Morgunblaðið - 23.10.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 47
UMRÆÐAN
Lág laun tónlistar-
kennara óviðunandi
NÆSTKOM-
ANDI sunnudag,
þann 24. október
1999 klukkan 14.00,
verður haldinn
fundur tónlistar-
skólakennara í
Reykjavík í sal Fé-
lags íslenzkra
hljómlistarmanna
(FÍH), Rauðagerði
27. Tilefni þessa
fundar er óánægja
tónlistarskólakenn-
ara í Reykjavík með
launakjör sín.
Á síðustu árum
hafa grunnskólar
Reykjavíkur, einn af
öðrum, tekið upp einsetningu.
Þetta þýðir að skóladagur allra
nemenda er fyrri hluta dags.
Skóladagurinn hefur einnig lengst
þannig að nám í tónlistarskólum
getur ekki hafist fyrr en vel er liðið
á daginn. Fyrir tónlistarskóla-
kennara í fullu starfi þýðir þetta að
vinnudagurinn byrjar í besta falli
um klukkan 14.00 og stendur fram
á kvöld. Til að koma á móts við
óskir nemenda um að vera ekki í
spilatímum seint á kvöldin sleppa
tónlistarkennarar oft matar- og
kaffitímum. Laugardagsmorgnar
eru iðulega nýttir til þess að koma
kennslu fyrir. Eins og ljóst má
vera er þessi vinnutími afar óhent-
ugur fyrir fjölskyldufólk með börn
á grunnskólaaldri þar sem vinnu-
tími foreldris og skóladagur barna
stangast á. Tónlistarkennarar
þurfa oft að kaupa auka barna-
pössun þar sem dagheimili eru
ekki opin eftir klukkan 18.
Síðastliðið vor var upplýsinga-
Tónlistarkennsla
Tónlistarkennarar í
Reykjavík, segja þær
Ásdís Arnardóttir og
Halldóra Aradóttir,
geta ekki lengur setið
aðgerðarlausir.
Ásdís
Arnardóttir
Halldóra
Ai-adóttir
bæklingi um nýja námskrá í tónlist
dreift í tónlistarskóla um land allt.
Þar er greint frá því að námsskrá-
in taki gildi og komi til fram-
kvæmda á þremur árum frá 1. júní
árið 2000. Með nýrri námskrá eru
auknar kröfur gerðar til tónlistar-
kennara. Þeir verða að tileinka sér
nýja og breytta kennsluhætti með
þeirri aukavinnu sem því fylgir.
Bæjarfélög víða um land hafa nú
þegar brugðist við þessum skipu-
lagsbreytingum með því að gera
viðbótarsamninga við tónlistar-
skólakennara. Sums staðar hefur
tekist að skapa samvinnu milli
grunnskóla og tónlistarskóla
þannig að börn hafa getað farið úr
kennslustundum til þess að sækja
tíma í tónlist.
Að ofansögðu má ljóst vera að
tónlistarskólakennarar í Reykja-
vík geta ekki lengur setið aðgerð-
arlausir. Sé miðað við laun grunn-
skólakennara í Reykjavík, eftir þá
viðbótarfjárveitingu sem Reykja-
víkurborg hefur veitt grunnskól-
unum, er nú um 24% munur á byrj-
unarlaunum
tónlistarskólakennara og grunn-
skólakennara.
Tónlistarskólakennarar hafa
ekki haft hátt hingað til, heldur
hafa þeir unnið starf sitt með hug-
sjónina að bættu mannlífi að leið-
arljósi. Á hátíðis- og tyllidögum,
þegar vígja þarf nýtt húsnæði eða
þegar halda þarf árshátíð þykir
tónlistin ómissandi. Þar er hlutur
tónlistarkennara stór. Ef Reykja-
víkurborg ætlar að bera titilinn
Menningarborg Evrópu árið 2000
með reisn er eðlilegt að hún launi
tónlistarkennurum sem þeim ber,
eins og önnur sveitarfélög hafa
gert, þar eð þeir eiga þátt í að hafa
skapað þann grundvöll að Reykja-
víkurborg kom til greina sem
menningarborg.
Hvetjum við alla tónlistarskóla-
kennara í Reykjavík til þess að
sýna samstöðu og fjölmenna á
fundinn á sunnudag.
Höfundar eru tónlistarskólakennar-
ar í Reykjavík.
Almanna-
tryggingar og
„almannafé“
UNDANFARIÐ
hefur verið að ganga í
gildi nýtt kerfi hjá
Tryggingastofnun og
hefur verið spennandi
að fylgjast með við-
brögðum þeirra sem
þurfa á þeirri þjón-
ustu að halda.
