Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Kona fyrir borð Einhverra hluta vegna náði Elizabeth Dole ekki að klára dæmið. Bush og Forbes hafa vissulega peningana, en hún hafði Gallup-skoðanakönnun sem sýndi hana sem eina dáðustu konu í heimi. Maður skyldi ætla að íAmeríku, aföllum stöðum, væri hægt að snúa slíku yfir í peninga. Þá er endanlega orðið útséð með að kona setjist í forsetastól í Bandaríkjunum í bráð. Skoðanakann- anir undanfarnar vikur og mánuði höfðu svo sem gefíð það til kynna, en þar til í vik- unni var Elizabeth Dole þó með í baráttunni, fyrsta konan til þess að gera alvarlega atlögu að þessu vígi. Dole sagðist ómögulega geta att kappi við menn með marg- falt digrari peningasjóði. Þetta snerist fyrst VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Fríðríksen og fremst um peninga, án þeirra ætti enginn mögu- leika hvað sem málstaðnum liði. Og þótt pen- ingana vantaði, skorti ekkert upp á málefnalegu hliðina hjá Dole. Jafnan var þannig akkúrat öfug við þá sem Geor- ge W. Bush, frambjóðandi númer eitt í röðum repúblik- ana, notar. Hann veður í pen- ingum en virðist forðast eins og heitan eldinn að taka mál- efnalega afstöðu í nokkru máli. Nokkuð sem honum tekst næstum jafnvel og að safna peningum. Því hefur verið spáð af bandarískum stjórnmála- skýrendum að kosningabarátt- an fyrir komandi forsetakosn- ingar, eigi eftir að kosta sam- tals sem nemur um 220 millj- örðum íslenskra króna. Það er ríflega þriðjungi meira en bar- áttan fyrir síðustu forsetakosn- ingar kostaði. Þeir tveir full- trúar Repúblikanaflokksins sem hafa verið fyrir ofan Dole í fylgiskönnunum undanfarið, Bush og Steve Forbes, eru báðir líklegir til þess að leggja þar til góðan hluta. Það er langt frá því að til- kynning Dole í vikunni hafi komið á óvart, að minnsta kosti ekki þeim sem fylgjast vel með kaupum á eyrinni. Þó svo að Dole hafí fram á síðustu stundu komið fram á kosninga- fundum víða um landið og ver- ið búin að skipuleggja hátt í 200 fjársöfnunarfundi fyrir árslok, virtist krafturinn vera farinn að dvína. Um mikilvægi peninganna, eða öllu heldur peningaskortsins í tilfelli Dole, efast enginn. Það hefur ekki svo lítið verið fjallað um þá hlið málanna í fjölmiðlum. Hins vegar er fólk ekki tilbúið til þess að kaupa það að dugnaður Bush við fjársöfnun sé eina ástæða þess að Dole missti af lestinni og hún hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni fyrir 'slælega framgöngu í kosninga- baráttunni. Ferillinn sýnir að það er engin tilviljun að hún ákvað að reyna við forsetaembættið. Það er ekki eins og Elizabeth Dole sé einhver óþekkt kona sem einn góðan veðurdag hafi ákveðið að skella sér í betri kjólinn og gera si svona atlögu að forsetaembættinu. Konan er með lagapróf frá Harvard, hef- ur gegnt ráðherraembættum í tíð tveggja forseta og undan- farið verið áberandi sem stjórnandi bandaríska Rauða krossins. Jú, og svo var maður- inn hennar forsetaframbjóð- andi repúblikana fyrir síðustu forsetakosningar árið 1996.1 þeirri baráttu vakti Dole mikla athygli og aðdáun fyrir fram- göngu sína og í raun hefur for- setaframbjóðandinn Elizabeth Dole komið illa út í samanburði við forsetaframbjóðandafrúna Elizabeth Dole. Þegar hún var að markaðssetja manninn sinn kom hún bandarísku þjóðinni fyrir sjónir sem klár og mál- efnalegur töffari. Af einhverj- um