Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 64

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 64
^64 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO # #• # * HASKOLABIO Af kvikmvndahátíð: Tea with Mussoiini Sýnd kl. 5 og 7. Síð. sýn. Central Station ★★★ HL Mbl ★★★A ÓHT Rás2 Sýnd ki. 9 og 11.15. ★★★dv ★★★mbl ★★★ Rás2 95 af 100 Tvihófði FUCKING ÁMÁL Kl. 5 og 9. B.i. 12. Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 12 (vikmyndir.is TlieOtlierSiste1—^ m YFIR 57.000: íhorfehoor ENGIN sýning í dag Álfnbakkn 8, síini 587 8900 og 587 8905 >a hefur verið si Re s uBRecTion MUMMY www.samfilin.is * Winslet velur rétt ►LEIKARINN Harvey Keitel er yfir sig hrifinn af Kate Winslet en þau léku nýlega saman í kvikmyndinni Hoiy Smoke sem frumsýnd var á Kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum á dðgunum. „Ég dái Kötu,“ sagði hinn sex- tugi leikari sem í myndinni fer með hlutverk ástmann Kötu sem er aðeins 23 ára. „í stað þess að eltast við peninga eftir hlut- verkið í Titanic velur hún mann- legar kvikmyndir. Þá leið á leik- ari að fara,“ sagði Keitel. „Von- andi lestu þetta, Leonardo DiCaprio." Myndin Holy Smoke fjallar um ástralska fjölskyldu er ræð- ur til sfn mann sem Keitel leikur til að bjarga dóttur sinni frá áströlskum sértrúarsöfnuði. Þau verða hins vegar ástfangin þrátt fyrir ólíkar skoðanir og mikinn aldursmun. Jane Campion leik- stýrir myndinni en hún leik- stýrði Keitel síðast í Píanó. Kate Winslet tekur undir orð *-■*. Keitels og segir að myndir sem NÝ SPARPERA SEM KVEIKIR OGSLEKKUR OSPAM SOLUSTAÐIR UM ALLT LAND eru smærri í sniðum séu oft betri en stórmyndirnar. Hún segist sátt við þau hlutverk sem hiín hafi tekið að sér síð- an hún lék í Titanic. „Ég hef leikið frá því ég var rnjög ung,“ sagði Winslet sem er fædd í Reading á Englandi. „Ég hef valið mér þetta starf. Ég er ánægð með ákvarðanir mínar eftir Tit- anic. Þær myndir sem ég hef leikið í sfðan þá hafa hvatt mig til að taka ákvarðanir byggðar á söguþræði og hlutverkum en ekki Ijár- magni og kvikmyndaverinu sem stendur að baki. Það getur hins vegar vel verið að ég leiki aftur í mynd frá Hollywood." Næsta kvikmynd Winslet, Quills, verður gerð í London og segist hún ánægð með að komast aftur í breskt um- hverfi. „Ég fer á fætur, fer í vinnuna, kem heim og borða matinn sem Jim [eiginmað- urinn] eldar. Síðan fer ég að sofa. Ég er mjög sátt við lífið í augnablikinu. Mér líður eins og hverri annarri 23 ára gamalli konu og nýt lífsins." Kvikmyndahátíðin í Feneyjum Kínverski leikstjórinn Zhang Yimou með guUIjónið sem hann hreppti fyrir mynd sína „Not One Less“. Nathalie Baye með verðlaun sín fyrir bestan leik í aðalkvenhlutverki í myndinni Klámfengið samband. Zhang Yimou vann gullljónið Jim Broadbent var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sfna f KÍNVERSKI leikstjórinn Zhang Yimou vann gullljónið í Feneyjum fyrir mynd sína „Not One Less“ og samlandi hans var heiðraður fyrir mynd sem hafði verið ritskoðuð af yfirvöldum í Kína. Yimou sagði að þetta væri mynd sem hann hefði langað til að gera árum saman: „Ég gerði myndina af öllu hjarta og vonast til að komandi kynslóðir geti átt betra líf.“ Zhan Yuan vann ný verðlaun, sérstök verðlaun besta leikstjóra, fyrir Sautján ár. Er það sterk mynd um endurfundi konu, sem hefur verið 17 ár i fangelsi fyrir að myrða stjúpsystur sína, við fjöl- skyldu sína. I myndinni er farið með myndavél í fyrsta skipti inn fyrir rimla kínversks fangelsis og var hún fjármögnuð að hluta til af hinu ítalska Fabrica Cinema, sem er deild innan tískufyrirtækisins Benetton. Yuan hafði kvartað yfir því að kínversk yfirvöld, sem ritskoðuðu mynd hans og neituðu að viður- kenna hana opinberlega, hefðu að- eins ætlað einum kvikmyndagerð- armanni, Zhang Yimou, að koma fram á hátíðinni. „Það er ansi sjaldgæft að tvær kínverskar myndir vinni til verðlauna á sömu hátíðinni. Það þýðir að báðar eru áhugaverðar og hafa fengið góðar móttökur,“ sagði hann. „Þessi verðlaun eru hvatning fyrir kín- verska kvikmyndagerð.“ íranski leikstjórinn Abbas Ki- arostami fékk aðalverðlaun dóm- nefndarinnar fyrir mynd sína Vindurínn lyftir okkur og notaði tækifærið til að tilkynna að hann myndi ekki keppa aftur á kvik- myndahátíð. „Jafnvel íþróttamenn gerast þjálfarar til að leyfa hinum yngri að komast að,“ sagði Ki- arostami sem fann gullpálmann í Cannes með mynd sinni Bragð af kirsuberi. „Ég verð að gera slíkt hið sama.“ Ný verðlaun, upp á 7 milljónir króna og 20 þúsund metra af filmu, voru veitt leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd og féllu þau í skaut Giovanni Da- vide Maderna fyrir myndina Þetta er garðurinn. Dómnefndin, sem Topsy Turvy". Emir Kusturica stýrði, veitti Jim Broadbent verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir frammi- stöðu hans sem óperustjarnan William Gilbert í mynd Mike Leigh „Topsy Turvy“. Franska leikkonan Nathalie Baye var valin besta leikkona fyrir frammistöðu sína í mynd belgíska leikstjórans Frederic Fonteyne Klámfengið samband. Gamanleikarinn, sviðsspaugar- inn og leikstjórinn Jerry Lewis fékk gullljónið fyrir æviframlag sitt til kvikmynda, m.a. myndirnar „The Bellboy", „Cinderfella" og „King of Comedy".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.