Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LEIKIR Super Mario Bros. Beluxe Nintendo gaf nýlega út leik að nafni Super Mario Brothers Deluxe. Leik- urinn er fullkomin endurgerð leiks- ins sem gerði allt bijálað á gömlu Nintendo-tölvunum og meira til. ÞEGAR Nintendo-leikjatölvurnar komu fyrst út var leikjaúrval ekki mikið. Nintendo greip því til þess að láta leik sem þeir höfðu sjálfir hann- að fylgja frítt með í takmörkuðu upplagi. Leikurinn sló í gegn og átti án vafa stóran þátt í hversu vinsæl tölvan varð. Nú, næstum 15 árum eftir að upp- runalegi leikurinn kom út, hefur hann verið endurgerður fyrir leikja- tölvu sem er um sex sinnum minni en upprunalega tölvan, nefnilega Ga- meboy Color. Leikurinn státar af öllum 32 borð- unum sem voru í fyrri leiknum plús sérstökum tímakapphlaupum og kapphlaupum við drauga. Þegar spilandinn hefur klárað leikinn getur hann svo spilað hann allan aftur í erfíðari útgáfu. Grafíkin í leiknum hefur í raun og veru verið bætt, því þar sem skjár- inn á Gameboy Color er minni en sjónvarpsskjár og stafrænn í þokka- bót eru smáatriðin í raun of smá til að einhver geti séð einhverja van- kanta. Game Boy Color býður einnig upp á fleiri liti en gamla tölvan. Hljóðið í leiknum hefur jafnvel batn- að þótt það sé óneitanlega skrækara. Með aukinni spilun leiksins safnast fyrir myndir í minniskubbum tölv- unnar. Þessar myndir geta þeir sem Sölusýning í Blómavali um helgina á handofnum mottum í nýjum sýningarsal Blómavals í Sigtúni. Dæmi um verð: Kínversk ullarmotta 122x183 cm kr. 9.900. Bókaramottur verð frá kr. 7.900. Sími 897 8599. Mottusalan MARGMIÐLUN setur á Netinu Chuck D., leiðtogi Public Enen- my og rapstation.com. 1 Game HLJÓMSVEITIR hafa verið mis- fljótar að nýta sér Netið. Fiestar láta útgáfur sfnar sjá um allt, en aðrar, til að mynda Public Enemy, nýta vefinn rækilega og meðal annars til að berja á útgáfúnum. Public Enemy var með fyrstu rappflokkum sem komu sér fyrir á Netinu og gáfu snemma út lög á Netinu í MP3-gagnasniðinu. Þegar það bar við fyrir tveimur árum að útgáfufyrirtæki sveitarinnar viidi fresta um óákveðinn tíma útgáfii á nýrri breiðskífú sveitarinnar brá hún hart við og gaf plötuna út á Netinu, þannig að leiðtogi hennar, Chuck D., er hagvanur á Netinu. Chuck D. kynnti á dögunum nýjan rappvef, rapstation.com, sem ætlað er að gera veg tónlist- arformsins sem mestan en einnig að vera vettvangur fyrir óþekktar hljómsveitir og listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður unnt að sækja sér MP3-þjöppuð lög og lesa viðtöl við tónlistar- menn og annað frægt fólk, auk þess sem Chuck D. hyggst viðra óspart róttækar skoðanir sinar á bandarísku samfélagi. Eigandi setursins er fyrirtækið Creamwerks og er sem stendur í eigu Chucks D., umboðsmanns manns og tveggja annarra, en til stendur að selja fyrirtækið eftir hálft annað ár. Aðstandendur rap- station.com fara ekki leynt með að að þeir ætla sér að græða á setrinu, meðal annars með auglýs- ingum, sölu á ýmsum varningi og svo má telja. Chuck D. er mikill baráttu- maður fyrir réttindum litra og sagði á fréttamannafundi þar sem setrið var kynnt að Netið væri besti vettvangurinn til að koma á framfæri stefnumálum blökkumanna vestan hafs. „Við höfum lítil áhrif í útvarpi, engin í sjónvarpi og dagblöð eru of frumstæður miðill til að geta haft áhrif á fólk á næstu öld.