Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 21
LANDIÐ
!
Flautuketil
Gili, Kjalarnesi
iiiiiLiili s. 566 8963/892 3041
Eitthvert besta úrval landsins sjaldséðra'hluta
af vönduðum qömlum dönskum
J *•' GOTT URVAL
húsgögnum og antikhúsgögnum borðstofuhúsgagna
Ath. einunqis ekta hlutir
Opió lau.-sun. kl. 15.00-18.00
og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30
eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur
Gersemar fram til ára-
móta í Minjasafninu
MINJASAFNIÐ á Akureyri verður
opið í vetur á sunnudögum frá kl. 14
til 16.
Tvær nýjar sýningar voru settar
upp á safninu síðastliðið sumar. Ann-
ars vegar Eyjafjörður frá öndverðu
þar sem segir frá lífi í Eyjafirði frá
landnámi fram yfir siðaskipti og hins
vegar sýningin Gersemar þar sem
sýndir eru fornir kirkjugripir úr
Eyjafirði sem varðveittir eru á Þjóð-
minjasafni Islands. Gersemasýning-
in stendur aðeins til áramóta og því
um að gera að nota taakifærið og
skoða sýninguna einhvern sunnu-
daginn fram til áramóta.
Safnið er til húsa í Kirkjuhvoli,
Aðalstræti 58. Aðgangseyrir er 300
krónur en frítt fyrir böm undir 16
ára aldri svo og ellilífeyrisþega.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun,
sunnudag. Bama- og unglingakór
kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns
Halldórs Finnssonar. Guðsþjónusta á
Seli kl. 14. Fundur í Æskulýðsfélag-
inu kl. 17 sama dag. Biblíulestur í
Safnaðarheimili kl. 20 á mánudags-
kvöld í umsjá sr. Guðmundar Guð-
mundssonar héraðsprests. Morgun-
söngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag.
Mömmumorgunn í Safnaðarheimili á
miðvikudag frá kl. 10 til 12, Sesselja
frá sérversluninni Ynju kynnir og
sýnir undirfatnað. Samskipta- og
sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur
verður haldið í fundarsal Safnaðar-
heimilisins á þriðjudags- og miðviku-
dagskvöld kl. 20.30. Skráning í Akur-
eyrarkirkju.
GLERARKIRKJA Barnasam-
vera og guðsþjónusta kl. 11. Sameig-
inlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir
til að mæta með börnunum. Fundur
Æskulýðsfélagsins verður kl. 18.
sama dag. Kyrrðarstund kl. 18.10 á
þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 á
miðvikudag. Opið hús fyrir mæður og
börn frá kl. 10 til 12 á fímmtudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, bæn kl.
16.30, almenn samkoma kl. 17 og
unglingasamkoma kl. 20. Magne Ur-
ke Krumsvík boðinn velkominn.
Heimilasamband kl. 15 á mánudag.
Hjálparflokkur á miðvikudag kl. 20.
Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á
fimmtudag og fyrir 11-12 ára á föstu-
dag.
HVITASUNNUKIRKJAN: Kar-
lamorgunn í dag, laugardag, kl. 10.
Bænastund kl. 20 um kvöldið. Sunnu-
leiðsludeild Ako/Plastos frá Garðabæ
til Akureyrar. Fyrirtækið keypti hús-
næði Rafveitu Akureyrar við Þórs-
stíg á árinu og þar er verið að reisa
2.200 fermetra viðbyggingu úr stál-
grind. Þegar viðbyggingunni verður
lokið verður húsið í heild orðið um
3.800 fermetrar að stærð. Þangað
verður öll starfsemin á Akureyri flutt
fyrir nk. áramót og er ráðgert að þar
starfi 50-60 manns í framtíðinni.
