Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 55

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 5 5 4F FRETTIR Kynningar- dagur í Gullsmára VETRARSTARFSEMIN í Fé- lagsheimilinu Gullsmára, Gull- smára 13, verður kynnt þriðjudag- inn 14. september kl. 14-17. Þá verður líka hægt að skrá sig á hin ýmsu námskeið sem fyrirhuguð eru ef næg þátttaka fæst. Síðastliðinn vetur voru nám- skeið í leikfími, jóga, gler- og postulínsmálun, taumálun, klippi- myndum, keramikmálun, leirmót- un, skrautskrift, myndlist, vefnaði, ensku og spænsku. Félag eldri borgara í Kópavogi mun kynna fyrirhugaða starfsemi sína. Frístundahópurinn Hana-nú mun kynna sína starfsemi. Söng- hópurinn Gleðigjafarnir, pútthóp- urinn, bridsdeildin ásamt veflista- hópnum kynna sína starfsemi. Allir Kópavogsbúar eru vel- komnir. Félagsheimilið Gullsmári er op- ið alla virka daga frá kl. 9-17 og einnig geta áhugasamir fengið að- stöðu fyrir félags- og tómstunda- starfsemi utan þess tíma sé þess óskað. Alltaf heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. MJÖG rólegt var í miðborginni að- faranótt laugardags og flest veit- ingahús búin að loka kl. 4 en tölu- verð ölvun var þótt fátt hafí verið í húsunum. Böm undir 16 ára aldri voru ekki áberandi. Handtaka þurfti tvo menn vegna ölvunar og einn vegna líkamsmeiðinga. Nokkur erill var hjá lögreglu í miðborginni aðfaranótt sunnudags þótt ekki væri mjög margt þar. Einn maður var fluttur á slysa- deild eftir að honum var hent út af veitingahúsi. Tveir menn voru handteknir vegna líkamsmeiðinga og þrír vegna ölvunar. 14 grunaðir um ölvunarakstur Um helgina voru 14 grunaðir um ölvun við akstur og 20 um of hraðan akstur. Síðdegis á föstudag hljóp 7 ára bam aftur fyrir strætisvagn, út á götuna og lenti á bifreið sem ekið var hjá. Drengurinn hlaut beinbrot á fæti og skrámur í andliti. Öku- maður bílsins sem drengurinn varð fyrir var einnig fluttur á slysadeild vegna áfallsins sem hann varð fyrir. Kvartað var yfír töfum í umferðinni vegna aðgerða vörabifreiðarstjóra á föstudag. Reyndi lögreglan eftir mætti að greiða fyrir umferðinni. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni snemma á laugardagsmorgun á Breiðholtsbraut/Stekkjarbakka. Bifreiðin lenti á girðingu sem eyði- Úr dagbók lögreglunnar 10. til 13. sept. 1999 Nokkur erill hjá lögreglu í miðbænum lagðist á löngum kafla. Á hádegi á laugardag var óskað eftir því að ölvuðum manni væri vísað út af veitingastað við Laugaveg. Það var gert en síðan þurfti að handtaka manninn til að koma í veg fyrir að hann hjólaði af stað ofurölvi á reið- hjóli. Seint á laugardagskvöld varð árekstur á Bústaðavegi/Háaleitis- braut. Ökumaður og tveir farþegar úr annarri bifreiðinni vora fluttir á slysadeild en meiðsli þeiiTa munu ekki alvarleg enda allir með beltin spennt. Brotist inn í bifreiðir A laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í fyrirtæki við Faxafen. Þaðan var stolið pening- um og ýmsum tækjum. Þá var brotist inn í íbúð við Völvufell, litlu stolið en nokkuð skemmt. Síðdegis á laugardag var tilkynnt um inn- brot í bílskúr við Bollagötu. Þaðan var stolið talsverðum verðmætum. Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um tvo menn sem höfðu farið inn í bíl, tekið úr honum fjarstýringu að bílageymslu og farið inn í bíla- geymsluna. Mennirnir vora hand- teknir og fannst mikið magn af ætluðu þýfí í bifreið þeirra auk fíkniefna í fórum annars þeirra. Snemma á mánudagsmorgun var maður handtekinn er hann var að reyna að brjótast inn í verslun í Hlíðunum. Otaði hnífi að lögreglumanni Tilkynnt var um hávaða frá unglingum utandyra í Hamra- hverfí skömmu eftir miðnætti að- faranótt laugardags. Þar höfðu orðið átök og er lögreglan var að kanna málið fór ungur piltur að ota hnífi að iögreglumanni. I átök- um sem urðu við handtökuna féll lögreglumaður og rifbrotnaði. Tveh- piltar vora handteknir. Sömu nótt var kvartað yfir mikl- um látum og skemmdum á sam- eign í húsi við Háaleitisbraut. Þar var að verki mjög æstur maður sem sparkaði í lögreglumann er átti að handtaka manninn. Sparkið mun ekki hafa haft alvarlegar af- leiðingar. Maður kom æðandi út af veitingastað í miðborginni á laug- ardagsmorgun og sló tvær konur í höfuðið með flösku. Konurnar vora fluttar á slysadeild. Árás- armaðurinn er óþekktur og fannst ekki. A sunnudagskvöld leitaði lögreglan að manni sem gerði til- raun til að ráns í sölutuminum Bláhorninu í Kópavogi. Var leitað í Fossvogi og víðar án árangurs. Aðfaranótt sunnudags var piltur handtekinn fyrir að brjóta taxaljós á leigubifreið og sparka í aðra bif- reið. Faðir piltins var með honum og reyndi hann að hindra lögregl- una í að handtaka piltinn en var sjálfur handtekinn. Tilkynnt var um landasala á ferðinni aðfaranótt sunnudags. Þeir vora handteknir með smá- ræði af landa og nokkuð af pening- um í fóram sínum. Síðdegis á sunnudag var gerð athugasemd við fána í fánaborg við veitinga- stað. Nokkuð er um slíkar kvart- anir þegar þjóðfáninn er settur í fánaborg með merkjum eða fánum sveitarfélaga, félaga eða fyrir- tækja en það er bannað. Slíkir fán- ar skulu vera í röð sem aðskilin er frá röð þjóðfána. Þingflokkur VG gerir samþykkt eftir för um Vestfírði Byggðajafnvægi er hags- munamál þjóðarinnar I VIKUNNI hefur þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og efnt til málfunda um byggða- og atvinnumál. I framhaldi af förinni gerði þing- flokkurinn eftirfarandi samþykkt: „Byggðaröskun undanfarinna ára hefur komið illa niður á Vestfjörð- um. Kvóti hefur verið seldur eða tapast frá mörgum byggðarlögum og hundrað starfa tapast úr fisk- vinnslu og tengdum greinum með tilheyrandi félagslegum afleiðing- um. Á sama tíma hefur stjómar- stefnan með niðurskurði og einka- væðingu allan þennan áratug veikt innviði samfélagsins, dregið úr möguleikum til að beita félagslegum lausnum í byggða- og atvinnumál- um og hrakið fólk úr heimabyggð sinni. Ofan á þetta bætist að störf- um í opinberri þjónustu hefur fækk- að á landsbyggðinni. Ályktun ársþings SSNV •• Oldungadeild stofn- uð á Sauðárkróki I ÁRSÞING Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV) samþykkti að skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að komið verði á fót öld- ungadeild við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Eins að séð verði til þess að nægi- legt fjármagn fáist til reksturs hennar. Hvatt er til þess að fjar- kennslubúnaður verði notaður við námið. Þingið beindi því jafnframt til Sambands íslenskra sveitarfélaga að fram fari athugun á áhrifum nýrrar aðalnámskrár grannskóla á rekstur skólanna með tilliti til þess kostnaðarauka sem sveitarfélög verða fyrir vegna hennar og taki í framhaldi af því upp viðræður