Morgunblaðið - 23.10.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 29
Mikill fögnuður á A-Tímor þegar Gusmao sneri aftur
Birtist óvænt í Dili
og talaði til fólksins
Dili. AP, Reuters.
„IDAG er runninn upp dagur frels-
is á Austur-Tímor,“ sagði Xanana
Gusmao, leiðtogi andspyrnuhreyf-
ingar sjálfstæðissinna á A-Tímor,
sem sneri aftur til eyjarinnar í gær
frá Ástralíu. Gusmao hélt ræðu á
torgi í höfuðborginni Dili þar sem
þúsundir manna hylltu hann og
hrópuðu „lifi Áustur-Tímor!“
Margir viðstaddra voru sýnilega
hrærðir og grétu þegar uppreisnar-
leiðtoginn flutti sína tilfínninga-
þrungnu ræðu. „Við höfum sýnt
heiminum, við höfum sýnt Indónes-
íu, við höfum sannað íyrir sjálfum
okkur að við höfðum kjark til að
berjast fyrir sjálfstæði í 25 ár.
Þjáningar okkar eru nú að baki. I
dag getum við horft inn í framtíð-
ina. Þetta land er okkar og við mun-
um verða óháð um ókomin ár,“
sagði Gusmao meðal annars og
virtist á stundum sjálfur vera við
það að bresta í grát.
Gusmao fiutti ræðuna á tetum,
tungumáli A-Tímora, og var klædd-
ur í hermannabúning. Gífurleg ör-
yggisgæsla var við torgið og tóku
meðal annars friðargæsluliðar með
alvæpni þátt í henni. Fólk var enn
að streyma að torginu þegar 25
mínútna ræðu Gusmaos lauk og
grétu margir af vonbrigðum með að
hafa ekki komist í tæka tíð.
Mikil leynd yfir endurkomunni
Mikil leynd hvíldi yfir komu
Gusmaos til A-Tímor og voru upp-
lýsingar um ferðir hans ekki gefnar
upp með fyrirvara af ótta við að
andstæðingar sjálfstæðis^ reyndu
að ráða hann af dögum. Óbreyttir
íbúar í Dili fréttu ekki af komu hans
og fyrirhugaðri ræðu fyrr en um
tveimur tímum áður en hann birtist
á torginu fyrir framan það sem einu
sinni var aðsetur portúgölsku nýl-
enduherranna á Austur-Tímor. Til
marks um þá leynd sem ríkti um
ferðir Gusmaos má nefna að á sama
tíma og ávarp hans hófst í Dili hafði
verið auglýst að hann tæki þátt í
fundi um framtíð A-Tímor í Dai’win
í Ástralíu.
I augum margra íbúa eyjarinnar
er Gusmao fyrir A-Tímora það sem
Nelson Mandela er fyrir blökku-
menn í Suður-Afríku. Hann er Ijóð-
skáld og kennari sem síðar helgaði
sig baráttunni fyrir sjálfstæði.
Hann var handtekinn og dæmdur í
lífstíðarfangelsi af stjórnvöidum í
Indönesíu árið 1992.1 síðasta mán-
uði var hann látinn laus og sendur
til Ástralíu samkvæmt samkomu-
lagi stjórnvalda í löndunum tveim-
ur. Talið er líklegt að Gusmao muni
geta orðið leiðtogi landsins eftir að
það verður að fullu sjálfstætt en
sjálfur hefur hann sagt að hann hafi
ekki áhuga á því að axla þá ábyrgð.
Gusmao hóf afskipti af barátt-
unni fyrir sjálfstæði Á-Tímors þeg-
ar eftir innrás Indónesíu árið 1975.
Hann stýrði baráttu vopnaðra
sveita í landinu frá þeim tíma og
allt þar til hann náðist árið 1992.
Hann hefur meðal annars verið
sakaður um að hafa staðið að baki
aftökum og fjöldamorðum á þessu
tímabili. Réttarhöld Indónesa yfir
Gusmao eru talin hafa verið dæm-
igerð sýndarréttarhöld og var hon-
um til dæmis ekki leyft að halda
vamarræðu. Lífstíðardómur yfir
honum var síðar mildaður í 20 ára
fangelsi og vegna þrýstings frá er-
lendum ríkjum var hann vistaður í
stofufangelsi í stað venjulegs
fangaklefa.
Perónistum spáð ósigri í forsetakosningunum á morgun
Líklegt að Argentína fái
„leiðinlegan“ forseta
Fernando
de la Rua
Eduardo
Duhalde
Buenos Aires. Reuters.
BARÁTTUNNI vegna forseta-
kosninganna í Argentínu á morgun
lauk í gær og búist er við að fram-
bjóðandi perónista, flokks Carlos
Menems forseta, bíði ósigur fyrir
forsetaefni bandalags miðju- og
vinstrimanna.
