Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 64

Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 64
* 64 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrirlestur um þvagleka hjá konum HELGA Sæunn Sveinbjömsdóttir, verkefnisstjóri á hjúkrunarsviði hjá Heilbrigðisstofnun Austuriands, ílytur fyrirlestur um „Þvagleka hjá konum 55 ára og eldri í Egils- staðalæknishéraði" í málstofu í hjúkrunarfræði á vegum Rannsókn- arstofnunar í hjúkrunarfræði mánu- daginn 25. október klukkan 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34. Þvagleki er algengt vandamál á meðal kvenna og getur valdið þeim andlegum, líkamlegum, félagslegum og fjárhagslegum vandamálum, seg- ir í fréttatilkynningu. Konur sem þjást af þvagleka reyna frekar að hjálpa sér sjálfar á ýmsan hátt og oft með lélegum árangri en að leita sér aðstoðar hjá heilbrigðisstarfs- fólki. í þessari rannsókn var tíðni þvagleka könnuð á meðal kvenna á aldrinum 55 og eldri sem dvelja heima hjá sér í Egilsstaðalæknis- héraði. Einnig voru kannaðar að- ferðir sem þessar konur notuðu til þess að meðhöndla þvaglekann. Niðurstöður þessarar könnunar benda til þess að nærri helmingur allra íslenskra kvenna sem eru 55 ára og eldri og dvelja ekki á stofn- unum hafi einhvem þvagleka og einn þriðji þeirra hafi mikinn þvag- leka. Niðurstöðumar gefa einnig til kynna að þær konur sem hafa þvag- leka meðhöndli þvaglekann frekar sjálfar heldur en að leita sér hjálpar hjá heilbrigðisstarfsfólki. Ráðstefna um aðgengi fyrir alla SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og ferlinefnd félagsmálaráðuneyt- isins efna til ráðstefnu um aðgengi fyrir alla á Hótel Loftleiðum mánu- daginn 18. október og hefst hún kl. 9 árdegis. Markmið ráðstefnunnar er m.a. að kynna nýútkomna handbók sem ber titilinn „Aðgengi fyrir alla“. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar ' sem gefin er út hér á landi. í öðm lagi er tilgangur hennar að kynna þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðgengi fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu, á Akureyri og í fleiri sveitarfélögum og að ræða stöðu ferlimála og framtíðarsýn nú á Ari aldraðra, segir í fréttatilkyn- inngu. Ráðstefnan er einkum ætluð sveitarstjórnamönnum, tækni- mönnum sveitarfélaga, hönnuðum og öðmm þeim sem láta sig varða aðgengi. Ráðstefnan er öllum opin. Þátt- tökugjald er 3.000 kr. ---------------- Kristján L. Möller, Jóhann Ár- sælsson, Gísli Einarsson og Bryn- dís Hlöðversdóttir ræða stjóm- málaástandið. Að loknu kaffihléi verða lög kjördæmasambandsins lögð fram og kosin stjórn sam- bandsins. Fundurinn er opinn öllu stuðn- ingsfólki Samfylkingarinnar. Þetta er fimmta kjördæmasamband Samfylkingarinnar sem stofnað er. Áður er búið að stofna slík sam- bönd á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi og nú á Norðurlandi vestra. -------♦♦-♦------- Lýsir eftir bifreið LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreið sem stolið var síðast- liðinn miðvikudag við Bólstaðar- hlíð. Skráningarnúmer bifreiðar- innar er JU-805 og er hún af gerð- inni Saab 900 árgerð 1989, brún að lit. Biður lögreglan þá, sem hafa séð bifreiðina