Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 32

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 32
32 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Hf MORGUNBLAÐIÐ 4 Innlönd draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Yfír nóttina á úifalda draumsins. INNHVERF íhugun, slökun eða það ferli að loka sig af, vera einn með sjálfum sér, setjast í hæga stellingu eða leggjast fyrir, loka augunum og hugsa ekki neitt er aðferð vökunnar til að ná sam- bandi við sinn innri mann og kynnast innlöndum hugans. Hér á landi færist það í vöxt að menn miðli af visku sinni og kenni öðr- um á námskeiðum að virkja hug- ann til að læra stjórnun á spennu líkamans og ná valdi á ýmsum öðr- um þáttum svo sem svefni, geð- rænum sveiflum og ííkn. Þá hefur komið út fjöldinn allur af geisla- diskum og snældum með tónlist, umhverfishljóðum og seiðandi röddum sem leiða mann í hugar- leikfiminni. Kjaminn í þessu er vissa mannsins um að innan veggja hans sjálfs megi finna heim líkt þeim ytri heimi sem við þekkj- um og í honum séu ár, fallvötn og landsvæði sem virkja megi til ný- sköpunar og gera menn að eigin herrum sín sjálfs. I sögum, ljóðum og ævintýrum reyna menn að fanga þennan heim sem kallaður er undirvitund eða dulvitund og gera hann sýnilegan vökunni með táknum og myndlíkingum svo hann verði áþreifanlegur líkt og veruleikinn harði og kennileiti hans skýrist þeim er inn vilja sækja. Þessi innri heimur sem sumir kalla Geðheima eða Æðri heima en aðrir nefna hann vitund Guðs er sá heimur sem geymir drauminn. Heim draumsins má virkja nótt sem dag til að ná utan um innri sviðin og beina þeim í þann farveg sem eflir sjálfið í stór- virkjanir hugans vítt og breitt um heimana tvo. Dagurinn og nóttin Endalaus er dagurinn. Hann endar aldrei. Hann bregður sér aðeins í burtu, víkur sér hljóðlega afsíðis stutta stund, sveipar blárri skikkju um herðar sér, skolar af fótunum í hafinu og fer burt, síðan kemur hann aftur hlaupandi, með rósir í vöngum, og svölum, mildum höndum tekur hann undir höku þér og horfir á þig: -Vaknarðu bráðum? Endalaus er nóttin. Hún endar aldrei. Hún bregður sér aðeins í burtu skamma stund, svo kemur hún aftur með sóttheit augu og rennvott hár sem af svita og horfir á þig, horfir á þig: - Hversvegna sefurðu ekki? Það er enginn endir á gleðinni, ekki á sársaukanum, ekki á dauðanum, ekki á lífmu. Þau bregða sér aðeins í burtu skamma hríð, þau fara umhverfis jörðina til annars hjarta, skamma hríð, svo koma þau aftur með sínar varfæmu raddir: - Sefúr þú? Ertu vakandi? Það er enginn endir á stjömunum og vindinum. Það er bara þú sjálfur sem ert ekki sá er þú heldur. (Rolf Jacobsen.) Tveir draumar frá „Baldursbrá“ Febrúar 1991. I draumi var ég stödd í Þjóð- leikhúsinu, ég var að hlusta á óp- eru. Mér fannst gestirnir sitja sitt hvorum megin við sviðið, raunar inni á því. Mér varð oft litið til hliðar niður af sviðinu og sá þá alltaf stóla eða sætaröð sem var eins og fest hátt uppi á suðurvegg salarins. Mér sundlaði við tilhugs- unina um að sitja þar. Ekki var mér mikið skemmt á þessari leik- sýningu og var að því komin að læðast út þegar sýningunni var skyndilega lokið og allir streymdu út af sviðinu. Loksins þegar ég kemst út þá fer ég að hugsa um það hvernig ég komist heim til mín, sem mér finnst vera vestur í bæ. Mér fannst ég vera ein og yf- irgefin og ætlaði að labba heim þótt mér fyndist það langt. En allt í einu sé ég leigubfl handan göt- unnar, ég fer upp í hann og bið bfl- stjórann að aka mér heim. Bíl- stjórinn ekur af stað en allt aðra leið en ég bjóst við. Hann ók á ógnarhraða niður þrönga dali. Þar voru hús eins og í Ölpunum með háu risi og tindótt