Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bernskuspor Leifs
heppna lágu um
Haukadal. Strákurinn
átti síðan eftir að
leggja leið sína víðar
og verða frægur fyrir
landafundi eins og
kunnugt er. Arni
Björnsson leiðir okkur
hins vegar hér um þau
fótspor Leifs, sem
hann fetaði áður en
hann fann Ameríku.
Hrappsstaðjr
Sóthoip
Tangavatn \ Sk/v., \ .
v >> -xVatnssel \
Rjúpnafell
Saúðhýk"
Gráborc
: 10/1 °
Hæðirnar
484
Núpsfell
Nýpur STOÍ
SkógsmúH
Kámbsnes ., V
/ x úSauraleiti
/ Kambsnes \ , f'-'
1'nVv. Hrútsstaðir. VHIíðarencJi Þorsteirís- %
Þorbergsstaðir'l/aí^l^^
mrnS' ;; '*JU Brautarti9j>\.jfts\
> (. >< ÁlaulwdalsZ
OUY -j:\Lækjacskógur J
Sandfell
Gifjaland Bani
Eiríksstaðir
Vatnstunga
Stóra- . T7
Vatnshorn l ;
Leikskálar
WW*
Harprar
..-V
Willingadaiur
Haukadalsvjtn
Klömbúr /
KlambrafelI\5W
V'.v. \ - ..X. ■■ r. ■
SV/nada!ur ‘^Svlnídurð
Utla-v ==
Vatnshom
Saursiáðir
Saurstaða-
háls
Stóri- Skógshals
Skögur
\ ■ Miðskógur
\ Kvenna-,
\\brekka: ■
Mamrafjall
Hlíðin%. Jörfahnúkur
Lamba-
hnúkur
878
Geldingafell
SauðafeÍl
Gamalhnúkar
'"3P,7 Svínafeil
S \ 449
Búðardalur
í
Laxárós)
Hvamms
fíörður
(HestvaUavatn
r* « I . m...- a
'? \ 'v.\
á t, ^ Kisu
\\ T^lakirkia
■í- S n i ó f i ö 11
Á SLÓÐUM FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS
I
!
A smalaslóðum
Leifs heppna
FRÁSAGNIR um Eirík rauða eru
afar brotakenndar áður en hann
fer til Grænlands. Höfundum hefur
'einilega fundist
landnámið vestra
aðalatriðið í sög-
unni. Þeir rekja
vist hans heima
á Islandi í hálf-
“ jerðum sím-
skeytastíl og ber ekki saman um öll
atvik. Hvergi er þó getið um neitt
kvonfang Eiríks rauða fyrr en
hann gekk að eiga Þjóðhildi Jör-
undardóttur frá Vatni í Haukadal
og hóf búskap á „Eiríksstöðum hjá
Vatnshorni“. Telja má því allvíst að
Leifur Eiríksson sé fæddur á Ei-
ríksstöðum í Haukadal.
• Eiríkur hefur naumast búið
lengur en svo sem áratug á Eiríks-
stöðum. Til þess benda bæði sögu-
brotin af honum og vísbendingar
frá uppgreftri fornleifafræðinga
síðustu sumur. Þangað hefur hann
komið á þrítugsaldri, annaðhvort
frá Dröngum á Hornströndum eða
Dröngum á Skógarströnd, sem er
öllu líklegra úr þvi að Ari fróði kall-
ar hann „breiðfírskan mann“. Slíkt
hefði hann varla sagt um Stranda-
mann, hvað þá mann sem fæddur
væri í Noregi. Ari er mjög sam-
kvæmur sjálfum sér þegar hann
auðkennir menn eftir upprunastað.
Sögubrotin um veru Eiríks í
Haukadal snúast nær eingöngu um
óljós vígaferli og minna helst á fyr-
irsagnir í dagblöðum af atburðum
sem öllum eru vel kunnir og ekki
þarf að útlista nánar. Þeim lýkur
með því að Eiríkur hrökklast með
fjölskyldu sína burt úr Haukadal
og út í Breiðafjarðareyjar, en það-
an eftir nokkurra ára dvöl til
Grænlands. Ekki var aftur byggt á
Eiríksstöðum. Framtíðarbærinn
reis nokkur hundruð metrum utar
og varð síðar kirkjustaðurinn á
Stóra-Vatnshomi.
Að sjálfsögðu þykir friðsamlegur
búskapur Eiríks ekki þess verður
að festa á skinn. Þó er þess getið í
tveim gerðum Landnámu að hann
„ruddi land í Haukadal". Það
merkir væntanlega að hann hefur
höggvið niður kjarrskóg til að
rýma fyrir bæjarhúsum og töðu-
velli til heyskapar.
