Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu að morgni sunnudagsins 12. september. Útförin auglýst síðar. Magnús J. Óskarsson, Birna H. Garðarsdóttir, Veigar Óskarsson, Hallfríður Kristjánsdóttir, Kristján Óskarsson, Saiome Einarsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG HALLDÓRA TÓMASDÓTTIR, Brenniborg, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, andaðist á hjúkrunarheimili Sjúkrahúss Skagfirðinga fimmtudaginn 9. september sl. Útför hennar fer fram frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Þórunn Ósk Helgadóttir, Jóhannes Helgason. + Elskulegur sonur okkar, STEINDÓR GUÐMUNDUR LEIFSSON, Vallholti 12-14, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni mánu- dagsins 13. september. Laufey Steindórsdóttir, Leifur Guðmundsson. + Eiginmaður minn, ÁRNI A. GUÐMUNDSSON, Hólmagrund 4, Sauðárkróki, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 11. september sl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Svanfríður G. Þóroddsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, Hólabraut 13, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 10. september sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 17. september kl. 15.00. Jón Gestur Viggósson, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, Katrín Sigríður Viggósdóttir, James Cantrell, Vigfús Örn Viggósson, Viggó Þórir Þórisson, Árný B. Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR ODDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A-2 á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Oddur Þórðarson, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Þórður Oddsson, Marie Oddsson, Ólafur Oddsson, Helen Tegner, Ragnar Oddsson, Annelie Pelinder og barnabarnabörn. DRÖFN BERGSDÓTTIR + Dröfn Bergs- dóttir, Hólma- hjáleigu, Austur- Landeyjum, fæddist 17. september 1988. Hún lést 7. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Agnes Antons- dóttir, f. 10. desem- ber 1956 og Bergur Pálsson, f. 27. júlí 1953. Bræður Drafnar: 1) Rafn, f. 17. júní 1977. 2) Fannar, f. 21. janú- ar 1979, í sambúð með Sigríði Dögg Sigmarsdótt- ur, f. 15. mars 1980. Sonur þeirra er Sindri Már, f. 21. febr- úar 1998. 3) Andvana drengur, f. 23. júlí 1987. títför Drafnar fer fram frá Krosskirkju, Austur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besta Dröfn mín. Yndisleg lítil stúlka, tæplega ell- efu ára gömul, hrifin á brott frá fjöl- skyldu sinni. Hver er tilgangurinn? Við fáum engin svör og orð eru lítils megnug á svona stundu. Nístandi sorg og söknuður og engu verður breytt. Núna eru bréfin hennar Drafnar minnar sem ég hef geymt svo dýr- mætur fjársjóður. Fréttir úr sveit- inni hennar, þegar hún eignaðist fol- ald, fór á hestbak og í fuglaskoðun- arferð með skólasystkinum sínum og safnaði flestum fuglum af öllum. I einu bréfinu segir hún frá Öskudags- skemmtun þar sem hún lék prinsessu. Mér fínnst núna að það hlutverk hafi verið henni auðvelt. I mínum huga var hún alltaf prinsess- an hennar mömmu og pabba og bræðra sinna og verður það áfram. Helgarheimsóknirnar hennar ásamt systrunum á Skíðbakka eru ógleymanlegar. Fyrsta skiptið sem þær komu var Dröfn tæplega fimm ára. Hún átti erfitt með að fara svo langt frá mömmu og pabba, hún sagðist sakna þeirra svo mikið. Við fórum í mömmuleiki, settum upp snyrtistofu og þegar þær fengu fjór- ar að sofa í nýja hjónarúminu okkar var fjör á bænum. Það var alltaf jafn vinsælt að fara í sund, tívolí og bíó. