Morgunblaðið - 23.10.1999, Page 26

Morgunblaðið - 23.10.1999, Page 26
26 LAL'GARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________VIÐSKIPTI___________________________________ 1 ■ Kvöldfundur Verðbréfamarkaðar islandsbanka um horfur á hlutabréfamarkaði Ráðleggja aukið vægi hlutabréfa í eignasafni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölmenni var á kvöldfundi Verðbréfamarkaðar íslandsbanka um hlutabréfamarkaðinn á þriðjudagskvöldið var. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ísl- andsbanka, VIB, stóð fyrir kvöld- fundi fyrir fjárfesta á þriðjudags- og fimmtudagskvöld, þar sem full- trúar VIB fóru yfir stöðu og horfur á hlutabréfamarkaði. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, sagði meðal annars að verð hlutabréfa í sumum bandarískum hlutafélögum væri ekki mjög hátt, væri miðað við háa arðsemi þeirra. Taldi hann að sum félög á banda- ríska hlutabréfamarkaðnum myndu enn geta borið nokkra hækkun. Sigurður benti einnig á að ef fyr- irtæki skilar 20% arðsemi eigin fjár í 9 ár samfleytt, eigi hlutabréf í þeim að hafa hækkað fimmfalt, að því gefnu að V/H hlutfall (verð á móti hagnaði) hefði haldist hið sama. I tölum sem Sigurður sýndi kom fram að arðsemi á erlendum hlutabréfamörkuðum árið 1999 væri misjöfn. Þannig væri hún 22% í Bandaríkjunum, 34% í Bretlandi, 19% í Þýskalandi, 12% í Frakklandi og7%i Japan. Einar Bjami Sigurðsson, sjóðs- stjóri, fjallaði um val á innlendum hlutabréfum íyrir áramótin. Hann benti á að meðal atvinnugreina hefðu hlutabréf félaga í olíudreif- ingu hækkað mest, en iðnaður og fjármálastarfsemi fylgdu þar fast á eftir. Mælt með Íslandsbanka og Opnum kerfum Að sögn Einars Bjarna skiptast þeir fjárfestar sem kaupa og selja hlutabréf á innlendum hlutabréfa- markaði í þrjá megin hópa. Þetta eru hagsýnir fjárfestar, sem leitast við að fjárfesta í félögum sem hafa orðið íyrir tímabundnum áföllum í sínum rekstri en hafa tO lengri tíma mjög sterkar rekstrarforsendur. Vaxtarfjárfestar leitast við að fjár- festa í félögum sem eru í miklum vexti, og hækkandi fjárfestar grípa tækifærið og fjárfesta í félögum sem mikill áhugi er fyrir á markaði, og eru að hækka í verði. Einar Bjami sagði að hlutabréf væru frekar dýr nú um stundir, V/H hlutfall markaðarins væri 27 og ekki mörg tækifæri á markaðnum. Hann benti þó á tvö innlend félög sem hann taldi að byðu upp á áhugaverðan fjárfestingarkost, en þau eru Opin kerfi hf. vegna hárrar arðsemi og sterkrar stöðu á upp- lýsingatæknimarkaði, og íslan- dsbanki vegna hagræðingar og hugsanlegrar sameiningar við ein- hvem af ríkisbönkunum. Lögð áhersla á eignasamsetningu Guðrún Tinna Ólafsdóttir, sjóðs- stjóri, fjallaði um hagkvæmustu leið í uppbyggingu verðbréfasafns og hvemig unnt sé að ná bestu ávöxtun miðað við áhættu. I máli hennar kom m.a. fram að 92% af ávöxtun verðbréfasafns megi skýra með eignasamsetningunni, og því hafi VIB lagt mikla áherslu á eignasam- setningu sparifjár. Hvað eignasamsetninguna sjálfa varðar sagði Guðrún að í Bandaríkj- unum væri oft stuðst við þá þumal- puttareglu, að prósentuvægi hluta- bréfa í eignasafni ætti að jafngOda tölunni 100 að frádregnum aldri við- komandi. Hjá 35 ára einstakling ætti vægi hlutabréfa í eignasafni því að vera 65%. Hún sagði að flestir Is- lendingar væra hins vegar með mun lægra hlutfall hlutabréfa og hærra hlutfall skuldabréfa í sínu eignasafni, og ráðlegði VÍB þessum einstaklingum að auka vægi hluta- bréfa. Astæðan væri sú að ekki væri í dag hægt að gera ráð fyrir meira en 3,5-4% ávöxtunarkröfu á skulda- bréf, í samanburði við um 8% áður. Hún sagði jafnframt að VÍB ráð- legði einstaklingum að