Búskapur á söguöld
Á búskaparárum Eiríks rauða
um miðja 10. öld hafði ísland legið
ósnortið í fremur mildu loftslagi í
margar aldir. Því hefur kjarr og
annar gróður verið heldur kosta-
mikill miðað við það sem síðar varð,
eftir að meðalhitinn tók að lækka
verulega um 1200. Þetta átti ekki
síst við um héruð eins og Dali sem
lágu utan eldvirkra svæða og sköð-
uðust síður af gjóskufoki og upp-
blæstri af þess völdum. Hér hefur
því ætíð verið afbragðs sauðland og
er enn. Það mættu þeir ofstækis-
menn réyna að hugleiða sem halda
því fram að sauðkindin sé
frumorsök gróðureyðingar.
Sauðfé, villisvín, geitur og hestar
hafa að miklu leyti getað gengið
sjálfala á þessum fyrstu öldum.
Varla þurfti að heyja að ráði fyrír
öðru en mjólkurkúm. Oðru hverju
þurfti samt að smala búfénu, svo
sem til að rýja ærnar og velja gripi
til slátrunar á haustin meðan þeir
voru í sem bestum holdum. Trúlega
hefur þó mátt gæða sér á nýslátr-
uðu fram undir jól, og silungur er
allan veturinn í ídnu djúpa Hauka-
dalsvatni. Þjóðsögur eru um sækýr
og aðrar kynjaverur í vatninu.
Smalaslóðir
Leifur Eiríksson hefur sennilega
verið um það bil tíu ára þegar fjöl-
skyldan flæmdist brott úr Hauka-
dal. Strákar á þeim aldri voru
einatt notaðir í smalamennsku.
Beitilandið var einkum fyrir ofan
brún. Ef menn gera sér ferð að Ei-
ríksstöðum og vilja sjá eitthvað
fleira en grunninn að skála Eiríks
og væntanlegt tilgátuhús, er einn
kosturinn sá að ganga upp á Vatns-
fjall og virða fyrir sér hagana og
útsýnið í allar áttir.
Hlíðin fyrir ofan er talsvert brött
en öllu léttari frá bænum á Vatns-
horni en Eiríksstöðum. Fyrsti hálf-
tíminn er engu síður nokkuð
strembinn fyrir þá sem ekki eru í
góðri þjálfun. Léttari en miklu
lengri ganga er frá bænum á Vatni
yst í dalnum. Ofan af brúninni sér
vel fram eftir öllum dalnum. Beint
á móti Eiríksstöðum eru Saursstað-
ir, en illdeilur við Eyjólf saur urðu
þess valdandi að Eiríkur var gerður
brottrækur úr Haukadal. Næsti
bær fyrir framan er Jörfi, sem hin
fræga Jörfagleði á 17. öld er kennd
við. Yfír honum gnæfir Jörfahnúk-
ur (714 m). Síra Guðmundur Ein-
arsson á Kvennabrekku, faðir
Theodóru Thoroddsen, segir m.a.
svo frá gleðinni um miðja 19. öld:
„Ungt fólk og óráðsett fysti
mjög að fara í gleðir þessar og
sóttu þær langar leiðir. Er það enn
þá í mæli, að hjú h^fí ráðið sig
heima með því skilyrði að þeim
væri heimilt að fara í gleðina og að
til gleðinnar sem haidin var að
Jörfa í Haukadal hafi ei aðeins sótt
fólk úr öllum Breiðafjarðardölum,
heldur og svo utan af Skógarströnd
og vestan yfir Rauðamelsheiði."
Útsýn af Sandfelli
Eftir um stundarfjórðungs gang
upp frá brúninni fer dálitla hæð að
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Horft fram Haukadal. Neðst sér í Iiaukadalsvatn, t.v. Stóra-Vatnshorn, en bak við eru tóttir Eiríksstaða.
Framar eru Leikskálar. Strýtan aftarlega á miðri mynd er Kirkjufell og Haukadalsskarð t.v. en upp af því
Geldingafell. Bæirnir t.h. eru Litla-Vatnshorn, Saursstaðir, Jörfi og Hamrar en yfir hinum síðarnefndu
Jörfahnúkur og Ilamrafjall.
