Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
Horft af brúninni niður að uppgraftarsvæðinu á Eiríksstöðum. T.v. er sumarbústaður
en Saursstaðir beint á móti.
Hlíðin fyrir ofan Vatnshorn og Eiríksstaði.
ið í Byggðasafni Dalamanna á
Laugum. Mænirinn er af boga-
dreginni gerð sem talin er ættuð
frá smiðum í Miðdölum. Næsti
bær fyrir framan er Núpur, og
þaðan voru hinir Jaekktu bræður
og alþingismenn, Olafur Sívertsen
í Flatey og Þorvaldur Sívertsen í
Hrappsey.
Miklu framar og hinum megin í
dalnum er komið að steyptri fjár-
rétt undir strýtulaga fjalli sem
heitir Kirkjufell. Þaðan gengur
Villingadalur um 8 km suður í fjöll-
in. Hann er víður og grösugur eftir
að kemur upp úr mynni hans og
þar var búið til 1939. Neðsti foss-
inn í Villingadalsá heitir Drauga-
foss. Munnmæli segja að um eitt
skeið keyrði draugagang úr hófi í
Haukadal. Tókst þá margvísum
manni að koma þrettán þeirra fyi-ir
í eða neðan við fossinn með því að
marka hring umhverfis sem átti að
halda þeim kyrrum þar til hringur-
inn væri út máður. Enn hefur eng-
um núlifandi manni tekist að
greina hringinn svo að óvíst er
hvort draugarnir eru fastir eða
lausir.
Tröllabyggðir
Fyrir framan Giljaland er viss-
ara að aka á jeppa, hvort sem
menn ætla upp í Haukadalsskarð
eða suður í dalina sem ganga fram
úr Haukadal. I þá átt er hægt að
aka talsverðan spotta eftir áreyr-
um. Hér hefur sennilega aldrei
verið föst mannabyggð, en líklegt
er að bændur neðar í dalnum hafi
haft hér í seli á nokkrum stöðum
og jafnvel kirkjustaðir suður í Mið-
dölum. Fremst klofnar dalurinn
um Jörfamúla og heitir Sléttidalur
að austan.
Sléttidalur ber nafn með rentu
neðan til og er hinn vinalegasti en
verður talsvert hrikalegur fram
undir botni þar sem hann nær þar
upp undir rætur Tröllakirkju í
Snjófjöllum. Upp undir austurbrún
dalsins er klettaborg sem heitir
Kista. Innan við hana er stórgrýtt
urð og gjá með ýmsum tröllamynd-
um. Munnmæli eru að hér sé sam-
fallinn hellir og hafi þar verið sam-
komustaður sá í Bárðar sögu Snæ-
fellsáss sem Kolbjörn þurs bauð
tröllum í til brullaups:
„Kolbjörn gekk um beina. Var
nú matur borinn fyrir þá Gljúfra-
Geir og hans bekkjunauta; var það
bæði hrossa kjöt og manna; tóku
þá til matar og rifu sem ernir og
etjutikur hold af beinum. — Nú
tóku menn Kolbjarnar að drekka
með lítilli stillingu, og urðu þeir
skjótt svíndrukknir og voru eigi
lágtalaðir, en hellirinn hljóðaði
mjög undir.“
í Bárðar sögu er hellirinn sagð-
ur vera í „Breiðdalsbotnum, en það
er í framanverðum Hrútafjarðar-
dal, nærri Brattagili, þar sem víðk-
ar og grynnir dalinn vestur undan
Sléttafelli." (ísl. fornrit XIII, 143.)
Þessi örnefni þekkjast nú ekki í
Hrútafjarðardal og Jónas Hall-
grímsson varð að gefast upp við að
leita að Kolbjarnarhelli á Holta-
vörðuheiði sumarið 1841.
Á hinn bóginn eru ekki nema 10
km milli Sléttadals og Hrútafjarð-
ardals og í fræðum sem þessum
getur annað eins skolast til á
styttri leið, auk þess sem örnefnin
Breiðdalur, Sléttafell og Sléttidal-
ur minna hvert á annað. Jarðfræði-
lega mælir ekkert gegn því að hell-
ir af þessum toga hafi fallið saman
á sögulegum tíma, og slíkur at-
burður hefði auðveldlega getað
geymst í munnmælum. Um hálfs
annars tíma gangur er frá dals-
mynninu upp að þessum stað.
Synd, dauði, djöfull og helvíti
Stóra-Vatnshorn var þekkt
fræðasetur fyrr á öldum og ýmis
kunn handrit þaðan runnin. Þaðan
er þessi endir á sögu frá þeim tíma
að sumir prestai’ höfðu það fyrir
venju að spyrja börn eftir messu,
hvað þau myndu úr predikuninni.
Einn drengjanna hét Erlendur:
„Þegar prestur var búinn að
spyrja úr kverinu segir hann:
„Muni þið nú nokkuð úr messunni
að segja mér piltar mínir?“ „Já“
segir Erlendur. „Já, já, hvað er það
Erlendur minn?“ segir prestur.
„Synd, dauði, djöfull og helvíti" seg-
ir Eriendur. „Já, já, það er gott þó
það sé lítið“ segir prestur, brá
klútnum fyrir munn sér og gekk inn
í kórinn. Var spurningum hans lokið
þann daginn."
Á Vatnshorni er nú bændagist-
ing og því auðvelt að halda þar til,
ef menn vilja kynnast umhverfi
þeirra sem seinna könnuðu lönd í
Vesturálfu ellegar prófa þessar
léttu gönguleiðir um svæði sem lítt
hefur verið auglýst, enda þekktara
fyrir sögufrægð en hrikaleik. Þar
er þó ekki einungis um fornsögur
að ræða. Upp undir brúninni ofan
við Eiríksstaði heita Dysklettar.
Þar eiga smalar frá nágrannabæj-
um að hafa kálað hvor öðrum í rifr-
ildi út af beitarhögum.
Höfundur er útgáfustjóri
Þjóöminjusnfns.
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 33
ÁRMÚLA 23
GERIÐ FRÁBÆR KAUP
Á ALLA FJÖLSKYLDUNA
OPIÐ
FIM 21. OKT. KL. 12-18
FÖS 22. OKT.KL. 12-18
LAU 23. OKT. KL. 10-17
SUN 24. OKT. KL. 12-17
MÁN 25. OKT. KL. 12-18
ÞRI 26. OKT. KL. 12-18
MIÐ 27. OKT. KL. 12-18
FlM 28. OKT. KL. 12-18
FÖS 29. OKT. KL. 12-18
LAU 30. OKT. KL. 10-17
SUN 31. OKT. KL. 12-17
MÁN 1. NÓV. KL. 12-18
VÖNDUÐ VARA
- GÓÐ VÖRUMERKI
L CJLiVUAVt áhftKWVSX
Eldaðu einfaldan og góðan
mat í einum grænum! Hvort
sem þ
iú notar sveppa-,
skinku-eða hvítlauksbragð,
r"' eða einfaldlega ósvikinn osta-
kvartett, eru ostasósumar í einum
grænum frábær og fljótlegur kostur út á pastað. Þú sýður
pastað, hitar sósuna og svo er bara undir þér komið hvort
þú hefur eitthvað meira með.