Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 5 7
FRÉTTIR
Fulltrúar guðfræðideildar og verk- og raunvisindadeildar veita prent-
urunum móttöku. Á myndinni eru frá vinstri þeir Hjalti Hugason, pró-
fessor við guðfræðideild, og Jónas Eliasson, prófessor í verkfræði,
Arnar Rafn Birgisson og Nökkvi Sveinsson.
Framlag til tölvu-
átaks Stúdentaráðs
og Hollvina
Drótt-
skátamót í
Þórsmörk
SKÁTAFÉLÖGIN og Hjálp-
arsveitir skáta í Garðabæ,
Hafnarfírði og Kópavogi
halda mót fyrir dróttskáta í
Þórsmörk helgina 22.-24.
október.
Tilgangur mótsins er að
skapa samstarfsvettvang íyr-
ir björgunarsveitir og drótt-
skátasveitir, en það kallast
starf skáta á aldrinum 15-18
ára. Einnig er markmiðið að
dróttskátar haldi eigið mót
þar sem dróttskátar úr þess-
um þremur sveitarfélögum
koma saman ásamt björgun-
arsveitum, kynnast innbyrðis
og eigi saman ánægjulega
helgi við leik og störf við
þeirra hæfí, segir í fréttatil-
kynningu.
Gist verður í skála Útivist-
ar í Básum en dagskráin fer
fram víða um Goðaland og
Þórsmörk. A dagskrá er með-
al annars 12 tíma póstaleikur
þar sem dróttskátarnir taka
þátt í klettaklifri, bjargsigi,
ísklifri, kanósiglingu, svífa á
svifbraut, þjálfast í skyndi-
hjálp, rötun, að vaða jökulá
og talstöðvanotkun. Einnig
munu dróttskátarnir taka
þátt í næturleik, kvöldvökum
og metamóti. í lok mótsins
verður kynning á starfsemi
björgunarsveita og á hvaða
hátt dróttskátastarf getur
verið undirbúningur að starfi
í björgunarsveit.
FULLTRÚAR Háskóla íslands,
Stúdentaráðs Háskóla íslands og
Hollvinasamtaka Háskóla veittu nú
nýverið viðtöku framlagi í tölvuátak
Stúdentaráðs og Hollvinasamtak-
anna. Fyrirtækið Kjaran-Tæknibún-
aður gaf þrjá Minolta laserprentara
en verðmæti þeirra er um 900.000
kr. Framlag þeirra er eitt það
stærsta í vélbúnaði sem borist hefur
átakinu en tölvuátakið hefur nú stað-
ið yfir í eitt ár.
Markmið átaksins er tvenns kon-
ar. í fyrsta lagi að safna ýmiss konar
tölvukosti fyrir Háskóla íslands og
hins vegar að vekja athygli á bágri
stöðu skólans í þessu sambandi.
Stærsti siguri átaksins er fólginn í
auknum skilningi á nauðsyn þess að
Háskólinn sé vel búinn tölvum og
hugbúnaði.
Framlög til átaksins nálgast nú
þriðja tug milljóna króna. Nú stend-
ur yfir lokahrina átaksins í formi út-
hringinga til fyrirtækja en átakinu
lýkur 1. desember
KR stofnar skákdeild
SKAK
K R - h e í m i I i ð
Stofnfundur skákdeildar
20.10. 1999
VELGENGNI Knattspyrnufé-
lags Reykjavíkur virkar greinilega
eins og vítamínsprauta á fylgis-
menn félagsins og hvetur þá til
dáða á öllum sviðum. Nú er í undir-
búningi stofnun skákdeildar KR og
verður félagið þar með fyrsta al-
menna íþróttafélagið til að stofna
skákdeild innan sinna vébanda.
Skákklúbbur hefur að vísu verið
starfandi á miðvikudagskvöldum í
skjóli félagsins í þrjú ár, en í ljósi
breyttra aðstæðna þykir félags-
mönnum nú við hæfi að bæta um
betur, og hefur aðalstjórn KR veitt
samþykki sitt fyrir stofnun deildar-
innar. Þetta þýðir væntanlega að
skákdeildin verður með svipaða
stöðu innan KR og aðrar deildir fé-
lagsins, svo sem knattspymudeild,
skíðadeild, sunddeild og borð-
tennisdeild.
