Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 49 '
MAGNÚS
TÓMASSON
+ Magnús Tómas-
son fæddist í
Reykjavík 7. nóv-
ember 1902. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 6.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Tómas Olafs-
son frá Firði í Mjóa-
firði og Guðríður
Magnúsdóttir frá
Ánanaustum í
Reykjavík. Þau áttu
annan son, Ólaf
Rúnar, sem lést úr
berklum rúmlega t vítugur.
Magnús ólst upp á Vesturgöt-
unni í Reykjavík til tólf ára ald-
urs, en þá fluttist fjölskyldan til
Á árunum kringum 1910 var ung-
ur drengur á Vesturgötunni í
Reykjavík ásamt öðrum á sama reki
oft niðri í Gróf eða við bryggjur að
fylgjast með skútunum færandi feng
úr djúpi hafsins eða að sjá skipin
koma með vaming frá útlöndum.
Nöfn ókunnra landa og borga bárust
inn í hugarheim bama í gamla Vest-
urbænum, sem Tómas Guðmunds-
son orti svo yndislega um síðar og
var bernskuheimur Magnúsar Tóm-
Mjóafjarðar. Þar var
Magnús rúmlega 40
ár að undanteknum
fjórum árum er hann
var í siglingum.
Magnús kvæntist
frændkonu sinni,
Karenu Óladóttur,
Ólafssonar frá Firði
og Elínar Jónatans-
dóttur frá Borgar-
fírði eystra. Þau
bjuggu í Friðheimi í
Mjóafírði til hausts
1956 er þau fluttust
til Reykjavíkur. Þá
réðst Magnús til ATVR og starf-
aði þar til sjötugs. Þau hjónin
voru allmörg ár í Furugerði 1, en
síðustu árin á Hjúkrunarheimil-
assonar. Hann fæddist 7. nóvember
1902 og ólst upp til 12 ára aldurs á
Vesturgötu 35 en þá fluttist fjöl-
skyldan austur að Firði í Mjóafírði.
Heimur æsku og unglingsára
innst í þröngum firði og dal á Aust-
urlandi á tímum fyira stríðsins var
ólíkur Vesturbænum. Þó var þar
margt um manninn miðað við það
sem síðar varð, blómlegur búskapur
og sótt í sjó, ef gaf, fiskveiðar og
landvinna ásamt venjulegum sveita-
SIGNÝ
ÞORGEIRSDÓTTIR
+ Signý Þorgeirs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 20. mars
1982. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu laugardaginn
4. september síðast-
liðinn. Foreldar
hennar eru Katrín
Selja Gunnarsdóttir
og Þorgeir Guð-
mundsson. Signý
var yngst af stórum
systkinahóp. Hún
stundaði nám við
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði þegar
hún lést.
Útför Signýjar fór fram í
kyrrþey.
Elsku Signý mín, elsku hjartans
litla stelpan mín. Eg hvorki vil né
get kvatt þig. Ég vil að lífið sé
áfram gott, að ég geti talað við þig,
haldið þér þétt að mér og fundið
þínar fallegu góðu hendur taka utan
um mig. Að allt sé óbreytt. Ég elska
þig og vona að þú hafir alltaf verið
sannfærð um það og að ást mín sé
þér sami styrkur og ást þín er mér.
Þú ert svo dugleg, góð og samvisku-
söm. Ég er svo óendanlega stolt af
þér.
Nú þegar einhver, mér óskiljan-
legur æðri máttur, hefur tekið þig
frá mér finn ég svo ólýsanlegan
söknuð og sorg heltaka mig og ég
veit að líf mitt verður aldrei samt
aftur. En ég vona að allar yndislegu
minningarnar sem ég geymi í hjarta
mér lýsi mér leið út úr því svarta
hyldýpi sem ég er stödd í núna.
Elskan mín, fallega bamið mitt.
Sofðu rótt.
Þín elskandi
Mamma.
Elsku Signý mín.
