Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 68
>68 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UV Ray á Airways tónieikunum í flugskýli 4 Eru dansskórnir á vísum stað? MYNDBÖND ' Blaðamað- urinn og stjörnurnar Fræga fólkið (Celebríty) Upp komast svik - Svikahrapparnir (The Impostors)_________ . Gamanmynil Framleiðandi: Elizabeth W. Alexand- er og Stanley Tucci. Leikstjóri: St- anley Tucci. Handrit: Stanley Tucci. Aðaíhlutverk: Stanley Tucci, Oliver Platt, Steve Buscemi, Alfred Molina, Lili Taylor og Campell Scott. (92 mín.) Skífan, september 1999. Ekki við hæfi ungra barna Önnur kvikmynd Stanleys Tuccis sem leikstjóra (sú fyrri var „Big Night“) er ein sú allra ánægjulegasta gamanmynd sem rekið hefur á fjörur kvik- myndaunnenda í háa herrans tíð. Þeir Arthur (Tucci) og Maurice (Oliver Platt) eru at- vinnulausir leik- arar á fjórða ára- tugnum sem sjá sér þann kost vænst> an að flýja um borð I skemmtiferðar- skip eftir að hafa komist í kast við lögregluna. Skipið leggur úr höfn meðan þeir eru enn um borð og fé- lagamir því á leið til Parísar. Ferðin reynist hin kostulegasta og fjöldi skemmtilegra aukapersóna kemur -^við sögu, þar er Steve Buscemi sem punglyndur dægurlagasöngvári fremstur meðal jafningja. Svika- hrappamir sver sig í hefð við sígildar gamanmyndir á borð við þær sem Marx-bræður, Keaton og Chaplin gerðu en Tucci beitir líka fyrir sig einstaklega framúrstefnulegum stíl- brögðum. Samblandan er ómótstæði- J^g og drepfyndin. Heiða Jóhannsdóttir MPOSirORS FÓLK í FRÉTTUM Gamanmynil ★★★ ' Framleiðandi: Jean Douimaninan. Leikstjóri: Woody Allen. Handritshöf- undur: Woody Allen. Kvikmyndataka: ' Sven Nykvist. Tónlist: Ýmsir. Aðal- hlutverk: Kenneth Branagh, Melanie Griffith, Leonardo DiCaprio, Judy Davis, Winona Rider. (116 mín) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. BRANAGH leikur blaðamanninn Lee Simon, sem er fenginn til að skrifa um skærustu stjömumar í Bandaríkjunum og umgangast þær eins og hann getur. Eins og í öllum Allen- myndum er aðal- persónan tauga- veikluð og fram- hjáhaldsgjöm og þarf í sífellu að tjá sig um hugarang- ursín. Eins og í öllum myndum Allens kemur aragrúi af frægum leikurum fram í Fræga fólkinu og er eins og all- ir finni sig í myndinni nema Branagh, sem er aldrei sannfærandi í hlutverki persónunar sem Allen túlkar oftast í myndum sínum. Judy Davis sem leik- ur konu Branaghs er algjör andstæða við leik Branaghs en hún er orðin fastagestur í myndum Allens. Kvik- *nyndataka Sven Nykvist, sem hefur oft unnið með Ingmar Bergman, er vel af hendi leyst og leggur áherslu á persónur frekar en umhverfið. Ef Branagh hefði ekki verið svona slæm- ur hefði þessi mynd flokkast með betri myndum Allens, en vegna hans er útkoman aðeins góð mynd. Ottó Geir Borg Viljum ekki skilgreina tónlist okkar UV Ray er trommuleikari sveitarinnar Soul Coughing sem spilar á tónleikunum í Flugskýli 4 í dag. Hildur Loftsdóttir talaði við hann um hitt og þetta. DAG munu Flugleiðir og EMI Music Publishing standa fyrir tón- leikum í Flugskýli 4 sem bera naf- ið Airwaves, og er fjöldi fulltrúa út- gáfufyrirtælga mættir til landsins til að kynna sér íslenskar hljómsveitir. Gus Gus leikur á tónleikunum auk þriggja annarra íslenskra