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman sem ég hafði ekki síður gam- an af. Síðasta skiptið sem Dröfn kom í heimsókn var í júní sl. ásamt Sigur- borgu og þá fannst mér litlu stelp- urnar mínar orðnar svo miklar döm- ur. Það var svo gaman að fara með þeim í Kringluna, nú var áhugi þeirra í búðunum á öðru sviði en áð- ur. Mér er svo minnisstætt þegar Guðmundur spurði Dröfn hvernig henni hefði gengið í skólanum. Því var fljótsvarað, „Sigurborg stóð sig best af öllum“ og hún var svo stolt af henni. Þetta segir svo mikið um hana sjálfa. Elsku Dröfn mín, svona gæti ég haldið endalaust áfram, þú varst svo einstök, svo falleg og það geislaði af þér, þannig ætla ég að muna þig. Elsku Agga, Bergur, Rafn, Fann- ar, Sirrý og Sindri Már, þið hafið misst augasteininn ykkar, engin orð fá lýst samúð minni og hluttekningu í ykkar miklu sorg. Megi tíminn lina sárustu sorgina og góður Guð styrkja ykkur og styðja á þessum erfiðu tímum. Ég sakna þín svo mikið, elsku hjartans Dröfn mín. Guð geymi þig. Þín frænka, Elín. Elsku Agnes, Bergur, Rafn og Fannar. Hvað er hægt að segja þegar eng- in orð duga? Hvar að leita svara og vita að engin hrökkva til? Hvernig hughreysta þegar svo stór sorg ber að dyrum? Ég trúi á hið góða í hverjum manni, ég trúi á kærleikann og gleð- ina. Og þið áttuð stóran þátt í að móta mig á þennan veg, Agnes og Bergur, ráðvilltan ung- lingsstrák með búskap- ardrauma í kollinum. Sumrin hjá ykkur eru og verða mér ómetan- leg. Og fyrir það hvað ég met ykkur mikils, því erfiðara finnst mér að koma réttum orðum að því. Lífsgleði, lífskraftur og hjálpsemi eru ykkar einkenni öllu öðru fremur, hvar af þið haf- ið miðlað öðrum án enda. Nú reynir á allan ykkar styrk. Ég trúi því að hlutverki okkar sé ekki lokið þeg- ar lífinu þóknast að enda hérna meg- in. Og ég veit að þeir hafa tekið vel á móti afastelpunni sinni, þeir Páll og Anton. Pétur Halldórsson. Litla sæta frænka mín með stóru fallegu augun sín er dáin. Ég veit að ég á alltaf eftir að sakna hennar og ég vildi óska þess að ég væri ekki að skrifa minningar- grein um hana. Hún átti frábæra fjölskyldu og ég veit að hún dó hamingjusöm. Núna er hún líka hamingjusöm, það er ég viss um. Hún er hjá öfum sínum og öllum dýrunum sem henni þótti svo vænt um. Hún var mikill prakkari og alltaf glöð. Hún var líka heilmikið efnileg- ur bakari, við frænkurnar dunduðum okkur oft við það að baka drullukök- ur í kofanum hennar og fórum svo útá tún að tína blóm á þær. Dröfn var yndisleg stelpa, hennar verður sárt saknað. Allt kvöldið eftir að ég frétti að þú værir dáin hélt ég á gleym-mér-ei í hendinni. Gleymi þér ei, Sigríður Ilalldórsdóttir (Sigga frænka). Kveðja frá bekkjarbræðrum Við bekkjarbræður Drafnar send- um allan okkar styrk heim að Hólmahjáleigu. A hvítum morgni koma til kirkjunnar konur og menn gera bæn sína og byrja hinn nýja dag. I tindrandi mjöll standa trén og teygja svartar hendur til himins. Biðja þess að vorið komi og vermi kalda fingur þeirra. (Þun'ður Guðmundsdóttir.) Bekkjarbræður. Elsku vinkona. Nú ert þú hjá guði, öfum þínum og litla bróður. Það á enginn eftir að fylla í skarð þitt, við munum alltaf sakna þín. Okkur finnst við vera orðnar svo fáar, það vantar eitt bros- andi andlit. En við vitum að þú ert alltaf hjá okkur. Við höfum þekkt þig síðan í leikskóla og við erum ekki ennþá búnar að átta okkur á því að þú sért í raun og veru farin. Én við vitum að við eigum eftir að hittast aftur. