Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl kynnir nýja bók sína á fundi í Ósl<5
„Við verðum
að taka Snorra
alvarlegau
Thor Heyerdahl kynnti nýju bókina sína
í Osló í fyrradag fyrir fullum sal af fólki.
I samvinnu við sænska kortasérfræðinginn
Per Lillieström hefur hann endurskrifað
hina norrænu sögu og hann efast ekki um,
að þar muni margt koma á óvart.
Tone Myklebost blaðamaður fylgdist
með kynningunni,
vr: ,a'* - 1 ; í i u h . 1 ii m
Scanpix
Thor Heyerdahl (t.h.) á kynningarfundinum í fyrradag ásamt sænska kortasérfræðingnum Per Lillieström.
„ÞAÐ vakti ekki fyrir okkur að
uppgötva einhver ný sannindi,
stundum skiptir ekki minna máli
að setja það, sem vitað er, í nýtt
samhengi," sagði Heyerdahl en
hann viðaði meðal annars að sér
efni í bókina með því að kanna
ýmsar heimildir á Islandi, Portú-
gal, Azerbajdsjan og síðast en
ekki síst í skjalasöfnum Páfa-
garðs.
Skýrsla Adams frá Brimum
Eitt af því merkilegasta, sem
Heyerdahl fann í Páfagarði, var
skýrsla frá Adam, biskupi í Brim-
um, sem hann sendi í Páfagarð
1070. Þar segir hann frá byggðum
norrænna manna við Norður-Atl-
antshaf, meðal annars í Grænlandi.
Hefur hann þau orð um fólkið þar,
að það sé blágrænt eins og sjórinn.
Lillieström skaut því að, að sem
málari vissi hann, að grænlenskir
skuggar hefðu yfir sér ákveðinn
bláma. Adam segir einnig, að
Grænlendingum svipi til Islend-
inga en séu þó hættulegri vegna
þess, að þeir hafi ekki tekið við
kristni. Nefnir hann einnin eyju,
sem fundist hafi og kölluð sé Vín-
land vegna þess, að þar vaxi vínvið-
ur sjálfsáinn. Segir hann, að þetta
séu engar sögusagnir því hann hafi
þessar upplýsingar úr áreiðanleg-
um, dönskum heimildum.
(Adam frá Brimum var
ágústínusarmunkur og kennari við
dómskólann í Bremen. Skrifaði
hann sögu erkibiskupsdæmisins
Hamborg-Bremen, sem er mikil-
væg heimild um sögu Norður-
landa á 10. og 11. öld og norræna
goðatrú. Þar er m.a. að finna lýs-
ingu Islands, Grænlands og Vín-
lands.)
Prestur með Leifi
Heyerdahl sagði, að slagurinn
milli þeirra Leifs Eiríkssonar og
Kólumbusar væri í raun átök milli
víkingatímans og kristindómsins.
Þegar Kólumbus hefði komið til
Ameríku 1492 hefði ekki haft neinn
prest í föruneyti sínu en það hefði
Leifur haft.
„Við höfum litið á þetta sem
kapphlaup milli Kólumbusar og
Leifs og auðvitað hlaut Leifur að
sigra. Forskotið hans var 492 ár!
Þegar ég kom í Páfagarð spurði ég
hvort menn vissu, að Leifur hefði
haft með sér prest en Kólumbus
ekki. Þá var mér hleypt inn í leynd-
ardóminn. Eftir siðaskiptin héldum
við ekki nafni Leifs á loft vegna
þess, að hann var kaþólskur og fyr-
ir kurteisissakir voru kaþólskir
menn ekkert að hamra á því. Á
Leif var því bara litið sem heið-
ingja,“ sagði Heyerdahl.
Fornt gjaldeyriskerfi
Heyerdahl segist hafa uppgötvað
það fyrst á Maldíveyjum í Ind-
landshafi, að í fyrndinni hafi verið
til eins konar alheimsseðlabanki,
gjaldeyriskerfi, sem náði víða um
heim. Þegar hann fann fyrstu
skeljapeningana var hann í för með
norskum fornleifafræðingum, sem
gátu frætt hann á því, að skelja-
peningar hefðu fundist í fjórum
gröfum í Noregi fyrir norðan heim-
skautsbaug. Eru þær frá því um
600 e.Kr.
Segir Heyerdahl, að þessar
skeljar hafi verið lengi í umferð og
m.a. fundist í indverskri gröf frá
frá 2500 f.Kr. og í Egyptalandi frá
því um 502 e.Kr. I arabískum
heimildum segi, að Maldíveyjar
hafi haft einokun á þessari pen-
ingaútgáfu og staðið um hana
strangan vörð. Skeljapeningarnir
hafi borist frá Bagdad til Kákasus-
landa og til Kaspíahafs, þaðan eftir
verslunai'leiðunum eða fljótunum
til Eystrasaltslandanna og síðan til
Norðurlanda. I öllum gröfum frá
því fyrir víkingatímann hafi fundist
skeljapeningar.
