Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 30
30 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
• •
Oflugur
jarðskjálfti
á Taívan
126 MANNS slösuðust og 15 bygg-
ingar hrundu þegar öflugur jarð-
skjálfti reið yfir Taívan í gær. Ekki
var vitað til þess að skjálftinn hefði
valdið dauðsföllum og engar fréttir
bárust um að fólk væri fast í rúst-
um bygginganna sem hrundu.
Skjálftinn mældist 6,4 stig á
Richterskvarða og olli ekki eins
miklu tjóni og stóri skjálftinn á Taí-
van 21. september, sem varð 2.400
manns að bana og mældist 7,6 stig.
Nokkrir eftirskjálftar riðu yfir í
gær og sá öflugasti var um 6 stig.
Fólk var flutt úr sjúkrahúsum
vegna skjálftana og börn hlupu út
úr skólum sínum, sem skemmdust
margir hveijir í stóra skjálftanum.
Stór sprunga sést hér á vegi ná-
lægt upptökum skjálftans í Chiayi-
sýslu í miðhluta Taívans.
Fyrstu heimsókn kínversks þjóðarleiðtoga í Bretlandi lokið
Mótmælendum haldið
í hæfilegri fjarlægð
Reuters
„Fijálst Tíbet“ stóð á spjaldi,
sem þessi maöur bar í Down-
ingstræti, skammt frá aðsetri
breska forsætisráðherrans.
Reyndi hann að stökkva í veg
fyrir bílalest, sem flutti Jiang
Zemin, forseta Kína, en var um-
svifalaust snúinn niður.
sendii-áðinu í London í fyrrakvöld,
og er því haldið fram í breskum fjöl-
miðlum, að með því hafi hann viljað
mótmæla mannréttindabrotum kín-
verskra stjórnvalda. Talsmaður kon-
ungsfjölskyldunnar mótmælir því og
segir, að Karl hafi verið „upptekinn“
þá um kvöldið en fjölmiðlarnir minna
á, að Karl hafi neitað að vera við-
staddur við önnur tækifæri í heim-
sókn Jiangs auk þess sem hann sé
kunnur aðdáandi Dalai Lama. Ekki
fari heldur á milli mála, að ákvörðun
Karls um að vera ekki í veislu Jiangs
sé „eftirtektarbrot á siðareglum".
Viðhöfninni slegið
upp í Kína
Þótt fjölmiðlar í Bretlandi og víðar
hafi ekki gleymt mótmælunum gegn
Jiang þá verður ekki það sama sagt
um kínverska fjölmiðla. Þar var ekki
á þau minnst. A forsíðum kínversku
dagblaðanna voru birtar stórar
myndir af Jiang með Elísabetu
drottningu og Filipusi drottningar-
manni og nákvæmlega lýst allri við-
höfninni í þessari fyrstu heimsókn
Mnversks þjóðarleiðtoga í Bretlandi.
I augum Kínverja eru þessar kon-
unglegu móttökur táknrænn endir á
þeirri niðurlægingu, sem þeir urðu
fyrir á sínum tíma af hálfu nýlendu-
veldanna, ekki síst Bretlands.
Breska ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að meta
meira viðskiptahagsmuni en mannréttindi
MÓTMÆLI gegn mannréttindabrotum í Kína settu sinn svip á Bretlands-
heimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, en henni lauk í gær er hann hélt til
FrakHands. Breska stjómin gerði þó hvað hún gat til að halda mómælend-
unum í hæfilegri fjarlægð og sjálf gætti hún þess að styggja ekM gestinn
fyrir utan að skora á hann að ræða við Dalai Lama, útlægan leiðtoga Tíbeta.
Það vakti hins vegar athygli, að Karl ríMsarfi mætti ekM í veislu, sem efnt
var til í kínverska sendiráðinu. Konungsfjölskyldan neitar því þó, að með
því hafi hann verið að mótmæla mannráttindabrotum í Kína.