eftir miðjan dag á miðvikudag, að hafa samband við sig. ------♦♦♦----- Samfylkingin á Norðurlandi vestra Kj ördæmissam- band stofnað STOFNFUNDUR Kjördæmasam- bands Samfylkingarinnar í Norð- urlandskjördæmi vestra verður haldinn sunnudaginn 17. október kl. 14 í Hótel Varmahlíð. Margrét Frímannsdóttir og Sig- hvatur Björgvinsson alþingismenn ræða framtíðarsýn og væntanlega flokksstofnun. Alþingismennirnir Ráðstefna um þök í íslenskri veðráttu Á SÍÐUSTU árum hafa miklar breytingar átt sér stað varðandi uppbyggingu, útlit og endurnýjun þaka. Fjöldi nýrra þakefna og breyttar áherslur og kröfur um frágang og útlit hafa leitt af sér nýjar lausnir á þessu sviði. Föstudaginn 15. okt. munu Tæknifræðingafélag Islands og Verkfræðingafélag íslands standa fyrir ráðsteftiu um ofangreint mál- efni. Á fundinum munu helstu fræðimenn landsins á viðkomandi sviði fjalla um gerð og uppbygg- ingu þaka, greina frá viðgerðarað- ferðum, umfangi viðgerða, kostn- aði, útliti ábyrgð o.fl. Þá verður hugað að framtíðinni um þakgerðir, litið um öxl og rakin þróun við gerð og útlit þaka. Ráðstefnan verður haldin á Engjateigi 11. Skráning fer fram á skrifstofu félaganna. ------♦♦♦------ Barnamyndin Hörkuklump- urinn sýnd SÆNSKA kvikmyndin „Dunder- klumpen11 eða Hörkuklumpurinn í fundarsal Norræna hússins sunnu- daginn 17. október kl. 14. Myndin er ætluð börnum og fullorðnum. Þetta er leikin mynd með teikn- uðu ívafi og mætast þar teiknaðar persónur og veruleikinn. Aðalper- sónumar eru Hörkuklumpurinn, strákurinn Jens, álfurinn Blómahár- ið, Jorm jötunn og íleiri spennandi persónur. Myndin er gerð 1974. Sýningartíminn er ein og hálf klukkustund. Sænskt tal er í mynd- inni. Aðgangur er ókeypis. FONDURVORUR SÉRHÆFÐ f GLERVINNU 0G K0RTAGERÐ ♦Sóðinsgötu 7 ÍOHMiffí Sími 562 8448 & í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lokun hjá ríkissjónvarp- inu, gott mál ÁSTÆÐA fyrir skrifum mínum er vegna fréttar Stöðvar 2 í gær sunnudag vegna lokunaraðgerða Heimdallar á ríkissjón- varpið. Ég sá þessar aug- lýsingar Heimdallar í skól- anum mínum og vöktu þær athygli samnemenda minna. Þessi aðferð þeirra til að sýna fram á það óréttlæti sem ríkissjón- varpið hefur komist upp með í gengum árin, var skemmtilega úr garði gerð og vakti athygli mína. Mig langar til að lýsa yfir full- um stuðningi við Heimdall ásamt því að kasta fram þeirri spurningu hvort ein- hver hafi athugað þann kost að fara í mál við ríkis- sjjónvarpið fyrir hönd allra Islendinga. Svona óþolandi óréttlæti á að hindra nú þegar og ég skora á alla Islendinga að ígrunda þann möguleika alvarlega. Ég segi bara ,Áfram Heimdallur!" Stuðningsmaður. Villandi gagnrýni ER HÆGT að segja mjög lagvissan mann laglausan? Auðvitað ekki. Skissa er fyrst og fremst mynd sem er rissuð upp og ekki út- færð. Engin slík skissa er á sýningu Sigurðar Ey- þórssonar í Gallerý Fold sem nú stendur yfir, eins og Jón Proppé vill vera láta í gagnrýni sinni í Morgunblaðinu í dag, mið- vikudaginn 13. október. Er hann ólærður í myndlist? Veit Jón Proppé ekki hvað myndbygging er? „...