“ Boy eiga sérstakan Game Boy Color- prentara prentað út sem límmiða, ef einhver er Mario-óður þá er Super Mario Bros. Deluxe nokkuð sem ekki má láta framhjá sér fara. Ef einhverjir eru til sem ekki hafa spilað Mario Bros er ástæða til að skora á þá að bíða ekki lengur því leikurinn er löngu orðinn nútíma- klassík og án vafa einn besti leikur, ef ekki sá allra besti, sem komið hef- ur út til þessa. Ingvi Matthías Árnason Góður ferða- og heimilisspilari Sá sem séð hefur mynd á DVD sættir sig seint við VHS. Árni Matthíasson komst yfír ferða DVD-spilara frá Toshiba. DVD-diskar hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum misserum, enda má segja að sá sem sér mynd af DVD mynddiski eigi illa eftir að sætta sig við VHS-myndir eftir það. Utbreiðsla DVD-drifa í tölvur hefur verið hröð, en ekki hefur gengið eins hratt að mynddiskavæða heimilin. DVD-diskamir eru ýmsum kost- um gæddir og þeim helstum að á diskunum eru meiri myndgæði og betri hljómur en menn eiga að venj- ast af VHS-myndum. Eftir því sem svonefndum heimabíóum fjölgar, en þá er tengt við sjónvarpið fullkomið hljóðkerfi, hafa menn gert meiri kröfur um hljóðrásir myndanna, aukinheldur sem myndgæði skipta æ meira máli, ekki síst þegar komið er í stóran sjónvarpsskjá. Þá eru DVD- diskar í essinu sínu, því þeir skila talsvert meiri myndgæðum en VHS- myridir og hljómur er yfirleitt betri. Áður en myndbandstæki komust inn á hvert heimili höfðu mynd- bandaleigur gott upp úr því að leigja tæki, en í leiðinni voru þær að tryggja sér framtíðarmarkað, því reynsla fólks af því að hafa mynd- bandstæki undir höndum ýtti undir það að viðkomandi fékk sér tæki. Undanfarið hafa ýmsar myndbanda- leigur tekið upp á því að leigja myndir á DVD-diskum og einhverjar leigur hafa tekið upp á því að leigja með myndunum spilara, sem verður að teljast vel til fundið. Toshiba SD-P240 Á sumum myndbandaleigum hér í borg hefur mátt leigja Toshiba SD- P240 ferða DVD-spilara. Tækið er leigt út í sérstakri tösku með snúr- um og tilheyrandi og þarf sá sem notar ekki að taka spilarann úr tösk- unni, nóg er að stinga honum í sam- band. Spilarinn er ólíkur DVD-ferða- spilurum að því að hann er talsvert stærri en þeir spilarar sem menn hafa komist í tæri við, en reyndar hafa ekki fengist margir slíkir hér á landi. SD-P240 er mjög vel búinn tæknilega, með tvöfaldan leysigeisla- lestrarhaus, stafrænan útgang, PAL og NTSC, og spilar MPEG og AC-3 DVD-diska og DTS-sniðsdiska. Hægt er að tengja hann við utan- áliggjandi D/A breyti um stafræna útganginn. Varla þarf að taka fram að hægt er að spila hefðbundna geisladiska með spilaranum og skilar hann mjög góðum hljómi. Spilarinn fæst í sérstakri tösku og handhægt að koma honum fyrir, tengja snúrur og álíka án þess að taka hann úr töskunni. Með fylgir örsmá fjarstýring og hægt að gera allt það helsta sem þarf með henni, en hætt er við að hún detti á milli púða í sófanum ef ekki er vel að gætt, enda er hún ekki miklu stærri en greiðslukort, þótt hún sé nokkuð þykkari. Nokkuð hvein í spilararan- um á meðan diskarnir voru að fara af stað, en þegar þeir voru komnir í gang heyrðist lítill sem enginn þyt- ur. Toshiba-spilarinn er ekki ýkja dýr miðað við DVD-spilara og tæknilega útfærslu hans. Hann hlýtur að henta bráðvel í útleigu, en er einnig góður heimilisspilari með góða mynd og mikil hljómgæði. Mario I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.