Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kostir íslenskra fyrirtækja kynntir erlendum bönkum ÍSLANDSBANKI kynnti fjárfest- ingamöguleika hérlendis fyrir er- lendum bönkum á Hótel Sögu í gær. Meðal gesta voru fulltrúar frá Nor- ræna fjárfestingabankanum, Barclays Bank í London, CIC í París, Svenska Handelsbanken og The Vanguard Group frá Banda- ríkjunum. Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, bauð gesti velkomna, en að því loknu ávarpaði Davíð Odd- son forsætisráðherra gesti. í ræðu sinni sagði forsætisráðherra m.a. að Islendingar útilokuðu ekki aðild að Evrópusambandinu. Ólíkar áhersl- ur í fjármálum gerðu það hins vegar að verkum að ekki væri mögulegt fyrir Island að taka upp evruna að svo komnu máli. Forsætisráðherra ræddi einnig um aukinn hagvöxt í landinu og sagði að íslenskir fjármálamarkaðir hefðu ekki orðið fyrir áhrifum af kreppunni í Austur-Asíu eða Rúss- landi. Forsætisráðherra sagði þá af- skipti erlendra fjárfesta af íslensk- um mörkuðum hafa verið að aukast, þó þau teldust enn lítil. Island væri hins vegar sifellt meira aðlaðandi kostur fyrir erlenda fjárfesta. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, tók næstur til máls. Hon- um varð tíðrætt um þá miklu fram- þróun sem átt hefur sér stað í ís- lensku efnahags- og viðskiptalífí frá stofnun Eimskipafélagsins. Þá fjall- aði Hörður einnig um fleiri samruna fyrirtækja sem nú leituðu í vaxandi mæli fyrir sér á erlendum mörkuð- um. Hörður sagði fiskvinnslufyrir- tæki vera áhugaverðan fjárfestinga- kost sem nú væri æ algengara að fínna á verðbréfamörkuðum. Fyrir- tæki eins og Össur, íslensk erfða- greining og Marel skiluðu þó ekki síður góðri ávöxtun. Landsvirkjun kostur fyrir er- lenda fjárfesta Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, kynnti stöðu Landsvirkjunar miðað við erlend orkufyrirtæki. Hann benti gestum á kosti íslenskrar orku sem væri umhverfisvæn, en víða erlendis væri enn verið að brenna olíu og gasi. Friðrik fjallaði enn fremur um Kyoto-sáttmálann og útskýrði skil- mála Islendinga fyrir undirritun fyrir viðstöddum. Þá ræddi hann um það óþrjótandi orkumagn sem hér væri að finna og hvernig 65% þess nýttust nú iðnaði en 35% þjón- uðu almennum markaði. Friðrik benti einnig á að undirbúningur að því að Landsvirkjun yrði hlutafélag væri hafinn og búast mætti við að slíkt yrði að veruleika 2002. Lands- virkjun yrði þá áhugaverður kostur fyrir innlenda jafnt sem erlenda fjárfesta. Forstjóri Landssímans, Þórarinn V. Þórarinsson, fjallaði í ræðu sinni um tæknivæðingu Landssímans, en hann sagði fyrirtækið standa fram- arlega í þeim málum. Þá minntist hann einnig á lág gjöld fyrirtækis- ins sem kæmi vel út í flestum sam- anburðarkönnunum við erlend símafyrirtæki. Þórarinn ræddi að lokum um mögulega einkavæðingu fyrirtæk- isins og sagði Landssímann tilbú- inn fyrir slíkar breytingar sam- þykkti ríkið einkavæðingu fyrir- tækisins. Hagvöxtur í fiskiðnaðinum Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa, fræddi viðstadda um íslenska kvótakerfið og þau áhrif sem það hefði á ákvarðanir fyrir- tækja um að leita fyrir sér á erlend- um mörkuðum. Guðbrandur benti á þann hagvöxt sem einkennt hefði stærstu sjávarútvegsfyrirtækin undanfarin ár og sagði hann fjölda tækifæra framundan á þeim vett- vangi. Aukinn samruni fyrirtækja í sjávarútvegi var umræðuefni Gunnars Arnars Kristjánssonar, forstjóra SIF. Hann sagði samruna fyrirtækja meðal annars mega rekja til þrýstings verðbréfamark- aðarins sem krefðist hagnaðar, en slíkt væri fyrirtækjum hvatning til að leita fyrir sér á