Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 48
•M8 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Svívirt þjóð ÞEGAR forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór almennum orðum um þann mikla siðferðilega vanda sem fylgir nútíma líftækni og erfðavísindum á Hólahátíð fyrir rúmu ári ætluðu helztu lýðræðis- sinnar þessa lands af göflum að ganga. Þegar Ólafur Ragnar hins vegar bauð nýlega hingað forstjóra Kauphallarinnar í New York til að greiða fyrir því að DeCode komist inn á amerískan hlutabréfamarkað heyrist vart hósti né stuna. Vissu- lega íylgja erfðarannsóknum mikil siðferðileg álitamál. Má ég til að mynda gefa erfðaefni mitt (blóð t.d.) án þess að spyrja eiginkonu mína, börn mín, foreldra og systkin? Þeg- ar ég gef erfðaefni mitt gef ég helm- ing af erfðaefni barna minna og for- eldra, svo að dæmi sé tekið. Ef við hjónin gefum bæði blóð okkar höf- um við gefið erfðaefni barna okkar að fullu. Gagnagrunnsmálið snýst hins vegar ekki og hefur aldrei snú- izt um erfðarannsóknir. Það snýst um peninga, „ekkert annað“, eins og forstjóri íslenzkrar erfðagrein- ingar sagði réttilega á fundi á Land- spítalanum 3. apríl 1998, þrem dög- um eftir að einhverjum mesta laga- _ óhugnaði Islandssögunnar var " dembt yfir þjóðina. Þá þegar voru þingmenn búnir að binda hendur sínar. II Fyrirtækið Decode hf., Seljugerði 11 í Reykjavík, var stofnað af fjór- um einstaklingum 29.12. 1995 og var hlutafé fyrirtækisins 600.000,00 kr. (sex hundruð þúsund krónur). Tilgangur félagsins er að fram- kvæma rannsóknir og þróa aðferðir á sviði lyfja- og læknisfræði í hagn- >áðarskyni. Hvergi er minnzt á erfðafræðirannsóknir. Fyrir liggur að þegar 1995 var a.m.k. einn stofn- endanna með stórhuga áform um nýlenduna Island. Þar hafði hann að fyrirmynd að lyfjafyrirtæki og auð- félög, jafnvel olíufyrirtæki, hafa far- ið um allan heim í leit að heppileg- um þjóðfélögum til að bera niður í við rannsóknir sínar. „Snilld" nýju nýlenduherranna eins og hinna gömlu er að komast yfir ódýrt hrá- efni. Hráefnið er ekki lengur málm- ar og krydd heldur heilsufarsupp- lýsingar og blóð þjóða. Greiðslumar eiga að koma síðar í ókeypis lyfjum. Vöruskiptaverzlunin afturgengin! Kannast einhver við þetta? Ná- kvæmlega þetta var Kári Stefáns- son með i huga þegar hann tók þátt í að stofna Decode hf. í desember 1995, dótturfyrirtæki Decode í Delaware, sem þarlendir menn höfðu stofnað. Muna menn enn skrautsýninguna í Perlunni, þegar Davíð handlangaði pennann dýra milli forstjóra La Roche og Decode (IE) í samningum aldarinnar? Og íslendingar skyldu fá ókeypis lyf um allar aldir. Nýlega rökuðu fyrr- um borðnautar Vigdísar Finnboga- dóttur í stjórn Decode í Delaware til sín 6 milljörðum króna úr ís- lenzka bankakerfinu. Fimmtánföld- uðu hlut sinn. Þetta heitir „to cash in“ á amerísku og er þar mjög í tízku um þessar mundir. En ólíkt öðrum tókst eigendum Decode í Delaware að gera þetta á kostnað íslenzka ríkisins og án þess að hafa komið fyrirtækinu á almennan hlutabréfamarkað þar ytra, en það kalla þeir „to go public". III Ætlun forystumanna Decode í Ameríku og umboðsmanna þeirra hér á Islandi hefur þannig frá upp- hafi verið tvíþætt. I fyrsta lagi að SMAAUGLYSINGAR TILKYNNINGAR ^ ^5» Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Breski transmið- illinn Les Driver starfar hjá félaginu frá 14.