Ljóshærðar múmíur
og Ynglingasaga Snorra
Heyerdahl heldur því fram, að
norrænir menn eigi rætur að rekja
til Kákasuslanda og nefnir ýmislegt
því til stuðnings. Eitt er það, að í
Kína fundust múmíur, sem voru
ljóshærðar og bláeygar og norræn-
ar að öllu yfirliti. í ljós kom, að þær
voru 3-4.000 ára gamlar og því ekki
komnar frá Norðurlöndum.
Heyerdahl segist hafa komist að
því, að frá Kákasussvæðinu, sem er
á milli Kaspíahafs og Svartahafs,
hafi fólk, sem var ljóshært eins og
það átti kyn til, verið sent inn í
Kína. Annað er Ynglingasaga
Snon'a Sturlusonar og Heyerdahl
segir, að ekki sé lengur unnt að líta
á hana sem einhvern tilbúning,
heldur eigi hún sér sögulegar ræt-
ur.
Thor Heyerdahl er mjög upp-
tendraður af íslandsdvölinni og af
öllum heimildunum, sem hann
fann, í gömlu sögunum.
„Lesið sögurnar," sagði hann við
áheyrendur. „Það er alveg nýtt
fyrir mér hvernig þær lýsa Oðni og
efnið er stórkostlegt. Oft varð ég
að lesa það hvað eftir annað. Þarna
segir frá guðunum, til dæmis Þór,
og ég bjóst við að finna Oðin ekki
fjarri. Svo var þó ekki,“ sagði
Heyerdahl hlæjandi. „Hann var
nefnilega í Kákasus.“
„Sögurnar, Heimskringla, lýsa
heiminum eins og hann horfir við
frá Islandi. Við héldum, að jörðin
væri flöt en Snorri vissi, að hún var
böllótt, hnattlaga enda talar hann
um kringlu heimsins. I Páfagarði
má sjá, að þetta vissu menn þegar
um árið 1000.
Leiðarlýsing Snorra
Snorri lýsir ferð um Njörvasund
og inn í Miðjarðarhaf, síðan um
Hellusund inn í Svartahaf. Þar bjó
Óðinn og þaðan og suður um svæði
Tyrkja var hans land. Það var ekki
á himni eins og við héldum,“ segir
Heyerdahl, „heldur í Ásalandi.
Þegar Rómverjar hófu að herja á
löndin umhverfis tók Óðinn sig
upp með æðstuprestana og fór yfir
lönd Rússa, Garðaríki, til Óðins-
eyjar á Fjóni, Svíþjóðar og
Sigtúna þar sem hann settist að.
Snorri skrifar, að Óðinn hafi talið
Gylfa konungi trú um, að þeir
kæmu frá landi guðanna og allir
væru þeir guðir.
Nú er vitað, að ein^ af elstu
þjóðunum í Kákasus er Óðinsfólk-
ið, sú fyrsta, sem snerist til krist-
innar trúar eða á árunum 2-300
e.Kr. Það má líka minna á, að
Friðþjófi Nansen þótti það furðu-
legt, að á þessu svæði ganga sams
konar goðsagnir og við þekkjum.
Hann lýsti því þannig, að ætla
mætti, að skyldleiki væri með
þeim.
Snorri nefnir hvern konunginn
af öðrum og Hálfdan svarta síð-
astan. Ef við tökum nú upp vasa-
tölvuna lítur þetta þannig út: Kyn-
slóðin er 25 ár, Snorri nefnir 31
kynslóð og því hlýtur Óðinn að
hafa farið frá Kákasus árið 55
e.Ki'. Það var einmitt á þeim tíma,
sem Rómverjar skutu upp kollin-
um á svæðinu. Allt þetta segir
okkur, að við verðum að taka
Snorra alvarlega," sagði Heyer-
dahl.
_ >
Talsmaður Náttúruverndarsamtaka Islands um gagnrýni iðnaðarráðherra vegna kæru samtakanna
Ráðherra hefur ekki
lesið greinargerðina
ÁRNI Finnsson, talsmaður Nátt-
úruverndarsamtaka íslands, sagði
að samkvæmt ummælum Finns
Ingólfssonar, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, í Morgunblaðinu,
væri greinilegt að hann hefði ekki
lesið greinargerðina sem fylgdi
kæru samtakanna á hendur ís-
lenskum stjómvöldum vegna
Fljótsdalsvirkjunar. í blaðinu
sagði Finnur að kæran væri á mis-
skilningi byggð og tilgreindi hann
m.a. sérstakt ákvæði í tilskipuninni
máli sínu til stuðnings, sem og
dóma Evrópudómstólsins.
Samtökin hafa kært þá ákvörð-
un íslenskra stjórnvalda að láta
ekki fara fram lögformlegt mat á
umhverfisáhrifum vegna Fljóts-
dalsvirkjunar, til Eftirlitsstofnun-
ar EFTA. Samtökin segja að
ákvörðunin brjóti gegn tilskipun
EFTA (85/337/EBE), þar sem
kveðið er á um að fram skuli fara
mat á áhrifum, sem tilteknar fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera
eða einkaaðila kunni að hafa á um-
hverfið.
