Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 56
*Í56 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ
EDDA
ÞÓRZ
MAGNIJS Ó.
VALDIMARSSON
+ Edda Þórz var
fædd í Brekku í
Reykjavík 4. júní
1920. Hún lést í
Landspítalanum 11.
febrúar siðastliðinn
og fór útför hennar
-»r- fram frá Dómkirkj-
unni 18. febrúar.
+ Magnús Ólafur
Valdimarsson
fæddist í Reykjavík
6. janúar 1925.
Hann lést í Land-
spítalanum 30. sept-
ember síðastiiðinn og fór útför
hans fram frá Seltjarnarnes-
kirkju 7. október.
Það er margs að minnast þegar
þau eru kvödd Edda og Mói en það
var Magnús kallaður af flestum
sem til hans þekktu. Við hjónin
þekktum þau vel allt frá því að þau
_3ifluttu á Nesið og áttum með þeim
margar ógleymanlegar stundir,
sérstaklega á Mallorca en þar voru
þau á heimavelli og þekktu þar alla
staði sem vert var að heimsækja.
Mói átti forláta rauða derhúfu sem
hann notaði bara á ströndinni og
Magalufströndin var uppáhalds
göngubraut þeirra hjóna. Mói var
mjög listhneigður og var sannkall-
aður „lífskúnstner" eins og þeir
gerast bestir og óborganlegar eru
margar portrait-myndir hans af
^samtíðarmönnum. Magnús var
einn af stofnendum Myndlista-
klúbbs Seltjarnarness, glaðværs
hóps myndlistamanna sem hittist í
„Való“ hvern laugardag í áraraðir
og máluðu þar ýmist undir leið-
sögn kennara eða frjálst. Hópur-
inn hélt sýningar sem vöktu at-
hygli bæjarbúa og annarra sem til
sáu en umfram allt voru þessir
tímar mikil lífsfylling fyrir þátt-
takendur. Undanfarin ár hafði Mói
vinnustofu á leigu í Bónus-húsinu
og stundaði list sína af krafti og er
hans sárt saknað úr hópnum sem
þar hefur aðsetur. Mói var mjög
félagslyndur maður og var virkur í
félögum hér á Seltjarnarnesi m.a.
Sjálfstæðisfélagi Seltirninga þar
sem hann sat í stjóm um skeið og
Rotary þar sem hann starfaði síð-
ari árin.
Edda og Mói voru mjög áhuga-
söm um íþróttir og stunduðu bæði
sund af kappi, ennfremur voru þau
áhugafólk um boltaíþróttir og
mættu oft á kappleiki. Magnús
hafði mikinn áhuga á bæjarmálum
og kom oft til mín til að ræða um
það sem efst var á baugi hverju
sinni, bæði í bæjarmálum og lands-
málum. Eddu og Móa er sárt sakn-
að hér á Nesinu og við kveðjum
góða vini með eftirsjá. Við sendum
Katrínu og Birni og dætrum þeirra
kveðjur okkar.
Sigríður Gyða og
Sigurgeir Sigurðsson.
RAKEL
ÁRNADÓTTIR
+ Rakel Árnadóttir fæddist á
fsafirði 27. ágúst 1936. Hún
lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur
29. september síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði 7. októ-
ber.
Elsku Rakel frænka. Nú ertu
farin upp til himna þar sem þér líð-
ur betur. Þegar pabbi minn, Snæ-
bjöm, hringdi í mig og sagði að þú
værir dáin, stoppaði hjartað í mér í
smástund, en samt áttaði ég mig
ekki á að þú værir dáin. Mér fannst
guð ósanngjam að taka þig burt
svona unga. En ég á góðar minn-
ingar um þig sem ég aldrei gleymi.
Alltaf þegar pabbi minn, Snæ-
bjöm, kom í bæinn frá Isafirði
^komum við alltaf til þín í flotta
stóra húsið þitt og Braga í Fagra-
hvamminum í Hafnarfirði. Síðan
þegar við kvöddum sagðir þú alltaf
við mig að ég þyrfti að koma aftur
til þín, því ég ætti nú heima í Hafn-
arfirði. Ég sagði að ég myndi koma
fljótt aftur, en kom aldrei nema
með pabba þegar hann var fyrir
sunnan. Þegar ég gekk framhjá
húsinu þínu og Braga hugsaði ég til
þín og hvort ég ætti að koma til þín
í heimsókn, en gerði það aldrei því
ég var svolítið feimin.
Seinustu árin höfum við pabbi
ekki heimsótt þig, af tímaleysi, sem
ég sé eftir í dag og ég hugsa bara
að ef ég hefði farið oftar í heimsókn
til þín þá liði mér betur.
A ættarmótinu sem var fyrir
þremur árum varstu svo fjörug og
skemmtileg. Ég man ennþá eftir
hve góð þú varst alltaf og mun
aldrei gleyma því.
