Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dæmdur vegna gá-
leysis og hirðuleysis
HÆSTIRETTUR hefur dæmt
þrítugan karlmann til greiðslu 300
þúsund króna sektar, en hann var
skráður framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður félags, sem rak
skemmtistað í Reykjavík um tíma.
Hæstiréttur sagði sannað að staða
mannsins hafi verið til málamynda
og hann í raun ekki haft með hönd-
um fjármálastjórn félagsins. Hann
hafi hins vegar af „stórkostlegu gá-
leysi“ brotið gegn þeim skyldum
sem þessi staða hans lagði á hans
herðar.
Hlutafélagið Vökvi tók við reksti
veitingastaðarins „Tveir vinir og
annar í fríi“ í september 1993 og rak
hann þar til snemma árs 1995, en
sömu aðilar ráku veitingastaðinn frá
ágúst 1992 til maí 1997 í nafni
þriggja hlutafélaga. Maðurinn var
skráður stjórnarformaður og fram-
kvæmdastjóri Vökva, að eigin sögn
til málamynda þar sem eigendurnir
máttu ekki hafa prókúru vegna fyrri
vanskila. Annar eigendanna stað-
festi þetta fyrir dómi og sagði hann
manninn ekki hafa komið að rekstri
staðarins, sem m.a. stóð ekki skil á
virðisaukaskatti til ríkissjóðs. Mað-
urinn, sem var barþjónn, lét af störf-
um á veitingastaðnum um áramótin
1993-1994, en var skráður stjórnar-
formaður þar til félagið var tekið til
gjaldþrotaskipta rúmu ári síðar.
Hæstiréttur bendir á það í dómi
sínum að maðurinn hafi ekki hlutast
til um að breyting yrði gerð á
skráðri stöðu hans eftir að hann lét
af störfum. Þótt staða hans hafi ver-
ið til málamynda breyti það engu um
að hann hafi verið fyrirsvarsmaður
félagsins og borið skyldur sam-
kvæmt ákvæðum hlutafélagalaga.
„Með aðgerðaleysi sínu vanrækti
ákærði af stórkostlegu gáleysi þær
skyldur varðandi bókhald félagsins,
sem hvfldu á honum lögum sam-
kvæmt sem stjórnarformanni og
framkvæmdastjóra Vökva hf.,“ segir
Hæstiréttur, sem kemst einnig að
þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi
með stórkostlegu hirðuleysi brotið
gegn skyldum sínum samkvæmt lög-
um um virðisaukaskatt til að hlutast
til um að virðisaukaskattskýrslum
yrði skilað og skatturinn greiddur.
Aðalfundi Landssambands smábátaeigenda lauk í gær
Vilja frestun laga um
veiðar smábáta
REKSTRARFORSENDUR
stærsta hluta smábátaflotans bresta,
nái lög um veiðar þeirra óbreytt
fram að ganga á næsta fiskveiðiári.
Aðalfundur Landssambands smá-
bátaeigenda fór fram á það við
stjómvöld að lögunum verði frestað
en fundi sambandsins lauk í gær.
I ályktun aðalfundarins segir að
smábátaeigendur hafi orðið að búa
við hverja skammtímalausnina á
fætur annarri og undantekningar-
laust með þeim fylgifisk að hluti flot-
ans sé skilinn eftir í algeru uppnámi
með öll framtíðaráform. Vegur smá-
bátaflotans hafi engu síður aukist á
undanförnum árum en gangi núgild-
andi lög óbreytt eftir, dyljist engum
að stór hluti smábátaflotans verði
sviptur rekstrarlegum forsendum
frá og með 1. september árið 2000.
Helstu viðbrögð stjómvalda við
kvótadómi Hæstaréttar hafi verið að
þeim bæri skylda til að vemda at-
vinnurétt smábátaeigenda. Eina
leiðin til þess væri að breyta lögun-
um með þeim sem þau gerðu, þ.e. að
kvótasetja helftina af þeim sem litla
eða enga veiðireynslu hafa og læsa
þá sem eftir standa inni í sóknar-
dagakerfi, sem í senn býður upp á
vonlaust rekstrarumhverfi og er
stórhættulegt frá öryggissjónarmið-
um.
Afram segir í ályktuninni: „Með
slíkum gjömingum er síst verið að
nálgast sátt um veiðikerfið, að ekki
sé minnst á þau gífurlegu verðmæti
sem fara samtímis forgörðum í formi
verðlausra atvinnutækja, ónýtts
mannafla og mannvirkja. Sú spurn-
ing hlýtur að vakna hvort stjómvöld-
um sé heimilt að breyta þannig leik-
reglum að atvinnutæki þeirra sem
inn í greinina hafa komið á fullkom-
lega löglegum forsendum og aðilar
fjárfest í með gildandi lög í huga,
verði á svipstundu verðlaus vegna
lagabreytinga.
Þá ítrekaði fundurinn nauðsyn þss
að rannsökuð verði umhverfisáhrif
veiðarfæra. Ekki nægi að sátt sé
milli manna um veiðamar, heldur
þurfi enn frekar að ríkja sátt milli
manns og náttúm. Höfuðmarkmiðið
sé að vernda og nýta í senn. Því beri
löggjafanum skylda til að fella inn í
stjómkerfi fiskveiða hvatningu til
notkunar umhverfisvænna veiðar-
færa, orkuspamaðar og ekki síst
verðlaun fyrir alla viðleitni til há-
mörkunar þeiira verðmæta sem fást
fyrir sjávaraflann.