Kosningabaráttan var sögð sú
leiðinlegasta og kurteislegasta i
manna minnum og nokkrir stjórn-
málaskýrendur sögðu það til
marks um að Argentínumenn
hefðu öðlast pólitískan þroska eftir
mjög róstusama stjórnmálabaráttu
síðustu sjö áratugi. Á þessum tíma
framdi herinn sextán valdarán, auk
þess sem Argentína gekk í gegnum
uppreisn Juans og Evu Perons
undir merkjum lýðskrums á
fimmta áratugnum, hryðjuverka-
starfsemi vinstri- og hægriafla á
áttunda áratugnum, pólitíska kúg-
un herforingjastjórna, stríð við
Breta árið 1982, lýðræðislega end-
urvakningu, óðaverðbólgu sem
nam næstum 5.000% á ári og síðan
markaðsumbætur á þessum áratug
undir stjórn perónistans Carlos
Menems.
Borgarstjóra Buenos
Aires spáð sigri
Skoðanakannanir hafa mánuðum
saman bent til þess að Fernando de
la Rua, borgarstjóri Buenos Aires
og frambjóðandi bandalags Rót-
tæka flokksins og vinstriflokksins
Frepaso, beri sigurorð af forseta-
efni perónista, Eduardo Duhalde,
héraðsstjóra Buenos Aires-héraðs.
De la Rua hefur verið spáð 45-
51% atkvæðanna og Duhalde 28-
35%. Verði munurinn á fylgi fram-
bjóðendanna tíu prósentustig eða
meira þarf De la Rua að fá a.m.k.
40% íylgi til að ná kjöri, en 45% ef
munurinn verður minni. Nái hann
ekki kjöri verður kosið aftur milli
frambjóðendanna í nóvember.
Menem, sem er 69 ára, hefur
verið við völd í tíu ár og getur ekki
boðið sig fram í kosningunum þar
sem stjórnarskráin heimilar ekki
að sami maðurinn gegni forsetaem-
bættinu í þrjú kjörtímabil í röð.
Þótt Menem hafi komist til valda
með því að gefa ýmis loforð sem
hann gat ekki efnt, svo sem um
miklar launahækkanir, hefur efna-
hagur landsins tekið stakkaskipt-
um á valdatíma hans. Honum hefur
tekist að halda verðbólgunni í
skefjum, tryggt stöðugleika í geng-
ismálum og gert gangskör að því að
selja illa rekin ríkisfyrirtæki. Sam-
dráttur í efnahagslífinu að undan-
förnu og 14,5% atvinnuleysi hafa
hins vegar skaðað perónista í kosn-
ingabaráttunni, auk þess sem Men-
em hefur grafið undan forsetaefni
þeirra.
Menem sagður vona að
perónistar tapi
Menem má bjóða sig fram í
kosningunum árið 2003 og hefur
ekki farið leynt með að hann stefn-
ir að því að komast þá aftur í for-
setaembættið. Duhalde segir að
svo virðist sem Menem vilji að per-
ónistar tapi í kosningunum á morg-
un til að hann geti farið fyrir
stjórnarandstöðunni fram að
næstu kosningum.
Duhalde hefur sakað forsetann
um að auðmýkja sig í kosningabar-
áttunni. „Stjórnarskráin hindrar
að ég geti tekið þátt í þessum kosn-
ingum,“ sagði Menem nýlega. „Ég
tel augljóst að ég myndi sigra ef ég
mætti bjóða mig fram.“
Duhalde stjórnar
héraði þar sem um
þriðjungur allra kjós-
enda landsins býr og
hefur verið annar
valdamesti stjórn-
málamaður landsins.
Hann hefur reynt að
snúa vörn í sókn með
því að biðla til verka-
fólks og sagt að
einkavæðing og
markaðsumbætur
Menems hafi aukið á
fátæktina og atvinnu-
leysið í landinu.
Hann hefur m.a.
lofað skattalækkun-
um og banni við upp-
sögnum einkavæddra fyrirtækja í
eitt ár en sumar yfirlýsingar hans
hafa komið honum sjálfum í koll.
Hann styggði t.a.m. marga kjós-
endur og erlenda fjárfesta í júní
þegar hann lýsti því yfir að Argen-
tíumenn ættu ekki að greiða er-
lendar skuldir sínar.
„Fólk segir að ég sé
Ieiðinlegur“
De la Rua er ekki gæddur eins
miklum persónutöfrum og Menem,
hefur forðast að lofa upp í ermina á
sér og er talinn litlausasti fram-
bjóðandinn í kosningunum.
„Fólk segir að ég sé leiðinlegur,"
sagði De la Rua í ræðu í maí og þótt
hann hafi þá aðeins játað það sem
allir vissu fyrir vakti þessi setning
mikla athygli og varð að helsta víg-
orði hans í kosningabaráttunni.