í þeim virðist ekki farið af stað með neina ákveðna heild- arhugmynd og myndbygg- ing hefur stundum greini- lega ekki verið vel ákveðin fyrirfram." Það skýtur nokkuð skökku við hjá Jóni að ýja að flaustri vegna þess að notkun Sig- urðar á myndbyggingu og rými í mynd er fyrsta flokks, áberandi vel ígrunduð og allt út í gullin- snið, fýrir þá sem vita hvað það er. Er gagnrýni Morg- unblaðsins til þess gerð að gefa villandi upplýsingar? Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir. Göngustígur við Bláa lónið ÍRIS hafði samband við Velvakanda og vildi benda á að göngustígurinn við Bláa lónið væri helst til langur. Hún og maki henn- ar, ásamt öðrum hjónum, höfðu farið þangað á mánudaginn til þess að fá sér kaffisopa og væru þau öryrkjar og ættu erfitt um gang. Þeim fannst erfitt að ganga þennan spotta. Fyrirspurn til RÚV HVAÐ meina forsvars- menn RÚV með því að flytja leikrit um valdarán á Islandi á samtengdum rás- um 1 og 2 sl. laugardag. Fannst mér þetta leikrit ekkert sniðugt og vil ég fá skýringu á því hvað þeim hafi gengið til að flytja það. Var mér sagt að mikið hefði verið hringt frá elli- heimilum því að þar hafi fólk orðið mjög hrætt er það hlustaði á útvarpið. Finnst mér þetta fyrir neðan allar hellur og mjög óviðeigandi og vil ég fá skýringar á þessu. Áslaug Kjartansdóttir. Tapað/fundið Stór svört taska týndist STÓR svört taska týndist úr bíl annaðhvort í Karfa- vogi eða á Sogavegi í byrj- un vikunnar. I töskunni voru kennslugögn sem nýtast engum nema eig- anda og er gagnanna sárt saknað. Skilvís fínnandi hafi samband við Ragn- heiði í síma 554 1400, 698 5218 eða 553 7578. Fundarlaun. íkornastytta týndist ÍKORNASTYTTA týndist frá Torfufelli 36 sl. sumar. Þeir sem kannast við að hafa styttuna undir hönd- um eru beðnir að skila henni aftur á sama stað. Gullhálsmen týndist GULLHÁLSMEN með blóðsteini týndist helgina 8.-10. október. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 8744. Dýrahald Svartur kettlingur í óskilum SVARTUR stálpaður kett- lingur, ómerktur og ólar- laus, er í óskilum í Uthlíð í Reykjavík. Þeir sem kann- ast við kettlinginn vinsam- lega hafið samband í síma 552 7031 eða vs. 515 3900 eða 896 3764. Læða týndist í Garðabæ GRÁBRÖNDÓTT læða týndist frá Furulundi 4, Garðabæ, aðfaranótt mánudagsins sl. Hún er merkt og á að vera með ól. Þeir sem hafa orðið henn- ar varir hafi samband í síma 565 7524. SKAK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í deilda- keppni Skáksam- bands Is- lands um síðustu helgi. Ar- inbjörn Gunnars- Svartur leikur og vinnur. son var með hvítt, en Jón Viktor Gunnarsson hafði svart og átti leik. 22. - He2! 23. Rxe2 - Hxe2 24. Ddl - Hg2+ 25. Kfl - Hxc2 26. Dxf3 - Rxd4 27. De3 - Df5+ og hvítur gafst upp. Víkverji skrifar... VÍKVERJA er ljóst að góðæri rík- ir í landinu. Að vísu hefur af- rakstur góðærisins ekki skilað sér beint í launaumslag Víkverja, nema að mjög takmörkuðu leyti, en hann hefur á undanförnum árum verið að losna úr húsnæðisskuldafeninu og það mun- ar um minna. Víkverji hefur því meira umleikis nú en oftast áður og er þokkalega sáttur við lífið og tilveruna, þannig séð. Víkverja virðist líka, þeg- ar hann Mtur í kringum sig, að kaup- geta almennings hafi aukist talsvert á undanfömum