Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 34

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 34
34 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Þyngd Magn leptíns í blóðinu er í hlutfalli við fitu- magn. MORGUNBLAÐIÐ Fólinsýra Ófullkomið niðurbrot fól- insýru í móður eykur lík- ur á Down-heilkenni. Heilablóðfall 5-6 skammtar af ávöxtum og grænmeti minnka líkur á slagi. Litarefni fannst í sínus- um allra þeirra fjögurra, sem snýttu sér. Fólinsýra gæti minnkað líkur á Downs-heilkenni Foreldrar Gradys McGrew vissu, áður en hann fæddist, að hann hefði Downs-heilkenni. Hér er hann 1 árs gamall, hraustur drengur og stolt foreldra sinna. AP KONUR sem eiga erfitt með niðurbrot fólínsýru eru líklegri til að eignast böm með Downs- heilkenni, að því er vísindamenn, er starfa á vegum Bandaríkja- stjórnar, hafa komist að. Vekur þetta spurningu um það, hvort vítamínskammtar geti gagnast gegn Downs-heilkennum, líkt og þeir gera gegn ýmsum öðmm fötlunum. Mæður með arfgengan af- brigðileika, er kemur í veg fyrir fólínsýmefnaskipti, reyndust 2,6 sinnum líklegri til að eignast böm með Downs-heilkenni en mæður sem ekki höfðu þennan afbrigðileika, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsókn- ar er birtar vora í American Jo- umal of Clinical Nutrition 28. september. Vísindamenn er starfa hjá Mat- væla- og lyfjaeftirliti Bandaríkj- anna (FDA) gerðu uppgötvunina, en framkvæmdastjóri eftirlitsins, Jane Henney, sagði hana einungis lítið brot af svarinu við þeirri gátu sem Downs væri. Milljónir kvenna virðast hafa umræddan af- brigðileika, en líkumar á að eignast bam með Downs-heilkenni em samt litlar - eða einn á móti sex hundmð. Því hlýtur orsaka heilkenn- anna að vera að mestu að leita annars staðar. Engu að síður „bendir þetta til þess að vert sé að athuga aðra erfðavísa," sagði S. Jill James, lífefnafræðingur, sem stýrði rannsókn- inni. Sérfræðingar em ennfrem- ur áhugasamir vegna þess að niðurstöðumar benda til þess að hægt sé að draga úr líkunum með því að neyta meiri fólínsýra. Þetta hefur þó ekki verið sann- að. „Hafi maður þennan afbrigði- leika og neytir óhollrar fæðu margfaldar það áhættuna," sagði James. Fólínsýra er B-vítamín sem er að finna í grænmeti, baunum, túnfiski, eggjum og fleiri matvælum. A síðasta ári vora settar reglur í Bandaríkj- unum um að fólínsýra sé bætt í ýmsan kommat, til dæmis hveiti og morgunkom. Konur sem neyta 400 míkrógramma af fólínsýra á dag minnka um helming líkumar á að eignast börn með fæðing- argalla í heila eða mænu. Hvort bam fæðist með þessi frávik ræðst á fyrstu dögunum eftir getnað, áður en móðirin veit að hún er bamshafandi. Sérfræðingar í heilbrigð- ismálum mælast til þess að allar konur á barn- eignaraldri taki á hverjum degi fæðubótarefni, til dæmis fjölvítamín, sem inniheldur 400 míkrógrömm af fólínsýra. Medical Tribune News Service. RANNSÓKN hefur leitt í ljós að neysla ávaxta og grænmetis dregur úr hætt- unni á heilablóðfalli (slagi) vegna blóð- þurrðar. Vísindamenn komust að því, að neysla fimm til sex skammta af ávöxtum og grænmeti á dag getur leitt til þess, að hættan á slagi minnki um 31 prósent, í samanburði við neyslu innan við þriggja skammta. Attatíu af hundraði allra heilablóð- falla eru vegna blóðþurrðar. Orsök þeirra er blóðtappi í æðum í heilanum. Talið er að árlega verði um 700 þúsund manns í Bandaríkjunum fyrir heilablóð- falli. Þar af deyja um 160 þúsund af þessum völdum. Hingað til hafa helstu fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heilablóðföllum verið þær að hafa stjórn á blóðþrýstingi og líkamsþyngd, stunda líkamsrækt og reykja ekki. Dr. Kaumudi Joshipura, aðstoðar- prófessor í faraldsfræði við heilsu- farsdeild Harvardháskóla í Banda- ríkjunum, stýrði rannsókninni. Niður- stöðurnar birtust í The Journal ofthe ,. American Medical Association 6. októ- > ber. Hver og einn skammtur af ávöxtum og grænmeti dró úr hættu á heilablóð- falli vegna blóðþuri’ðar um sex prósent. Einnig kom í ljós, að neysla fleiri en sex skammta á dag leiddi ekki til þess að áhættan minnkaði meira en um áður- nefnd 31 prósent. Joshipura og aðstoð- armenn hennar hyggjast næst rannsaka tengsl milli ávaxtaneyslu og hjartaáfalla. Leptín ræður miklu um líkamsþyngd Uppgötvun leptfns mun reynast eins mikilvæg og uppgötvun insúlins. Medical Tribune News Service ALLIR vita að sífellt ofát leiðir til