Elsku Rakel frænka, ég bið að
heilsa Bjössa afa og bið guð að
geyma ykkur. Elsku Bragi, Guð-
mundur, Sigga, Doddi og Daði, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur í þessari miklu
sorg.
Dagný Sif Snæbjamardóttir.
+
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug og vinsemd við fráfall dóttur okkar og
systur,
RÓSU JÓNSDÓTTUR.
Jón Hrólfur Sigurjónsson,
Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir,
Daði Jónsson.
Safnaðarstarf
Kirkjudagur
Fríkirkju-
safnaðarins í
Hafnarfirði
Á MORGUN, sunnudag 17. októ-
ber, verður árlegur kirlqudagur
safnaðarins og hefst hann með
bamasamkomu í kirkjunni kl. 11 en
umsjón með bamastarftnu hafa þau
Sigríður Kristín Helgadótir, Om
Amarson og Edda Möller.
Guðsþjónusta verður síðan að
venju kl. 14 og mun kirkjukórinn
leiða söng undir stjóm Þóm V. Guð-
mundsdóttur, organista, og eldri
deild bamakórs kirkjunnar mun
einnig flytja nokkur haustlög í
guðsþjónustunni. Stjórnandi barna-
kóra kirkjunnar er Sigríður Ása
Sigurðardóttir.
Að lokinni guðsþjónustu hefst
síðan hin árlega kaffisala kvenfé-
lags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og
fer hún fram á báðum hæðum safn-
aðarheimilisins á Linnetsstíg 6 en
það er næsta hús fyrir neðan kirkj-
una.
Allur ágóði af kaffisölunni fer að
sjálfsögðu til kirkjustarfsins. Er
það von okkar að safnaðarfólk og
aðrir gestir fjölmenni til kirkjunnar
á kirkjudegi.
Einar Eyjólfsson
fríkirkjuprestur.
Saga kvenna-
baráttunnar í
Kvennakirkj unni
Kvennakirkjan heldur guðþjón-
ustu í Grensáskirkju sunnudaginn
17. október kl. 20.30. Fjallað verður
um sögu kvennabaráttu þessarar
aldar á leikrænan hátt. Sóley Stef-
ánsdóttir guðfræðinemi prédikar.
Margrét Eir Hjartardóttir syngur
einsöng. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir almennan safnaðarsöng og
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á
píanó.
Nýlega hélt Kvennakirkjan ráð-
stefnu um stöðu kvennabaráttunnar
og er umfjöllunin í messunni í beinu
framhaldi af því. Einnig var ákveðið
að halda umræðunni áfram á mánu-
dögum í stofu Kvennakirkjunnar,
Þingholtsstræti 17.
Mánudaginn 18. október kl. 17.30
koma tvær konur sem sátu ráð-
stefnuna Konur og lýðræði og segja
frá, þær Hjördís Hákonardóttir lög-
fræðingur og dr. Amfríður Guð-
mundsdóttir guðfræðingur. Allir
em velkomnir.
Taize-söngvar og
gestaprestar í
Landakirkju
Bænasöngvar kendir við Taize-
þorpið í Frakklandi verða áberandi
við bænar- og kyrrðarstundir
Landakirkju í vetur. Fyrsta stundin
verður fimmtudaginn 14. október og
þar verður héraðspresturinn, sr.
Kristín Þómnn Tómasdóttir, til að
leiða stundina, en hún hefur kynnt
sér taize-hefðina sérstaklega.
Stundin hefst kl. 18 og er gert ráð
fyrir að hún standi í 20-25 mínútur.
Fyrirbænaefnum má koma tii
prestanna eftir ýmsum leiðum fyrir
stundina eða bera bænimar upp við
altarið.
Erlendur prestur, sr. John Stabb,
kemur í heimsókn frá Bandaríkjun-
um og verður með prestum Landa-
kirkju í starfi dagana 14. til 17.
október. Hann er hingað kominn til
að kynna sér daglegt starf presta á
nokkmm stöðum á íslandi í ljósi
Porvoo-samþykktarinnar, sem er
samstarfssamningur milli lúterskr-
ar kirkju og ensku biskupakirkj-
unnar.
Prestar Landakirkju.
Létt sveifla -
kvöldmessa í
Neskirkju
Kvöldmessa með léttri sveiflu
verður í Neskirkju sunnudags-
kvöldið 17. október kl. 20. Reynir
Jónasson, harmonikkuleikari og
organisti, sér um tónlistarflutning
ásamt hljómsveit og sönghópnum
Einkavinavæðingu. Hljómsveitina
skipa Edwin Kaabewr, sem leikur á
gítar, Ómar Axelsson á bassa,
Sveinn ÓLi Jónsson á trommur en
sjálfur mun Reynir leika á harmon-
ikku. Hálftíma fyrir messu flytur
hljómsveitin tónlist í kirkjunni. Að
messu lokinni verður fundur með
foreldrum fermingarbama í safnað-
arheimilinu. Prestur er sr. Öm
Bárður Jónsson.