-28. okt. Les, sem er mjög góður miðill og eft- irsóttur víða um heim, verður hér aðeins til 28. október. Hann verður með opn- inn transmiðilsfund í dag, laug- ardaginn 16. okt. kl. 15.30, í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 15.00 og fimmtudaginn 21. októ- ber kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir kr. 1.500 fyrir fé- lagsmenn, kr. 2.000 fyrir aðra. Les býður einnig uppá einkatíma í transmiðlun og lestri. Notið þetta einstæða tækifæri. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130 frá kl. 9-15 alla virka daga SRFÍ. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI S6S-2533 Sunnudagur 17. okt. kl. 10.30. Keflavík — Miðnesheiði — Hvalsnes. Gömul þjóðleið. 4ra—5 klst. ganga i samvinnu við heimamenn. Hvalsneskirkja skoðuð. Verð 1.600 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörk- inni 6. Stansað v. kirkjug. Hafn- arfirði og Kaffi Duus Kefiavík. www.fi.is. Textavarp bls. 619. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAC <B ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar Ferðafélagsferð- ir allt árið! Sunnudagur 17. okt. kl. 10.30. Keflavík — Miðnesheiði — Hvalsnes. Ný ferð um gamla áhugaverða þjóðleið, Hvalsnes- veg. Um 4—5 klst. láglendis- ganga. Hvalsneskirkja skoðuð. Verð 1.600 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Þeir sem vilja taka rútuna á leiðinni láti skrifst. vita í dag. Aðventuferð í Þórsmörk 27.-28. nóv. er góð upplyfting í skammdeginu. Kjörin fjöl- skylduferð. Áramótaferð í Þórsmörk 31. des.—2. jan. Pantið og takið far- miða tímanlega i báðar ferðirnar. Sjá nánar um ferðir á textavarpi bls. 619. Dagsferð sunnudaginn 17. okt. Frá BSÍ kl. 10.30. Keilir. Gengið á Keili frá Höskuldarvöllum. Verð 1.500/1.700. Fararstjóranámskeið Námskeið fyrir fararstjóra og áhugasama um fararstjórn fer fram 18., 19., 26. og 28 október og 2., 4., 8. og 14. nóvember. Námsefni verður: Leiðsögn, far- arstjórn, áttaviti, kortalestur, GPS o.fl. Áhugasamir hafi sam- band við skrifstofu Útivistar. Næstu helgarferðir 26.-28. nóv. Aðventuferð í Bása. 4.-5. des. Aðventuferð jeppadeildar í Bása. 30. des.—2. jan. Áramótaferð. Miðasala hafin í hina sívinsælu áramótaferð í Bása. Heimasíða: www.utivist.is. Dalvegi 24, Kópavogí. Laugard. 16. okt. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. UMRÆÐAN komast yfir allar heú- brigðisupplýsingar þjóðarinnar og í öðru lagi að komast yfir erfðae/ni (blóð, lífsýni) allra íslendinga. Til að ná þessum markmiðum hafa forystumenn Decode beitt meðulum sem vart eiga sér hlið- stæðu þótt víða verði leitað. Til að varpa ljóma á fyrirtækið var Vigdís Finnbogadóttir fengin til að taka sæti í stjóm þess með Amer- íkönunum. Ekki hefur fengizt upplýst hvenær það gerðist, en Vigdís var eins og kunnugt er forseti fram að ágúst 1996. Til þess að komast yf- ir heilsufarsupplýsingamar var einkavinur Davíðs 'Oddssonar feng- Gagnagrunnur Með gagnagrunns frumvarpinu, segir Jóhann Tómasson, tókst Decode-mönnum að komast yfir heil- brigðisupplýsingar þjóðarinnar. inn til að semja Gagnagrunnsfrum- varpið fræga. Fmmvarpið samdi sem sagt Baldur Guðlaugsson og vitorðsmenn hans (þar með læknar). Dagana áður en framvarpið var svo lagt fram sat Kári Stefánsson í söl- um Alþingis, kynnti það þingmönn- um persónulega og tók af þeim lof- orð. Þann 31. mars 1998 lét síðan Davíð Oddsson Ingibjörgu Pálma- dóttur bera framvarpið fram á þingi. Hvorki þá né síðar hefur heil- brigðisráheira getað kynnt fram- varpið skammlaust. Kári Stefánsson hefur enda sjálfur séð um að kynna það sem hann kallar alls staðar og alltaf „framvarp heilbrigðisráðherra“. A