brött fjöll. Þrátt fyrir mikinn hraða hafði bflstjór- inn fullkomlega vald á bflnum og við eins og runnum niður brun- braut framhjá húsunum og í hinn endann á dalnum. Þar gnæfði fjallshlíðin yfir með stórum björg- um á víð og dreif í hlíðinni. Allt í einu.erum við komin upp í fjalls- hlíðina. Það var eins og ég væri rekin áfram af bflstjóranum. Þarna í hlíðinni voru börn, fullt af bömum. Mér fannst þetta allt saman hið glæfralegasta. Tóku nú að hrynja yfir okkur björg úr fjallshlíðinni fyrir ofan okkur. Ég horfði á björgin fljúga yfir okkur niður í dalbotn. Okkur sakaði ekki. Mér fannst bflstjórinn vera að sýna mér þetta, hann var ekki hræddur og það var eins og hann segði að okkur væri öllum óhætt, að við værum með vernd fyrir grjóthruninu. Ráðning I heimi draumsins speglast sjálfið í líki húss og þar sem húsið hér er Þjóðleikhúsið, nær það út Villibráðartíð Nú er rétti tíminn til að njóta íslenskrar villibráðar, ein- hvers besta hráefnis sem völ er á hér á landi, segir Steingrímur Signrgeirsson. Hann ræddi við Sturlu Birg- isson í Perlunni, sem hefur verið önnum kafínn við að undirbúa villibráðarveislu og fékk hjá honum góð ráð um meðferð og eldun á villigæs. ÞAÐ er árlegur viðburður um þetta leyti árs að skotveiðimenn ganga á fjöll og heið- ar og villibráðin hefur innreið sína í veit- ingahús landsins. Nokkur þeirra ýta hinum hefðbundna matseðli til hliðar og leyfa villibráðinni að vera einráðri nokkar helg- ar fram í nóvember. Þannig hefur það verið ár- viss uppákoma í Periunni í um hálfan áratug að bjóða upp á vfllibráðarhlaðborð um helgar í októ- ber og fram í miðjan nóvember og má segja að Perlan ásamt Hótel Loftleiðum hafi verið leiðandi í þessum efnum um nokkurt skeið. í Perlunni hefur yfirleitt verið reynt að gera villibráðina að skemmtilegri uppákomu, nokkrum sinnum hafa franskir gestakokkar komið til lands- ir.s til að sýna listir sínar í meðhöndlun ís- lenskrar villibráðar og undanfarin ár hafa verið sérstakar vínkynningar í tengslum við hlaðborðið. Nú líkt og í fyrra eru það vín frá Joseph Drouhin, einum besta og áreiðanlegasta vínframleiðanda Búrgundarhéraðsins, sem verða í sviðsljósinu, samhliða villibráðinni. Drouhin-fjölskyldan leggur mikinn metnað í vín sín og meðal þeirra vína, sem verða á boðstólum með villibráðinni eru vín frá nokkrum af þekktustu svæðum Bourgogne. Má þar nefna hið stóra og öfluga Gevrey- Chambertin „Les Champeaux“, sem á auð- velt með að bjóða jafnvel öflugustu villibráð birginn, og Premier Cru frá Cote de Beaune, sem hefur meiri mýkt og fágun. Þá verður í fyrsta skipti hér á landi boðið upp á Drouhin-vín frá Romanée-St. Vivant. Þetta er ein af hinum þekktu Grand Cru-ekrum Búrgundarhéraðsins, staðsett vestur af þorpinu Vosne-Romanée. Eins og aðrar Grand Cru- ekrur Bourgogne er hér um smáskika að ræða og liggur ekran upp að annarri frægri ekru, nefnilega Richebourg. Romanée-St. Vivant-vínin eru þekkt fyrir að vera ilmmikil, krydduð og_ að nef þeirra beri jafnvel keim af kanil. Árgangurinn í boði er 1992, sem var rétt yfir meðallagi í heildina í Búrgund, en þetta vín er hins vegar eitt þeirra sem skilaði sér vel og hef- ur nú þegar til að bera mjög góðan þroska. Matargestum um helgar verður boðið að smakka á nokkrum völdum Drouhin-vínum fyrir mat og í nóvember mun fulltrúi frá Drouhin, Richar Bouroy, koma hingað til lands og stjórna smökkuninni. Það eru þeir Sturla Birgisson og Elmar Kristjánsson, sem bera veg og vanda af því að skipuleggja matreiðslu villibráðarinnar, en báðir hafa þeir hampað titlinum „mat- reiðslumaður ársins" auk þess sem Sturla náði fyrr á árinu frábærum árangri í ein- hverri virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or. Sælkerinn Sturla segir að fyrir viðskiptavini veit- ingahúsa séu bestu kaupin líklega yfirleitt í villibráð enda hráefnið mjög dýrt og eftir- sótt. Hann segir að boðið verði upp á for- réttahlaðborð og að auki verði sumt hráefni eldað beint fyrir viðskiptavini. „Sumt af þessu kjöti er það vandmeðhöndlað að það þýðir vart annað en að steikja það fyrir framan fólk. Við reynum að haga þessu þannig að hráefnið njóti sín sem best.