hljóm- sveita, þeirra Quarashi, Ensími og Toy Machine frá Akureyri. Einnig koma tvær erlendar hljómsveitir fram; Thievery Corporation og UV Ray, öðru nafni Yuval Gabay, sem ásamt tveimur félögum sínum skipar hljómsveitina Soul Coughing, en Yu- val er trommuleikari sveitarinnar. Yuval þessi hefur unnið með mörgum ólíkum tónlistarmönnum eins og Tchad Blake, Mono Puff og Suzanne Vega, auk þess sem hann var mikið í frjálsum djassi The Knitting Factory á sínum tíma. Blaðamaður hringdi í trymbilinn til að fá nánari upplýsingar um tónlist- ina sem hann og félagar hans ætla að flytja fyrir Islendinga. Lifandi tónlist og af skífum „Ég er eiginlega í annarri hljóm- sveit samhliða Soul Coughing sem heitir UV Ray og við sem komum til Islands erum sérstök útgáfa af henni,“ segir trommuleikarinn Yu- val. „Þetta eru bassaleikarinn Tony Manoni sem kemur með mér og ann- ar úr hljómsveitinni sem heitir CX. Við leikum lifandi drum’n’bass-tón- list, hreina danstónlist. Svo ætla ég líka að þeyta skífum inni á milli laga hjá okkur. Við höfum verið í þessari hljóm- sveit í rúm tvö ár, en þar sem Soul Coughing hefur haft svo mikið fyrir stafni höfum við ekki getað spilað á mörgum tónleikum. En af og til höldum við almennileg drum’n’bass-kvöld, fáum í lið með okkur nokkra plötusnúða og höld- um gott teiti.“ - Hefur UV Ray gefíð útplötur? „Nei, en þær koma út í náinni framtíð. Við erum að vinna að upp- tökum í augnablikinu, en erum ekki komnir með neitt á band ennþá.“ Þekkir nokkra íslendinga -Hlakkar þú til að koma til ís- lands? „Já, mjög mikið. Ég hef aldrei komið þangað, svo ég lít á þetta sem frábært tækifæri og mér er sagt að þetta eigi eftir að verða mjög skemmtilegt." - Pekkir þú hljómsveitina Gus Gus? „Já, ég sá hana á tónleikum í Chicago einu sinni þegar við vorum líka með tónleika þar og og mér finnst hún góð. Svo þekki ég líka Skúla Sverrisson bassaleikara sem Morgunblaðið/Golli býr hér í New York. Og í síðasta lag- inu sem við í Soul Coughing tókum upp var aðstoðarupptökustjórinn ís- lenskur, frá Reykjavík. Já, ég þekki nokkra Islendinga og mun kynnast enn fleiri um næstu helgi. Þetta verður mjög skemmtilegt." - Eigum við líka að hlakka til? „Já, ef allir mæta í dansskónum verður frábært hjá okkur.“ ÞAÐ VERÐUR vafalaust líf og fjör í Flugskýli 4 við Reykjavíkurflug- völl í kvöld þegar fjöldi hljómsveita, innlendra sem erlendra, treður upp frammi fyrir hópi gesta frá erlend- um fjölmiðlum og útgáfufyrirtækj- um auk óbrotinna áhorfenda. Tón- leikar þessir eru haldnir í samstarfi Flugleiða, Flugfélags íslands og EMI-útgáfurisans og er bæði ætlað að koma á framfæri hæfileikaríkum og efnilegum íslenskum hljómsveit- um og einnig að kveikja áhuga ungs fólks um allan heim á Islandi. Meðal þeirra erlendu sveita sem koma fram í kvöld eru félagamir Eric Hilton og Rob Garza í banda- rísku sveitinni Thievery Cor- poration en lög þeirra „33 45“ og „Lebanese blond“ hafa verið vinsæl á öldum ljósvakans hérlendis að undanfömu. Eigið hljóðver „Við emm mjög ánægðir með að vera komnir til Islands,“ segja þeir Rob og Eric glaðbeittir á svip. „Við flugum beint hingað frá Washing- ton DC sem var löng en skemmti- leg flugferð," bætir Eric við hlæj- andi. Thievery Corporation eiga