fjárfesta að minnsta kosti hluta sinna eigna í verðbréfasjóðum, þar sem hluta- bréf sveifluðust stundum í sína | hvora áttina í verði, en sjóðir jöfn- uðu sveiflur. Á fundinum kynnti Selma FOipp- I usdóttir, forstöðumaður reiknings- halds hjá VÍB, einnig Hlutabréfa- sjóðinn hf. og Vaxtarsjóðinn hf., en báðir eru skráðir á Verðbréfaþingi Islands. Carpe Diem hefur opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og er áherslan lögð á nýja giæsilega matseðla og notalegt umhverfi. Meðal þeirrar þjónustu sem veitt verður er aðstaða til veislu- og fundar- halda auk veisluþjónustu. Hér fyrir neðan má sjá brot af matseðlum Carpe Diem. Verið velkomin. 2)æm i um matseðla Hádegismatseðill Mánudag-föstudags 11.30-14.00 Súpa og heúnabakaö brauð Kjötréttur cða fisldréttur Kaffi Verðkr. 950,- SmáréttaseðiU súpa og kaffi innifalið Opnmartími á kvöldin Sunnudag-finuntudags 18.00-22.00 Föstudag-laugardags 18.00-23.00 Aðalmatseðill Forréttir Ilumar Trocadero með livflauksbrauði Nauta carpaccio með grænmefi juiienne Aðalréttir Piparsteikt smálúða Dijon Blandaðir sjávarréttir í hvítvinssösu Hvítlauksristaðb- Humarhalar Lambafiliet gljáð hunangi og dijonsinnepi Gljáð andarbringa með appelsínusösu Piparostfylit grísalund með shenybættri rjómasósu Eftirréttir Djúpsteiktur camenbert Blandaðir ostar Carpe Diem tcrta f Carpe Diem • Rauðarárstíg 18 • Sími: 552 4555 Samvfnnusjóður íslands hf. Úr 9 mán. uppgjöri 1999 JAN.-SEPT. Rekstrarreikningur mijónir króna 1999 1998 Vaxtatekjur 905 714 Vaxtagjöld 680 550 Hreinar vaxtatekjur 225 164 Aðrar rekstrartekjur 135 286 Önnur rekstrargjöid 86 106 Framlag í afskriftarsjóð 98 231 Hagnaður fyrir skatta 176 113 Reiknaður tekjuskattur 44 31 Hagnaður ársins 132 82 Efnahagsreikningur 3i.des. 1999 1998 I Eianir: I Milliónir króna 30.9.1999 31.12.1998 Útlán og aðrar eignir 8.817 8.226 Markaðsverðbr. og fjárfest.hlutabr. 1.376 1.313 Eignir samtals 10.193 9.539 I Skuldir oo eigið íé: l Lántaka og aðrar skuldir 8.641 8.108 Eigið fé 1.552 1.384 Skuldir og eigið fé samtals 10.193 9.539 Kennitölur 1999 1998 Arðsemi eigin f jár 12,5% 5,9% Kostnaðarhlutfall 23,9% 23,7% Eiginf járhlutfali (CAD) 14,3% 13,6% Samvinnusjóður íslands hf. birtir níu mánaða uppgjör í fyrsta sinn Hagnaðurinn 61% meiri en allt ánð í fyrra REKSTRARHAGNAÐUR Sam- vinnusjóðs íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 1999 var sam- kvæmt óendurskoðuðu árshluta- uppgjöri 132 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Samvinnusjóður Islands hf. birtir nú í fyrsta sinn níu mánaða upp- gjör og í tilkynningu frá félaginu kemur fram að það sé ný stefna þess að upplýsa hluthafa og aðra fjárfesta um rekstur og efnahag félagsins fjórum sinnum á ári. Samsetning á lántöku breyst míkið frá áramótum Hagnaður Samvinnusjóðs Is- lands hf. fyrstu níu mánuði árins er 61% hærri en hagnaður vegna alls ársins 1998. Ekki eru til sam- anburðartölur fyrir fyrstu níu mánuði ársins 1998. Vaxtamunur sem hlutfall af útlánum var 3,8%, og hlutfall kostnaðar af hreinum rekstrartekjum var tæp 24%. | Fram kemur í fréttatilkynningu 1: að samsetning á lántöku félags- 1 ins hefur breyst mikið frá ára- mótum. Gefnir hafa verið út tveir flokkar af skuldabréfum og er sölu þeirra lokið, fyrir alls 1 milljarð. Samið var við lánastofn- un um rúmlega 800 milljóna króna lán til eins árs og auk þess hafa verið seld viðskiptabréf fyr- ir um 400 milljónir. Árðsemi eig- in fjár var 12,5% á tímabilinu j samanborið við 5,9% árið 1998. | Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 14,3% í lok ‘ tímabilsins, en það verður að vera minnst 8%..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.