offitu. En hvernig veit líkaminn hversu mikið hann þarf af mat? Rann- sakendur hafa öðlast aukinn skilning á því hvað stjórnar hinu flókna elds- neytisgeymslu- og orku- eyðslukerfi líkamans. Vís- indamennimir vona að rannsóknir á sviði líffæra- fræði taugakerfisins og í erfðavísindum leiði til skiln- ings á því hvernig líkams- þyngd er stjómað og hvað gerist þegar kerfið virkar ekki rétt, eins og þegar um offitu er að ræða. Fyrir tæpum fimm áram uppgötvuðu vísindamenn, und- ir stjórn dr. Jeffrey Friedmans, hormónið leptín, sem myndast í fituframum og sendir merki til heil- ans um stjórnun á fæðuneyslu. Friedman greindi nýverið frá nýj- ustu uppgötvunum á sviði rann- sókna á leptíni, m.a. áhrifum leptín- meðferðar á barn er þjáðist af með- fæddum leptínskorti, sem sagt var frá í The New England Journal. of Medicine 16. september. „Uppgötvun leptíns mun reynast eins mikilvæg og uppgötvun insúl- íns og það mun verða mikilvægt í læknisfræði,“ sagði Joel Elmquist við Beth Israel-heilsugæslustöðina í Boston. Friedman og samstarfs- menn hans komust að því, að ef músum, sem skorti leptín, var skammtað það minnkaði magn lík- amsfitu, fæðuneysla minnkaði og orkunýting jókst. Magn leptíns í blóðinu er í hlut- falli við fitumagn. Því feitara sem dýrið er, því meha magn af leptíni framleiðir líkaminn. Hormónið ætti því að draga úr matarlyst. í rann- sóknunum kom í ljós, að mýs sem era of feitar hafa mikið af leptíni. Friedman dró þá ályktun að í flest- um offitutilfellum sé líkaminn ekki eins næmur fyrir leptíni og eðlilegt væri. Dr. Stephen O’Rahilly og sam- starfsmenn hans við Addenbrook- sjúkrahúsið í Cambridge í Bret- landi meðhöndluðu níu ára stúlku, sem þáðist af alvarlegii offitu, með leptíni. Hún var 94,4 kíló að þyngd við upphaf meðferðarinnar, en létt- ist strax á fyrstu tveim vikum með- ferðarinnar, sem tók eitt ár, og létt- ist alls um 16,4 kg á meðan á með- ferðinni stóð. Meðfæddur leptínskortur er ákaflega sjaldgæfur, en niðurstöð- urnar benda til þess að leptín ráði miklu um fitumagn og matarlyst fólks. Hvað Spurning: Hvað er það sem nefnt hefur verið sjálf og hvaða hlutverki gegnir það í sálarlífi og atferli mannsins? Svar: Orðið sjálf hefur tvenns konar merkingu í íslensku sál- fræðimáli. Annars vegar stendur það fyrir sjálfsmynd einstaklings- ins, þá tilfinningu sem hann hefur fyrir sjálfum sér sem sérstök per- sóna aðskilin frá öðra fólki. Þetta nefnist á ensku self. Hins vegar er það notað um hóp starfshátta sál- arlífsins í kenningum sálkönnunar og er eitt mikilvægasta hugtakið í þeirri heildarmynd sem sálkönnun gerir sér af persónuleikanum og sálarlífmu. Þetta er nefnt ego, sem bókstaflega þýðir ég, en hefur ver- ið nefnt sjálfið á íslensku fagmáli sálfræðinnar. Sálkönnun Freuds gengur út frá því að sálarlífið sé síumbreyt- anleg orka, sem tekur á sig hinar ýmsu myndir í skynjun, hugsun, tilfinningalífi og atferli. Kerfi sál- arlífsins era þrjú, id eða það, egó eða sjálf og superegó eða yfirsjálf. í upphafi er þaðið allsráðandi í sálarlífinu, frumstæð orka sem flæðir stjómlaust fram án tillits til hins ytri veraleika, en tekur að- eins mið af innri framstæðum hvötum. Þaðinu má líkja við GYLFI ÁSMUNDSSON óbeisluð náttúruöflin, eins og fljót- ið sem fellur óbeislað til sjávar. Sjálfið er hins vegar eins og orku- ver, sem byggt er til þess að beisla þessa orku og nýta á ýmsan hátt. I starfsháttum sjálfsins má sjá hvemig þessi orka nýtist. Einstak- lingurinn lagar sig að hinum ytri veraleika og sálarlíf hans nær þroska, sem gerir hann hæfan til að lifa í samfélagi við aðra. Þriðja kerfið, yfirsjálfið, felur síðan í sér nokkurs konar eftirlit með því að frumstæðar kenndir frá þaðinu, sem brjóta í bága við siðferðis- kennd mannsins og siðareglur samfélagsins, sleppi ekki út. í upphafi er það persónugert í for- eldranum, boðum þeirra og bönn- um, en verður síðan að innri sið- gæðisvitund og samvisku einstak- lingsins. Starfshættir sjálfsins era nokkrir. Samband við raunveru- leikann felst í því að laga sig að hinum ytri veruleika, fresta full- nægingu frumþarfa, laga þær eftir aðstæðum eða laga umhverfið að eigin þörfum. Það felst einnig í því að greina á milli hins ytri og innri veruleika, að átta sig á hvað era ímyndanir og hvað umhverfisáhrif. Einnig felst það í því að greina sjálfan sig frá öðrum og öðlast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.