Sú ánægjulega
breyting hefur orðið
að nú er örorka metin
í samræmi við fötlun
einstaklings og hann
nýtur því almennra
réttinda í samræmi
við tekjur sínar, en er
ekki hegnt fyrir að
hafa sýnt dugnað með
því að mennta sig eða leggja á sig
ómælt erfiði og aukakostnað til að
vera á vinnumarkaði.
Það er ánægjulegt að segja frá
því að þetta framtak Trygginga-
stofnunar hefur mælst vel fyrir og
allir þeir sem ég hef talað við hafa
verið ánægðir með kerfið og
hvernig það vinnur.
Bæði er það sanngjarnara og
einnig er betur fylgst með að bóta-
launþeginn fái þær greiðslur sem
honum ber. Mín fyrstu viðbrögð
við þessum breytingum eru því
góð. Sunnudaginn 10. október var
grein í Morgunblaðinu þar sem
rætt var við Karl Steinar Guðna-
son, forstjóra Tryggingastofnun-
ar.
Margt kom þar fróðlegt fram og
verða þær breytingar á húsnæði
Tryggingastofnunar sem þar er
Jóhannes Þór
Guðbjartsson
sagt frá vafalaust til
góðs.
Við lestur viðtalsins
hnaut ég þó um eina
setningu: „Stjórnvöld
leggja þess vegna æ -
meiri áherslu á að fólk
beri sjálft aukna
ábyrgð á eftirlaunum
sínum, leggi fyrir á
starfsævinni með
þeim hætti sem það
kýs, en treysti ekki á
almannafé.“
Það var þetta orð,
„almannafé“; ég verð
að vona að þetta sé
komið frá blaðamann-
inum en ekki Karli
Steinari því þetta lýsir svo mikilli
vankunnáttu og fordómum í garð
þeirra sem af einhverjum ástæð-
um geta ekki brauðfætt sig.
Örorka
Nú er örorka, segir Jó-
hannes Þór Guðbjarts-
son, metin í samræmi
Að snúast eftir vindi
FOSTUDAGINN 8.
október birtist hér í
Morgunblaðinu undar-
leg grein eftir Þórlind
Kjartansson, formann
Vöku. Spurningin:
„Ertu hættur að berja
konuna þína?“ veldur
Þórlindi ekki vand-
ræðum, en það virðist
hinsvegar hafa vafist
fyrir honum, íblautum
á bak við eyrun“ að út-
skýra fyrir útvarps-
manni muninn á af-
stöðu Vöku og Röskvu
til skólagjalda. Greinin
virðist vera einhvers
konar „Varnarræða
Þórlinds“ fyrir því hvemig hann
getur verið á móti skólagjöldum
sem formaður Vöku, þrátt fyrir að
vera virkur í starfi Sambands ungra
sjálfstæðismanna, en þau samtök
hafa eins og stúdentar vita lýst því
yfir að þau telji rétt að tekin verði
upp skólagjöld. Það er svo sem gott
og blessað að Þórlindur reyni að út-
skýra fyrir landsmönnum þá and-
legu kreppu sem hann er í, en röks-
emdafærsla hans fyrir andstöðu
gegn skólagjöldum er í hæsta máta
mótsagnakennd og hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir háskólan-
ema.
Mótsagnir Þórlinds
Þórlindur talar um að margir
virtir og góðir skólar um allan heim
séu reknir á skólagjöldum, en þess-
Geir
Guðjónsson
ir skólar séu í löndum
þar sem virk sam-
keppni _ ríki meðal
skóla. Á íslandi ríki
hinsvegar mjög lítil
samkeppni í menntun
og því séu engar for-
sendur til að styrkja
einokunaraðstöðu Há-
skólans með því að
veita honum heimild til
að innheimta skóla-
gjöld. Þessa röks-
emdafærslu fæ ég ein-
faldlega ekki skilið. Ef
Þórlindur telur að
helsta forsenda fyrir
upptöku skólagjalda
sé aukin samkeppni í
menntun, af hverju vill hann þá
halda úti ríldsreknum háskóla sem
skekkir alla samkeppnisstöðu?
Hann hlýtur að sjá sem frjáls-
hyggjumaður að helsta forsendan
fyrir raunverulegri samkeppni er
að_ tekin verði upp skólagjöld við
HÍ. Einokunaraðstöðu Háskólans
er einmitt viðhaldið með því að inn-
heimta ekki skólagjöld. Samkvæmt
röksemdafærslu Vöku ættu líka að
vera fullnægjandi skilyrði til að
taka upp skólagjöld í viðskiptafræði
og tölvunarfræði við Háskólann, en
á þessum sviðum ríkir þegar all-
nokkur samkeppni.