Mannréttindi ekki
efst á baugi
Aðstoðarmenn Jiangs fundu að því
við bresk stjórnvöld, að þau skyldu
hafa leyft mótmæli yfirleitt og ríkis-
stjórn Tony Blairs forsætisráðherra
hefur verið gagnrýnd fyrir að setja
viðskiptahagsmuni ofar mannrétt-
indamálum. Blair hvatti að vísu Ji-
ang til að eiga viðræður við Dalai
Lama um framtíð Tíbets en talsmað-
ur Blairs sagði, að mannréttindamál
hefðu „ekM verið aðalefni fundar-
ins“.
„Forsætisráðherrann telur Kína
ákaflega mikilvægt ríki og við biðj-
umst ekki afsökunar á því að hafa
eflt viðskiptatengsl ríkjanna," sagði
hann.
Jiang Zemin og Pinochet
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Jesse Helms hefur sakað
Breta um hræsni. A sama tíma og
þeir kasti rauðum dregli fyrir fætur
Jiangs, hafi þeir Augusto Pinochet,
fyrrverandi einræðisherra í Chile, í
stofufangelsi og bíði þess að fram-
selja hann til Spánar. Þá segja félag-
ar i Amnesty International í Bret-
landi, að skrifstofa Blairs hafi neitað
að leyfa þeim að eiga orðaskipti við
Jiang um mannréttindamál. Jiang
kom til Frakklands í gær og þar ætl-
aði Amnesty að efna til mótmæla
hvar sem hann kæmi.
Karl prins og ríkisarfi mætti ekki í
veislu, sem Jiang bauð til í kínverska
Reuters
Mótmælendur söfnuðust saman
hvar sem Jiang kom en breska lög-
reglan gætti þess vel, að þeir
kæmust hvergi nærri forsetanum.
Voru mótmælendur af ýmsum toga,
Tíbetar, Tævanar, kínverskir útlag-
ar og kristið fólk, sem kallaði Jiang
„Andkrist", og einnig fólk, sem berst
gegn fóstureyðingum. „Hvar eru all-
ar stúlkurnar?“ var slagorð þess en í
Kína eru drengir fleiri en stúlkur
vegna þess hve mörgum stúlkufóstr-
um er eytt.
Flugskeytaárás á miðborg Grosní síðastliðinn fímmtudag
Talið að yfir 143 séu látnir
Grosn/. APa AFP, Reuters.
YFIRVOLD í Tjetsjeníu segja að
meira en 143 óbreyttir borgarar
hafi látist í flugskeytaárás á höfuð-
borgina Grosní á fimmtudag og á
þriðja hundrað særst. Sjónarvottar
segja að allt að 10 flugskeyti hafi
sprungið á ýmsum stöðum í mið-
borginni seint á fimmtudagskvöld.
Að minnsta kosti eitt þeirra lenti á
markaðstorgi þar sem fólk var að
kaupa inn matvæli og sat á kaffi-
húsum. Þar sMldi flugskeyti eftir
sig sprengigíg sem er um tveir
metrar í þvermál. Um miðjan dag í
gær voru líkamsleifar um 15 manna
enn dreifðar um svæðið, ásamt
splundruðu grænmeti, ávöxtum og
öðrum matvælum, spýtnabraM,
málm-og steypuMumpum.
Önnur skeyti lentu á sængur-
kvennadeild sjúkrahúss sem stend-
ur í 25 km fjarlægð frá forsetahöll-
inni. Meðal þeirra sem létust voru
mæður og nýfædd börn þeirra. Að
auM var fjörutíu og eitt lík grafið
undan rústum mosku skammt utan
við miðborgina.
Reuters
Maður virðir fyrir sér rústir markaðstorgsins sem er einn þeirra staða
í Grosní sem varð fyrir flugskeytaárásinni.
í gær voru fyrstu fómarlömb
árásarinnar borin til grafar en
starfsmenn sjúkrahúsa í borginni
sögðust búast við því að tala lát-
ina ætti eftir að hækka. Læknar á
Sjúkrahúsi númer 9, aðalsjúkra-
húsi borgarinnar, sögðu að skort-
ur væri á vörum til lækninga og
að vatn væri af skornum skammti.