„Ef maður les tilskipunina þá
eru þetta eðlileg viðbrögð ráð-
herra, en hann hefur ekki lesið
greinargerðina sem fylgdi
kærunni," sagði Árni.
I 5. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar
segir: „Tilskipun þessi tekur þó
ekki til framkvæmda sem landslög
hafa þegar verið sett um í einstök-
um atriðum, þar eð í slíkum tilvik-
um hefur markmiðum hennar, þar
á meðal upplýsingamiðlun verið
náð með lagasetningu." Finnur
sagði að samkvæmt þessu væri
ljóst að Fljótsdalsvirkjun félli ekki
undir tilskipunina, þar sem hún
byggði á sérstakri lagaheimild Al-
þingis, þ.e. lögum um raforkuver
(nr. 60/1981).
Skilningl stjórnvalda
mótmælt
Að sögn Árna er hinsvegar tek-
ið á þessu atriði í lögfræðiáliti því
sem Náttúruvemdarsamtökin öfl-
uðu sér og fylgdi með kærunni og
er skilningi stjórnvalda mótmælt.
í álitinu segir: „Þegar lög 60/1981
voru samþykkt lá hvorki fyrir
endanleg útfærsla á stærð, stað-
setningu og fyrirkomulagi virkj-
unarframkvæmdar né mat á um-
hverfisáhrifum hennar. Um er að
ræða undanþágu sem skýra beri
þröngt. Ákvæðið tekur auk þess
einungis til þeirra tilvika sem lög
hafa verið sett um áður en ákvæði
tilskipunarinnar voru lögleidd,
sbr. orðalagið „... sem landslög
hafa þegar verið sett um í einstök-
um atriðum." Geta stjórnvöld ekki
byggj; á því nú sem heimild til þess
að komast hjá lögbundnu mati á
umhverfisáhrifum enda ekki gert
ráð fyrir neinni slíkri undanþágu í
lögum um mat á umhverfisáhrif-
um.“
I lögfræðiáliti samtakanna segir
ennfremur: „Eina heimild stjórn-
valda til að undanþiggja fram-
kvæmdir frá mati á umhverfisá-
hrifum er að finna í 3. mgr. 2. gr
tilskipunarinnar en sú undanþága
var ekki tekin upp í lög um mat á
umhverfisáhrifum. Er og ljóst að í
slíkum tilvikum beri að senda ítar-
legar upplýsingar til aðildarríkja
EES-samningsins. Það virðist ekki
hafa verið gert.“
Ráðherra nefnir
enga dóma
Finnur benti einnig á að sam-
kvæmt dómum Evrópudómstólsins
væru framkvæmdir ekki háðar
mati á umhverfisáhrifum ef form-
leg beiðni um leyfi vegna fram-
kvæmda hefði legið fyrir áður en
tilskipunin öðlaðist gildi. Finnur
sagði að hérlendis lægi ekki aðeins
fyrir beiðni, heldur lægju fyrir lög
frá Alþingi.
Árni sagði slæmt að ráðherra
skyldi ekki nefna neina dóma Evr-
ópudómstólsins máli sínu til stuðn-
ings, en hann sagði að í lögfræðiá-
liti samtakanna væri m.a. vísað í
dóm (C-131/188), sem styddi
kæruna. Málavextir voru þeir að
framkvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins höfðaði mál gegn þýskum
stjórnvöldum fyrir að lögleiða ekki
réttilega með lögum, reglugerðum
og stjórnvaldsbundnum ákvæðum
ákvæði tilskipunar (80/68/EEC)
um verndun grunnvatns gegn
mengun vegna ákveðinna hættu-
legra efna. Náttúruverndarsam-
tökin telja að það sama megi segja
um lögleiðingu íslenskra stjórn-
valda á tilskipun EFTA
(85/337/EBE), þ.e. að með því að
styðjast við bráðabirgðaákvæði II
séu íslensk stjórnvöld að brjóta
gegn meginreglunni um lagaskýr-
leika, sem staðfest var í dómi C-
131/88.
Þá sagði Árni að nýverið, eða
þann 16. september síðastliðinn,
hefði fallið dómur (C-435/97), sem
styddi einnig kæru samtakanna.
Árni sagði að í niðurstöðu dómsins,
sem fjallaði um leyfisveitingu
vegna tiltekinnar framkvæmdar á
Ítalíu, kæmi fram að þar sem end-
anlegt framkvæmdaleyfi lægi ekki
fyrir væri ekki hægt að vísa í sér-
lög. Árni sagði að helstu rök ís-
lenskra stjórnvalda væru einmitt
að vísa í sérlög eins og lög nr.
60/1981 um raforkuver og lög nr.
42/1983 um Landsvirkjun.