sitt eigið hljóðver og útgáfufyrirtæki og segja það einkar hentugt fyrir hljómsveitir sem leika neðanjarðar- tónlist. „Með þessum hætti fáum við að ráða öllu ferlinu, engir aðrir em með puttana í því sem við eram að gera,“ segir Rob. „Ef maður er á samningi hjá stóra útgáfufyrirtæki fá þeir mestan hagnaðinn af plötu- sölunni en ef maður á sjálfur útgáf- una skilar hagnaðurinn sér beint í eigin vasa,“ segir Eric. „Það hentar tónlistarmönnum sem selja milljón- ir platna á hverju ári að vera hjá stóram útgáfufyrirtækjum en ekki listamönnum eins og okkur.“ Ný plata í uppsiglingu Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út árið 1996 og bar nafnið „Sounds From The Thievery Hi Fi“ Thievery Corporation verða í Flugskýli 4 í kvöld. Morgunblaðið/Golli og vakti strax mikinn áhuga unn- enda neðanjarðartónlistar. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær aðrar plötur og sú fjórða, og önnur plata þeirra í fullri lengd, er í fæðingu um þessar mundir og væntanleg í verslanir í febrúar á næsta ári. „Við höldum ekki oft tónleika," segir Rob. „En við ætlum að gera meira af því eftir að nýja platan okkar er komin út.“ - En afhverju haldið þið núna tónleika á íslandi? „Okkur var boðið hingað," segja þeir í kór og hlæja. „Við þekkjum Magnús Stephensen [markaðs- stjóra Flugleiða í Bandai’íkjunum] og hann var alltaf að segja okkur að koma til Islands. Við höfum heyrt svo margt gott um þetta land,“ seg- ir Rob. „Við skiptum við sama út- gáfufyrirtæki í Evrópu og Gus Gus svo að við höfðum næga ástæðu til að koma hingað." - róilú fínnst erfítt að flokka tón- list ykkar, en hvernig skilgreinið þið hana sjálfír? „Við reynum ekkert að skilgreina hana. Við erum mjög ánægðfr með að fólki reynist erfitt að setja hana í einhvern flokk,“ segir Eric. „Ef auðvelt væri að skilgreina hana þýddi það að hún væri lík einhverju sem aðrir era að gera og það viljum við ekki.“ Rob tekur undir það og bætir við: „Við viljum bara að hún sé flokkuð sem góð tónlist.“ Eiga næturklúbb Eric á í félagi við aðra nætur- klúbb í Washington og Rob rekur staðinn. „Það fer ágætlega saman að eiga næturklúbb og vera í hljóm- sveit,“ segir Eric. „Plötusnúðarnir á staðnum spila oft okkar efni svo þetta er góð leið til að prófa hvern- ig tónlistin okkar leggst í áheyrend- ur og einnig að heyra aðra tón!ist.“ Með Thievery Corporation eru hér staddir tveir félagar þeirra frá Washington sem sjá m.a. um dans- inn á sviðinu. „Það væri ekki við hæfi að við færam að dansa,“ segir Eric og hlær. „En við ætlum að spila fullt af nýju efni í kvöld og hlökkum til að heyra í hinum hljóm- sveitunum." Á döfinni var að bjóða Eric og Rob ásamt öðrum erlendum gestum Airwaves-tónleikanna í flúðasigl- ingu og voru þeir heldur kvíðnir. „Verður manni ekki hræðilega kalt?“ spurði Eric blaðamann og hryllti sig. „Mér verður svo fljótt kalt, ég væri meira til í að flatmaga í Bláa lóninu í dag en ég kemst víst ekki undan þessu,“ segir hann og brosir. Eftir að blaðamaður hafði lýst eigin upplifun af ævintýraferð um jökullitað straumvatn varð létt- ara yfir þeim félögum og vottaði jafnvel fyrir spenningi þegar þeir kvöddu og héldu á vit örlaganna. Airwaves-tónleikarnir í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.