Ekkert rafmagn er í borginni og
sjá dísilvélar sjúkrahúsinu fyrir
lágmarksraforku. Sjúkrastofur
eru upplýstar með kertum eða ol-
íulömpum. „Þeir segjast beina
árásum sínum að hryðjuverka-
mönnum og halda greinilega að
við séum hryðjuverkamenn,"
sagði 48 ára gömul kona sem
særðist í árásinni á markaðstorg-
ið og bætti við „þeir vilja drepa
okkur öll.“
Nokkrir af forystumönnum hers
Tsjetsjena fóru í gær að meta um-
fang eyðileggingarinnar í miðborg-
inni. Þeir sögðu við fréttamenn í
gær að líHega hefði flugskeytunum
verið skotið frá stöðvum rússneska
hersins í nágrannalýðveldinu Da-
gestan eða af herskipum á Kaspía-
hafi. TsjetsjensMr hershöfðingjar
hafa heitið því að hefna árásarinn-
ar með sams konar árás á rússnesk
skotmörk.
Pinochet
áfrýjar
framsals-
dómi
LÖGFRÆÐINGAR Augustos
Pinochets, fyirverandi einræð-
isherra Chiíe, áfrýjuðu í gær
þeim úrskurði breska dómar-
ans Ronald Bartle að heimilt
væri að fram-
selja hann til
Spánar. Úr-
skurðinum
var áfrýjað til
dómstóls í
London og
verði hann
staðfestur þar
geta lögfræð-
ingarnir
áfrýjað hon-
um til lávarðadeildarinnar,
æðsta dómstigs Bretlands.
Spænskur dómari vill sækja
Pinochet til saka fyrir mann-
réttindabrot og málaferlin
vegna framsalsbeiðninnar hafa
staðið í ár. Líklegt er að þau
dragist í marga mánuði.
Deilt um
skriðdreka
SKRIÐDREKI, sem senda á til
Tyrklands, hefur valdið deilu
milli græningja og jafnaðar-
manna í stjórn Þýskalands.
Græningjar hafa skipulagt mót-
mælafundi til að krefjast þess
að Gerhard Schröder kanslari
falli frá þeirri ákvörðun sinni að
heimila að skriðdrekinn verði
sendur til Tyrklands til að her
landsins geti prófað hann vegna
hugsanlegra kaupa á 1.000
skriðdrekum.
Græningjar eru andvígir því
að Þjóðverjar selji Tyi-kjum
vopn vegna mannréttindabrota
þeirra. Schröder segir það til
marks um pólitíska einfeldni að
græningjar skuli leggjast gegn
sölu á vopnum til NATO-ríkis
og lands sem Þjóðverjar vilji
hjálpa að fá aðild að Evrópu-
sambandinu.
Wahid undir-
býr stjórnar-
myndun
ABDURRAHMAN Wahid, ný-
kjörinn forseti Indónesíu, bjó
sig í gær undir að mynda sam-
steypustjórn á næstu dögum til
að rétta efnahag landsins við og
koma á friði í landinu. Forset-
inn hugðist fara til eyjunnar
Bali í því skyni að hvetja íbúana
til að sýna stillingu eftir að
óeirðir blossuðu þar upp þegar
hann sigraði Megawati
Sukarnoputri í forsetakosning-
unum á þinginu á miðvikudag.
Megawati, sem var kjörin vara-
forseti daginn eftir, nýtur mik-
ils stuðnings á Bali og búist er
við að hún fari þangað með for-
setanum.
Paksas
hyggst segja
af sér
VYTAUTAS Landsbergis, for-
seti þings Litháens, sagði í gær
að Rolandas Paksas forsætis-
ráðherra hygðist segja af sér
vegna andstöðu við umdeild
áform um að einkavæða olíufyr-
irtæki og selja bandarísku fyr-
irtæki allt að 51% hlut í því.
Talsmaður Valdas Adamkus
forseta sagði að Paksas hefði
lofað að gegna embættinu þar
til forsetinn sneri aftur til
landsins eftir heimsókn til
Bandaríkjanna og Kanada á
fimmtudaginn kemur.
Pinochet