Húsnæði Ako/Plastos við Tryggva-
braut, sem er um 1.800 fermetrar,
verður selt og einnig tæplega 5.000
fermetra húseign við Suðurhraun í
Garðabæ. Afram verður rekin þjón-
ustu- og markaðsdeild á höfuðborg-
arsvæðinu, með um 15 starfsmönn-
um. Unnið er að því að finna hentugt
húsnæði, í kringum 700 fermetra,
undir þá starfsemi í Reykjavík. Við
þessar breytingar mun húsakostur
fyrii-tækisins minnka um 2.200 fer-
metra.
Vilja fleiri konur í
framleiðsludeildina
Eyþór Jósepsson sagði að ein meg-
inástæðan fyrir því að framleiðslu-
deildin væri flutt norður snúi að
starfsmannamálum en mikill órói og
þensla sé á höfuðborgarsvæðinu.
Einnig væru mjög stórir viðskiptavin-
ir á landsbyggðinni. „Þetta snýr ekki
bara að launaþenslu, heldur líka að
starfsmannaveltu. Eitt af því sem
hefur háð þessum iðnaði til nokkurra
ára er mikill kostnaður vegna galla á
vöru og mikill kostnaður við þjálfun á
nýju starfsfólki. Hér íyrir norðan er-
um við að leita að stöðugu vinnuafli í
framleiðsluna, sem er tilbúið að starfa
með okkur að uppbyggingu íyrirtæk-
isins. Við höfum verið að fjölga starfs-
fólki á Akureyri jafnt og þétt en á
sama tíma erum við að styrkja þjón-
ustu- og markaðsdeildina fyrir sunn-
an, sem ekki skiptir síður máli. Nú
starfa um 40 manns á Akureyri og
um 25 fyrir sunnan en starfsfólki á
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Halldór Líndal, bóndi á Vatnshól í Línakradal, lítur yfir landið þar sem fjárstofn hans er og bíður niðurskurðar.
Hvammstanga - Það var haustlegt í
Húnaþingi vestra, þegar Morgun-
blaðið heimsótti Halldór Líndal,
bónda á Vatnshól í Línakradal. Grátt
var í fjallahh'ðum og næturfrost al-
gengt. Og það var ekki gleði í huga
þessa unga bónda, sem ásamt mörg-
um samsveitungum má þola niður-
skurð á sauðfjárbústofni sínum í
haust.
Halldór er fæddur árið 1968, og
hefur alla tíð átt heima á Vatnshól,
þar sem foreldrar hans, Jósafat
Jósafatsson og Ragnhildur Stefáns-
dóttir, bjuggu í áratugi. Halldór er
búfræðingur að mennt frá Hvann-
eyri 1987 og hefur verið bóndi á
Vatnshól frá 1990. Hann býr einn á
búi sínu, en nýtur aðstoðar foreldra
sinna á álagstímum, eins og um
sauðburð og smalamennsku.
Það var í vor sem Halldór varð var
við sjúkleika í fjárstofni sínum, sem
telur um 400 fullorðnar kindur.
Fimm ær reyndust sjúkar og voru
þær fluttar lifandi suður til rann-
sóknar að Keldum. Þar voru þær
felldar og úrskurðaðar með riðuein-
kenni.
Ef til vill kom þetta Halldóri
bónda ekki á óvart, þar sem skorið
hefur verið niður á tveimur ná-
grannabæjum, Neðra-Vatnshorni og
Vigdísarstöðum, á síðastliðnum ár-
um. Þessir bæir eru í svonefndu
Vatnsnesshólfi, sem nær umhverfis
Vatnsnessfjall, um sveitirnar Vatns-
nes, Línakradal og Vesturhóp. Tvö
önnur sauðfjárveikivarnarhólf eru í
héraðinu, Víðidalshólf, sem skorið
hefur verið niður í fyrir nokkrum ár-
um, svo og Miðfjarðarhólf, sem
einnig nær yfir Hrútafjörð austan-
verðan, en það hólf hefur alveg
sloppið við riðuveiki enn.
AHt fullorðið fé skorið á ellefu
bæjum í Vatnsnesshólfi
Landbúnaðarnefnd Húnaþings
vestra fundaði um málið þá fljótlega
og í samráði við yfirstjóm sauðfjár-
veikivarna voru aðgerðir ákveðnar.
