Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Unnið að stofnun dótturfélags íslenskrar miðlunar í Hrísey og Olafsfírði Rúmlega 20 ný störf skapast Morgunblaðið/Kristján Alexander Smárason, sérfræðingur á kvennadeild FSA, flytur erindi sitt um meðgöngueitrun í kennslustofu FSA í gærmorgun. Fundur- inn var sendur með fjarfundarbúnaði til nokkurra annarra heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni. Stórt skref í að rjúfa faglega einangrun UNNIÐ er að stofnun dótturfélags Islenskrar miðlunar ehf. til að hefja rekstur fjarvinnslustöðva í Hrísey og Ólafsfirði. Við það skap- ast 22 ný störf en gert er ráð fyrir fimm starfsstöðvum á hvorum stað, þar sem vinna 10 starfsmenn á tveimur vöktum, auk þess sem ráð- inn verður sameiginlegur forstöðu- maður og starfsmaður með nauð- synlega tölvuþekkingu. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri sagði að hlutafé dótturfélags- ins yrði 20 milljónir króna, heima- aðilar á hvorum stað þyrftu að safna 7 milljónum króna en að hlut- ur Islenskrar miðlunar væri met- inn á samtals 6 milljónir króna. Hann sagði óvíst með aðild hrepps- ins að félaginu en að hlutafé yrði fyrst og fremst safnað meðal einkaaðila. „Þetta gæti verið áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir einstak- linga. Þessi niðurstaða er mjög já- kvæð fyrir Hríseyinga og býður upp á mikla möguleika í framtíð- inni. Það er líka nauðsynlegt að auka fjölbreytni í atvinnulífinu sem hefur verið mjög einhæft í gegnum tíðina.“ Starfsemin í gang í næsta mánuði íslensk miðlun rekur starfsstöðv- ar víða um land og lýtur starfsemin m.a. að símsvörun, símsölu, skrán- ingu og úrvinnslu gagna. Starfs- menn eru á annað hundrað og starfar um helmingur þeirra í höf- uðstöðvunum í Reykjavík. Pétur BoUi sagði stefnt að því að starfsemi fyrirtækisins í Hrísey hæfist um miðjan næsta mánuð en í Ólafsfirði á næstunni. Gert er ráð fyrir að starfsaðstaðan verði í Ráðhúsinu og að sveitarstjómarskrifstofan vfld og fari í annað húsnæði. Hríseyingar hafa leitað ýmissa leiða til atvinnuuppbygginar í eyj- unni, í kjölfar ákvörðunar Snæfells að draga úr starfsemi sinni þar. Pétur Bolli sagði ýmislegt annað í athugun. Hann sagði sjávarútvegs- málin í skoðun og einnig væri verið að kanna möguleika á því að setja á fót verksmiðju sem framleiddi sæl- gæti úr lífrænt ræktuðu hráefni. Húsnæði aldraðra stendur tómt „Þá er verið að skoða þann möguleika að koma húsnæði aldr- aðra í notkun til framtíðar en það stendur tómt. Þetta er stórt og mikið húsnæði sem myndi henta vel undir sambýli fatlaðra eða eitt- hvað slíkt og gæti skapað hér ein- hver störf.“ Húsnæði aldraðra er um 500 fer- metrar á tveimur hæðum, fimm íbúðir á efri hæð og salur á neðri hæðinni. Hríseyjarhreppur byggði húsið árið 1993 og fékk þá 10 mfllj- óna króna styrk frá Framkvæmda- sjóði aldraðra. Pétur Bolli sagði húsið hafa verið byggt af mikilli bjartsýni á sínum tíma en að ekki hefði tekist að selja nema eina af þessum fimm íbúðum. Hreppurinn hafi síðan leyst þá íbúð til sín. Pétur Bolli sagðist hafa vakið at- hygli á þessum möguleika varðandi húsnæði aldraðra, m.a. á Akureyri. „Akureyri er reynslusveitarfélag í málefnum fatlaðra og á að sinna öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Eg hef bent þar á þann möguleika að nýta húsnæðið hér en talað íyrir daufum eyrum.“ FJ ÓRÐUN GSSJÚKRAHÚ SIÐ á Akureyri stendur fyrir vikulegum fræðslufundum í húsakynnum sín- um. Fundirnir eru þó ekki ein- vörðungu fyrir starfsfólk FSA, því þeir eru sendir víða með fjar- fundarbúnaði. I gærmorgun fylgdist starfsfólk heilbrigðis- stofnana á Neskaupstað, Egils- stöðum, Seyðisfirði, Húsavík, Hvammstanga og Ísafírði, með er- indi Alexanders Smárasonar, sér- fræðings á kvennadeild FSA, um meðgöngueitrun. Þorvaldur Ingvarsson, lækn- ingaforstjóri FSA, sagði þetta fúndarform stórt skref í að miðla upplýsingum og ijúfa faglega ein- angrun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta þjappar einnig þessum einingum betur saman og við viljum gjarnan að sú fræðsla sem