Stofnfundur skákdeildarinnar
verður haldinn í KR-heimiIinu við
Frostaskjól miðvikudaginn 20.
október kl. 20. Á fundinum verða
kynnt drög að lögum deildarinnar,
kosin verður fyrsta stjóm hennar
og svo verða lögð á ráðin um fram-
hald starfseminnar og markmið. Á
fundinum er ætlunin að leggja fram
bók þar sem öllum gefst kostur á að
gerast stofnfélagar og mun bókin
liggja frammi til áramóta.
Það er viðeigandi á aldarafmæli
KR að gera íþrótt hugans hærra
undir höfði með þessum hætti.
Hver veit nema þessi deild eigi svo
eftir að gefa KR-ingum ærlegt til-
efni til fagnaðarláta þegar fram líða
stundir.
Allir þeir sem áhuga hafa eru
velkomnir í KR-heimilið á miðviku-
dagskvöldum, því þá er það skákin
sem þar ræður ríkjum.
Með þessu nýja félagi verða sex
taflfélög starfandi í Reykjavík og er
spurning hvort þau hafa nokkurn
tíma verið fleiri. Auk hins nýja fé-
lags eru eftirtalin félög með um-
talsverða starfsemi: Taflfélag
Reykjavíkur, Taflfélag Hreyfils,
Taflfélagið Hellir, Taflfélag eldri
borgara og Skákfélag Grand-Rokk.
Það er spurning hvort þetta
frumkvæði KR-inga sé vísir að því
sem verða skal. Ymsar breytingar
eru að verða á skákinni og sífellt
fleiri þjóðir flokka hana sem íþrótt.
Þetta á ekki síst við ýmsa nágranna
okkar í Evrópu. Þá gerðist það í
júní á þessu ári, að alþjóðlega
Ólympíunefndin veitti FIDE aðild
að Ólympíuhreyfingunni og viður-
kenndi skák þar með sem íþrótt.
Það má því búast við því að fljót-
lega verði skákin kynnt sem keppn-
isíþrótt á Ólympíuleikunum.
Á annað hundrað lönd í heimin-
um setja skákina í flokk með öðrum
íþróttagreinum, þó það sé ekki gert
hér á landi. Til þess að breyting
verði þar á er nauðsynlegt að Skák-
samband íslands sæki um aðild að
íþróttahreyfingunni.
Kiwanismótið á Akureyri í dag
Kiwanismótið í skák verður
haldið í dag, laugardaginn 16. októ-
ber kl. 11, í Lundarskóla. Mótið er í
boði Kiwanisklúbbsins Kaldbaks
og er opið öllum börnum á grunn-
skólaaldri.
Haustmót Skákfélags Akureyrar
í barna- og unglingaílokkum hefst
síðan að viku liðinni, 23. október
klukkan 13:30. Mótið verður haldið
á Skipagötu 18, annarri hæð.
Hraðskákmót á
Grand-Rokk í dag
Nú stendur yfir hjá Skákfélagi
Grand-Rokk fjögurra móta keppni.
Þriðja mótið í keppninni verður
haldið í dag, laugardaginn 16. októ-
ber, og hefst klukkan 14.
Sigurvegari á hverju móti fær
verðlaun, en að auki eru gefin stig
iyrir heildarframmistöðu. Sá sem
fær flest stig úr þremur mótum
verður krýndur meistari mótarað-
arinnar og fær að auki 20 þúsund
króna verðlaun. Þátttakendur geta
skráð sig á Grand-Rokk, Smiðju-
stíg 6, þar sem mótið verður haldið.
Keppnisgjald er 300 krónur á
hverju móti og eru allir skákáhuga-
menn, 20 ára og eldri, velkomnir.
Fullorðinsmót á nxánudag
Taflfélagið Hellir hleypti af
stokkunum nýjum þætti í starfsemi
félagins síðastliðið vor með því að
bjóða upp á skákmót fyrir skák-
menn 25 ára og eldri.
