Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 31

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 31 NEYTENDUR Við gefum þér GSM-síma og 100.000 kr. í afmælisgjöf! Fjármái heimilanna Til hamingju með 17 ára afmælið! Við gefum þér GSM-síma og 100.000 kr. í af- mælisgjöf. Eitthvað á þessa leið hljómar „gjafatilboð“ sem Elín Sigriín Jónsdóttir segir að sé til þess eins að glepja óharðnaða neytendur. ÞAÐ er bifreiðaumboðið B&L hf. sem sendir 17 ára unglingum í landinu umrædd skilaboð um þess- ar mundir. Við nánari skoðun kem- ur í Ijós að í „gjafatilboðinu" felst að 100.000 kr. skoðast sem inn- borgun á notaðan bíl hjá umboðinu. En bíllinn þarf að kosta a.m.k. 600.000 kr. Þá fylgir tilboðinu einnig GSM-sími og GSM-frelsi með 2.000 kr. inneign. Við markað- setningu sem þessa vakna ýmsai’ spruningar. Fyrsta til- finningin er í raun óhugur. Hvað kemur næst? Hvar eru mörkin? Eru kannski engin takmörk fyrir því hvernig hægt er að glepja neytendur, jafnt óharðnaða ófjárráða ung- linga sem og fullorðið fólk? Er neytendavernd engin í þessu landi? Aðferðafræðin hlýtur að kalla á viðbrögð foreldra og stjórnvalda. Eða er þetta kanski bara allt í lagi? Er þetta kannski tilboð sem ekki er hægt að hafna? Fjármögnun Hvernig á 17 ára ófjárráða ung- lingur í menntaskóla að fjármagna 500.000 kr. greiðslu? Sölumenn bifreiðaumboðsins segja það „ekk- ert vandamál að forráðamenn taki bílalán fyrir mismuninum". En það er ekki bara það að borga af bílaláni 17-20.000 kr. á mánuði, það þarf að reka bflinn og tryggja hann. Samkvæmt tölulegum upp- lýsingum FÍB má ætla að rekstr- arkostnaður þessarar bifreiðar sé um 32.000 kr. á mánuði. Hver eru þessi skilaboð? Þau eru: Þú, ungi, óharðnaði neytandi, njóttu nú, taktu bara lán, mamma og pabbi ábyrgjast það fyrir þig. Þú nýtur nú og hefur ekki áhyggjur af af- borgunum fyrr en síðar. 84 eftirvinnu- stundir á mán- uði En hvernig er hægt að meta þennan kostnað í vinnustundum 17 ára mennta- skólafólks? Ljóst er að fjölmargir stórmarkaðir eru reknir á vinnu- afli skólafólks á kvöldin og um helgar. Nærtækt er því að meta kostnað út frá greiddu tímakaupi stórmarkaða. Hvað eru margar vinnustundir að baki reksturs bif- reiðar á mánuði? Algeng laun í dagvinnu eru 380,00 kr. á klst. Og um 600 kr. í eftirvinnu. Það þýðir að til að greiða 50.000 kr. á mánuði þarf að Unglingar! w Látið ekki fai-a illa með ykk- ur. Verið ekki auðveld bráð mark- aðsaflanna. w Reiknið sjálf dæmið til enda. w Það er ekki heppilegt að hefja framhaldsnám með þriggja ára skuldasúpu á bakinu. w Hvers virði er bíll? w Hvers virði eru hin raun- verulegu lífsgæði? Morgunblaðið/Kristinn Til að greiða 50.000 kr. á mánuði þarf unglingur að vinna um 84 eft- irvinnustundir í mánuði. Það gerir 21 kist. á viku sem er rúmlega 50% fullrar vinnu. Dæmi um 500.000 kr. bílalán til þriggja ára: Lánsupphæð 500.000 Vextir 11,3% Lántökugjald 11.716 Fyrsta afborgun 19.850 Stimpilgjald 7.815 Þinglýsing 1.200 Meðaltalsafborgun Vextir á tímabilinu 17.149 91.043 Lánsfjárhæð samtals 520.731 Vextir á tímabilinu 91.043 Rekstrarkostnaður Lánsfjárhæð m. vöxtum 611.774 - bifreiðar á ári 392.000 - á þremur árum 1.176.000 ÞAÐ SEM BORGA ÞARF Á 3 ÁRUM: Lánsfjárhæð með vöxtum Rekstrarkostnaður bifreiðar 611.774 kr. 1.176.000 kr. / y/ SAMTALS 1.787.834 kr. (Áætl. söluverðm. e. 3 ár, m. v. 13% afföll á ári: 366.000 kr.) vinna um 84 eftirvinnuklst. í mán- uði. Það gerir 21 klst. á viku sem er rúmlega 50% fullrar vinnu. Viðbrögð við auglýsingunni? Samkvæmt upplýsingum sölu- manns hefur þetta verið „nokkuð vinsælt". „Fólk sér hvað þetta er gott tilboð.