hér fer fram nýtist fleirum. Jafnframt viljum við að þessir staðir haldi fræðslufundi fyrir okkur með svipuðum hætti. Þetta eru ákveðin tímamót, þar sem fólk á öðrum svæðum getur ekki farið um langan veg á viku- lega fræðslufundi." Áhuginn mikill Þorvaldur sagði jafnframt að með þessari tækni gæti heil- brigðisstarfsfólk á öðrum svæð- um tekið fullan þátt í fyrirspurn- um í lok fundanna. Mikill áhugi hefur verið fyrir fræðslufundun- um og í gærmorgun hlýddu hátt í 100 starfsmenn FSA á erindi Alexanders. Hann er nýkominn til starfa á FSA en er auk þess ráðinn við Sjúkrahúsið á Húsa- vfk. Alexander starfaði í tæp 10 ár í Oxford á Englandi og skrif- aði m.a. doktorsritgerð um það efni sem hann flutti á fundinum í gærmorgun. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi á Akureyri, norðurhluta á Eyrinni, Giljahverfi, Borgarsíðu/Móasíðu. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► I Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, 1 sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsing- ar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Fimm fyrirtæki mynda samstöðuhóp Vilja ekki hraðahindranir og 30 km hámarkshraða Nýir íslenskir vefir íslenskir vefir eiga heima á Vefskinnu FIMM íyrirtæki, Blómalist, Garð- tækni, Gæludýrabúð Norðurlands, Höfði og Þ. Björgúlfsson hafa myndað með sér samstöðuhóp um hraðahindranir og takmörkun há- markshraða í 30 kílómetra í Hafn- arstræti frá Drottningarbraut til Aðalstrætis og í Aðalstræti að Drottningarbraut. Fyrirtækin hafa sent bæjarstjóm Akureyrar erindi um málefnið þar sem fram kemur það álit að með breyttu umferðarskipulagi á þessu svæði skapi bærinn fyrirtækjunum verulega neikvæða mismunun í að- stöðu samanborið við þá aðstöðu sem verslunar- og þjónustufyrir- tæki á Akureyri búa almennt við. Þá er nefnt að viðskiptavinir íyrir- tækjanna telja sig hafa óþægindi af að þurfa að aka þessar götur vegna hraðahindrana, lægri ökuhraða og hættu á því að lögreglan taki þá fyr- ir of hraðan akstur með tilheyrandi sektum og refsipunktum. fmynd hliðargatna Einnig er talið að þessar götur fái neikvæða ímynd í huga Akur- eyringa og þeirra sem sækja versl- un og þjónustu til Akureyrar og að götumar fái á sig ímynd bak- eða hliðargatna. Vísað er til varnarbaráttu í verslun og þjónustu sem lands- byggðin á í og bæjarstjóm því bent á að gæta þess að reglur og að- gerðir séu ekki af þeim toga að þær fæli bæði innanbæjar- og ut- anbæjar viðskiptavini frá. Vilja for- svarsmenn þessara fyrirtækja að Akureyrarbær falli tafarlaust frá þeirri ætlan sinni að setja upp um- ræddar hraðahindranir ásamt til- heyrandi hraðatakmörkunum enda sé þeim ekki kunnugt um að um- ferðaróhöpp á svæðinu hafi verið tíðari en annars staðar í bænum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Vínartón- leikar SJÖUNDA starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hefst með Vínartónleikum í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 24. október, kl. 16. Einsöngvari á tónleikunum er Signý Sæmundsdóttir. Fluttar verða ýmsar perlur, s.s. Keisara- valsinn, Tritsch-Tratsch polki, Ra- detsky marsinn og lög úr Kátu ekkjunni, Czardás-furstaynjunni og fleiri lög. Einnig verður flutt Di- vertissement eftir Jaquies Ibert. Stjómandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. Akureyrarbær Samþykkt skipulag Breyting á skipulagi suðurhluta Oddeyrar. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti hinn 9. september 1999 breytingu á aðal- og deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar. Skipulagsbreytingin felst í því að lóð leikskólans Iðavalla við Gránufélagsgötu er stækkuð til austurs og fellt þar niður almennt útivistarsvæði. Skipulagstillagan var auglýst skv. skipulagsreglugerð 14. júlí- 25. ágúst sl. Ein athugasemd var gerð við tillöguna. Breytingin tekur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 29. október 1999. Frekari upplýsingar eru veittar á skipulagsdeild Akureyrar. Skipulagsstjóri Akureyrar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.