Eftir það fékk borgarstjórinn byr
undir báða vængi og náði fljótlega
allt að 19 prósentustiga forskoti í
skoðanakönnunum.
Sérfræðingar í stjórnmálum Ar-
gentínu segja að ímynd De la Rua
sem „leiðinlegs" frambjóða hafi
mælst mjög vel fyrir meðal kjós-
enda því þeir séu orðnir þreyttir á
lýðskrumurum og hrífandi forset-
um. Argentínumenn vilji nú svolitla
lognmollu eftir allt bramboltið í
stjórnmálum landsins síðustu sjö
áratugina.
Reuters
Lífverðir gæta Gusmaos þar sem hann talar til þúsunda
í Dili í gær.
Hermenn úr alþjóðlega friðar-
gæsluliðinu á A-Tímor fóru í fyrsta
sinn í gær til Oecussi, sem er af-
skekktur hluti A-Tímor, og hand-
tóku þar 40 stuðningsmenn áfram-
haldandi yfirráða Indónesa á
eyjunni __ og gerðu upptæk vopn
þeirra. Á sama tíma komu um 2000
flóttamenn frá Vestur-Tímor sjó-
leiðina til A-Tímor og á næstunni er
búist við að þúsundir muni bætast
við. Talið er að nú hafi innan við
10.000 flóttamenn snúið aftur af
þeim 260.000 sem talið er að hafi
flúið til Vestur-Tímor á meðan var-
göldin geisaði á A-Tímor fyrr í
haust.
Berger um „emangrunarsmna“ á þingi
Ogna forystu-
hlutverki Banda-
ríkiamanna
New York. AP. **
SANDY Berger, þjóðarörýggis-
ráðgjafi Bandaríkjanna, gagn-
rýndi „einangrunarsinna" á
Bandaríkjaþingi harðlega á
fimmtudag. Sagði hann í ræðu á
fundi áhugahóps um utanríkis-
stefnu í New York að Bandaríkin
myndu missa tilkall til forystu í
heiminum ef fulltrúar „einangr-
unarstefnu" í utanríkismálum úr
röðum repúblikana yrðu áfram í
meirihluta á þinginu.
Berger lét þessi ummæli falla í
kjölfar þess að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti hefur tvisvar
þurft að láta í minni pokann fyrir
„einangrunarsinnum" á þinginu
með stuttu millibili. Forsetinn
beitti á mánudag neitunarvaldi
gegn gildistöku frumvarps um
fjármögnun erlendra verkefna,
sem kvað á um mun lægri fjárhæð
en hann hafði óskað eftir. I vik-
unni áður hafði öldungadeildin
hafnað alþjóðlegum samningi um
bann við kjarnorkusprengingum í
tilraunaskyni.
Berger hvatti í ræðu sinni til
opinnar umræðu um utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna og sagði að
stjórnin myndi reyna að kveða
niður „hina einangi'unarsinnuðu
hægrimenn" á þingi á þeim fimm-
tán mánuðum sem eftir eru af
kjörtímabili Clintons.
Svæðisbundin átök geta haft
áhrif um allan heim
„Fylgismenn hinnar nýju ein-
angrunarstefnu ársins 1999 gera
sömu mistök og stuðningsmenn
hinnar gömlu einangrunarstefnu
fyrir 60 árum - þeir átta sig ekki
á því að svæðisbundin átök geta
haft áhrif á allan heiminn," sagði
Berger. „í raun aðhyllast þeir ut-
anríkisstefnu sem byggist á því
að komast af - að byggja ramm-
gert virki utan um Ameríku og
leita skjóls bakvið það. Og ef önn-
ur lönd kvarta ... þá láta þeir sér
fátt um finnast, því [Bandaríkin]
eru sterkari og ríkari en þau.“
Berger fullyrti ennfremur að
frumvarpið um fjármögnun er-
lendra verkefna, sem forsetinn
beitti neitunarvaldi gegn, myndi
hafa hamlað verulega tilraunum
Bandaríkjastjórnar til að koma á
friði og stöðugleika á átakasvæð-
um. Sagði hann flesta Banda-
ríkjamenn „gera sér grein fyrir
því að þeir væru heppnir að vera í
forystuhlutverki, og að til að
halda því yrðu þeir áfram að vera
í framvarðarlínunni".
Aðalfundur
Samtaka eldri
sjálfstæðismanna
Aðalfundur Samtaka eldri sjálfstæðismanna verður
haldinn mánudaginn 25. október 1999 í Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Hefst fundurinn kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða:
Hilmar Björgvinsson hdl.
flytur ræðu um lífeyristryggingasvið
Tryggingastofnunar ríkisins.
Umræður - Fyrirspurnir.
Hilmar Björgvinsson hdl.
Stiórnin.