“ Höfundur er forstöðumaður Ráð- gjafarstofu um fjármál hcimilanna og skrifar regiulega pistla á neyt- endasíðu Nýjar kaffítegundir á Kaffi Puccini Sjaldgæft kaffi frá Hawaii NÝJASTA kaffið sem Kaffi Puccini hefur fengið til landsins frá banda- ríska fyrirtækinu Bamie’s heith’ Hawaiian Kona. Það er sjaldgæft kaffi þar sem baunimar era rækt- aðar við rætur eldfjallsins Mauna Loa í takmörkuðu magni. Öm Þor- varðarson, einn eigenda Kaffi Puccini, segir að umrædd kaffiteg- und sé nokkuð dýr, 250 gramma pakki kostar rúmlega tvö þúsund krónur, en hann segir kaffiunnend- ur ekki setja verðið fyrir sig. Þá segist hann nýlega hafa fengið kaffið Guatemala Huchuetanango til landsins en baunimar í þessu kaffi vaxa í 3.500 metra hæð á Cuchumantanesfjallgarðinum í Gu- atemala. Auk þessa er nýkomið í sölu hjá Kaffi Puecini kaffið Puerto Rican Yauco Selcto. Kaffið er rækt- að í suðvesturhluta Yaucofjalla í Pu- erto Rico. Að lokum segir Öm að nýkomið sé til landsins súkkulaði- kaffi sem er með hvítu súkkulaði. Þá hefur Kaffi Puccini hafið sölu á kaffi í lokuðum plastmálum til að taka með sér og er hægt að velja um hvaða kaffitegund kaffihússins sem er. Eldhús sannleikans Gestir Sigmars B. Haukssonar í þættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í gær, fóstudag, vora Ólafur Skúlason og Deborah Dagbjört Blyden vaxtaræktarkona. Lambahryggur 1 stk. lambahryggur (Skerið kjötiS fró hryggjarsúlunni og höggvið svo rifin fró. Fínhreinsið kjötið.) ____________salt og pipar____________ ________ Kryddblanda:________________ 2 msk, fínt söxuð steinselja 4 msk. fínt söxuð hvítlauksrif 1 tsk. mulin einiber _____________1 tsk, timian___________ 4 msk. ókryddað brauðrasp 1. Kryddið kjötið með salti og pipar. 2. Blandið kryddblönduna vel saman og sáldrið yfir kjötið. Þrýstið kryddinu í kjötið. 3. Setjið kjötið inn í 200 gráða heitari ofn. Þegar kjötið er orðið fallega brúnt er hitinn lækkaður í 160 gráður. Setjið álpappír yfir kjötið og steikið það áfram í 15-20 mín. (Fer eftir þyngd hryggjarins.) Bláberjasósa af heiðinni 150 g blóber 1 msk. púðursykur 2 msk. rauðvínsedik 6 dl lambasoð Fínt saxgður börkur af hólfri gppelsínu _____________'/2 kanelstöng___________ ______________1 dl portvín____________ 60 g smjör salt og pipar 1. Setjið bláberin og sykurinn í pott. Léttsteikið bláberin við vægan hita þar til þau eru orðin að mauki. 2. Setjið vínedikið í pottinn. Þegar það hefur að mestu gufað upp, er portvín og lambasoð sett í pottinn. 3. Þegar suðan kemur upp í pottinum er appelsínubörkur og kanel settur ofan í og sósan látin sjóða við vægan hita í 25 mín. 4. Síið sósuna yfir í annan pott. Hrærið köldu smjöri saman við hana og kryddið með salti og pipar. Fylltir sveppir 8 stórir sveppir (aðeins hattarnir) 4 msk. gróðostur 1 msk. smjör 2 msk. balsamik-edik 1. Stilkarnir teknir af sveppunum og þeir hreinsaðir. 2. Blandið saman í skál: Gráðosti, smjöri og balsamik-ediki. 3. Fyllið sveppahattana með gráðostablöndunni. 4. Sveppimir era bakaðir í 180 gráða heitum ofni í 15 mín. Salat Debbýar .________iceberg_____________ lambhagasalat mandarínur vorlaukur eða púrrulaukur möndluflögur ólífuolía rauðvínsedik salt og pipgr timian sykur 1. Brjótið salatið niður í hæfilega stóra bita. 2. Skrælið mandarínurnar og skerið himnur af þeim. 3. Ristið möndluflögur á pönnu. 4. Blandið saman rauðvínsediki og ólívuolíu. Kryddið með salti, pipar, timian og sykri, eftir smekk. 5. Blandið mandarínum saman við salatið. Sáldrið möndluflögum yfir og hellið sósunni á salatið. til útlanda -auðvelt dö mund SÍMINN www.slmi.ls Nýjar sendingar af sófasettum og hornsófum Teg. Annette .J.'*""" : d. teg. Annette 3+1+1 stgr. kr. 179.000 álklætt leðri, margir litir. 2H3 m/tauáklæði frá kr. 87.900 2H3 m/leðri á slitflötum frá kr. 119.000. 36 mán. OPIÐ f DAG KL. 10-16. □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUþ Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100 36 mán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.