Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Gert ráð fyrir að steypuframkvæmd-
ir við Smáralind hefjist í vor
\
Morgunblaðið/Júlíus
Verið er að ljúka við jarðvegsvinnu á lóðinni þar sem
verslunarmiðstöðin Smáralind á að rísa. Reiknað er með
að steypuframkvæmdir hefjist í vor og miðstöðin verði
opnuð haustið 2001.
Stefnt að
opnun haust-
ið 2001
Unnið með
einstaklinginn
Kópavogur
STEYPUFRAMKVÆMDIR
við nýja 60.000 fermetra
verslunarmiðstöð í Smára-
lind munu líklega hefjast
næsta vor, en áætlað er að
opna miðstöðina haustið
2001. Þetta kom fram í sam-
tali Morgunblaðsins við
Pálma Kristinsson, fram-
kvæmdastjóra Smáralindar
ehf.
„Það er ekkert sem bendir
til annars en að áætlanir
muni standast," sagði Pálmi.
„Verið er að klára jarðvegs-
vinnuna á lóðinni núna og
stefnt er að því að hefja
steypuframkvæmdir næsta
vor og þá verður væntanlega
keyrt af fullum krafti allt
þar til húsið verður tekið í
notkun í september árið
2001.“
Pálmi sagði að í nýju
verslunarmiðstöðinni yrðu
rúmlega 100 verslanir, sem
og ýmiss konar þjónusta og
afþreying. Hann sagði að í
miðstöðinni yrðu tvær mjög
stórar verslanir, sem myndu
taka um 40% af verslunar-
rýminu og einnig yrði mjög
stórt bíó í húsinu.
Þess má geta að verslun-
armiðstöðin Smáralind verð-
ur svipað stór og Kringlan
að viðbættu Borgarleikhús-
inu, en í Kringlunni eru um
150 verslanir, veitingastaðir
og þjónustuíyrirtæki.
Að sögn Pálma vinna nú
um 40 innlendir og erlendir
verkfræðingar og arkitektar
að hönnun hússins. Hann
sagði að verkefnið væri að
mörgu leyti alþjóðlegt þar
sem erlendir aðilar kæmu
að tækni-, markaðs-, fjár-
mögnunar- og verslunar-
sviðinu.
„Undirbúningur og fram-
kvæmdir vegna svona húss
taka oft 5 til 10 ár erlends og
ekki er óalgengt að 70% af
undirbúningstímanum fari í
skipulagningu og hönnun en
30% í framkvæmdir á bygg-
inarlóð. Sá tími sem hefur
farið í þetta hjá okkur er því
mjög eðlilegur miðað við það
sem gerist í sambærilegum
verkefnum erlendis."
Pálmi vildi ekki greina frá
áætluðum kostnaði vegna
byggingarinnar, enda ætti
eftir að gera flesta verk-
samninga o.þ.h.
„Það eina sem ég get sagt
er að kostnaðurinn mun
hlaupa á milljörðum króna.“
Grafarvogur
KORPUSKÓLI er nýjasta
viðbótin í grunnskólaflóru
Reykjavíkurborgar. En
skólastarf hófst nú f haust
og er markmið skólastjórn-
enda að vinna sem best með
hæfíleika hvers og eins nem-
anda, sem eru á aldrinum 6-
11 ára.
Mikil vinna er framundan
hjá stjórnendum Korpu-
skóla, þeim Svanhildi Ólafs-
dóttur skólastjóra og Auði
Stefánsdóttur aðstoðar-
skólastjóra, en komandi vet-
ur mun að stórum hlut fara
í að móta starfsemi skólans.
Hugmyndirnar sem skóla-
starfið á mótast af eru
kenndar við Bandaríkja-
manninn Howard Gardner
og byggjast á því að greind
er skipt í sjö flokka, til að
mynda málgreind, rök-
greind og stærðfræði-
greind.
Styrkur hvers einstak-
lings er síðan fundinn út frá
greindarsviðum einstak-
lingsins og í framhaldi reynt
að láta hvern og einn þróa
sitt greindarsvið. Svanhild-
ur nefnir sem dæmi að sum-
ir séu með góða rýmis-
greind og í þeirra tilfelli
eigi að vinna meira út frá
rýminu, eins og gert er í
arkitektúr eða myndmáli.
Þannig geti til dæmis við
lestur verið byrjað á að
skoða byggingu stafa, áður
en farið er að vinna með
hljóðin sem þeir tákna. Hafi
nemendur si'ðan góða mál-
greind þá má eins vinna
með hljóðstaflna áður en
farið er að vinna með bygg-
inguna.