Sjöunda fullorðinsmót Hellis
verður haldið mánudaginn 18.
október klukkan 20. Teflt verður í
Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í
Mjódd, þ.e. á sama stað og deilda-
keppnin var haldin um síðustu
helgi.
Tefldar verða 7 skákir eftir Mon-
rad-kerfi þar sem hvor keppandi
hefur 10 mínútna umhugsunar-
tíma. Ekkert þátttökugjald er á
fullorðinsmótum Hellis.
Þeir Rúnar Berg og Magnús
Gunnarsson sigruðu á síðasta full-
orðinsmóti Hellis, sem haldið var í
september.
Eins og áður sagði eru fullorð-
insmótin aðeins hugsuð fyrir 25 ára
og eldri.
Skákmót á næstunni
18.10. Hellir. Fullorðinsmót kl. 20
21.10. SA Tíu mínútna mót kl. 20
23.10. SÍ Heimsm.mót bama
25.10. Hellir. Atkvöld
28.10. SA Öldungamót kl. 20
31.10. Hellir. Kvennamót
31.10. SA Hausthraðskákmót kl. 14
31.10. TR Hausthraðskákmót
Aðstandendur móta, sem hafa
fengið kynningu í skákþættinum,
eru beðnir um að senda inn upplýs-
ingar um stöðu og úrslit mótanna.
Daði Örn Jónsson
3-4 nietra gömul viðja var söguð niður og gefur nú garðinum
japanskt útlit.
Stór tré og klippingar
SKILGREINING á því hvað sé
stórt tré er samkvæmt bygging-
arreglugerð frá 1. júlí 1998 öll
tré yfir 4 metrar á hæð. En stórt
tré er ekki bara stórt tré. I litl-
um garði getur hvaða tré sem er
yfir 2 metrar talist
stórt tré. Á stórum
opnum svæðum vítt
og breitt um borgina
myndi enginn segja
að 2 metra tré væri
stórt og ekki heldur
4 metra tré. Hvergi
nema á Islandi er til
opinber skilgreining
á háum trjám, hvað
þá að 4 metra tré sé
hátt og megi ekki
fella nema með leyfi
byggingaryfirvalda.
Sá trjágróður sem
mest er notaður í út-
plöntun hér á landi
einkennist af gróf-
gerðum og harð-
gerðum tegundum sem best
henta á stór opin svæði og til
skjóls á nýbyggingarsvæðum.
Fyrir 30 árum eða svo voru lóðir
í íbúðarhverfum töluvert stærri
en lóðir eru í dag. Algeng lóðar-
stærð var 1000-1500 m2, en í
dag er algeng lóðarstærð um
500-700 m2. Fyrir þann tíma
voru lóðirnar litlar, eða á bilinu
500-700 m2. Það má einnig segja
að í tæplega 1500 m2 lóðir þarf
talsvert meiri gróður og stærri
tré en í 500 m2 lóðir. Nú er kom-
inn tími til að grisja og laga til í
görðum sem gerðir voru fyrir
20-30 árum. Fæstir sjá fyrir sér
hvemig lóðimar sem þeir plönt-
uðu í fyrir 20-30 ámm myndu
líta út eftir jafnlangan tíma.
Sumir garðeigendur hafa fylgst
með framvindu gróðursins og
fellt og endurgróðursett, aðrir
hafa ekkert gert umfram klipp-
ingu limgerða. Oft á tíðum er
ástand garðs sem svo er komið
fyrir ekki til fyrirmyndar, nema
hugmyndin hafi verið að íbúar
hússins ætluðu að búa í skógi.
En dimmur garður leiðir einnig
af sér dimm híbýli og er líka oft-
ast orsökin fyrir að garðeigend-
ur fara í hár saman við ná-
granna sína. Önnur hlið á mál-
inu er „níska“ garðeigandans,
sem tímir hreinlega ekki að
klippa grein af trjánum sem
hann plantaði fyrir 20-30 árum
og hlúð hefur að þeim öll þessi
ár. Þar sem mikið er af slíkum
gróðursetningum, jafnvel heilu
hverfin, þá koma oft upp deilu-
mál meðal nági’anna um birtuna
á sólpallinn eða ljós fyrir grasið.