Nú á haustdögum er búið að ákveða
að skorið verði allt fullorðið fé á ell-
efu bæjum í Vatnsnesshólfi, auk allra
lamba á Vatnshól. Á Vatnshól verður
því skorið á annað þúsund fjár, en
niðurskurður í heild á svæðinu er
15-16 hundmð fullorðnar kindur. Á
einum bænum, Neðra Vatnshorni,
keyptu ábúendur líflömb á síðasta
hausti og er það þungur kostur fyrir
þá að þurfa að sæta niðurskurði öðru
sinni á örfáum árum.
Halldór segir að samningar um
bætm- fyrir niðurskurðinn séu flóknir
og margs sé þar að gæta. Ríkisvaldið
bjóði bætur fyrir hverja skorna fúll-
orðna kind, þá séu boðnar afurða-
tjónabætur, en bú hans á að vera
fjárlaust í þrjú ár, og þar með afurða-
laust. Viðmiðun fyrir afurðabætur
koma sér illa fyrir hann, þar sem tek-
ið er meðaltal síðustu þriggja ára. Á
þessum áram hefur hann verið að
fjölga sínu fé og þar sem fjárstofninn
er svo ungur, eru ekki komnar há-
marksafurðir eftir hverja kind.
Honum er gert að skipta um jarð-
veg umhverfis fjárhúsin, hreinsa allt
innanhúss í fjárhúsum og hlöðu, end-
urnýja gamalt tréverk, grindur og
garða, en styrkt era efniskaup á nýju
timbri að 40 af hundraði. Állt skal
sótthreinsað eftir ströngum fyrir-
mælum. Þessi framkvæmd öll kostar
talsvert fé í aðkeyptri vinnu og efni,
en enginn stuðningur er í boði utan
hluta í efniskaupum og efnisflutning-
um í umhverfiskostnaði.
Áburðarkaup liðins vors og mögu-
leikar á sölu heys koma ekki vel út í
þessari stöðu. Hömlur á sölu á heyi
frá niðurskurðarjörðum era veruleg-
ar. Bjóða má heyið eingöngu til
hrossaeigenda, séu þeir ekki með
hross sín á sauðfjárjörðum. Stærsti
markaðurinn er á suðvesturhorninu
og mikil samkeppni um verð.
Staða heyframleiðenda á lands-
byggðinni á þennan markað er erfið,
þar sem flutningskostnaður getur
orðið allt að þriðjungur af verði heys-
ins, en flestir kaupendur fá heyið til
sín frítt flutt á staðinn. Halldór segir
óvissu um sölu á þennan aðalmarkað
landsins af þessum sökum.
Halldór er í fjárræktarfélagi
Iíirkjuhvammshrepps og hefur náð
góðum árangri í afurðaræktun síns
fjárstofns. Hann hefur haft um 31 kg
eftir vetrarfóðraða á, utan gemlinga.
Þetta er í góðu meðallagi í fjárrætar-
félaginu, en allmikið yfir landsmeðal-
tali.
Aðrir möguleikar skoðaðir
I vor keypti Halldór jörðina Efra-
Vatnshorn. Jörðin er í þjóðbraut, við
Norðurlandsveg og hefur verið í eyði
um nokkur ár. Þar ætlaði hann að ná
auknum heyfeng fyrir búið, auk þess
að nýta byggingar sem á jörðinni
eru. Hann segir að áformin hafi auð-
vitað breyst með niðurskurðinum, en
aðrir nýtingarmöguleikar Efra-
Vatnshoms komi sér vel nú. Þar
verði vettvangur til að huga að ýmsu
öðra á meðan biðtíminn líður þar til
hann fær að taka kindur aftur.
Byggingar, sem þar standa nærri
þjóðveginum bjóði upp á einhverja
starfsemi og jörðin á land að Mið-
fjarðarvatni. Því era þar ýmsir
möguleikar á að koma upp þjónustu.