þeim eina almenna fundi (svo ótrúlegt sem það er) sem Læknafé- lag Islands hélt um málið átti heilbrigðis- ráðherrra að vera einn fjögurra frammæl- enda. Hún lét í staðinn aðstoðarmann sinn til- kynna í upphafi fundar að hún gæti ekki mætt sökum anna! Minnis- stætt er einnig frá fundinum að aðeins 1 (einn) svokallaðra samstarfslækna Decode (ÍE) þorði að láta sjá sig. IV Með gagnagrunnsframvarpinu tókst Decode-mönnum að komast yfir heilbrigðisupplýsingar þjóðar- innar. Þó ekki allrar. I upphaflega framvarpinu var gert ráð fyrir því að þjóðin hefði ekki neitt um það að segja hvernig farið væri með sjúkraskrár hennar. Allt yrði tekið án þess að spyrja kóng eða prest. Látið Nóbelsskáldið þar með. Fyrir þessu ótrúlega ofbeldisverki var fyrirfram tryggður þingmeirihluti. Meira að segja heilbrigðisnefnd var tilbúin að leggja nótt við dag heila helgi til að hespa málið af. Blóman- um af vísindamönnum og sérfróð- ustu mönnum þjóðarinnar hlotnað- ist sá vafasami heiður að fá að hitta nefndina í mýflugumynd. Mér er til efs að virðing Alþingis hafi risið öllu lægra. Framhaldið þekkja menn. Vegna gríðarlegra mótmæla utan þings var málinu frestað. En sam- tímis tókst gagnagrunnsmönnum að svæfa gagnrýnisraddirnar um tíma. Meiri hluti heilbrigðisnefndar var svo vinsamlegur að skila framvarp- inu úr nefndinni til heilbrigðisráð- herra og nú fyrst kom það inn í heil- brigðisráðuneytið og til kasta þess. Þar var boðuð endurskoðun á fram- varpinu, sem ekkert vitnaðist um fyrr en framvarpið var loks lagt fram lítið brejdt á haustþinginu. Inni í ráðuneytinu sátu fjórir ein- staklingar yfir framvarpinu um sumarið. Tveir lögfræðingar og tveir læknar. Annar þessara lækna og raunar lykilmaður í þessu máli, eins og Ingibjörg Pálmadóttir benti margoft á opinberlega um sumarið, er Guðmundur Sigurðsson. Guð- mundur kemur víða við. Hér er ástæða til að benda á grein eftir Kára Stefánsson, sem birtist í Ulfljóti, blaði laganema, í ágúst 1997. Þar skilgreinir Kári banana- lýðveldið, en á þessum tíma fannst honum Tölvunefnd flækjast of mik- ið fyrir sér. I sömu grein setti Kári raunar fram þá skoðun sína, að þeir sem neiti að taka þátt í læknisfræði- legum rannsóknum eigi takmarkað- an rétt á að nýta sér nútíma heil- brigðisþjónustu! Guðmundur Sigurðsson átti sæti í vísindasiðanefnd þeirri sem mat umsóknir svokajlaðra samstarfs- lækna Decode (IE) um alls kyns erfðarannsóknir. Þessa vísindasiða- nefnd rak Ingibjörg Pálmadóttir í sumar sem frægt er orðið, þegar nefndin ætlaði loks að fara að setja blóðsöfnun Decode (ÍE) á íslandi siðlegar skorður. Loks hefur Guð- mundur einnig frá upphafi verið annar tveggja tilsjónarmanna Tölvunefndar með starfsemi Decode (IE), en Tölvunefnd er í raun eina opinbera stofnunin sem haft hefur eftirlit með Decode (ÍE). A því eftirliti hafa verið miklir mis- brestir eins og síðar mun koma í ijós. Og skyldi nokkurn undra? I annarri grein mun ég fjalla um það hvernig Decode (ÍE) hyggst komast yfir blóð (lífsýni) allra Is- lendinga og hlutverk svokallaðra samstarfslækna í því sambandi. Höfundur er læknir. Jóhann Tómasson Æska gegn hungri MATVÆLASTOFNUN Samein- uðu þjóðanna hefur útnefnt 16. október alþjóðlegan dag fæðunnar í þeim tilgangi að vekja athygli á kjöram og baráttu milljóna manna sem búa við hungur og næringar- skort. Þetta árið er dagurinn sérstaklega tileinkaður æskunni undir kjörorðinu Æska gegn hungri. Sameiginlegar framtíðarvonir Hér kveður við nokkuð annan tón en oft áður í umfjöllun