erlendum mörk- uðum. Þá varpaði Gunnar Örn einnig fram þeirri spurningu hvort Island ætti að ganga í Evrópusam- bandið m.t.t þess að ef löndum sambandsins fjölgar muni stór hluti viðskipta landsins verða reiknaður £ evrum. Birgir Isleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, fjallaði um fjármálastefnu Seðlabankans á undangengnum uppgangstímum og sagði hana einkennast af vissri íhaldssemi. Þá sagði hann harða samkeppni ríkja milli íslenskra fjár- málastofnana og benti á nokkrar ástæður þess að erlendir fjárfestar hefðu ekki sýnt meiri áhuga á ís- lenskum mörkuðum. Birgir ísleifur sagði þó breytinga að vænta á næstu mánuðum með skráningu verðbréfamiðstöðvar. Auk þessa kynnti Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, fyrirtæk- ið fyrir gestum og Einar Sigurs- son, aðstoðarmaður forstjóra Flug- leiða, fjallaði um ný landamæri ferðaþjónustu. Þá fjallaði Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, að lokum um möguleika í íslensk- um bankaviðskiptum. Mögnuð kvenlýsing Morgunblaðið/Kristinn Þetta er hin afdrifaríka nótt þegar Salka, María Ellingsen, ákveður að senda Arnald, Gunnar Helgason, frá sér. LEIKLIST llermóður og Háðvör og Annað svið SALKA - ASTARSAGA Leikgerð upp úr skáldsögu Hall- dórs Laxness: Hilmar Jónsson og Finnur Arnar Arnarson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Magnea Valdimarsdóttir, María Ellingsen, Benedikt Erlingsson, Þorvaldur Da- víð Kristjánsson, Gunnar Helgason, Jón Stefán Kristjánsson, Jóhanna Jónas, Dofri Hermannsson og Þrúð- ur Vilhjálmsdóttir. Leikmynd: Finn- ur Arnar Arnarson. Búningar: Þór- unn María Jónsdóttir. Tónlist: Mar- grét Ornólfsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Förðun: Ásta Hafþórsdóttir. Framkvæmda- stjörn: Aslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Hafnarfjarðarlcikhúsið 22. október. SALKA VALKA er í hópi ör- fárra persóna úr íslenskum bók- menntum (sem flestar eru ættaðar úr verkum Laxness og íslendinga- sögum) sem lesendur hafa tekið að hjarta sér og bera djúpar tilfínn- ingar til. Hin magnaða kvenlýsing sem skáldsagan dregur upp er byggð af slíku sálfræðilegu innsæi og visku að það vekur undrun, ekki síst þegar haft er í huga hversu ungur Laxness var þegar hann skrifar söguna. Olnboga- bamið Salka Valka heillar lesend- ur sögunnar með varnarleysi sínu og viðkvæmni ekki síður en með hugrekki sínu og óbugandi styrk. Saga Sölku Völku er líklega áhrifamesta þroskasaga konu sem íslenskar bókmenntir eiga. Höfundar þessarar leikgerðar, þeir HOmar og Finnur, velja þá leið að sögu Sölku að leggja áherslu á samband hennar við karlmennina tvo í lífi hennar, Steinþór og Amald, enda er yfir- skrift leikgerðarinnar: „Salka - ástarsaga." Þetta er í raun mjög eðlileg leið að verkinu og góð leið til að koma öllum meginþráðum þess að, það er nefnilega að miklu leyti í gegnum sambönd Sölku við þessa tvo menn sem flestir aðrir þættir skáldsögunnar em skoðaðir, svo sem samfélagsmyndin og stéttabaráttan eða hin pólitíska vídd sögunnar, enda er undirtitill skáldsögunnar: „Pólitísk ástar- saga“. Þroskasaga Sölku Völku spinnst í gegnum sambönd hennar við Arnald og Steinþór, ásamt hinu afdrifaríka sambandi hennar við móður sína. Síðastnefnda sam- bandinu er minnstur gaumur gef- inn í leikgerðinni og veikir það óhjákvæmilega leikverkið í heOd þar sem viðhorf Sölku til karl- manna og ástarinnar em sprottin upp úr og ævinlega mörkuð af sambandi hennar og Sigurlínu og verða vart skOin nema út frá þeim arfi sem fylgir Sölku úr móðurhús- um. Salka - ástarsaga gerist á einni nóttu. Þetta er