Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 43 i LISTIR Tónleikar í Ytri-Njarðvík- urkirkju og á Akureyri Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Yri-Njarðvíkur- kirkju í dag, laugardag og á Akureyri á mánudagskvöld. JÓHANN Smári Sævarsson bassa- söngvari og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju í Reykja- nesbæ í dag, laugardaginn 16. október og hefjst þeir kl. 15. Þau flytja svo sömu efnisskrá á tónleik- um á Sal Tónlistarskólans á Akur- eyri á mánudagskvöld, 18. október kl. 20.30. Helga Bi-yndís stundaði fyrst tónlistarnám í Vestmannaeyjum og síðan við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Jónasi Ingimundar- syni. Áiið 1987 útskrifaðist hún sem píanókennari og einleikari. Framhaldsnám stundaði hún í Vín- arborg og Helsinki hjá Leoinid Brumber, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila. Helga Bryndís hefur starfaði við Tónlistarskólann á Akureyri frá því hún lauk prófi. Hún hefur haldið fjölda tónleika, heima og erlendis, bæði ein og með öðrum og er meðlimur í Caput- hópnum. I vetur mun hún koma fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit Islands og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í píanó- konsertum eftir Poulenc og Bra- hms. Jóhann Smári er fæddur og upp- alinn í Keflavík og þar hóf hann sitt tónlistarnám, en hélt svo til Reyka- jvíkur og nam hjá Sigurði Dementz um fjögurra ára skeið. Að því loknu var hann við framhaldsnám við Royal Collage og Royal Academi í London þaðan sem hann brautskráðist með einsöngvara- og óperusöngvarapróf árið 1995. A námsárunum í London söng Jó- hann Smári með Lundúnarfílharm- oníunni undir stjórn Bernard Hait- ing, tók þátt í hljóðprufutónleikum í nýja Glyndbourn óperuhúsinu og söng með BBC-hljómsveitinni í Royal Albert Hall. Rússneskir galatónleikar Þá kom hann fram á rússneskum galatónleikum í St. James Palace, en hann hljóp á síðustu stundu í skarðið fyrir þekktan rússneskan söngvara. „Eg kunni þrjú rússnesk lög, en þeir vildu að ég yrði með svona tíu lög og báðu mig því að læra í snarheitum sjö til viðbótar þeim sem ég kunni. Eg sagði þeim að ég gæti ekki lært þau á rúss- nesku á svo skömmum tíma og var þá sagt að það gerði ekkert til, það myndi enginn í salnum skilja neitt. Rétt fyrir tónleikana var ég kynnt- ur fyrir rússneska sendiherranum í London og hann sagði við mig eftir tónleikana að ég hefði sungið prýðilega vel og tjáningin verið í lagi, en honum fannst ég þurfa að vinna textana aðeins betur!“ Að loknu námi í Bretlandi fór Jó- hann Smári á samning hjá óperu- stúdíói Kölnaróperunnar og eftir þriggja mánaða veru þar var hann orðinn einn af einsöngvurum óper- unnar, en vaninn er að söngvarar séu sem lærlingar þar í tvö ár. „Ég söng þrettán hlutverk við óperuna á þremur ánim og var með í yfir 300 sýningum," sagði Jóhann Smári. Hann var einnig gesta- söngvari við óperurnar í Bonn og Numberg og söng á tónleikum með W.D.R. útvarpshljómsveitinni en henni stjórnaði Kent Nagano. Frá Kölnaróperunni til Akureyrar Forsvarsmenn Kölnaróperunnar vildu fi-amlengja samninginn við Jó- hann Smára til ársins 2000, en hann sá fram á að syngja mikið til sömu hlutverkin og áður og afréð því að segja samningunum