um börn og skort. Böm eru vissulega helstu fórnarlömb hungurs og vannæringar víða um heim, og þeg- ar þessi orð eru skrifuð er talið að 200 milljónir barna undir fimm ára aldri líði skort, skort sem kemur til með að hafa áhrif á lífslíkur þeirra, heilsu og andlegt atgervi. En í æsk- unni býr líka kraftur og vilji til að breyta heiminum til betri vegar og í þetta sinn er degi fæðunnar einmitt ætlað að vekja athygli á störfum æskunnar og möguleikum hennar til að bæta eigin hag. I könnun sem gerð var á viðhorfum og vænting- um ungs fólks víða úm heim árið 1998 kom berlega í ljós að ungling- ar hvar sem þeir búa á hnettinum, hvort sem það er í Asíu, Afríku eða Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. á Vesturlöndum, eiga sér í raun sameiginlegar framtíðarvonir, það er að fá að njóta sín, verða eitthvað og láta gott af sér leiða í lífinu. Menntun er lykill Hungur og fæðu- skortur er hróplegt óréttlæti sem veldur því að 800 milljónir manna geta hvorki notið menntunar, heilsu né flestra ann- arra lífsins gæða. Mat- ur fyrir alla á 21. öld er helsta baráttumál mat- vælastofnunar Sa- meinuðu þjóðanna. Þetta einfalda slagorð er ekki aðeins fjarlæg- ur draumur nokkurra bjartsýnis- manna heldur er þetta raunhæfur möguleiki, því jörðin getur svo Fæða Hungur og fæðuskort- ur er hróplegt órétt- læti, segir Laufey Steingrímsddttir, í tilefni af Alþjóðadegi fæðunnar. sannarlega brauðfætt alla heims- byggðina ef vilji er fyrir hendi. Til þess að svo megi verða þarf æskan ekki síst að fá tækifæri og hvatn- ingu til að leggja sitt af mörkum, bæði við að bæta eigin hag og eins hag meðbræðra í fjarlægum lönd- um. Menntun er lykillinn að auknum lífsgæðum í framtíðinni, hvort held- ur um er að ræða íslenska æsku eða afríska. Könnun í Nígeríu leiddi til dæmis í Ijós að fyrir hvert ár sem bændur höfðu setið á skólabekk jókst verðmæti framleiðslu þeirra um 24%. Könnun meðal íslenskra bænda leiddi svipað í ljós, afkoma þeirra bænda sem höfðu tekið þátt í endurmenntunarnámskeiðum eða verið á bændaskóla var betri en hinna sem höfðu minni menntun. Menntun getur einnig aukið víðsýni og þekkingu um kjör annarra og þar með stuðlað að samábyrgð allra manna við að útrýma hungri í heim- inum. Framlag íslenskrar æsku Islensk æska getur lagt sitt af mörkum til hjálpar hungruðum heimi. Börn og unglingar geta til dæmis neitað sér um sælgæti í eina viku og lagt andvfrði þess sem venjulega er keypt inn á reikning Rauða kross Islands eða Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Þótt tíma- bundnum sætinda- og gosdrykkja- skorti verði varla líkt við næringar- skort til frambúðar reynist þessi af- neitun áreiðanlega mörgum erfið raun. Ef til vill getur þessi reynsla þó kennt bömunum okkar sitthvað, bæði um sig sjálf og aðra. Hugsan- lega geta einhverjir lært að meta betur þau forréttindi sem felast í nægum og góðum mat og geta bet- ur sett sig í spor þeirra sem fá hvorki mjólk né brauð á hverjum degi, hvað þá sætindi eða gos- drykki. Meðan margir eru uppteknir af því að finna leiðir til að losna við aukakílóin án þess að þurfa að borða minna af öllum þeim kræs- ingum sem standa til boða fæst þorri mannkyns við að afla sér og börnum sínum nægrar fæðu til við- urværis. Með því að borða ekki nammi í viku erum við eiginlega að gera sjálfum okkur gott og ekki sakar að aðrir njóti góðs af öllu saman í leiðinni. Ilöfundur er forstöðumndur MaimeldisníOs. Laufey Steingrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.