“ Inn á milli verður síðan að finna kjöt, sem telst kannski ekki beint til villibráðar, s.s. strútakjöt. „Almennt má segja að það sé mikil áhersla á fuglana, villigæs, villiönd, rjúpu og lunda frá Vestmannaeyjum, enda er íslenska villibráðin fyrst og fremst fugl- ar að hreindýrinu frátöldu." Sturla segir að í hans huga skipi rjúpan einstakan sess, þegar villibráð er annars vegar. Hana smakki hann hins vegar ekki nema á jólunum. Fram að jólum sé hins vegar önnur villibráð í öndvegi og til dæmis sé villigæs einstaklega skemmtilegur mat- ur. Margar gæsategundir er að finna á ís- landi, s.s. heiðagæs og grágæs, en Sturla segir það sameiginlegt með þessum teg- undum að unggæsin sé best. Oft sé hægt að meta aldur gæsarinnar út frá stærðarmun- inum en einnig sé hægt að reyna aldurinn á sundfitunum. Sé auðvelt að rífa þau sundur sé gæsin ung. Ekki þarf að láta gæsina hanga lengur en í um fjóra daga en rjúpu er hægt að láta hanga nær endalaust. St- andi til að geyma gæsina lengi í frysti er best að hafa hana í fiðrinu. „Sjálfum finnst mér bull að reyta gæsirnar," segir Sturla. „Mér hefur reynst best að fletta hamnum alveg af þeim enda lítill tilgangur í því að skilja skinnið eftir. Það er þunnt og gerir lítið við eldun, ólíkt til dæmis andahúðinni, sem myndar stökka skorpu við steikingu." Grundvallaratriðið við eldun á villigæs er að þíða fuglinn í rólegheitum í kæliskáp. Bringurnar eru skornar frá og þær eldaðar á pönnu í um eina mínútu á hvorri hlið og kryddaðar vel með salti og pipar. Sturla mælir síðan með að þær séu settar í ofn á vægum hita, um það bil 90 gráður, og hafð- ar þar í um 35 mínútur. Séu bringurnar mjög stórar má lengja tímann. „Fyrir þá sem nota kjötmæli er gott að miða við kjarnhitann 65 gráður. Nauðsynlegt er að leyfa bringunni síðan að jafna sig í einar fímm mínútur á eftir. Hvað magn varðar er ágætt að miða við eina bringu á hverja tvo gesti og skynsamlegt er að hafa aukabringu til taks.“ Ofnsteiktar villi- gæsabringur með gráðostasósu Fjórar villigæsabringur salt og pipar 250 g gráðostur Tvö epli, söxuð Einn laukur, fínt saxaður Ferskt rósmarín Hvítur pipar, mulinn 500 ml rjómi Aðferð: Ki’yddið bringumar og pönnusteikið í olíu í eina mínútu. Hitið oíhinn í 90 gráður. Ofn- steikið bringumar í u.þ.b. 35 mínútur eða þar til kjamhiti nær 65 gráðum. Takið út úr ofninum og látið bringumar jafna sig í fimm mínútur. Gráðostasósa Aðferð: Hitið olíu í potti og brúnið laukinn og eplin. Hellið rjóma út í ásamt gráðosti og rósmarín. Sjóðið rjómann ásamt gráðostinum þangað til sósan er orðin þykk. Sigtið sósuna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Kryddlegnar villi- gæsabringur með púrtvínsberjasósu Fjórar gæsabringur 100 g gróft salt 50 g blandaðar kryddjurtir, rósmarín, timjan 20 mulin einiber Svartur pipar, mulinn 100 ml púrtvín Aðl'erð: Stráið saltinu yfir gæsabringurnar og látið standa í klukkutíma. Skolið saltið af, hellið púrtvíni yfir ásamt pipar og kryddjurt- unum. Látið standa í ísskáp í tvo daga. Púrtvínsberjasósa Aðferð: Blandið saman 100 g rifsberjasultu, 50 ml púrtvíni og saxaðri steinselju og rós- marín. Kryddið með svörtum pipar eftir smekk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.