LYFTU ÞÉR UPP MHI
SLÖKKVIUDIREYKJAVÍKUR
0PIÐ HÚS SUNIMUDAGIIMIM 17. 0KTÓBER
KL. 14.00 TIL 17.00
í SKÓGARHLÍÐ
• Nýr 32 metra hár körfubíll
frá Bronto Skylift
• Nýr gámabíll
• Allir bílar og búnaður
til sýnis
• Slökkviliðsmenn veita
upplýsingar um forvarnir
• Neyðarbíllinn verður
á staðnum
• Léttar veitingar
Þorir þú upp með
körfubílnum?
VERIÐ VELK0MIN SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Félagar í Heimdalli lokuðu útvarpshúsinu með táknrænum hætti.
Félagar í Heimdalli lokuðu útvarps-
húsinu með táknrænum hætti
Anægðir með
viðbrögðin
FÉLAGAR í Heimdalli, félagi
ungra sjálfstæðismanna, lokuðu
Ríkisútvarpinu með táknrænum
hætti á sunnudag til þess að mót-
mæla hugmyndum um aðra rás
sjónvarpsins.
Viggó Orn Jónsson, formaður
Heimdallar, sagði að aðgerðirn-
ar hefðu gengið vel og þeir væru
mjög ánægðir með þau viðbrögð
sem þeir hefðu fengið við þeim.
„Við erum að mótmæla þessu
sjónvarpi sem við erum þvinguð
til að borga fyrir án þess að við
höfum nokkuð um það að segja,“
sagði Viggó ennfremur.
Viggó sagði að mótmælin
hefðu gengið vel, en með að-
gerðunum hefðu þeir viljað mót-
mæla vangaveltum um nýja sjón-
varpsstöð Ríkisútvarpsins. Þeir
hefðu byijað á því að gera vegg-
spjöld þar sem látið væri líta út
fyrir að Ríkisútvarpið væri að
auglýsa nýja sjónvarpsstöð. Síð-
an hefðu þeir sent útvarpsstjóra
reikning fyrir óumbeðna þjón-
ustu og hefðu gefið honum sólar-
hrings gjaldfrest. Þegar ekki
hefði verið greitt hefðu þeir inn-
siglað Ríkisútvarpið út af
ógreiddri skuld vegna þjónustu
sem Ríkisútvarpið hefði ekki
beðið um og hefðu þeir í þeim
efnum tekið mið af fyrirkomu-
lagi afnotagjaldanna.
Markmið og framkvæmdaáætlun landbúnað-
arráðuneytisins í jafnréttismálum kynnt
Ráðinn verði jafn-
réttis- og byggða-
þróunarfulltrúi
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
kynnti í gær markmið og fram-
kvæmdaáætlun landbúnaðarráðu-
neytisins í jafnréttismálum en hún er
í samræmi við framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára
um aðgerðir til að ná fram jafnrétti
kynjanna. Meðal annars er lagt til að
ráðinn verði starfsmaður í ráðuneyt-
ið, svokallaður jafnréttis- og byggða-
þróunarfulltrúi, sem hefði það á sinni
könnu að sinna hagsmunamálum
kvenna og jafnréttismálum í land-
búnaði, og til að gæta að sérhags-
munum bændastéttarinnar í at-
vinnuuppbyggingu og atvinnuþróun
til sveita. _
Guðni Agústsson landbúnaðarráð-
herra sagði í upphafi fréttamanna-
fundar, sem haldinn var í Karphús-
inu í gær, að hér væri um að ræða
innlegg landbúnaðarráðuneytisins í
þá vinnu ríkisstjórnarinnar að stuðla
að jafnrétti kynjanna. Sagðist hann
gjarnan vilja auka hlut kvenna í
nefndum og ráðum á vegum land-
búnaðarráðuneytisins, sem og áhrif
þeirra í landbúnaði almennt, en fram
komi í máli Guðna að einungis 2 af 49
fulltrúum á Búnaðarþingi eru konur.
I máli Önnu Margrétar Stefáns-
dóttur, sem vann skýrsluna um
markmið og framkvæmdaáætlun
landbúnaðarráðuneytisins í jafnrétt-
ismálum, kom fram að miklar breyt-
ingar hefðu orðið í landbúnaði. Þó
væri eins og samfélag íslenskra
bændakvenna sæti eftir í þróun jafn-
réttismála. Lagði hún áherslu á að
hvetja þyrfti karla og konur til að
standa saman að breytingum í þess-
um efnum því hér væri um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir bænda-
stéttina í heild sinni.
Morgunblaðið/Golli
Anna Margrét Stefánsdóttir
kynnti niðurstöður skýrslu uni
markmið og framkvæmdaáætl-
un landbúnaðarráðuneytisins í
jafnréttismálum í gær.
Áhersla lögð á fimm þætti
í skýrslu landbúnaðarráðuneytis-
ins um markmið og framkvæmdaá-
ætlun ráðuneytisins í jafnréttismál-
um er gert ráð fyrir að einkum verði
lögð áhersla á fimm þætti. Þeir fela í
sér að félagsleg og efnahagsleg rétt-
indi kvenna í bændastétt verði skoð-
uð sérstaklega, og gerðar tillögur til
úrbóta sé þess þörf. Jafnframt verði
unnið upplýsinga- og fræðsluefni um
réttindi og skyldur kvenna og karla í
bændastétt, atvinnumál kvenna á
landsbyggðinni skoðuð gaumgæfi-
lega og sérstakt átak gert til að
fjölga konum í stjórnum og ráðum
sem varða landbúnaðarmál. Að end-
ingu verði staða jafnréttismála í
landbúnaðarráðuneytinu og stofnun-
um þess könnuð og í framhaldinu
gerð áætlun um hvernig jafna skuli
hlut kynjanna.