Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ríkissaksóknari krefst þyngri refsingar í Hæstarétti í málverkafölsunarmáli Frá upphafi málflutnings í hinu svokallaða málverkafölsunarmáli í Hæstarétti í gær. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Telur háttsemi ákærða skipulagða brotastarfsemi ÁFRÝJAÐ sakamál ákæruvaldsins gegn Pétri Pór Gunnarssyni, eig- anda Gallerís Borgar, var lagt í dóm að loknum málílutningi í Hæstarétti í gær. Ákærði Pétur Þór áfrýjaði hálfs árs fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp hinn 5. mars síðastliðinn, en þá var hann sakfelldur fyrir fjársvik og skjalafals með því að hafa blekkt þrjá viðskiptavini gallerísins til að kaupa sitt falsaða málverkið hvem með höfundamafni Jóns Stefáns- sonar listmálara. Á lægra dómstigi í vetur sótti Jón H. Snorrason, saksóknari hjá ríkis- lögreglustjóra, málið, en fyrir Hæstarétti í gær sótti Bogi Nilsson rikissaksóknari málið. Til vamar var skipaður verjandi ákærða, Björgvin Þorsteinsson hæstaréttar- lögmaður. Sækjandi krafðist þyngingar refsingar í Hæstarétti og skírskot- aði til list- og tæknilegrar grein- ingar á rannsóknargögnum, þ.e. málverkunum þremur sem seld vom í Galleríi Borg fyrir samtals 869 þúsund krónur. Leiddu rann- sóknimar í ljós að málverkin væm ekki eftir Jón Stefánsson heldur danska málarann Wilhelm Wils, hvers verk era mun ódýrari en verk Jóns. Málsmeðferð í héraði leiði til ómerkingar dómsins Sagði sækjandi að í málinu væri um að ræða skipulagða brotastarf- semi og hefði brotavilji ákærða verið afar einbeittur. Hefði sala málverkanna verið brot gegn menningarsögu þjóðarinnar auk þess sem brotið hefði verið gegn trausti því sem er á milli viðskipta- aðila á listaverkamarkaði. Yrði al- menningur að geta treyst því að fram færi lögleg sala á listayerk- um, en ákærði hefði sýht skeýting- arleysi gagnvart þeirri nauðsyn. I vamarræðu sinni færði veijand- inn Björgvin Þorsteinsson hrl. m.a. að því rök að málsmeðferð á lægra dómstigi ætti að leiða til ómerkíng- ar á hinum áfrýjaða dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Taldi verjandi ennfremur að þeir rannsóknaraðilar sem komu að rannsókn málsins væm vanhæfir og tiltók ýmsa galla, sem hann taldi vera á rannsókninni. Þannig hefði t.d. ekki verið gerður samanburður á undirskrift Jóns Stefánssonar á rannsóknartilvikun- um og öðmm þekktum verkum eftir listamanninn og ekki hefði verið leitað til erlendra sérfræðinga við greiningu á verkunum. Veijandi taldi frágangi skjala og endurritun yfirheyrslna í héraði ábótavant en þar hefði vantað mikil- væg skjöl. Vitnaði veijandi til laga ; um ipeðferð opinberra mála þar sem kveðið væri á um að skrifa ætti upp það sem hljóðritað hefði verið ef máli væri skotið til æðra dóms. Taldi verjandi ótækt að endurrit yf- irheyrslna væri ekki í samræmi við framburð vitna, en þar hefðu m.a. spumíngar verið umorðaðar og svör vitna ekki tilgreind í endurriti. Verjandi vék einnig að framkomu saksóknara og dómsformanns í hér- aði við yfirheyrslur vitna og taldi framkomu þeirra gagnvart vitninu Patriciu Aagren, sem kom frá Dan- mörku til að bera vitni, hafa verið líkasta þeirri eins og um glæpa- mann hefði verið að ræða. I niðurstöðu héraðsdóms frá 5. mars kom fram að Patricia hefði borið að hún hefði selt ákærða eitt málverkanna þriggja á flóamarkaði en hvorki ákærði né vitnið gátu sýnt fram á þau viðskipti með viðeigandi greiðslugögnum. Samningar undirritaðir um meðferðarheimili á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal Starfsemi hefst upp úr áramótum Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. SAMNINGAR hafa verið undirrit- aðir milli sveitarstjómar Norður- Héraðs og Barnavemdarstofu um rekstur meðferðarheimilis á Skjöldólfstöðum á Jökuldal. Áð sögn Braga Guðbranssonar, framkvæmdastjóra Barnavemdar- stofu, flytja forstöðumenn þessa meðferðarheimilis á Skjöldólfsstaði uppúr næstu áramótum. Fyrstu skjólstæðingamir munu koma þangað í febrúar og það muni taka mánuð að fylla húsið af vistmönn- um. Reiknað er með að þama verði 6 vistmenn til að byrja með. Skólahúsin á Skjöldólfsstöðum hafa staðið ónotuð frá í haust þegar skólahald var aflagt þar og sameinað skólahaldi í Brúarás- skóla. Eftir að ljóst var að skóla- mannvirki á Skjöldólfsstöðum mundu standa ónotuð var farið að leita leiða til að fá þangað ein- hverja starfsemi, fljótlega komu upp hugmyndir um að hægt væri að nota aðstöðuna til meðferðar- starfs