Hugsjónabræður Þórlinds í SUS
hljóta líka að klóra sér í hausnum
yfir fleiri atriðum í greininni. í einu
orði má ekki efla Háskóla íslands
vegna þess að þá fái hann einokun-
Ég, segir Geir Guðjóns-
son, er á móti skóla-
gjöldum af pólitískum
ástæðum.
araðstöðu á markaðnum, en í hinu
vill hann auka gæði menntunar og
bæta samkeppnisaðstöðu Háskól-
ans á alþjóðavettvangi! En auðvitað
hljóta menn að ruglast í ríminu ef
þeir sitja alla daga í sértrúarhópi
þar sem einkarekstur og þjónustu-
gjöld eru trúarbrögð, og þurfa svo á
öðrum vettvangi að verja þveröfug-
ar skoðanir.
Andstaða á
ótraustum grunni
Tilraun Þórlinds tál að finna ein-
hverja markaðslega röksemd fyrir
andstöðu sinni gegn skólagjöldum
fellur því um sjálfa sig. En það skil-
ur óneitanlega eftir ótta hjá mér að
Þórhndur telji sig á móti skóla-
gjöldum af einhverjum markaðs-
legum ástæðum. Ef samkeppni er
aðalforsenda fyrir upptöku skóla-
gjalda - hvenær telja Þórlindur og
félagar hans í Vöku þá að sam-
keppnin séu orðin næg til þess að
taka megi upp skólagjöld við HÍ?
Ég er á móti skólagjöldum af
pólitískum ástæðum, vegna þess að
þau brjóta gegn öllum hugmyndum
mínum um jafnrétti til náms óháð
efnahag. Mér finnst umhugsunar-
efni fyrir stúdenta að andstaða
annarrar fylkingarinnar í stú-
dentapólitíkinni gegn skólagjöld-
um skuli ekki standa á traustari
fótum en þetta.
Auðveldara val
Ég er nýbyrjaður í Háskólanum
og hef ekki myndað mér miklar
skoðanir á þeim fylkingum sem
takast á í Stúdentaráði. En ég
mun aldrei styðja það fólk sem
þarf markaðslegar forsendur til að
vera á móti skólagjöldum. Því fyr-
ir mér eru skólagjöld ekkert ann-
að en skerðing á frelsi fólks til
náms.
Höfundu r er nemi við Háskóla
Islands.
við fötlun einstaklings.
Alla ævi er launamaður að
greiða skatta til þjóðfélagsins, og
ef við reiknum með að hann vinni í
40 ár og greiði að jafnaði 650 þús.'
krónur í skatt á ári (sem telst lítið)
hefur hann greitt 26 milljónir í
skatta samtals.
Segjum að hann eigi þrjú börn
og eitt fæðist fatlað, eigum við þá
að segja að þessi einstaklingur fái
greitt af almannafé?
Aðalatriðið er að breyta þarf
þeim hugsunarhætti að greiðslur
frá Tryggingastofnun og skyldum
aðilum séu bætur og jafnvel sé litið
á þær sem ölmusu. Fyrsta skrefið í
að breyta þeim hugsunarhætti er
að hta á greiðslur frá þessum aðil-
um sem laun og meðhöndla þær
sem slík.
Þrátt fyrir vilja og góðan ásetn-
ing forstjóra og starfsmanna TR.
verða samtök öryrkja og þeir aðil-
ar sem mest og best þekkja til
mála að leggjast á eitt um að end-
urfon-ita eða endurhæfa heilabú
þeirra, sem telja að allir þeir sem
ekki geta brauðfætt sig sjálfir
vegna veikinda eða fötlunar séu
baggi á þjóðfélaginu.
Ég treysti því að þar fáum við
fullan stuðning Karls Steinars.
Höfundur er framkvæmdastj.
Sjálfsbjargar á höfuðborgar-
svæðinu.
ÞAKVIÐGERÐAREFNI
mm
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakið
fer að leka
Á -ÞÖK - VEGGI - GÓLF
Rutiand er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
PP
&CO
Veldu fétta efnið ■ veldu Rutland!
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMULA 29 S: 553 8640 & 56« 6100
HANDVERKSMARKAÐUR
Velkomin á Handverk í Hafnarfirði í dag laugardag kl. 11-16. - miöbœHafmrJjardar
FJÖRÐUR