Ibúðarhús og gripahús séu hins veg-
ar eldri og þarfnist endurbóta, ef
nýta eigi þau sem skyldi.
Þrátt fyrir staðreyndina um niður-
skurð bústofnsins er Halldór ekki
svartsýnn. Hann hyggst halda
ótrauður áfram sauðfjárframleiðslu
eftir biðtímann. Hins vegar er algjör
óvissa um hvað aðrir bændur á þessu
svæði munu gera. Sumir eru með
annan rekstur á búum sínum, eins og
mjólfurframleiðslu og hrossarækt,
aðrir era með fátt fé og sumir aldnir
hafa kindurnar sér nánast til heilsu-
bótar. I erfiðri stöðu sauðfjárfram-
leiðslunnar í dag er líklegt að ein-
hverjir taki ekki fé aftur. Það verður
tíminn að leiða í ljós.
úrvali
rur i
r ■
" Hf/vw
9 /Upptakari ,i;
-ÁjT'/ kr. 3.950 \
Flautuketill
Kaffikanna
095
100
Kexbox
kr*33ZQ
dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á
morgun. Kennsla fyrir alla aldurs-
hópa, Bjami Hjaltason kennir. Vakn-
ingarsamkoma sama dag kl. 16.30, G.
Theodór Birgisson safnaðarhirðir
predikar. Fyrirbænaþjónusta og
barnapössun. Skrefið og Krakka-
skrefið fyrir 8-12 ára börn kl. 17 á
þriðjudag. Krakkaklúbbur fyrir 3-7
ára börn á miðvikudag kl. 17. Gospel-
kvöld unga fólksins á föstudag kl. 20.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr-
arlandsveg 26.
KFUM og K: Almenn samkoma kl.
20.30 á sunnudagskvöld. Ræðumaður
er sr. Ólafur Jóhannsson, formaður
KFUM í Reykjavík.
SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30 á morgun,
sunnudag. Almenn samkoma á Sjón-
arhæð við Hafnarstræti 63 kl. 17
sama dag. Bamafundur kl. 18 á
mánudag, allir krakkar velkomnir og
sérstaklega Ástirningar.
Aglow-
fundur
AGLOW, kristilegt félag
kvenna, heldur fund í félags-
miðstöð aldraðra við Víðilund
22 á Akureyri næstkomandi
mánudagskvöld, 18. október, kl.
20. Ræðumaður verður Erling-
ur Níelsson, ráðgjafi Aglow á
Akureyri. Fjölbreyttur söngur
og fyrirbænaþjónusta.
eftir að fækka um 10 í Reykjavík en
fjölga um 10-20 fyrir norðan.“
Eyþór sagði að nú þegar vantaði
4-6 starfsmenn í framleiðsludeildina
á Akureyri og væri mikill áhugi fyrir
því að ráða konur til starfa. „Við
leggjum áherslu á að fá konur til
starfa til jafns við karla í framleiðslu-
deildina. Þessi störf henta báðum
kynjum tvímælalaust - hér er ekki
um að ræða erfiðisvinnu heldur þrifa-
lega vinnu á nýjum og góðum vinnu-
stað.“
Frekari sameining
ekki á döflnni
Enn frekari sameining fyrirtækja í
þessum iðnaði hefur verið nokkuð til
umræðu að undanfórnu og m.a. verið
velt upp möguleika á sameiningu
Ako/Plastos og Plastprents í Reykja-
vík. Daníel sagði að á meðan unnið
væri að því að snúa rekstri fyrirtæk-
isins til betri vegar sæi hann ekki til-
gang í að huga að frekari samein-
ingu. „Okkar áætlanir ganga eftir og
það þyrfti eitthvað mikið að gerast til
að þær yrðu settar úr skorðun. Við
höfum verið heppnir með starfsfólk
og það er ein meginástæðan fyrir því
að við erum á réttri leið og að okkur
hefur tekist að stórbæta reksturinn.
Og við eram þess jafnframt fullvissir
að við eigum eftir að gera enn betur.“
Hyg-gst halda ótrauður
áfram eftir biðtímann