Ég vil trúa að þessi veröld hafi
einungis verið áfangastaður þinn á
lengi-a ferðalagi og þó að mér sárni
óendanlega mikið að missa þig þá
huggar það mig að einn daginn fái
ég aftur að njóta gæsku þinnar og
fegurðar.
Þú komst í heiminn svo lítil og
brothætt að sjá en svo afskaplega
dugleg og lífsglöð. Þú og Borgný
voruð sólargeislarnir mínir og til-
vera ykkar og sú væntumþykja sem
hún færði mér er ein dýrmætasta
gjöf sem lífið hefur gefið. Litlu opnu
armamir tóku ávallt
vel á móti mér, fyrir
ykkur var ég alltaf jafn
saklaus og góður og
ekkert hræddi mig
meira en að missa þá
ímynd. Þetta vora erfið
ár í lífi okkar allra og
ef ekki hefði verið fyrir
ykkur þá væri sú minn-
ing sem ég varðveitti
hjá mér ekki ljómuð af
jafn mikilli ást og gleði.
Ég man svo vel eftir
fyrstu skrefunum þín-
um, fyrstu orðunum,
öllum þessum stundum
sem þú gerðh’ mig svo stoltan af þér
og ég veit í hjarta mínu, elsku Signý
mín, að þú hefðir haldið áfram að
gleðja mig ef þú bara hefðir fengið
að lifa lengur. Síðustu daga hef ég
ferðast með þér og Boggu í hugar-
flugi samverustunda okkar og þó að
þær hafi ekki allar verið ykkur eft-
n-minnilegar þá era þær mér ómet-
anlegur fjársjóður. Þið voruð ávallt
eins og ein manneskja, samvaxin
blóm sem hringuðust utan um hvort
annað, þótt ólíkar væra. Ég hafði
svo gaman af því að sitja og horfa á
ykkur þegar við fórum saman um
helgar og fengum okkur kakó og
meðlæti. Þú varst alltaf svo bein í
baki og borðaðir með svo mikilli
snyrtimennsku og vandvirkni. Það
þýddi ekkert að reka á eftir þér,
hver einasta mylsna varð að fara
sína leið, hvern einasta munnbita
varð að tyggja vel og vandlega,
Borgný lét hins vegar fara vel um
sig í stólnum og lét sér fátt um finn-
ast þótt helmingurinn af kræsing-
unum enduðu í kjöltu hennar. En
innra með ykkur bjó arfleiðin henn-
ar mömmu sem gerði ykkur að svo
yndislegum systram, fullum af kær-
leika og góðvild til allra. Ég finn
fyrir litlu höndunum ykkar í mínum
og vildi að ég gæti fengið tækifæri á
að upplifa eina slíka bæjarferð með
ykkur aftur og finna þann frið sem
það gaf mér að gleðja ykkur og
vernda. Ég harma að ég gaf mér
ekki tíma til að kynnast þér nógu
vel sem fullvaxta manneskju. En
guð einn veit hversu vænt mér þótti
um þig og hvað fegurð þín og dugn-
aður glöddu mig mikið. Ég var svo
ánægður með árangur þinn bæði í
námi og starfi en það sem mér þyk-
ir mest vænt um er hversu góð og
réttlát manneskja þú varst. Þú
hafðir mikið skap og sterkar skoð-
MINNINGAR
inu Eir. Þar lést Karen 24. júní
1997.
Börn Magnúsar og Karenar
voru fímm, þau eru: 1) Guðríð-
ur, f. 1.5. 1929, húsmóðir og
póstfulltrúi í Reykjavík; 2) Sig-
urjón, f. 9.7. 1931, húsasmiður
og vélsljóri í Reykjavík; 3) Oli
Tómas, sjómaður og bygginga-
verkamaður í Reykjavík, f.
