Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 53* KRISTÍN STURL UDÓTTIR + Kristín Sturlu- dóttir fæddist 6. október 1928 á Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 2. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sturla Jónsson bóndi á Fljótshólum, f. 26.6. 1888, d. 14.2. 1953, og k.h. Sigríður Einarsdóttir, f. 9.1. 1892, d. 7.5. 1966. Kristín átti sjö systkini, þau eru: Einar, f. 10.6. 1917; Jóhanna, f. 10.10. 1918, d. 11.3. 1994, Steinunn, f. 22.11. 1920, d. 11.8. 1987; Gestur, f. 14.7. 1922, d. 1.11. 1995; Jón, f. 28.7. 1925; Guðrún Jóna, f. 23.3. 1932, og Þor- móður, f. 27.12. 1935. Kristín giftist 21.9. 1963 Gunnari Svan- berg, viðskiptafræð- ingi, f. 10.3. 1928. Börn þeirra eru: 1) Hafsteinn Rúnar, raf- og rafeindavirki, f. 31.1. 1964. Kona lians er Anna Kristín Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 25.2. 1964, og eiga þau tvö börn, Þórhildi, f. 6.12. 1991, og Gunnar Hinrik, f. 15.4. 1997. 2) Svanhildur, islensku- fræðingur og safnkennari, f. 2.7. Við höfum kvatt ástkæra vin- konu okkar, Kristínu Sturludóttui’. Hún kom í fjölskylduna þegar hún giftist bróður mínum og mági, Gunnari Svanberg. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, sem öll hafa lokið langskólanámi og eiga nú orðið þrjú barnabörn. Við höf- um alla tíð haft mikið samband við þau, enda höfum við búið í sama húsi síðastliðin 27 ár. Kristín hafði mikið yndi af blómum og garðrækt og sáði sjálf fyrir öllum sumarblómum, enn- fremur var hún mikil sauma- og hannyrðakona, féll aldrei verk úr hendi. Þrátt fyrir það gaf hún sér tíma til að syngja árum saman í Dómkórnum og síðar í Laugar- neskirkjukór, enda var hún mikið fyi'ir tónlist, eins og allt hennar fólk. Henni var mjög umhugað um börnin sín og um alla fjölskyld- una, sem hún tók miklu ástfóstri við. Við vottum Gunnari og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð vegna fráfalls hennar. Svanhildur og Bolli. Kær vinkona okkar hefur nú lotið í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Kristín barðist hetju- legri baráttu við veikindi sín, en undanfarnir mánuðir voru henni oft erfíðir. Hún tók því með þolin- mæði, en af henni átti hún nóg. ARMANN BJARNASON + Ármann Bjarna- son fæddist í Bjarnaborg á Norð- firði 10. nóvember 1911. Hann lést í Hraunbúðum í V estmannaeyjum 11. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Hildibrandsson frá Parti í Sandvík og Halldóra Bjarna- dóttir frá Orm- staðahjáleigu í Norðfirði. Systkini hans voru: sam- mæðra Gunnar Jónsson á Hellu, látinn. Alsystkini: Ármann, lést í barnæsku; Sveina Sigríður, lést 12 ára; Sigurbjörg, býr á Neskaupstað. Ármann missti ungur móður sína og við það leystist heimilið upp. Sigur- þjörg fór í fóstur á Kirkjuból en Ármann fór í fóstur til Marteins Magnússonar og Maríu Stein- dórsdóttur á Sjónarhóli. Þar ólst hann upp í stórum systkina- hópi. 19. október 1935 kvæntist Ár- mann Guðmundu Margréti Jónsdóttur, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998, frá Seljar- landi. Börn þeirra eru: 1) Hall- dóra, f. 8.12. 1935, var gift Hér sit ég hljóð og hugsa til baka og rifja upp minningar um þig, elsku afi minn, þegar ég sem lítil stelpa kom hlaupandi niðrí Laufholt á sunnudagsmorgni og þú tókst í litlu hendurnar mínar og labbaðir með mér í gönguferð. Far- ið var framhjá Bjössabar og aldrei brást það, elsku afi minn, að þar var stoppað og þú keyptir bláan opal handa mér. O afi, þvílík hátíð- arstund þegar þú settir opalstykk- ið í lófann minn. Þetta var okkar stund sem við áttum saman. Síðan tölti ég þér við hlið um bryggjurn- ar, en þá var það aðalrúnturinn að fara um bryggjurnar þar sem allt iðaði af mannlífi. Alltaf var svo gott Hauki Þór Guð- mundssyni, f. 5.6. 1926. Þau skildu. Þeirra börn eru Guð- mar Þór, f. 22.6. 1955; Ármann, f. 3.9. 1956: Elín, f. 2.6. 1958; Draupnir, f. 4.9. 1963 og Magni Freyr, f. 12.8. 