Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jóla- vertíðin hafin NÚ ÞEGAR fyrsti vetrardagur nálgast óðfluga og um tveir mán- uðir eru til jóia telja sumir kaup- menn túnabært að fara að huga að jólunum. I ár ríður versiunin IKEA á vaðið og í gær gátu gest- ir verslunarinnar fest kaup á jólaskrauti sem er, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu, sérstakiega hannað með ár- þúsundamótin f huga. Að sögn starfsmanna nutu gestir jólaand- rúmsloftsins í versluninni í gær og mikið var að gera. Rfkisstjornin býðst til að ganga til viðræðna um framtíð Orkubús Vestfjarða Ríkið kaupi hugsanlega 60% RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að bjóðast til þess að ganga til við- ræðna við sveitarfélög á Vestfjörðum um hugs- anleg kaup ríkisins á 60% hlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða. Ríkið á fyrir 40% hlut í Orkubúinu en talið er að eigið fé fyrirtækisins nemi um fjór- um milljörðum króna. Að sögn Finns Ingólfsson- ar iðnaðarráðherra er gert ráð fyrir því að við- ræður geti hafist innan skamms. Spurður um þann vilja ríkisstjórnarinnar að ganga til viðræðna við sveitarfélögin segir Finn- ur að í langan tima hafi það legið fyrir að eitt sveitarfélaganna á Vestfjörðum, Vesturbyggð, hafi haft áhuga á að selja sinn hlut í Orkubúinu. „Mjög erfitt er að kaupa hlut eins aðila í Orku- búinu vegna flókinna reglna um eignarhald á fyrirtækinu og því fannst okkur mun eðlilegra að bjóða upp á viðræður um það með hvaða hætti við gætum gert þetta, þ.e. hvort eitt sveitarfélag gæti selt sinn hlut eða hvort þau öll væru tilbúin að selja.“ Finnur bendir þó á að niðurstöður við- ræðnanna gætu orðið þær að sveitarfélögin seldu ekki sinn hlut. Ráðherra gerð grein fyrir hugmyndum heima í héraði Umræða um skipan eignarhaldsins á Orkubúi Vestfjarða hefur staðið yfir í nokkurn tíma með- al sveitarfélaganna á Vestfjörðum en á fundi vestfirskra sveitarstjómarmanna í sumar var ákveðið að óska eftir þvi við Fjórðungssamband Vestfirðinga að það skipaði nefnd til að skoða hvaða valkostir stæðu sveitarfélögunum til boða. Tii dæmis hvort sveitarfélögin ættu að selja sinn hlut, hvort þau ættu að kaupa hlut ríkisins eða hvort eignaraðildin ætti að vera óbreytt. Nefndin var skipuð og í haust ritaði hún iðnað- arráðherra bréf þar sem hún gerði m.a. grein fyrir þeim hugmyndum sem væru uppi um hugs- anlegar breytingar á eignaraðild fyrirtækisins án þess þó að koma fram með neinar óskir um í hvaða farveg málið ætti að fara. í framhaldi af því tók ríkisstjórnin svo fyrrgreinda ákvörðun um að bjóðast til þess að ganga til viðræðna við sveitarfélögin. Morgunblaðið/Kristinn Landsfundur Vinstrihreyfíngarinnar - græns framboðs hófst á Akureyri í gær STEINGRIMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði í setningar- ræðu sinni á landsfundi flokksins á Akureyri í gær að mikilvægustu málefnin og viðfangsefnin um þess- ar mundir væru umhverfismálin. Sagði hann að þar væri sérstaða Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs einna skýrust og að sá málaflokkur væri einn sá stærsti og afdrifaríkasti sem blasti við Islend- ingum og reyndar mannkyninu öllu. Þá gagnrýndi Steingrímur harkalega í ræðu sinni stefnu Framsóknarflokksins í umhverfis- og stóriðjumálum og sagði m.a. að fomeskjan í umhverfismálum birt- ist okkur í líki helstu talsmanna Stóriðjustefna Framsóknar- flokks gagnrýnd ríkisstjórnarflokkanna. „Einkum og sér í lagi er þó forneskjan hold- gerð í ráðherrum Framsóknar- flokksins sem hafa bersýnilega misst úr nokkra áratugi í umræð- unni. Dugir ekki einu sinni til þótt umhverfisráðherra sé kornung manneskja á mótorhjóli því dapur- legastur af öllu er hennar hlutur eða hennar hlutskipti. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess á undanförnum dögum þegar byggðavandi á Austfjörðum er not- aður til þess að réttlæta fórnir á sviði umhverfismála sem menn myndu væntanlega ekki reyna að verja eða réttlæta ella,“ sagði Steingrímur. Högni Hoydal gestur landsfundarins í gærkvöldi voru almennar stjómmálaumræður á dagskrá. Fundarstörfum verður framhaldið í dag. Síðdegis heldur Högni Hoy- dal, ráðherra sjálfstæðismála í Færeyjum, erindi, en hann er sér- stakur gestur landsfundarins. Fundinum lýkur síðdegis á morgun með afgreiðslu mála og kosningu stjórnar. ■ Fomeskjan/10 Stöð 2 kemst yfír sovésk gögn Sósíalista- flokkur- inn fékk 30 millj. SAMEININGARFLOKKUR alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, sem síðar varð hluti Alþýðu- bandalagsins, fékk tæplega þrjátíu milljóna króna fjár- hagsstuðning frá sovéska kommúnistaflokknum á árun- um 1956-1966. Þetta kemur fram í gögnum miðstjórnar kommúnistaflokksins sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum og sagði frá í fréttatíma í gærkvöldi. I fréttinni kom jafnframt fram að greiðslurnar hafí ver- ið inntar af hendi á árunum 1956, 1959, 1963 og 1966. Jón Ólafsson heimspekingur, sem hefur rannsakað gögn um tengsl íslenskra sósíalista og Sovétríkjanna, segir í samtali við Morgunblaðið að upplýs- ingarnar, séu þær réttar, komi ekki sérstaklega á óvart. Hann segir að Einar Olgeirs- son, formaður Sósíalista- flokksins, hafi verið á ferð í Sovétríkjunum á árunum 1956 og 1959 og hafi þá átt í viðræð- um við miðstjórn flokksins. KGB hafði milligöngu um að koma fénu til flokksins Samkvæmt frétt Stöðvar 2 fékk Sósíalistaflokkurinn 20 þúsund dollara, eða um 4,8 milljónir króna að núvirði, frá Sovétmönnum árið 1956, 30 þúsund dollara, eða um 6,4 milljónir króna að núvirði árið 1959, 25 þúsund dollara, eða um 10,5 milljónir dollara að núvirði árið 1963 og 25 þús- und dollara, eða um 7,5 millj- ónir króna að núvirði árið 1966. Samkvæmt fréttinni hafði sovéska leyniþjónustan KGB milligöngu um að koma fénu til Sósíalistaflokksins. Sérblöð í dag 20SÍDUR ÁLAUGARDÖGUM 1 UjöDOii MEÐ Morgun- blaðinu í dag er dreift biaði frá íslenska sjón- varpsfélaginu, „Skjá einum“ S> www.mbl.is Pétur og Willum Þór koma til greina sem þjálfarar KR / B1 Kaupverð á Ríkharði Daðasyni hækkar um helming / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.