki Sig- urð og fjölskylduna í sorg okkar allra. Ásrún. + Brynja Ólafía Ragnarsdóttir fæddist í Hlíð við Akureyri 29. sept- ember 1934. Hún lést á heimili sínu, Vesturbyggð 5, Laugarási, 4. sept- ember siðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Guðríðar Lilju Oddsdóttur, f. 15.10. 1903, d. 10.4. 1991, og Ragnars Brynjólfssonar, f. 17.7. 1904, d. 24.6. 1964. Brynja var fimmta í röðinni af tíu systkin- um. Hin eru í aldursröð: Hrafn- hildur, f. 1.12. 1924, látin; Hjör- dís, f. 29.9. 1929; Valur, f. 10.10. 1930; Vilhelm Örn, f. 17.2. 1932; Oddur Víkingur, f. 14.9. 1937; Ragnar Jökull, f. 15.4. 1939; Guðlaug Dóra, f. 31.3. 1941; Hrafn, f. 15.5. 1944; Ingibjörg Þuríður, f. 20.12. 1947. Fjölskyldan fluttist að Stað- arhóli við Akureyri og ólst Brynja þar upp til tíu ára aldurs er fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur. Brynja giftist 31. mars 1954 eftirlifandi eiginmanni sínum, Georg Franzsyni, áður Wyrwich, f. 2. janúar 1930 í Gutten Tag í Slésíu, þá tilheyr- andi Þýskalandi. Fyrir átti Brynja, Jón Þór Þórólfsson, f. 31.10. 1951, kvæntur Hafdísi Héðinsdóttur. Börn Brynju og I dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Brynju eða Binnu, eins og hún var ávallt kölluð. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Binna var ekki aðeins tengda- móðir mín heldur líka einn besti vinur sem ég hef eignast. Hún var þeim kostum gædd að maður fór alltaf ríkari af andlegum auð af hennar fundi. Margar ferðir fórum við saman bæði innan lands og utan og mörg voru spilakvöldin fyrir austan og eins hér í bænum. Binna var mörgum eiginleikum gædd enda sóttu margir í brunn hennar því ávallt var hún tilbúin að miðla öðrum. Hún var víðlesin, hafði unun af bókum og ljóðalestri. Binna var einnig mikill tónlist- arunnandi. Það var orðið að hefð að Ijúka jólahátíðinni með því að fara á nýárstónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Við eigum öll eftir að sakna hennar, en við eigum líka fallegar minningar um góðu konu til að ylja okkur við. Ég bið góðan Guð að fylgja tengdaföður mínum og fjölskyld- unni allri um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Binna, sjá- umst síðar. Siguijón (Siggi). Elsku amma okkar, okkur langar til að kveðja þig með þessu ljóði: Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu. Helga mig og gef mér friðinn þinn. Sendu mig að vinn’að verki þínu veita hjálp og þerra tár af kinn. Drottinn, gerðu hljótt í huga mínum. Hugsun mín og viþ'i sé í þér. Gef ég æ af sönnum sigri þínum, Segi þeim er líð’ og óttast hér. Gjörðu líf mitt hljótt í þessum heimi Hjálpa mér að lifa einum þér Auðmýkt veit mér. Gef að líf mitt geymi glætu þegar dimmt hjá mönnum er. (Höf. óþ.) Elsku afi og við öll, megi Guð gefa okkur styrk í sorg okkar og minningin um góða ömmu lifir og mun lifa. Þórdís Bára, Elín Helga, Jóhann Georg og Einar Daði. Þótt mér sé í raun orða vant og eigi erfitt með að trúa að þú sért Georgs eru: 1) Hjör- dís María, f. 29.9. 1954, gift Gunnari Einarssyni. 2) Ragnheiður Lilja, f. 29.1. 1956, gift Sig- urjóni Þórmunds- syni. 3) Eiríkur Már, f. 26.3. 1958. 4) Heiðrún Björk, f. 29.10. 1960, gift Ólafi H. Óskarssyni. 5) íris Brynja, f. 1.1. 1963, gift Steinari Halldórssyni. Fyrir átti Georg Erlu, f. 15.6. 1953, sambýl- ismaður Magnús Tómasson. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörnin þijú. Brynja vann hjá Sesselju á Sólheimum í Grímsnesi þegar þau Georg kynntust. Síðan fluttist hún 1954 að Syðri- Reylyum í Biskupstungum þar sem þau hófu búskap og bjuggu garðyrkjubúi til ársins 1978. Síðan stofna þau sitt eigið garð- yrkjubýli að Vesturbyggð 5, Laugarási í sömu sveit. Brynja hafði umsjón með mötuneyti Grunnskólans í Biskupstungum í nokkur ár. Frá 1991 var hún matráðskona í Skálholtsskóla og gegndi því starfi til dauða- dags. Brynja var frábær hag- leikskona f saumaskap og hafa margir notið hennar hæfileika. Utför Brynju fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. farin, elsku