fyrir unglinga. Sveitar- stjórnin bauð í framhaldi af því húsnæðið til Barnaverndarstofu til þeirrar starfsemi og var ásamt átta öðrum stöðum á landinu til athugunar til meðferðarstarfsemi fyrir unglinga. Það var síðan á haustdögum sem ákveðið var að hálfu Bamavernd- arstofu að leita samninga við sveitastjórn Norður-Héraðs um að þetta meðferðarheimili yrði stað- sett á Skjöldólfsstöðum. í fram- haldi af því fóm fram samningavið- ræður þar sem fram kom að ná- grannar meðferðarheimilisins vom ekki ánægðir með þetta sambýli. Samkomulag náðist við nágrann- ana um að reyna rekstur meðferð- arheimilisins í eitt ár en þá á að endurskoða reksturinn með tilliti til reynslunnar í fullu samráði við nágrannana. Gripu þjóf glóð- volgan MIKILL hamagangur varð í öskjunni í verslun Heimilis- tækja við Sætún síðdegis í gær. Ungur maður reyndi að hlaupa á brott með stolinn vaming úr búðinni en var að lokum yfirbugaður af starfs- manni verslunarinnar. Glöggur afgreiðslumaður hafði tekið eftir manninum í búðinni og þótt hann gmn- samlegur. Þegar hann var í þann mund að segja verslun- arstjóranum frá gmnsemdum sínum tóku þeir eftir mannin- um er hann var á hlaupum út úr búðinni með DVD-drif. St- arfsmenn verslunarinnar eltu manninn út á bílastæði þar sem hann komst í bíl þar sem félagar hans biðu. Þjófarnir keyrðu af stað en annar starfsmaðurinn hékk nokkum spöl á bílnum og tókst loks að hándsama þjófinn eftir nokk- ur átöíc, en félagar hans tveir hlupu á brott. Á meðan starfs- maðurinn hékk í bílnum keyrði ökumaður hans glannalega um og keyrði með- al annars á kyrrstæðan bíl. Að sögn starfsmanna sótti hokkur kvíði að mönnum á meðan hildarleiknum stóð og mátti litlu muna að slys yrðu á mönnum. Forsætis- ráðherra á fundi í London FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, verður ræðu- maður á hádegisverðarfundi Bresk-ís- lenska versl- unarráðsins í London mið- vikudaginn 27. október nk. Mun hann fjalla um við- skiptatengsl landanna en Bretland er stærsta ein- staka viðskiptaland Islands. Fundurinn verður á Churchill Inter-Continental Hotel, Portman Square, og hefst kl. 12.15. Davíð Oddsson Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftirfrú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæstáíslensku, ensku, þýsku, frönsku og sænsku. Tveir dæmdir fyrir gá- leysi við framúrakstur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt rúmlega fertugan mann til þriggja mánaða fangelsisvistar, skilorðs- bundið til tveggja ára, vegna gá- leysis við framúrakstur sem olli al- varlegu slysi árið 1997. Þá var mað- urinn dæmdur til greiðslu 150 þús- und króna sektar og sviptur öku- réttindum í tvö ár. I júní 1997 olli maðurinn árekstri á Vesturlandsvegi skammt vestan við Hvammsvík. Hann var á leið til Reykjavíkur og ók fram úr tveimur bifreiðum í senn, að mati Hæsta- réttar án þess að gæta nægilega að umferð á móti og á stað, þar sem vegsýn var skert vegna hæðar. Maðurinn ók í veg fyrir bifreið, sem kom úr gagnstæðri átt. Við árekst- urinn hlutu ökumaður þeirrar bif- reiðar og farþegar í báðum bifreið- unum stórfelld meiðsl. Við mat sitt á refsingu leit Hæstiréttur til þess, að ökumaður hins bílsins hlaut opið nefbrot og djúpan skurð á nefi, brot í augntóftarbotni, mar undir auga og opið hnéskeljarbrot og eigin- kona hans, sem var farþegi í þeirri bifreið, hlaut slæmt viðbeinsbrot, úlnliðsbrot á báðum höndum, lær- leggsbrot inn í hné, ökklabrot, háls- tognun, fjölmörg sár, glerbrot í lík- ama, m.a. andlitið, og höggáverka víða. Rétturinn leit hins vegar einnig til þess, að móðir mannsins, sem var farþegi í bíl hans, hlaut mjög alvarlegan heilaskaða í slys- inu. Ók yfír óbrotna línu Hæstiréttur dæmdi einnig í máli 19 ára manns, sem olli slysi þegar hann ók framúr á Reykja- nesbraut. Hann ók yfir heila óbrotna línu er bannar framúr- akstur og yfir á rangan vegar- helming, með þeim aíleiðingum að árekstur varð með bifreið hans og annarri sem á móti kom. Við slysið fékk ökumaður hinnar bifreiðar- innar m.a. heilahristing og missti meðvitund, en farþegi sömu bif- reiðar viðbeinsbrotnaði, fingur- brotnaði, brotnaði á bringubeim og marðist víða, auk þess sem vökvi kom í fleiðurhol og vinstra lunga féll saman. Hæstiréttur staðfesti dóm hér- aðsdóms um fangelsisvist í einn mánuð, skilorðsbundið til þriggja ára, greiðslu 80 þúsund króna sektar og sviptingu ökuréttinda i tvö ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.