ástæðum kom þessi ímynd ekki upp úr hattinum í hennar eigin kosningabaráttu. Því miður. Bandarískir fjölmiðlar halda því fram að konur á aldrinum 8 til 80 ára hafí stokkið hæð sína í loft af gleði yfír fréttunum af forsetaframboði Elizabethar Dole. Hún var óskaframbjóð- andi þeirra fjölmörgu Banda- ríkjamanna sem töldu - og telja - tímabært að sjá konu í forsetastólnum. I janúar sýndu kannanir að Dole hafði stuðn- ing 26% kjósenda á móti 36% Bush. Ekki svo slæm byrj- endastaða. En það hallaði und- an fæti og miðað við skoðana- kannanir í síðasta mánuði var Dole komin niður í 11%, hafði misst Steve Forbes upp fyrir sig og Bush var kominn með 59%. A þeim níu mánuðum sem kosningabarátta hennar stóð, mistókst Elizabeth Dole að nýta sér áhuga og virðingu fólks til þess að skipuleggja öflugar kosningamaskínur. Henni mistókst líka að kynna sjálfa sig sem einstakling með öfluga reynslu og sterkan mál- stað. Milljón dollara spurning- in er: Af hverju mistókst henni? Það er ekki eins og hún kunni ekki til verka á þessu sviði. Um það getur enginn ef- ast sem fylgdist með henni þeytast um Bandaríkin þver og endilöng til þess að kynna eig- inmanninn þegar hann gerði atlögu að stólnum. Þá kunni Elizabeth Dole öll brögðin. Núna áttu fjölmiðlar í vand- ræðum með að ná sambandi við hana öðruvísi en á stuttum blaðamannafundum þar sem hún svaraði örfáum spurning- um. í þeim fáu einkaviðtölum sem hún veitti var ekki eins og blaðamenn kæmu að tómum kofanum hjá henni. Einhverra hluta vegna náði Elizabeth Dole ekki að klára dæmið. Bush og Forbes hafa vissulega peningana, en hún hafði Gallup-skoðanakönnun sem sýndi hana sem eina dáð- ustu konu í heimi. Maður skyldi ætla að í Ameríku, af öllum stöðum, væri hægt að snúa slíku yfír í peninga. Tarzan kemur kemmtilega á óvart Leikir Tarzan, leikur fyrir Play Station frá Disney. DISNEY hefur gefið út Play Station-leiki frá því fyrstu vélamar komu á markað. Leikimir hafa yfirleitt verið hálfkláraðir og gefnir út nokkram vikum eftir að viðkomandi teiknimynd er komin út. Þetta og ótrúlegt „flopp“ síðasta leiks fyrirtækisins, Bugs Life, fær fólk til að efast fýrirfram um gæði nýjasta leiks þeima, Tarzan. Tarzan kom út fyrir nokkram dögum og virðist strax vera byrjaður að seljást nokkuð vel. Leiktuinn er í stfl teiknimyndarinnar og fylgir söguþræðinum nákvæmlega, eitthvað sem Disney hefur ekki gert hingað til. Það era 14 borð í leiknum. I flestum þeirra stjómar spilandinn Tarzan sjálfum, í byrjun þegar hann er ungúr og óreyndur og svo seinna meir sem ungúm manni í blóma lífsins. I öðram borðum er spilandinn Jane, flýjandi undan allskonar dýrum í risastórum kjól, eða sterkur stór api og vinur Tarzans. Þótt furðulegt virðist era borðin öll afar frábragðin hvert öðru. Hlutir sem sveiflast á milli trjánna era eins í flestum borðum en þar sem það verður erfíðara með tímanum er það allt í lagi. Leikurinn hefur einnig bónusborð, þau era aðgengileg með því að finna allar teikningamar sem Jane hefur dreift um framskóginn. Ef spilandinn nær þeim öllum fer hann í bónusborð þar sem hann flýtur á stórri á eða flýgur um á bakinu á storki. Stjóm leiksins er nokkuð góð og fljót að taka við sér, fyrir utan það að í sumum dýrabardögunum geta hoppin orðið nokkuð pirrandi. Gervigreind óvinanna í leiknum er nokkuð fyrirsjáanleg og auðvelt er að koma