Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999
Dýraglens
Grettir
ahhhH'HA'HA".,
HA-HAAAAA-1'
FARI-E) EKKI LANST- NU VERÖUR
HLÉ Á „KLIKKAÐA KOKKINUM"
VESNA TÆKNILESRAR
BILUNAR
MERPYKIRÞAÖ-nv enéfviðgetum
LEITT IjN ES 6EWFÆKKAÐ GESTUNUM
EKKISEU UM SV0\ DÁLÍTIÐ
STORA VEISLU
HANS ^
ÆTTINGJUM )
r
Ferdinand
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Tuginn lærðu,
orðsnillingur
Frá Jóni Brynjólfssyni:
HELGI Hálfdanarson sendir (Mbl.
27. ágúst) kveðju til Moggans og
þeirra, sem skrifa um aldamót 1. jan.
2000 „og láta tug enda á níu“. Þar er
ég í skotmáli, og skrifum frá slíkum
manni verður að svara á viðeigandi
hátt.:
„Tuttugu’ eru’ á þér tær og fingur,
teldu betur, vesalingur."
Þama er talað niður til krakka, sem
er að læra að telja. H. H.: „Sá sem tel-
ur á sér finguma segir einn við þann
fyrsta en ekki núll. Þess vegna teljast
fingumir 10 en ekki 9.“ Þetta em vís-
indi Helga Hálfdanarsonar.
Helgi talar um umræðuna sem
„meinloku“ og „hneyksli“. „Hættum
að þrefa um þessa endemis firru!
Gemm ekki Islendinga að alheims-at-
hlægi.“ Helgi stofnaði og rak apótek á
Húsavík. Auk fullrar atvinnu hefur
hann verið afkastamikill við alls kon-
ar ritsmíðar, rithöfundur og ljóðaþýð-
andi, landsfrægur orðsnillingur og
hefur þýtt af snilli ýmsar frægustu
bókmenntir sögunnar, Kóraninn,
grísku harmleikina, leikrit Shakespe-
ares, þar á meðal Hamlet, kínversk
og japönsk ljóð. Þekkt ritverk hans
munu vera um 30, en það er sennilega
aðeins toppurinn af ísjakanum. Helgi
á nú tvö ár í tíræðisaldurinn og er í
fullu fjöri. Hann gengur fram fyrir
skjöldu, vill stilla til friðar og verja
heiður íslendinga, en hann byggir á
hugtaki, sem hann þekkir ekki, og ég
ætla að skjóta á það.
Hér er aðeins til umræðu hugtakið
„tugur“, sem Helgi þekkh- ekki. Þar
er Helgi á hálum ís. „Tugur“ er bara
fjöldinn 10 af einhverju, hvernig sem
sá fjöldi er merktur eða ekki. Það get-
ur verið 0-9, 1-10, eða 106-115. Fjöld-
inn breytist ekki, hvort sem byrjað er
að telja á 0, 1, eða 106. Tugur getur
því endað á hvaða tölu sem er, en ekki
endilega á núlli. Þessi misskilningur
verður til þess, að Helgi lendir í mót-
sögn við sjálfan sig, sem er afar
óheppilegt fyrir þann, sem ætlar sér
að færa rök fyrir einhverju, máli sínu
til stuðnings. Hann endar með því að
færa óafvitandi rök gegn sjálfum sér.
Ofangreind setning hans á að sýna
fram á, að tugur verði að enda á núlli
og þess vegna verði að byrja á ein-
um. Hins vegar sýnir hún andstgeð-
una, því fingurnir eru 10, hvernig
sem talið er. „Tugur“ er bara fjöld-
inn tíu. Helgi er því að skjóta örvum
sínum úr glerhúsi og kennir öðrum
það, sem hann þarf að læra sjálfur
og er aftarlega á merinni í þessari
umræðu, því það er fyrir löngu búið
að afgreiða málið með tuginn og
talninguna. Allir kunna að telja, og
vita, hvað er „tugur“. Vitræn um-
ræða snýst um upphaf tímatalsins,
hvort „viðmiðunarárið Dominus“ er
til eða ekki. Helgi ber fram bundið
mál, og vill koma í veg fyrir, að Is-
lendingar verði sér til skammar með
því að láta tug enda á níu. Glettnum
dylgjum svara ég á hans heimavelli:
Helgi sonur danar Hálf-
hátíð fundið getur.