upp og leita annarra miða. Akveðið var að flytj- ast aftur heim til Islands og leyfa bömunum að kynnast íslensku þjóðfélagi og var hugmyndin að setjast að í Reykjavík. Jóhann Smári hafði gestasamninga við ýmis óperuhúsi í útlöndum og ætlaði hann að fljúga á milli. Mitt í þessum vangaveltum sá Jóhann Smári aug- lýsta lausa stöðu deildarstjóra söng- deildar Tónlistarskólans á Akureyri og eftir viðtal við Atla Guðlaugsson skólastjóra ákváðu þau hjónin að flytja til Akureyrar. Jóhann Smári hefur nú stjóm- að deildinni á annað ár og starfað jafnframt sem gestasöngvari, m.a tók hann þátt í Brúð- kaupi Fígarós í Bregenz í Austurríki í fyrrahaust og hefur verið ráðinn til að syngja í Toscu við sama óperuhús nú í vetur. „Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikill efniviður er á Akureyri," sagði Jóhann Smári um söngdeildamema, en af því tilefni var ráðist í að setja upp Brúðkaup Fígarós síðastliðið vor og verður haldið áfram á sömu braut í vetur. Ætlunin er að flytja á vordögum tvo einþáttunga eftir Puccini úr II trittico. Uppáhaldslögin okkar Á tónleikunum í Reykjanesbæ og Akureyri flytja þau Jóhann Smári og Helga Bryndís íslensk og erlend sönglög. Fyrir hlé verða flutt lög eftir Brahms og Schumann auk íslenskra laga, en eftir hlé verða fluttir tveir ljóða- flokkar eftir Maurice Ravel efnis- skránni lýkur á Söngvum og döns- um dauðans eftir rússneska tón- skáldið Mussorgsky. „Yfirskrift þessara tónleika ætti eiginlega að vera uppáhaldslögin okkar Helgu Bryndísar,“ sagði Jó- hann Smári. „Við flytjum þarna blíðar og fallegar perlur, eins og Enn ertu fögur og Rósin og líka kátari lög eins og Nirfillinn og Tengdamæðumar og endum svo á rússneskri hádramatík þegar við flytjum fjögur lög um dauðann frá misjöfnu sjónrhomi. Þetta er mjög öflug tónlist, maður fær bókstaf- lega gæsahúð." Jóhann Smári von- ast til að geta kynnt löndum sínum meira af rússneskri tónlist, en rödd hans er sem sniðin fyrir flutning slíkrar tónlistar. „Ég þarf bara að opna munninn," sagði hann. „Ég heillaðist strax af þessari tónlist en söngþjálfari minn úti í London var rússnesk kona og þar kynntist ég þessari tónlist. Hún benti mér á að þarna væri ég búinn að finna mitt svið.“ Jónas Ingi- mundarson á tónleikum í Stykkishólmi JÓNAS Ingimundarson leikur á píanótónleikum í Stykkis- hólmskirju á morgun, sunnudag, kl. 15. Á efnisskránni era tvö verk eft- ir Ludwig van Beethoven og vals- arnir eftir Fr. Chopin. Beethoven samdi 32 sónötur fyrir píanó og era þær eins konar ævisaga hans í tón- um, þar sem finna má alla þá dýpt og breidd sem hann bjó yfir, segir í fréttatilkynningu. Jónas leikur fyrst sónötuna sem Beethoven samdi ungur að áram og þá síðustu sem hann samdi fimm árum fyrir andlát sitt. Þess er minnst um allan heim að á þessu ári (17. október) era liðin 150 ár frá láti pólska tónskáldsins Fr. Chopins og mun Jónas leika valsana fjórtán eftir Chopin á þess- um tónleikum. Nýlega kom út hjá Japis geisla- plata með leik Jónasar á dönsum Chopins, þ.e. pólónesum og mazúrkum. Tónleikarnir era á vegum Tón- listarfélagsins. Touch9 Crunch kuldagalll Rottur fóðraður kuldagalli úr Orginal Beaver nyloni fró Noregi. Styrktur á hnjám og rassi með nlðsterku