amma, ætla ég að reyna að hripa niður fáein orð. Ekki bjóst ég við að sjá á eftir þér nærri strax. Það er svo sárt að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur og aldrei geta hringt í þig til að spjalla um allt milli himins og jarðar, fá ráðlegg- ingar og uppörvun, því alltaf áttir þú nóg af slíku. Minningarnar þjóta um huga minn og svo margt sem mig langar til að segja, elsku besta amma mín. Ég veit bara að þér myndi ekki líka að ég skrifaði langa lofræðu, þó að nóg af slíku sé að taka, þvílík perla sem þú varst. Minningin um bestu ömmu sem nokkur getur óskað sér mun ávallt fylgja mér. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þótt þú sért horfmn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.S) Elsku afi, Guð styrki þig og leiði um alla framtíð. Far þú í friði amma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dótturdóttir, Ingibjörg Brynja. Það er erfitt að skrifa kveðjuorð til þín, elsku amma, sem kvaddii’ okkur svo skyndilega. Ég veit að það tóku margir vel á móti þér þeg- ar þú fórst yfir í hinn bjarta og fal- lega heim sem við trúum á og horfír til okkar og leiðir okkur hvar og hvert sem við förum. Þú fórst frá okkur alltof snemma. Það var svo margt sem mig langaði að gera með þér og segja þér en þú veist núna hvað það var, því ég hef talað svo mikið við þig í huga mér. Allt lék í höndum þér sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, svo sem sauma- skapur, föndur, matargerð eða hvað sem var. Ég man þegar þú saumaðir alla gallana fyrir ung- mennafélagið í Tungunum; hvað ég var montin á ungmennafélagsmót- inu þegar allir voru í galla sem amma mín hafði saumað. Ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur, elsku amma mín. Þú ert besta amma í heimi. Elsku afi minn góður, Guð styrki þig og veri með þér um ókomna tíð. Ég kveð þig um sinn með þessu ljóði, elsku amma mín. í minninganna mánaskini, mæti ég þér. Þá vaknar allt til Ijóða og lífs, sem liðið er. - Ur sænum rísa aftur mín óskalönd. Og eins og forðum leiðir þú mig, þér við hönd. (Davíð Stefánsson) Hvíldu í friði amma mín. Þín Dagbjört Hlín. Við þokkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst er hvfldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J) Með þessu ljóði kveðjum við þig, elsku langamma, eftir stutta en dýrmæta samveru. Blessuð sé minning þín. Þínir langömmustrákar, Kristófer Darri, Bergsteinn Máni og Sigurjón Iljalti. Elskuleg móðursystir okkar er látin, aðeins 64 ára gömul. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við horfum um öxl. Þá rifjast upp góðar minningar frá veru okkar á Syðri-Reykjum hjá Binnu og Georg. Það var oft þröng á þingi í gamla bragganum en alltaf var samt nóg pláss fyrir alla, enda hjartarýmið hennar frænku okkar stórt. Binna var einkar blíð og elskuleg kona, og fór Georg ekki varhluta af elskusemi og umhyggju hennar. Söm var umhyggja hennar fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra sem sakna góðrar móður og ömmu, en mestur er þó söknuður Georgs. Binna var harðdugleg og vann sín verk af eljusemi og einstæðum dugnaði. Mörg eru saumasporin hennar í gegnum tíðina, og nutum við systur þess í ríkum mæli, saum- aðar voru di-aktir, kápur, jakkaföt og svo mætti lengi telja. Þeir komu heldur ekki að tómum kofunum sem neyttu matar í þeim mötuneytum sem hún starfaði við. Það er of langt mál að telja upp allt það sem hún hefur unnið, en eigin- manni og börnum helgaði hún líf sitt og bjó þeim ætíð það besta heimili sem hugsast gat. Það var oft glatt á hjalla á Syðri-Reykjum, enda gestagangur mikill. Voru for- eldrar okkar þau, Óskar og Stella, þar tíðir gestir, og hafði Binna alltaf gaman af þeim söng sem fylgdi gjarnan föður okkar, en í fjölskyldu okkar er „Mansöngur- inn“ (lag og texti Sigurðar Ágústs- sonar) öllum mjög hugleikinn, og hafði Binna sérstakt dálæti á hon- um, enda var tónlistin Binnu einkar kær, og harpan hennar uppáhalds hljóðfæri. Því þykir okkur við hæfi að enda þessar línur með Ijóði Da- víðs Stefánssonar. Snert hörpu raína himinboma dís svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís og hlustið englar guðs í paradís. Elsku Georg og fjölskylda þín öll, svo og aðrir ástvinir sem syrgja yndislega konu, Guð styrki ykkur og blessi. Kristín, Lilja Dóra, Margrét og Hrafnhildur. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með fijóvgun hreina ?rst um dags morgunstund. snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr.Pét.) Á snöggu augabragði hvarf kær ^ systir okkar, Brynja Olafía, á braut * og hélt á undan okkur til bjartari heimkynna. Skjótt og hiklaust gekk hún að verkum sínum í Skálholts- skóla og heilsaði okkur systrunum með sínu hlýja brosi og faðmlagi þegar við komum vor og haust til kjTrðardaga allmörg undanfarin ár. Við undirbúning og tilhlökkun kyrrðardaganna nú var hún okkur ekki síst ofarlega í huga. Hún leysti ljúflega hvers manns vanda og borðbænin hennar lifir áfram í minningunni. Við þökkum sam- fylgdina og biðjum Guð að blessa og styrkja eiginmann og fjölskyldu. Já, blessuð sé minning Brynju Ólaf- íu Ragnarsdóttur. F.h. systrasamfélagsins, Dóra, Margrét og Sigi-ún. Norður í landi laugardagsmorg- un 4. september. Síminn hringir, vingjarnleg og kunnugleg rödd seg- ir: „Fríður mín, hún Brynja er dá- in.“ Hvernig gat það skeð? Ég af- neitaði þessu. Fljótlega lagði ég af stað suður. Á Holtavörðuheiðinni rann það upp fyrir mér að þessi klettur sem þú varst, Brynja, og við öll studdum okkur við, var fallinn. Ég brast, og himnarnir líka. Nú var þó sannarlega ástæða til að gráta. Þegar sunnar dró, létti í lofti og huga mér líka. Minningarnar tóku að streyma fram. Hvað þú varst mér hjálpleg og skilningsrík í mín- um raunum, þú hafðir svo mikinn næmleik fyrir líðan fólks. Fómfýsi þín og þjónustulund var einstök. Þú varst alls staðar til taks ef eitthvað bjátaði á hjá öðrum, en gleymdir oftast sjálfri þér. í rúm 30 ár höfum við brallað ýmislegt sam- an bæði í vinnu og leik. Soðið fleiri » tonn af lúðu ofan í útlenda ferða- menn sem höfðu viðkomu í Ara- tungu. Saumastofan þín, þar sem þú kenndir mér að það væri jafn nauðsynlegt að vanda sig og leggja jafn mikla alúð og vandvirkni fram hvort sem saumuð var svunta eða ílugfreyjubúningur. Þú varst listamanneskja við allt handverk og matargerð. Þær voru ekki alltaf stórar pjötlurnar sem við bjuggum til föt úr á barnabörn- in okkar, eða saumuðum og skemmtum okkur við að selja í Kolaportinu. Síðustu sjö árin höf- um við unnið saman í Skálholts- skóla, þar eins og alls staðar lagðir þú þig alla í starfið. Skálholt var þér eins og annað heimili. Þú vannst þessum stað eins og þú ætt- ir hann, enda var hann þér kær. Ég veit að maður kemur í manns stað en það verður vandfundin mann- eskja sem getur fyllt þetta stóra skarð sem þú skilur eftir. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan þið hjónin buðuð mér að vera með við að rifja upp gamlar og góðar minningar á gömlu Borg í Grímsnesi sem nú er orðin eins og ný. Þar kynntist þú Georg þínum 1953 og við yljuðum okkur við liðna tíð og við nutum þess að vera saman ásamt meirihluta uppskeru ykkar kynna. Þetta kvöld verður mér ógleymanlegt, þið svo kát og hamingjusöm. Hjartans þakkir frá mér og börnunum mínum fyrir öll yndislegu árin sem við höfum átt saman. Elsku Georg og börnin ykkar öll og barnabörnin. Þið hafið misst svo mikið, en eigið í huga ykkar mynd af ástkærri konu, móður og ömmu, sem vildi leggja allt í sölurnar til að ykkur gæti liðið sem best. Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Georg minn: Þitt hjarta af harmi stynur því horfirm er ástkær vinur afhjartavilégsýna þér hluttekningu mína. Þig styrki Guð í stríði hans sterki armur blíði þig leiði lífs um brautir og lini sorg og þrautir. Börnin mín og fjölskyldur senda samúðarkveðjur. í Fríður Pétui-sdóttir. BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.