1964. Seinni maður Hall- dóru er Snorri Snorrason, f. 10.9 1928. 2) Herbert, f. 1.3. 1938. 3) Jónína, f. 4.2. 1949, d. 26.11. 1986. Hún var gift Róberti Hafsteinssyni, þau skildu. Þeirra börn eru Margrét, f. 9.7. 1968; Árni Gunnar, f. 2.6. 1972 og Hafsteinn, f. 8.11. 1974. 4) Maria, f. 21.3. 1953, gift Grími Magnússyni, f. 19.4. 1945. Börn þeirra eru Anna Sigríður, f. 20.12. 1970; Örlygur Helgi, f. 16.6. 1981; Aldís, f. 17.1. 1983 og Elva Dögg, f. 28.3. 1984. Ármann fór snemma að vinna fyrir sér og var sjómennska hans aðalstarf. Hann lærði matreiðslu og vann m.a. á Hótel Islandi við Austurvöll og á Dettifossi. títför Ármanns fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. að koma til ykkar í Laufholt og alltaf áttir þú eitthvert góðgæti til að stinga upp í lítinn munn. Margs er að minnast, elsku afi minn, ég man hvað ég var stolt þegar þið amma komuð að heimsækja okkur austur á Breiðdalsvík hér forðum. Þið voruð hjá okkur í vikutíma í yndislegu veðri. Það var margt brallað og hlegið. Ó, elsku afi minn, ég mun sakna þín en nú ertu kom- inn til ömmu og stelpunnar þinnar. Elsku mamma, Hebbi og Maja, við vitum öll að afa líður vel núna. Við huggum okkur við það. Megi Guð og englar vaka yfir þér og ég býð þér góða nótt, elsku afi minn. 1965. Sonur hennar er Arnar Steinn, f. 7.10.1986. Faðir hans er Ólafur Rögnvaldsson, kvik- myndagerðarmaður, f. 5.9. 1958. 3) Jóhanna Guðrún, bók- mennta- og tungumálafræðing- ur, f. 30.10. 1970. Eiginmaður hennar er Ari Alexander Magnússon, myndlistarmaður, f. 30.3. 1968. Veturinn 1951-52 stundaði Kristín nám við Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. Fyrir giftingu starfaði Kristin við saumaskap hjá Feldinum og síðar í Vogue. Kristín var mjög gefin fyrir söng og hafði fagra söngrödd. Hún söng árum saman í kirkjukórum hér í Reykjavfk, fyrst með Dómkórnum og síðar í kór Laugarneskirkju. Nokkur síðustu árin vann hún við þrif í Laugarnesskóla. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey frá Laugarneskirkju föstudaginn 8. október. Jarðsett var í Gufuneskirkjugarði. Henni var margt til lista lagt og saumaði allt, bæði á sig og börnin. Það var sama hvað hún var beðin að sauma, hún leysti það allt af sérstakri snilld. En henni var fleira til lista lagt, hún hafði góða söngrödd og var í kirkjukór til margra ára, við sjáum hana nú fyrir okkur í englakórnum á himnum. Blessuð sé minning hennar. Elsku Gunnar, börn og barna- böm, þið eigið okkar innilegustu samúð. Steinunn og Hilmar. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Kristínar. Fyrst kynntist ég Kristínu þegar ég kom til henn- ar á Kirkjuteiginn til að heim- sækja hana Jóhönnu, bestu vin- konu mína, en við erum búnar að þekkjast síðan við vorum fimm ára hnátur eða í yfír 20 ár. Hún tók alltaf svo vel á móti mér með sínu hlýja viðmóti og hinu elskulega andrúmslofti sem ríkti á heimil* inu. Ekki var ég fýrr komin inn úr dyrunum, en komnar voru heitar pönnukökur og mjólkurglas á eld- húsborðið og við stöllurnar sestar til að háma í okkur kræsingarnar, og þvílíkar pönnukökur, ég finn enn ilminn. Kristín sýndi einnig brennandi áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og var alltaf ánægð fyrir mína hönd og alltaf jákvæð í minn garð. Ég vil þakka Kristínu fyrir allan þann hlýhug og vinsemd sem hún sýndi mér alla tíð og kveð hana með söknuði, • ' og um leið vil ég votta aðstand- endum hennar mína dýpstu sam- úð. Katrín Ösp (Katý). INGILEIF •• > y Vinátta okkar og hennar hófst á sjöunda áratugnum þegar hún giftist einum af okkar bestu vin- um, Gunnari Svanberg. Aldrei bar skugga á vinskapinn. Margs er að minnast frá samverustundum okk- ar með þeim hjónum, en Kristín var einstaklega gestrisin og við höfum átt margar ánægjustundir saman og munum við sakna henn- ar sárt. Oft var komið við á Kirkjuteignum er komið var úr sundi, eins var oft glatt á hjalla í sumarhúsi þeirra í túnjaðrinum að Fljótshólum á æskustöðvum henn- ar. Minnisstæð er fjöruferð að Þjórsárósum í fögru veðri. Kristín var glæsileg kona en að sama skapi hógvær og hæglát. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífíð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn læknar daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kristófer Pétursson.) Þín Elín Hauksdóttir. Elsku pabbi, það er komið að kveðjustund. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó sviði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþvi að laus ertu úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Börnin. ORNOLFSDOTTIR + Ingileif Örnólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1940. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Langholtskirkju 14. október. Það var mikið áfall að heyra af skyndilegu andláti Ingu Örnólfs. Ég hitti hana nokkrum dögum fyrr, hressa og káta að vanda, fulla eftir- væntingar og bjartsýna á framtíð- ina. Nýflutt í draumaíbúðina í bryggjuhverfinu í Grafarvogi og rétt búin að fá nýja stöðu í bankan- um. Inga hóf störf í Samvinnubank- anum í Bankastræti fyrir u.þ.b. 20 árum. Hún reyndist afbragðs starfsmaður, bæði glögg og iðju- söm. Jákvætt viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar hafði góð áhrif á alla sem með henni unnu og samstarfið við hana var alla tíð ein- staklega gott. Félagslíf var nokkuð í bankanum. Fyrir utan árshátíðir og jólaskemmtanir, var farið í ár- lega tjaldferð, gönguferðir og hald- in spilakvöld o.s.frv. Þau hjónin Inga og Marinó tóku fullan þátt í félagslífinu og þannig kynntumst við Marinó, eiginmanni Ingu, og dætrum þeirra. Marinó er einn af þessum látlausu ljúflingum sem öll- um líkaði strax einstaklega vel við. Þess verður lengi minnst þegar Inga og Marinó buðu heilum rútu- farmi af fólki heim til sín upp í Mosfellsbæ eftir árshátíð. Þegar nokkuð var orðið framorðið var fólk tekið að svengja. Dreif þá Marinó nokkra gesti með sér fram í eldhús, dró fram lambalærið sem ætlað hafði verið í sunnudagsmat- inn og var það matreitt með brún- uðum kartöflum og öllu tilheyrandi og borið fyrir gestina. Það fór víst enginn svangur heim úr þeirri veislu. Fyrstu árin í bankanum vann Inga í ýmsum deildum og aflaði sér góðrar reynslu á flestum sviðum starfseminnar. í nokkur ár unnum við saman í sjóðdeild bankans, þar Reykjavík. sem álagið var oft mikið og vinnutíminn langur. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkru sinni kvartað undan álaginu eðá* vinnutímanum. Þvert á móti var hún alltaf boðin og búin að leggja öðrum lið til að jafna vinnuálagið. Eftir nokkurra ára starf í sjóðdeildinni var auglýst útibús- stjórastaða í nýju úti- búi í Höfðabakka í Samstarfsfólk Ingu Skilafrestur minn- ingargreina EIGI minningargrein að bii'tast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. vissi að hún hafði þekkingu og hæfileika til að stýra útibúi og* hvatti hana eindregið til að sækja um stöðuna. Þó Inga hefði áhuga á stöðunni hikaði hún við að sækja um, þar sem hún þóttist ekki viss um að ráða við starfið. Hún sótti þó um að lokum og fékk stöðuna. Hún tók við útibúinu, sem í byrjun var raunar lítið annað en nafnið eitt og byggði upp blómlegt útibú á fáum árum. Útibúið varð fljótt vinsælt fyrir persónulega og lipra þjónustu og einstaklega Ijúft viðmót, sem var sá þáttur sem Inga lagði alltaf mikla áherslu á. Eftir sameiningu Landsbankans og Samvinnubank- ans var útibúið sameinað öðru úti- búi og Inga réðst tO annarra starfa í Landsbankanum, þar sem reynsla^" hennar og hæfileikar nutu sín vel í starfi og leik. Inga var góður vinur og félagi sem sárt verður saknað. Við vott- um Marinó, dætrum, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks úr Samvinnubankanum, Friðrik Örn Weisshappel. Blómabúð Iri ,om v/ T^ossvogskiulcjugauð Símiz 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 ^ Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.