28.9. 1940, fórst með báti sínum
á Breiðafirði 17. ágúst 1982; 4)
Gísli, f. 7.10. 1981, matreiðslu-
meistari, starfar nú í físk-
vinnslu í Grundarfirði; 5) Elín
Sigurbjörg, f. 12.8. 1943, hús-
móðir í Neskaupstað og mót-
tökuritari við heilbrigðisstofn-
unina þar. Barnabörnin eru
tólf, öll gengin til ýmissa starfa
í þjóðfélaginu og búin að stofna
sín eigin heimili.
Útför Magnúsar fer fram frá
Grafarvogskirkju þriðjudaginn
14. september og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
störfum.
Heimur farmannsins opnaðist á 3.
áratug aldai’innar, íyrst strandferðh’
kringum íslands og síðar á seglskip-
um til hafna í flestum löndum á
austurströnd Atlantshafs og suður
undir miðja Afríku. Þannig liðu fjög-
ur ár af ævi Magnúsar en svo tók við
dvöl á hressingarhæli í Danmörku
eftir hættuleg veikindi. Þar náði
hann að jafna sig og taka nýja
ákvörðun.
anir sem erfitt var að breyta en með
endalausri þolinmæði og hjálpsemi
systur þinnar tókst þér að yfirstíga
allar hindranir og standa uppi sem
sigurvegari í hverri raun.
Ég veit að þú verður hjá Boggu
og mömmu og passar upp á þær,
elsku litla systir mín. Nú era þær
eins og gróðurinn á haustin, lúta
höfði, svo skelfilega kaldar og ein-
mana en minningamar um þig
munu einn daginn koma aftur með
vor og hlýju.
Sjáumst seinna.
Með ást og söknuði.
Þinn bróðir,
Örlygur, Borgey, Haraldur,
Ketilbjörn og Sveinn.
Það var fyrir sex áram að þú,
Signý, og fjölskylda þín íluttu í hús-
ið við hliðina á mér. Upphófust þá
kynni mín af þér og þinni yndislegu
fjölskyldu, sem gerðu það að verk-
um að ég var og er daglegur gestur
í ykkar lífi.
Þegar ég horfi um öxl minnist ég
þín sem góðs félaga og skrítið er að
hugsa til þess að þegar ég hleyp yfir
til ykkar ert þú ekki til staðar, að-
eins minningin ein.
Enginn fór varhluta af góð-
mennsku þinni og varst þú hvers
manns hugljúfi. En nú ert þú,
Signý, þetta fallega saklausa blóm,
hrifin burt úr lífíns garði og tilveran
töluvert fátæklegri í kjölfarið.
Það er því nú sem ég kveð þig í
hinsta sinn með sorg í hjarta en
jafnframt þakklæti fyrir að hafa
kynnst þér þó að þau kynni reynd-
ust alltof stutt.
Elsku Bogga, Kata, Ölli, Svenni,
Haddi og Ketill, þið erað rík að eiga
minningar um elskulega og góða
stúlku.
Marta Kristinsdóttir.
Stofnað 1990
Útfararþjónustan ehf.
Rúnar Geinnundsson, útfararstjóri
Sími 567 9110
Síðan er haldið aftur heim, þar
sem hreggbarin fjöll rísa úr hafi,
heim í fjörðinn þrönga og dalinn
djúpa, til foreldra, ættingja og
kunningja. Þar kvæntist hann
frænku sinni, Karenu Óladóttur.
Heimur einyrkjabónda með stóra
fjölskyldu laukst upp með öllu sínu
striti en líka dýrmætum ánægju-
stundum. Magnús var eftirtektar-
samur á margt í náttúranni, veður-
far, líf í sjónum og atferli dýra.
Hann átti einstaklega afurðagott
sauðfé í búskap sínum. Um árabil
sótti hann sjó í félagi við mág sinn,
Ólaf Ólason. Bjuggu þeir í Frið-
heimi, sem byggður var í Fjai’ðar-
landi úr timbri úr sumarbústað
framkvæmdastjórans á hvalstöð í
Hamarsvík, innst í Mjóafirði. Út-
gerðaraðstöðu höfðu þeir á svo-
nefndum Tanga við fjarðarbotninn.