„Við erum svo ólík, hvað
sem við erum að læra,“ seg-
ir Svanhildur. „Það er ekki
hægt að notað sömu aðferð-
ir við alla nemendur. Það
má notað svipaðar aðferðir
við flesta nemendur, en það
eru alltaf einhverjir sem
skera sig úr - annaðhvort
eru það getumiklir eða
getulitlir nemendur."
I Korpuskóla er reynt að
miða námsefnið við getu
nemenda, sem geta þannig
verið með svipað námsefni,
en mislangt á veg komnir.
Krakkar sem eru duglegir í
lestri fá þannig t.d. aðrar
lestarbækur en þeir sem eru
að byrja.
„Hugmyndin var að vera
með samkennslu hér f upp-
hafi. Árgangarnir eru hins
vegar það stórir að það
reyndist ekki unnt í byrjun,"
segir Svanhildur. „En hug-
myndin er að vera með sam-
kennslu." Að sögn Auðar er
því vonast til að börnin í
eldri deildunum geti þannig
með samkennslunni unnið
sér í haginn. „Að þau séu
ekki endilega með námsefni
síns aldurs ef þau hafa getu
til að takast á við eitthvað
meira, þannig geti þau unn-
ið sér í haginn fyrir næstu
ár og þar með sé einhver til-
gangur með því að vinna
meira.“
Jákvæð og
uppbyggjandi kennsla
„Við höfum sett okkur það
takmark að efla ábyrgð
þeirra og sjálfstæði og
kenna þeim að vinna sam-
an,“ segir Svanhildur. En
annað atriði sem ekki er síð-
ur mikilvægt í skólastarfinu
er jákvæði, þ.e. að nemend-
ur læri á uppbyggjandi og
jákvæðan hátt. En jákvæðið
felst m.a. í að reglur byggj-
ast upp á þvi' sem má, en
ekki því sem má ekki. „Við
reynum að byggja kennsl-
una iíka upp á þvi' að þau
læri út frá því sem er rétt,
til dæmis í stafsetningu. Að
þau læri hana út frá réttum
texta f stað þess að leitast sé
við að fella þau,“ segir Auð-
ur og kveður jákvæðið þó
ekki síður vera mikilvægt í
umgengni nemendanna
sjálfra.
Að sögn Svanhildar hefur
skólastarf í Korpuskóla far-
ið vel af stað. Hún segir þó
mikla vinnu vera framundan
því skólastarfið sé í mótun.
Fyrsta árið muni t.d. að
stórum hlut fara í að finna
eiginleika hvers barns
þannig að unnt verði að
vinna með þá.
Nemendum Korpuskóla
verður þá einnig boðið upp
á ákveðið val í verkefna-
vinnu, þ.e. þegar þeir hafa
Iokið við verkefni dagsins.
„Þetta krefst náttúrulega
mikillar skipulagningar og
við vinnum að sjálfsögðu
samkvæmt aðalnámskrá,"
segir Svanhildur og kveð-
ur mikilvægt að kenna
börnunum þessi vinnu-
brögð. „Því ég held að
þetta vinnufyrirkomulag
efli sjálfstæði þeirra og
ábyrgð á vinnunni. En það
krefst Iíka mikillar skipu-
lagningar af hendi kennar-
anna.“
Fartölvukennsla
í framtíðinni?
Allir nemendur Korpu-
skóla eru í tölvunámi, en
skólinn er í samvinnu við
Framtíðarbörn um tölvu-
kennslu. Auður segir skól-
ann þannig vilja leggja
áherslu á að bömin læri
bæði að vinna á tölvumar
og með þær, en þannig geti
þau nýtt sér tölvur sjálfstætt
í starfi. Tölvukennslan hef-
ur líka gengið vel, enda em
bömin áhugasöm og finnst
námið skemmtilegt.
I skólastarfinu er þó horft
lengra fram í tímann því
Auður nefnir sem einn af
framtíðardraumum stjóm-
enda að hægt verði að bjóða
upp á fartölvukennslu í
framtíðinni. „Að það verði
til bekkjarsett af fartölvum
sem hægt verði að fara með
á milli bekkja og vinna á,“
segir hún og kveður slíkt
góða viðbót við aðrar náms-
greinar.
Einn af öðmm þáttum í'
starfi Korpuskóla er síðan
hin svo kallaða samvera. En
börnin koma öll saman einu
sinni í viku og þá flytur einn
bekkur atriði fyrir hin börn-
in. Samveran er ætluð til að
þroska bömin í að vera sam-
an og koma fram hvert fyrir
annað og mælist þetta að
sögn Auðar vel fyrir hjá
flestum. „Elstu krakkarnir
vom að vísu svolítið nei-
kvæðir í fyrstu, en mér
heyrist hugarfar þeirra
breytast eftir því sem nær
dregur að þeir komi fram
sjálfir,“ segir Auður. „Ann-
ars emm við með ótal hug-
myndir í gangi sem við ætl-
um að notfæra okkur við að
útfæra skólastarfið."