við ríkisvaldið um með hvaða hætti sveitarfélögunum verði bættur kostnaðaraukinn. Samþykkt var ályktun á fundin- um þar sem skorað var á Alþingi og nefnd þá sem félagsmálaráð- herra hefur skipað til að endur- skoða tekjustofna sveitai-félaga, að sjá til þess að sveitarfélögunum verði tryggðir fullnægjandi tekju- stofnar til að sinna þeim verkefn- um sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum. Því var jafnframt beint til Alþingis að breyta lögum þannig að sveitarfé- lögum verði endurgreiddur virðis- aukaskattur af kostnaði sem hlýst af refa- og minkaveiðum líkt og gert er með ýmsa aðra þjónustu sem sveitarfélögin sinna. ---------------------- Þrátt fyrir erfiðar aðstæður sýnir árangur ýmissa fyrirtækja hér vestra, t.d. í hátækniiðnaði tengdum sjávarútvegi, ferðaþjón- ustu og fleiri greinum, hverju dugnaður og framfarahugur í at- vinnulífinu getur áorkað. Upp- bygging á sviði fjarvinnslu í mörg- um byggðarlögum á Vestfjörðum sýnir hvernig nýta má möguleika nýrrar tækni til að dreifa störfum í opinberri þjónustu og stjórnsýslu um landið. Einnig má finna aðdá- unarverða grósku og uppbygging- arstarf í menningarlífi sem lofar góðu fyrir framtíðina. Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs mun beita sér af alefli fyrir bættum samgöng- um, jafnari lífskjöram og aðstöðu og öflugra atvinnulífi með áherslu á vistvænar strandveiðar og landbún- að í sátt við náttúrana. Jafnvægi í byggð landsins er hagsmunamál þjóðarinnar allrar og þingflokkur- inn mun hafa það eitt af forgangs- verkefnum í störfum sínum á kom- andi vetri.“ Hjálparsveitarmenn á æfingu. Nýliðafundur hjálpar- sveitar skáta KYNNINGARFUNDUR fyrir ný- liðastarf Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 14. september, í hús- næði sveitarinnar að Malarhöfða 6 og hefst hann kl. 20:00. Nýliðaþjálfun byggist annars vegar á fræðslu og námskeiðum og hins vegar á þátttöku í al- mennu starfi sveitarinnar á þjálf- unartímanum. Þjálfunin tekur 18 mánuði og að þeim tíma liðnum eiga nýliðar möguleika á inn- göngu í sveitina, enda hafi þeir staðist þær kröfur sem gerðar eru. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi2> hroinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúi. Sækjum og sendum ef óskað er. ‘T i .Nýj“ L tæknihreinsunin SólMnwr 35 • Simh 533 3«M • OSM: 397 3434 LEIÐRETT Magnús Lárusson Föðurnafn Magnúsar Lárussonar misritaðist í hluta greinar um hesta- miðstöðina á Gauksmýri í Húnaþingi vestra en greinin birtist á blaðsíðu 24 í sunnudagsblaði. Beðist er vel- virðingar á mistökunum um leið og þau eru leiðrétt. Heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla í viðtali við Stefán Karlsson, fyrr- verandi forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar, þar sem fram kom að hann yrði sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við Kaupmannahafn- arháskóla í nóvember n.k. var sagt að hann væri fyrsti íslendingurinn frá 1978 til að hljóta þessa nafnbót. Hið rétt er að Ármann Snævarr hlaut hana 1986 og Sigurður Helga- son stærðfræðingur 1988. ■ffress Í40ár Hressingarleikfimi kvenna hefst fimmtudaginn 16. september nk.. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar — músík — dansspuni — þrekæfingar — slökun. Verið með frá byrjun. Innritun og uppiýsingar í sfma 553 3290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.