Það er ekkert óalgengt að finna
8-10 metra há sitkagrenitré og
alaskaaspir í lóðum sem eru að-
eins um 500-700 m2 að flatar-
máli. Við getum bara rétt
ímyndað okkur hve miklum
skugga þessi tré varpa á nán-
asta nágrenni og sér í lagi suð-
urhluta nágrannalóðarinnar.
Aftur á móti er ekkert sem
mælir á móti því að planta stór-
vöxnum trjám á norðurmörk
lóða við enda byggðar og á jöðr-
um úthverfa þar sem þau
skyggja ekki á suðurmörk neins
af nágrönnunum.
En er ekki hægt að læra af
reynslu undanfarinna ára og
hætta að planta þessum trjám
sem verða 8-10 metra há á
nokkrum árum? Með því mætti
fyrirbyggja samskiptavandamál
milli nágranna. Það er ennþá
verið að planta
sitkagreni og ala-
skaösp í litlar lóðir
þótt fyrir séu á
markaðnum tré sem
eru lágvaxnari og
ná þessari hæð ekki
á tveimur áratug-
um. Margir hugsa
eflaust sem svo að
trén verði ekki
vandamál fyrr en
þeir eru allir, en þá
er það ekki þeirra
höfuðverkur.
Algengustu deilu-
mál sem Húseig-
endafélagið fær eru
deilur um trjágróð-
ur á lóðamörkum.
Fyrir slíkar deilur má auðvelda
komast með breyttu plöntuvali
og leiðbeiningum til garðeig-
enda um trjáklippingar. Allar
trjátegundir þola klippingar.
Sumar þola að vera skornar nið-
ur að rót eins og víðitegundirnar
og endumýja sig á þann hátt.
Hægt er að tefja lengdarvöxtinn
með því að klippa toppana ofan
af trjánum eins og hægt er að
gera við furur. Stórvöxnum
trjám í litlum lóðum má auð-
veldlega halda litlum með reglu-
legum klippingum og snyrting-
um. Japanh- hafa mörg hundruð
ára reynslu af slíkum klipping-
um og er þá talað um „Bonsai“-
tré. Limgerði úr birki eða reyni-
viði, sem algengt var að planta á
lóðamörk fyrir nokkrum áratug-
um, má lækka niður í 2 metra og
fá fallegt og þétt hekk eftir 2-3
ár. Eins má klippa selju og ala-
skaösp til og fá fallegar og þétt-
ar krónur. Birkitré má klippa og
forma í keilur og kúlur, allt eftir
hugmyndaflugi.
Það er útbreiddur misskiln-
ingur að stór tré þoli ekki klipp-
ingu, og eins virðast ríkja
ákveðnir fordómar um lögun
trjáa. Birki á helst að vera hátt
og beinvaxið, en ekki lágt og
kræklótt eins og íslenska birkið
er, svo dæmi sé nefnt. Það sem
hentar í skógrækt hentar ekki í
litlar íbúðarhúsalóðir og verður
að skilja á milli trjáræktar í litl-
um görðum og á stórum opnum
svæðum. Heppilegasti tíminn til
trjáklippinga er að vetrinum
(eða snemma vors) þegar laufið
er fallið af trjánum og forðanær-
ing þeirra er komin inn í stofn
og niður í rætur. Þá sést einnig
lögun þeirra vel og auðvelt er að
forma tréð/limgerðið á réttan
hátt. Yfir sumarið er síðan vetr-
arklippingunni haldið við og
tréð/limgerðið fær fljótlega þá
lögun sem því var upphaflega
ætlað með formuninni.
Með þvi að klippa tré og lim-
gerði er hægt að uppfylla
ákvæði byggingarreglugerðar
frá 1. júlí 1998 um hæð á trjá-
gróðri á lóðamörkum og fá lítil
tré í litla garða.
Heiðrún Guðmundsdóttir
líffræðingur.
BLOM
VIKUIVMR
423. þáttur
llmsjón Sigríó-
ur lljartar