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tölvukennsla í Korpuskóla er í hlöðunni þar sem kennsla 1. og 2. bekk fer einnig fram.
Deilur innan bæjarstjórnar um málefni Tónlistarskóla Mosfellsbæjar
Minnihlutinn segir nýtt
húsnæði ódýrari kost
Mosfellsbær
DEILUR eru innan bæjar-
stjómar Mosfellsbæjar um
það hvort ódýrara sé að
leigja húsnæðið að Háholti
14 undir starfsemi Tónlist-
arskólans eða byggja nýtt
hús fyrir skólann. Asta
Björg Bjömsdóttir, fulltrúi
minnihluta sjálfstæðis-
manna, segir að málið sé
orðið hápólitískt. Hún segir
minnihlutann hafa lagt fram
útreikninga, sem byggi á
sömu forsendum og út-
reikningar bæjarstjóra, sem
sýni að ódýrara sé að reisa
nýjan skóla. Jafnframt því
segir hún að sérhannað
skólahúsnæði henti starfinu
betur en leiguhúsnæðið og
segist sammála því áliti sem
fram hefur komið að um-
hverfið við Háholt sé
óheppilegt fyrir tónlistar-
skóla bæjarins.
Ásta segir að saman-
burðarútreikningur á
kostnaði vegna leiguhús-
næðis og mánaðarlegum
afborgunum lána vegna
nýrrar byggingar, sem
taka mið af byggingu Tón-
listarskólans í Garðabæ,
sýni að hagkvæmara sé að
ráðast í að byggja nýtt
húsnæði. Þar að auki sé
bæjarsjóður að skuldbinda
sig til að greiða mánaðar-
lega leigu í 15 ár og að
þeim tíma loknum hafi eng-
in eignamyndun átt sér
stað. Þá segir Asta það af-
stætt hvað eigi að teljast
dýrt í þessu samhengi.
Nýtt hús sem styrki ímynd
bæjarins og sýni að þar sé
metnaður í fræðslu- og
menningarmálum, hljóti að
vera betri kostur en leigu-
húsnæði sem ekki henti
skólanum nægjanlega vel.
Óhentugt húsnæði fyrir
tónlistarskóla
„Það er löngu þekkt stað-
reynd að erfitt er að breyta
gömlu húsnæði sem ekki
var í upphafi hannað sem
tónlistarskóli. Því fylgir
töluverð áhætta og arki-
tektarnir sem könnuðu hús-
næðið að Háholti 14 töldu
heppilegri kost að byggja
nýtt hús,“ segir Asta.
Hún segir að í þarfa-
greiningu, sem unnin var af
skólastjóra Tónlistarskól-
ans, hafi komið fram að hús-
næðisþörf skólans, án tón-
leikasalar, væri 565 fer-
metrar. Með því að leigja
húsnæðið við Háholt sé ver-
ið að leigja rúmlega 200 fer-
metra umfram þörf vegna
lélegrar nýtingar á húsnæð-
inu, sem auk þess henti ekki
til skólastarfs.
Asta segist taka undir
með þeim foreldrum sem
hafi áhyggjur af því um-
hverfi sem skólinn verður í
á Háholti 14. Þama sé
sjoppa og kaffihús með vín-
veitingaleyfi, auk þess sem
hornið sem húsið standi á sé
mikið umferðarhom.
Af hveiju þessi asi?
„Við viljum fjalla um
þetta á málefnalegan hátt,
en þeir ætla sér greinilega
að leigja húsnæðið hvað
sem tautar og raular. Við
höfum lagt á það áherslu að
málið verði skoðað með
hagsmuni allra bæjarbúa að
leiðarljósi. Þetta er tónlist-
arskóli sem allir eiga að
vera sammála um og hafa
metnað fyrir. En nú er
þetta því miður orðið
hápólitískt mál. Maður skil-
ur ekki hvaða sjónarmið
liggja þarna að baki.“
„Það kom fram í viðtali
við bæjarstjóra í Morgun-
blaðinu að ýmislegt sé í at-
hugun varðandi framtíð
tónlistarskólans. Maður
spyr sig þess vegna af
hverju þessi asi er á meiri-
hlutanum að skuldbinda
bæjarsjóð til að leigja hús-
næði til 15 ára, sem er bæði
allt of stórt og samrýmist
illa rekstri tónlistarskóla.
Eg tek undir það með for-
eldrum að meirihlutinn er á
villigötum í þessu máli. Og
enn hefur minnihlutinn ekki
séð hver hin raunverulegu
rök eru fyrir því að taka
þetta húsnæði á leigu,“ seg-
ir Asta.