sér undan árásum flestra dýranna en aðeins þegar spflandinn er búinn að læra á þau, leikurinn er því alls ekki auðveldur í fyrstu borðum leiksins: Eitt dýr er alls ekki hægt að læra á, illu illfyglin. Þegar allt kemur til alls kemur Tarzan skemmtilega á óvart, grafíkin er jafn góð og í myndinni, hljóðið er jafn gott og í myndinni og besti parturinn er að ef maður vill ekki horfa eða hlusta á eitthvað sem gerist í myndböndum leiksins er hægt að bara binda enda á það med einum takka. Leikur sem skilar eflaust talsverðum hagnaði í vasa Walt Disney (hann er enn í frystinum). Ingvi M. Árnason Mót íslenskra Linux-vina Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Jens Sigurðsson, forsvarsmaður Vinix, félags íslenskra Linux-vina. ÚTBREIÐSLU Linux um allan heim má að miklu leyti þakka sjálfíboðaliðastarfi þúsunda manna sem hafa ýmist komið að þróun stýrikerfísins, eða unnið óeigingjarnt starf við að kynna það af mildum móð. Víða starfa sérstök samtök Linux-vina og hér á landi hafa slík samtök hald- ið uppsetningarteiti og kynning- arfundi, en einn slikur verður haldinn í dag. Ólafur Jens Sigurðsson er for- svarsmaður íslenskra Linux-vina, sem kalla sig Vinix, http://www.hi.is/~ojs/vinix/. Hann segýr að helsti tilgangur fé- lagsins sé að haida fundi til að kynna Linux, hvort sem það sé með því að halda svokölluð upp- setningarteiti eða almenna kynn- ingarfundi. I uppsetningarteiti gefst óvönum sem vönum kostur á að koma með tölvur sínar og fá ýmist aðstoð við að selja Linux upp á þeim eða greiða úr flækj- um. Kynningarfundir ganga aft- ur á móti út. á það að kynna stýri- kerfið aimennt, dreifingar á Lin- ux og hugbúnað. Fyrsta uppsetningarteitið var haldið senmma á árinu, en Ólafúr Jens segir að kveikjan að Vinix og þessum fyrsta fundi hafi verið að hann rakst, á upplýsingar um álíka félagsskap á Netinu og fannst kjörið að hrinda slíku verkefni af stað hér, því ekki skorti áhugann. Fyrstu fundirnir voru haldnir í kennslustofu uppi í Háskóla, en síðustu tveir fundirn- ir voru haldnir í húsakynnum Lin- ux.is. Að þessu sinni Ieggur Ný- heiji þeim félögum til húsnæði. Ólafur Jens segir að stuðningur hafi komið frá ýmsum aðilum og nefnir sérstaklega Opin kerfi, sem hann segir hafa meðal ann- ars skaffað veitingar á fúndunum. Ólafur Jens segir að mæting hafi almennt verið góð, en það vitanlega byggst nokkuð á því hversu duglegir þeir félagar hafi verið að kynna fundina. „Það kemur allskonar fólk á þessa fundi á öllum aldri. Til að byrja með voru þetta helst ungir áhugamenn, en nú orðið er þetta fólk úr öilum áttum sem er mis- langt á veg komið og margt veit ekkert um Linux. Margir halda reyndar að Linux sé svo flókið og miklu fióknara en Windows, sem er mikill misskilningur. Að auki er munurinn á Linux og Windows sá að ef eitthvað fer úr- skeiðis í Windows þarft þú að fara til sérfræðings, en í Linux getur þú leitað til vina þinna.“ Fundurinn í dag hefst kl. 13.00 í húsnæði Nýherja, Skaftahlíð 24, en að sögn Olafs Jens verður þetta blandaður fundur, þ.e. fólk geti komið með vélar sem það á í erfiðleikum með, sérstök kynn- ing verður á því hvernig setja á upp mótöld og hljóðkort, hægt að náigast diskana hans BRE, Bjarna R. Einarssonar, með ís- lenskri uppsetningu á Lin- ux/KDE, fræðast um SuSE og svo má telja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.