árum, miðað við það sem var í upphafi þessa áratugar. Bættur fjárhagur fólks er auðvitað af hinu góða, en getur þó haft í för með sér ýmsar aukaverkanir. Mönn- um hættir til að taka ógætileg hliðar- spor og spenna bogann óþarflega hátt með eyðslusemi og kæmleysi í peningamálum. Hjá Víkverja hefur þetta meðal annars komið fram í því að hann hefur endurnýjað hjá sér ýmis heimilistæki, sem kannski hef- ur ekki verið brýn þörf á, og hann er hættur að nenna að fara í Bónus til að gera hagstæðari matarinnkaup, eins og hann gerði fyrir nokkram ár- um. Þannig slær góðærið á verðskyn almennings og þeir sem stjórna vöraverðinu eru vísir til að ganga á lagið, enda löng hefð fyrir því að ís- lenskir neytendur láti bjóða sér hvað sem er þegar verðlagsmál era ann- ars vegar. Þess vegna er vöruverð mun hærra á íslandi en í flestum öðram löndum. í þessum efnum geta neytendur sjálfum sér um kennt. X X x ÓTT Víkverji sé þokkalega sátt- ur með sinn hlut finnst honum samt sem góðærið hafi að sumu leyti farið framhjá honum. Hann hefur það á tilfinningunni að hann sé að missa af einhverju. Kannski stafar það af því að hann hefur aldrei kunn- að að fara með peninga, hefur ekkert vit á verðbréfamörkuðum og ber ekkert skynbragð á hagvöxt og hagn- að. Víkverji getur því engu um kennt nema eigin aulahætti að hann er ut- anveltu í dansinum í kringum gull- kálfinn. Hann er með öðram orðum fífl í peningamálum. Hávar Sigurjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, lýsti þessu fyrir- brigði vel í ágætri viðhorfsgrein sinni, „íslenska gullæðið“ í blaðinu nýverið svohljóðandi: „Hér ríkir orð- ið það merkilega viðhorf að þeir sem ekki kunna að græða séu einfaldlega fífl. Þeir sem leggja sig niður við kennslu til að lifa á því eru fífl, þeir sem leggja sig niður við að gæta barna til að lifa af því eru fífl, þeir sem yfirhöfuð leggja sig niður við að vinna láglaunastörf til að lifa á þeim era fífl, því allir aðrir hafa vit á að gera eitthvað annað ábatasamara.“ í samræmi við þessar staðhæfingar er Víkverja ljóst að það er auðvitað ekk- ert annað en fábjánaháttur af honum sjálfum að hafa ekki vit á að notfæra sér góðærið til að græða á því. x x x VÍKVERJI sá sem skrifar pistil dagsins rak upp mikið rama- kvein hér á dögunum þegar bensín- verðið hækkaði um rámar fimm krónur á lítrann. Hækkunin var sögð óhjákvæmileg vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og engin ástæða til að vefengja það. Nú hafa hins vegar þau tíðindi spurst út að heims- markaðsverð hafi lækkað aftur og því viðbúið að sú lækkun skili sér innan tíðar í lækkandi bensínverði hér á landi - eða hvað? Það fer vitaskuld eftir birgðastöð- unni, en brögð hafa verið að því á undanförnum áratugum að lækkun heimsmarkaðsverðs á bensíni hafi skilað sér seint og illa inn í verðlagið og svo óheppilega viljað til að miklar bensínbirgðir hafa jafnan verið til í landinu þegar verðið lækkar á heimsmarkaði. Vonandi hafa olíufé- lögin ekki verið það óforsjál og sein- heppin í þetta skipti að birgja sig svo upp af bensíni á uppsprengda verð- inu að birgðirnar endist fram yfir aldamót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.