Ljósmynd/Bjöm Þorsteinsson
Tröllamyndir á austurbrún Sléttadals þar sem verið
gætu leifar af Kolbjarnarhelli.
bera við himin. Það er Sandfell
(580 m) og er hæsti hluti Vatns-
fjalls. Upp á það er ekki meira en
hálfs annars tíma gangur neðan frá
bænum en af því er merkilega víð-
sýnt miðað við hæð.
Til vesturs blasir allur Hvamms-
fjörður við og eyjarnar líkt og
þvergirðing í mynni hans. Örðugt
er að greina þær sundur aðrar en
Klakkeyjar. Handan við eyjaklas-
ann tekur Breiðafjörður við, en út
úr honum sigldi Eiríkur síðar vest-
ur til Grænlands.
Fjöll á Snæfellsnesi girða að
sunnan en Staðarfell ok Klofnings-
fjall að norðan. Upp af Hvammi í
norðvestri rís Skeggöxl (815 m)
sem 18 daladrög eru sögð liggja
upp að hringinn í kringum skagann
milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarð-
ar. Langt í hánorðri sjást Gaflfell
(696 m) og Rjúpnafell (670 m).
Eins og tölurnar sýna eru þetta
ekki há fjöll, en allt er afstætt og
þau rísa býsna tígulega yfir hinar
grösugu heiðar líkt og Himmel-
bjerget á Jótlandi.
Þegar meir er litið í austurátt
verða nálæg fyrirbæri meir fyrir
sjónum, Svínafell, Hestvallavatn,
Tröllháls, annað Rjúpnafell (763
m) og loks Geldingafell (820 m)
beint í austur. Þessi síðastnefndu
fjöll skyggja á Hrútafjörð. Þegar
enn nær er litið til útnorðurs
blasa við vötnin á Laxárdalshálsi
og síðan hinn þröngi óbyggði
Þverdalur milli hans og Vatns-
fjalls. Allbratt er ofan í hann en
samt vel fært og þar var haft í seli
frá Vatni að sunnanverðu en neð-
ar í dalnum að norðan var um
hundrað ára skeið býlið Skógs-
múli. Á nyrðri brún dalsins innan
við Tangavatn er dysin Skratta-
varði þar sem Laxdæla segir að
galdrahjúin Kotkell og Gríma hafi
verið urðuð.
Frá suðvestri til suðausturs ber
mest á fjöllum upp af Skógar-
strönd og Hörðudal. Þar eru Geir-
hnúkur (898 m), Hvolafjall, Helgu-
fell, Þórutindur, Hestur og Hrúta-
borg (856 m). Upp af Miðdölum
ber mest á hinum lítt þekktu
Gamalhnúkum. Hinn hæsti þeirra
er 940 m og því 6 m hærri en
Baula nokkru sunnar, sem allir
þekkja, enda er hún snöggtum
spengilegri. Lengra til austurs sér
inn í afdali og afrétti Haukadals
sem sveigja beint til suðurs. Nyrst
er Haukadalsskarð, sem er gömul
þjóðleið norður í Hrútafjörð, en
síðan taka við Svínadalur, Slétti-
dalur og framhald sjálfs Hauka-
dals. Drög þeirra eru á mörkum
við afdali Norðurárdals í Mýra-
sýslu.
Sandfellið sjálft er þrátt fyrir
allt nógu hátt og áveðra til þess að
einungis fá klettablóm ná þar tá-
festu, en neðar í hlíðum þess eru
iðjagrænir hagar. Eðli búsmalans
er á hinn bóginn að rása fram á
heiðar, svo ekki er gott að segja
hversu langt Eiríksstaðamenn hafa
þurft að ganga til kinda. Reyndar
er óvíst að menn hafí hirt eins mik-
ið um að eltast við fjallafálur á
þessum tíma og á síðari öldum, eft-
ir að langvarandi kuldaskeið hafði
gert hina harðgerðu sauðkind
miklu lífsnauðsynlegri en áður. Á
fyrra hluta 20. aldar tóku göngur
um afrétti Laxdælinga og Hauk-
dælinga 2-3 daga.
Fram Haukadal
Giljaland heitir fremsti bær sem
nú er í byggð í Haukadal. Þangað
er unnt að ganga um 8 km leið
fram eftir fjallinu, en öllum bílum
er líka fært þangað eftir dalbotnin-
um. Á ökuleiðinni er farið fram hjá
Leikskálum beint á móti Jörfa.
Þar segir að Eiríkur hafi vegið
Hólmgöngu-Hrafn sem annars er
óþekktur. Frá Leikskálum er bað-
stofa sú sem endurreist hefur ver-