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem áttu erfitt. Þú varst góð vinkona. Minningarnar streyma upp í huga okkar t.d. þegar við lékum Spice Girls og Latabæ. Þú stóðst þig frá- bærlega í hlutverki Nenna níska. Við þökkum þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér. Elsku Agnes, Bergur, Rafn, Fann- ar, Sirrý og Sindri Már við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum guð um að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og sendum ykkur þetta fallega ljóð: Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sofþúíblíðriró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Þínar vinkonur og bekkjarsystur, Rósa, Sigurborg, Eyrún, Svandís og Anna. Ég mun aldrei gleyma hvernig mér var innanbrjósts kvöldið sem ég frétti að besta vinkona mín væri dáin, gráturinn einn gat svæft mig þetta kvöld. Dröfn, sem alltaf var svo glöð, brosandi, hlæjandi og alltaf í svo góðu skapi. Að þetta skyldi gerast nú í byrjun skólans. Við sem vorum að leika okkur í nýju leiktækjunum, og ég man hvað við öskruðum hátt og stukkum niður þegar það brakaði í spýtunni. Núna verður allt öðruvísi í tímunum þegar Dröfn vantar,' hún var alltaf svo uppfull af hugmyndum og umræðuefnum. Þegar ég kom í skólann í morgun var allt svo hljótt. Það vantaði skemmtilegu sögurnar hennar Drafnar um Sindra Má, litla frænda hennar, og það vantaði bjarta hláturinn hennar. Það var svo gaman í ferðalögunum sem við fórum saman í með mömmu hennar og pabba. Núna erum við búnar að fara í allar áttir á landinu, suður, norður, austur og núna í sum- ar á Vestfirðina. Þessi ferðalög eru mér mjög minnisstæð. Það var allt gert fyrir okkur Dröfn, við vorum eins og prinsessur, spilaður kani á kvöldin, farið út að borða, í sund og bara allt. Ég mun alltaf minnast bjarta brossins, og hennar hlýja við- móts um alla ævi. Ég vil þakka Dröfn vinkonu minni af öllu hjarta fyrir all- ar góðu og fallegu minningarnar sem hún hefur gefið mér. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og eiga fleiri skemmtilegar stundir saman. Elsku Agnes og Bergur, ég þakka ykkur fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með ykkur og Dröfn. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Blómaskrúð kirsiberjatrjánna skreytir hlíðina aðeins örfáa daga; þessvegna er það svo kært. (Japönsk speki) Þín vinkona, Rósa Eiríksdóttir. Sjá, eina perlu skorti í ykkar fagra sveig. Þið áttuð rósdýrð vorsins og sumars gróðrar- teig, en aldrei hafði dauðans klukka ykkur vígslu boðað og aldrei logbjart stálsverð harmsins brjóstin táknum roðað. En nú er skipt um útsýn - og harmsins heita lind í hjartans fylgsnum streymir og laugar eina mynd, barnsins, sem að alvizkan, er enginn maður skilur, en aðeins finnur, nú á bak við tjaldið mikla hylur. Þið heyrðuð kall frá eilífð - og hugprúð fylgdustað í helga kirkju sorgar - og í duftsins yzta stað. Logasverðsins undratákn með þögn og þreki hyljið, að það er allra samraun, sem lifa, vel þið skiljið. Sjá, eina perlu skorti - hún heitir hjartasorg og helgar fegurst ástvini og auðgar þeirra borg. Að einskis væri ávant hana ykkur lífið sendi. - Ó, að hún verði stjarna, er í hæðir hæða bendi. (Hulda) Elsku Bergur, Agnes, Rafn og Fannar, hugur okkar er hjá ykkur á þessari miklu sorgarstund. Guð gefi ykkur styi'k til að komast yfir mestu sorgina. Oðrum ættingjum og vinum vottum við einnig samúð. Margrét Rós, Guðni Páll og Heiðrún. • Fleirí minningargreinar um Dröfn Bersdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.