Um hádegi 22. febrúar 1941 féll
mikið snjóflóð á Tangann, sópaði
húsum af granni ásamt saltfiski,
nótum, línum og bátum. Þar fórst
Óli Ólafsson, faðir Ólafs og tengda-
faðir Magnúsar. Þetta var mikið
áfall fyrir byggðina í fjarðai’botnin-
um, tjón mikið og enginn Viðlaga-
sjóður til að bæta tap. Þá var búið á
ijóram býlum í landi Fjarðar, tvö
féllu úr ábúð síðar á þessum áratug
og hin tvö á þeim næsta. Trillur
höfðu þeir þó áfram til að skreppa á
sjó, en einnig veiddu þeir síld í land-
nót, síðast í ágúst 1954.
Arið 1956 fluttist síðasta fólkið frá
Fjarðarbýlum. Magnús fór til
Reykjavíkur með fjölskyldu sína og
vann hjá Áfengisverslun ríkisins eft-
ir það til sjötugs. Þar sá hann nýjan
heim, sem er þó líklega lærdómsrík-
astur hvað varðar mannlegan.;'
breyskleika.
í Reykjavík bjuggu Magnús og
Karen á Njálsgötu 30 og síðar á
Lindargötu 41, þar næst 10 ár í
Furagerði 1. Árið 1996 fluttust þau
á hjúkrunarheimilið Eir, þar sem
þau nutu góðrar umönnunar til hins
síðasta. Karen lést 24. júní 1997.
Þungbær sorg reið yfir hinn 17.
ágúst þegar Öli Tómas, sonur
þeiira, fórst í fiskiróðri á Breiða-
firði, en hann hafði þá gert út á
sumrin frá Rifi um árabil. Böm hans
tvö björguðust þó úr háskanum á
undraverðan hátt.
Á heimili Magnúsar og Karenar
ríkti glaðværð. Húsbóndinn hélt
uppi tali um ólíkustu mál en hús-
móðirin bar fram rausnarlegar veit-
ingar. Létt stemmning var við spila-
borðið, einkum er spilað var amer-
íska spilið joker, en það krefst hraða
og dálítillar áhættu í sögnum.
Magnús var fróður um fjölmargt í
búskap í Mjóafirði á fyrri hluta
þessarai’ aldar. Ýmislegt af því er
birt í 10. bindi Múlaþings, sem er
tímarit um austfii’sk málefni og at-
burði fyrr og síðar.
Ég þakka Magnúsi hálfrar aldar
samfylgd, votta börnum hans og
bamabömum innilega samúð og bið
þeim allrar blessunar.
Sigurður Kristinsson.
t
Ástkær dóttir okkar og systir,
SIGNÝ ÞORGEIRSDÓTTIR,
Hverfisgötu 3,
Hafnarfirði,
varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn
4. september síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í'kyrrþey.
Katrín Selja Gunnarsdóttir og fjölskylda.
Þorgeir Guðmundsson og fjölskylda.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Lönguhlfð 23,
sem lést fimmtudaginn 2. september siðast-
liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 15. septemberkl. 13.30.
Kristján Auðunsson, Anna Fríða Bernódusdóttir,
Margrét Auðunsdóttir, Konráð Þórisson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Kæru vinir og samferðafólk!
Við systkinin og fjölskyldur okkar þökkum
innilega samúð, hlýhug og alla aðstoð, sem
okkur var veitt, við fráfall og útför móður
okkar,
ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR ASPAR,
Ægisgrund 6,
Skagaströnd.
Guð blessi ykkur öll.
Halla, Tóta, Óli, Lilja og fjölskyldur.
t
Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls ástkærs sonar okkar, bróður og
dóttursonar,
PÉTURS DAVÍÐS PÉTURSSONAR,
Urðargerði 3,
Húsavík,
sem lést mánudaginn 9. ágúst sl.
Anna Soffía, Pétur Guðni
Brynjar Friðrik,
Matthildur og Halldór.
i