Sama dag kl. 14 er hefðbundin
guðsþjónusta safnaðarins sem sr.
Frank M. Halldórsson annast.
Sunnudagaskólinn er nú kominn
vel í gang. Fjöldi bama og foreldra
kemur til kirkju kl. 11 á sunnudög-
um. Starfinu er skipt í tvo hópa.
Yngri bömin em í kirkjunni en 8-9
ára böm í safnaðarheimilinu. Notað
er mjög vandað fræðsluefni. Börnin
fá veggspjald og myndir til að líma
á spjaldið. Fjallað er um kristna trú
í landinu í þúsund ár. Óhætt er að
fullyrða að bæn og trúariðkun er
eitt besta veganesti sem börn fá
fyrir lífsgönguna. Stuðlum að því að
bömin fari ekki á mis við að kynn-
ast þeirri lífæð sem trúin er.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra í
dag kl. 13. Ferð. Loftskeytastöðin
við Suðurgötu heimsótt og fjar-
skiptasafn Landssímans skoðað.
Kaffiveitingar í safnaðarheimili. AU-
ir velkomnir. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar-
dagsskóli fyrir krakka.
Hvammstangakirkja. Sunnudaga-
skóli kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11.
TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjóm-
andi Eiín Jóhannsdóttir. Unglinga-
kórinn: Æfing í safnaðarheimilinu
Vinaminni kl. 14. Stjórnandi Hann-
es Baldursson.
KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur:
Samkoma kl. 14, ræðumaður Sigrún
Einarsdóttir. Allir hjartanlega vel-
komnir. Þri: Bænastund kl. 20.30.
Mið: Samverustund unglinga ki.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ilaganrsson
Svæðismót Norðurlands
í tvímenningi
SVÆÐISMÓT Norðuriands í tví-
menningi fer fram á Sauðárkróki
laugardaginn 23. október nk. Fyrir-
hugað er að mótið hefjist kl. 10 stund-
víslega og reiknað er með að spilað
verði um 60 spil, en það fer eftir þátt-
töku. Mótshaldari er Bridsfélag Sauð-
árkróks og spilastaður er veitingahús-
ið Kaffi Krókur við Aðalgötuna á
Króknum.
Ákveðið er að spilaður verði
barometer tvímenningur. Keppnis-
gjald er 2.500 á par. Við viljum biðja
ykkur að kynna þetta í ykkar félögum,
hvetja til þátttöku og láta okkur heyra
frá ykkur sem allra íyrst.
Þátttaka tilkynnist hjá Ásgrími Sig-
urbjörnssyni, sími 455-5504, heimasími
453-5030 eða Guðna Krisjánssyni, simi
453-5433, heimasími 453-5359, fyrir
fimmtudaginn 21. október kl. 20.
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
11. október lauk tvímenningskeppni
sem spiluð var mánudögum í septem-
ber og október í samtals 5 skipti.
Keppnin fór fram í Ásgarði Glæsibæ.
Urslit urðu þannig:
Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 1167
Þórarinn Amason - Fróði B. Pálsson 1115
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 1107
Auðunn Guðm.sson - Albert Þorsteinss. 1100
Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 1025
Fimmtudaginn 7. október, 23 pör.
Meðalskor 216 stig.
N/S
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 245
Sigtryggur Ellertss. - Þorstónn Laufdal 244
Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 243
Bergljót Rafnar - Soffla Theódórsdóttir 242
A/V
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 259
Alda Hansen - Margrét Margeirsdóttir 252
Olafur Ingvarsson - Kristján Olafsson 250
Mánudaginn 11. október, 22 pör.
Meðalskor 216 stig.
N/S
ViggóNorquist-HjálmarGíslason 271
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 241
IngunnBemburg-Elín Jónsdóttir 237
A/V
Kristján Olafsson - Olíver Kristófersson 271
Fróði B. Pálsson - Þórarinn Amason 249
Júlíus Guðmundsson - Rafn Krisjánsson 246
Bridsfélag Akureyrar
Þá er lokið Greifatvímenningi félags-
ins og öruggir sigurvegarar urðu Páll
Pálsson og Þórarinn B. Jónsson með
157 stig. í öðru sæti urðu Skúli Skúla-
son og Guðmundur með 111 stig og í
þriðja sæti urðu Reynir Helgason og
Haukur Grettisson með 98 stig. Næsta
mót er Akureyrarmót í tvímenningi og
hefst það þriðjudaginn 19. október.
Bridsspilarar á Akureyri eru hvattir
til að láta sjá sig i Akureyrarmótinu og
einnig er spilað á sunnudögum og þar
er tilvalið fyrir byrjendur að láta sjá
sig. Spilað er í Hamri, Félagsheimili
Þórs.