Tugur merkir „táa-skjálf
hann telur öðrum betur.
Heiðurs haldinn armæðu,
hróðri aftur snéri
aldamótaumræðu,
aftarlega á meri.
Moggi birtir marga grein,
þar meinlokan er inni.
Fróm er óskin, fógur, hrein,
að „farsá' þessum linni.
Fimur telur fingrum á
finnur alla tíu.
,41damótaaðferð“ þá
aðeins telur níu.
Það „aldamóta-innsæi“
með „amen“ ber að kyrra,
þvíalheims- verður athlægi
sú Islendingafirra.
Og að lokum, Helgi:
Óheppinn þú, „örva-sendir“,
örin í þér sjálfum lendir:
„Segirðu’ „einn“ við fyrsta fingur,
þeim fækkar ekki, „orðsnillingur“.
Segirðu við hann eitthvað annað,
þú árangurinn gæth- kannað!
Því segi ég:
„Tuttugu’ eru’ á þér tær og fingur,
„tuginn“ lærðu, orðsnillingur."
6. sept. 1999. a. D. (1999. ár í röð
frá ,,Dominus“),
JÓN BRYNJÓLFSSON,
verkfræðingur.
Hvað heitir landið?
Frá Birni S. Stefánssyni:
GRÆNLAND kvað hafa hlotið nafn-
ið til þess að heita vel. En hvað um
ísland?
Frá því sagði í blöðum, að eiginkona
sendiherra Islands í Bandaríkjum
Ameríku kenndi fólki í höfuðborginni
að nefna landið Island, en ekki
Iceland, og hefði orðið svo ágengt, að
blaðamaður varð fyrir því að vera leið-
réttur þar, þegar hann kvaðst á máli
þarlendra vera frá Iceland. Konan
hefði verk að vinna hér, þar sem menn
keppast nú við að halda ísn.um iram
með fyrirtækjanöfnum eins og
Icebirds og Icelandair, og er jafnvel
farið að npta í auglýsingum, sem ætl-
aðar eru íslendingum. Við það er að
etja vestra í slíkri kynningu, að enska
orðið um eyland er skrifað eins, is-
land, borið fram æland. Málfræðingur
minn segir mér, að s hafi komið í staf-
gerð orðsins fyrh- misskilning, menn
hafi tengt það latneska orðinu insula
og haft s þaðan. Nú mun það þykja
óðs manns æði að ætla að fá breytt
stafsetningu í ensku og fá enska til að
fella s úr orðinu. Þó er þess að gæta,
að is er nú notað um landið í netfóng-
um og veffongum og því viðurkennt
um allan heim og svo er einnig um ís-
lenskar póststöðvar, að framan við
nafn þeirra á að setja IS- á bréf frá út-
löndum. Stjórnvöld hafa þar ástæðu
til að koma vitinu fyrir enska heiminn.
Þess má minnast, að Þjóðverjar kalla
landið Island, en ekki Eisland, eins og
hefði legið vel við og verið í samræmi
við það, sem enskir gera.
Enn er þess að geta, að Kolbeinn
Þorleifsson, margfróður maður, he.fur
fært rök að því, að is í nafni landsins
sé ekki ís, heldur tákni nafnið nánast
guðsland, enda sé is víða um lönd í ör-
nefnum, og raunar síst á íslandi, og
tákni það, sem er guðs. Kolbeinn hef-
ur skýrt þetta í nýlegu riti sínu, Is og
Skanda. Goðsögufræðingur minn tel-
ur rök hans merk. Málfræðingur
minn er á annan-i skoðun, en ég er
ekki viss um, að málfræðin hafi lög-
sögu hér umfram goðsögufræðina.
BJÖRN S. STEFÁNSSON,
Kleppsvegi 40, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.