Oxford nyloni. Endurskin. St. 90-140. Litir blár eða rauður. Fleiri gerðir til. Touch9 Formela kuldagalli Hlýr og vel loðfóðraður kuldagalli sem hœgt er að taka fóður af. Gott endurskin fyrir ævintýra- krakka sem vilja vera úti í hvaða veðri sem er. Búinn til úr Orginal Beaver nyloni frá Noregi og styrktur á hnjám og rassi með slitsterku vatns- 1 heldu gúmmfí. St. 90-130. Litir rauður eða svartur. VINTERSPORT Blldshöföa 20 • 112 Reykjavlk • 510 8020 • www.intersport.is Náttúrustemmning má sjá á sýningu Júns Axels í Galleríi Sævars Karls. 12 andlitsmyndir Jóns Axels ÞEKKJANLEG eða óþekkjanleg andlit Jóns Axels Björnssonar verða m.a. á sýningu sem opnuð verður í Gallern Sævars Karls í Bankastræti í dag, laugardag, kl. 14. Jón Axel Björnsson er fæddur 1956 og útskrifaðist frá MHÍ 1979. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á íslandi og er- Iendis. Einnig sýnir Jón Axel einn skúlptúr, náttúrustemmningu og kolteikningar á striga. Verkin má skoða sem eina innsetningu eða mörg sjálfstæð verk. Upplif- un og nálgun við verk Jóns virka oft á áhorfandann sem trúarleg skynjun, segir í frétta- tilkynningu. Ennfremur segir að trúarleg- ur og táknfræðilegur þáttur í listsköpun Jóns Axels verði sí- fellt meira áberandi. Þessa dag- ana má einnig sjá tvær myndir eftir Jón Axel á Listasafni ís- lands, frá 1987, kol á pappír og stór, ný verk í anddyri Hall- grímskirkju. Sýning framlengd Sjóminjasafn íslands SÝNING á verkum Sveins Bjöms- sonar í Sjóminjasafni íslands, Vest- urgötu 8, Hafnarfirði, hefur verið framlengd til 31. október. Þema sýningarinnar er fiskurinn í list málarans. Sjóminjasafnið er opið laugar- daga og sunnudag kl. 13-17 og eftir samkomulagi. ------------- Hljóðverk í oneoone galleríi PÁLL Thayer setur inn hljóðverk í oneoone galleríi í dag, laugardag, kl. 17. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12-19, laugardag kl. 12-16. Sýning- in stendur til þriðjudagsins 9. nóv- ember. Snuðra og Tuðra sýnt í 150. sinn 150. SÝNING á barnaleikritinu Sn- uðra og Tuðra verður í Möguleik- húsinu við Hlemm á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikritið er byggt > á sögum Iðunnar Steinsdóttur um systumar Snuðra og Tuðra. Sýn- ingin er aðallega byggð á fjórum sögum; „Snuðra og Tuðra verða vin- ir,“ „Snuðra og Tuðra missa af matnum,“ „Snuðra og Tuðra laga til í skápum" og „Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn“. Snuðra og Tuðra era leiknar af Drífu Amþórsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur, leik- stjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, leikgerðin er eftir Pétur Eggerz, tónlist eftir Vil- hjálm Guðjónsson og Katrín Þor- valdsdóttir sá um búninga og brúðugerð. Sýningin á sunnudag er jafn- framt síðasta sýningin á Snuðra og ; Tuðra í Möguleikhúsinu. Sýningum verður þó haldið áfram í leik- og grannskólum og í lok október verð- ur farið í leikferð um Norðurland. Útsölustaðin Roykjavík og nágreni: Landiö: Embla Bamaheimur Ólavía og Óliver Rollingarnir Spékoppar Ozono, Akranesi Vaggan, Akureyri Blómsturveliir, Hellissandi Príl, Hvolsvelli Leggur og Skel, fsafirði Grallarar, Selfossi Roma, Vestmannaeyjum F’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.