hin afdrifaríka nótt þegar Salka ákveður að senda Arn- ald frá sér, „leysa hann úr viðjum“ eins og hún orðar það, tO að hann geti nálgast draum sinn um „heim- inn bak við fjallið bláa“ og tO þess að hún týni ekki sjálfri sér (og sjálfi sínu) í ástinni og þeim kjör- um sem hún býður konum í því samfélagi sem Salka lifir í. A þess- ari nóttu rifjar Salka upp líf sitt frá því að hún kom fyrst tO Oseyrar við Axlarfjörð, lítil stúlka með öreigan- um móður sinni. Síðan rekur hver minningin aðra og er þeim bmgðið upp sem svipmyndum á sviðinu þar til minningarnar sameinast tíma leikverksins sem lýkur með burtför Arnaldar. Með hlutverk Sölku fara þær Magnea Björk Valdimarsdóttir og María Ellingsen og báðar skOa þær hlutverkum sínum á aðdáunarverð- an hátt. Magnea Björk, sem leikur Sölku unga, náði mjög vel að sýna reiði og uppreisn Sölku gagnvart óvinveittu umhverfinu og móður sinni. María Ellingsen túlkaði hina þroskuðu Sölku af tOfinningu og sannfæringu sem risti djúpt. Þær Magnea og María bára sýninguna uppi á glæsOegan hátt. Hlutverk Arnaldar er einnig tví- skipt. Þorvaldur Davíð Kristjáns- son leikur Arnald yngri og fór hann vel með hlutverkið og var samleikur hans og Magneu með ágætum. Gunnar Helgason leikur Amald eldri, byltingarforingjann og sveimhugann og elskhuga Sölku. Gunnar lék á lágu nótunum og kom tvíræðni persónunnar ágætlega tO skOa. Steinþór Steinsson er tvímæla- laust með fióknustu mannlýsingum íslenskra bókmennta. Ef hægt er að tala um persónugerving ís- lenskrar náttúru í íslenskum bók- menntum þá er það Steinþór. Þetta er persóna sem býr yfir æði og öfg- um náttúrannar, hann er fullur of- stopa, hörku og útblásins sjálfsá- lits, en hann á einnig til ljóðrænu og blíðu og aðdáun hans á Sölku Völku er sönn. Þennan fjölbreyti- leika í persónu Steinþórs verður lesandi/áhorfandi að skynja tO þess að skOja þau áhrif sem hann hefur á Sölku Völku og þau itök sem hann á í henni lengst af. Því miður hafa höfundar leikgerðarinnar kos- ið að sníða „kostina“ af Steinþóri. Hann birtist í leikverkinu sem fremur einhliða persóna: viðbjóðs- legur fylliraftur framan af, frá- hrindandi karldjöfull sem getur með engu móti öðlast samúð áhorf- andans. Sem slíkan túlkaði Bene- dikt Erlingsson hann af mikilli list. En ég saknaði aðdráttaraflsins sem persóna skáldsögunnar býr óneitanlega yfir. Þrúður VOhjálmsdóttir fer með hlutverk Sigurlínu, auk nokkurra fleiri aukahlutverka. Sigurlína Þrúðar er mun glæsOegri og sjálfsöraggari en sú Sigurlína sem lýst er í sögu Laxness og, eins og áður er sagt, hefði mátt skerpa betur samband hennar og Sölku í leikgerðinni. Jón Stefán Kristjánsson var kostulegur í ýmsum aukahlut- verkum, Kvía-Jukki hans er t.a.m. ógleymanlegur. Dofri Hermanns- son og Jóhanna Jónas drógu upp skemmtilega ýktar myndir af þeim systkinum Angantý og Agústu Bogesen. Það er stíll yfir leikmynd Finns Arnars og sviðið er skemmtilega nýtt. I bakgrunni eru tignarleg fjöll, fyrir miðju bryggja sem gegnir fjölbreyttu hlutverki í leiknum, fremst til hægri er Mar- arbúð, hýbýli Sölku, og til vinstri er lítil tjörn sem gegnir hlutverki nk. afdreps Sölku, staðar sem hún getur flúið til þegar nauðsyn kref- ur. Litir og lýsing gáfu sýningunni fallegan listrænan blæ og tónlist var notuð hóflega, helst til að auka dramatískan blæ sýningarinnar. HOmar Jónsson leikstjóri sýnir enn að hann er í hópi sterkustu leikstjóra okkar, góð frammistaða allra leikaranna og sterkur heild- arsvipur sýningarinnar bera þess glöggt merki. Soffía Auður Birgisdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.