Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 23.10.1999, Síða 52
/)2 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ORVAR PALMI PÁLMASON tÖrvar Pálmi Pálmason fæddist á Sauðár- króki 13. febrúar 1977. Hann lést á heimili sínu að Grenihlíð 17 á Sauðárkróki 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Svala Jónsdótt- ir, f. 22. febrúar 1945, og Pálmi Friðriksson, f. 21. desember 1943, d. 8. janúar 1998. Systkini Örvars Pálma eru: Ásta, f. 4. júlí 1964, höfnin klukkan 14. Ásmundur, f. 30. júlí 1965, og Frið- rik, f. 7. janúar 1967. Sambýliskona Örvars var Lárey Valbjörnsdóttir, f. 22. mars 1977. Þau slitu samvistum. Saman eiga þau dótturina Birgittu Ösk, f. 23. aprfl 1998. Utför Örvars Pálma fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst at- Elsku Örvar minn. Þegar foreldr- ar mínir færður mér þær fréttir að þú værir dáinn fann ég hvemig heimurinn gjörsamlega hrundi yfír mig, hjarta mitt fylltist af sársauka sem mun svo sannai'lega ekki hverfa strax. Eg vissi hvað þér var búið að líða illa síðasta ár en ég hélt að þú værir farinn að horfa jákvæð- um augum á lífið og að við ætluðum að takast á við framtíðina saman. Eg er mjög þakklát fyrir þau sex ár -*»sem við áttum saman en _það gekk svo sannarlega á ýmsu. Eg efaðist samt aldrei um ást þína og þú vissir alltaf hve heitt ég elska þig. Við átt- um margar yndislegar stundir sam- an eins og þegar dóttir okkar fædd- ist, þú varst svo stoltur og alveg að springa úr hamingju. Þá vorum við nýflutt í íbúðina okkar sem þú varst búinn að vera dag og nótt að klára svo við gætum verið flutt inn þegar barnið kæmi í heiminn. Það er svo margs að minnast. Þú _i-varst svo yndislegur og lífsglaður strákur og vhdir gera svo margt. Þú átth marga góða vini sem studdu við bakið á þér og ótal marga kunn- ingja því þú varst einn af þeim sem allir vildu þekkja og þótti gaman að tala við. Eg trúi því að þér líði betur núna og að hann pabbi þinn hafl tekið á móti þér. Nú verð ég að kveðja því eins og einhver sagði við mig: „Lífið heldur áfram,“ en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og aldrei mun ég gleyma stundunum sem við áttum saman. Við Birgitta Ósk hugsum um hvor aðra og ég veit að þú munt fylgjast með okkur annað slagið. Lárey Valbjörnsdóttir. Það voru þung spor og erfið að þurfa að segja dóttur sinni frá því að sambýlismaður, bamsfaðir og ástkær vinur væri dáinn. Á stund- um sem þessum leitar hugurinn viða. Á stuttum tíma fara í gegnum huga okkar fjölmargai' minningar um þann tíma sem liðinn er frá því við kynntumst Örvari. Þegar Lárey fór í fjölbraut á Króknum kynntust þau Örvar strax fyrsta veturinn og nafn hans og hann sjálfur hefur æ síðan verið hluti af okkar fjölskyldu. Við munum vel eftir fyrstu heim- sókninni, ungur feiminn og ástfang- inn en samt ljóst frá fyrstu stundu að þar fór efnilegur maður sem hvert foreldri gæti verið stolt af að eignast sem tengdason. Margar urðu ferðirnar og heimsóknir hans á Hvanneyrarbrautina eftir það. Við tókum líka strax eftir því hve hænd- ur Örvar var að börnum því Valdi litli eignaðist strax góðan vin og við lá að hann hefði meiri áhuga á að fá Örvar í heimsókn heldur en systur sína sem hann þó leit mjög upp til og svipaða sögu má segja af Val- birni Ingvari en þeir Örvar áttu sameiginlegt áhugamál sem voru kraftmiklir bflar og vinnuvélar. Við munum líka eftir því hve hissa og undrandi þú varst, Örvar minn, á öllum snjónum á Sigló að- eins 100 kflómetra frá Króknum og hve leiðin á milli gat oft verið erfíð. Einu sinni þurftum við að senda lögregluna eftir ykkur Láreyju þar sem þið voruð föst utanvegar á stóra jeppanum hans Frigga. Þegar Lárey fluttist inn á heimili Örvars í Háuhlíðina þar sem henni var tekið opnum örmum af Svölu og Pálma vorum við alveg viss um að hér væri kominn lífsförunautur Láreyjar enda fór svo að innan árs voru und- irbúin íbúðarkaup og keypt var íbúð í smíðum og vann Örvar þar sjálfur ásamt vinum og ættingjum alla þá vinnu sem þurfti til að breyta stein- kassa í heimili. Örvar var vinamarg- ur og vinur vina sinna og lögðu margir þeirra hönd að verki við að ljúka smíðinni. Kom þar vel í ljós hve laghentur og duglegur Örvar var og ánægjan yflr vel unnu verki leyndi sér ekki þegar við tengdafor- eldrarnir komum í heimsókn til að skoða framkvæmdimar. Markmiðið var að íbúðin yrði til- búin þegar barnið ykkar kæmi í heiminn og gekk það eftir. Við munum líka eftir því hve tvístígandi þú varst, líkt og margir karlmenn yfir því hvort þú hefðir kjark til að vera viðstaddur fæðinguna og svo fór að þú gerðir það og stoltur varstu og glaður á þeirri stundu þegar litla stúlkan ykkar kom í heiminn og valdir þú henni nafnið Birgitta Ósk. Sumarið sem í hönd fór var anna- samt og mikil vinna fjarri heimili og smátt og smátt kom í ljós að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera og um haustið og um veturinn leitaðir þú leiða til að vinna bug á þeim vandamálum sem hrannast höfðu upp en allt kom fyrir ekki. Eftir jólin var sambúðinni lokið þótt ástin væri enn til staðar og átt- um við öll sem til þekktum ekki von á öðru en þar væri aðeins um tíma- bundinn aðskilnað að ræða. Kæri Örvar, við vitum að föður- missir þinn var slíkur að þú gast ekki höndlað litlu fjölskylduna þína samhliða sorginni sem inni í þér bjó og við vitum að þú ert nú hjá pabba þínum og líður vel. Við vildum gjarnan geta sent einhvern eftir þér eins og forðum daga þegar þið Lárey sátuð föst utanvegar á Siglu- fjarðarvegi, en því miður er það ekki hægt en við munum alltaf geyma minninguna um þig og varð- veita hana í hjarta okkar. Við sendum þér, elsku Lárey, Svölu, Frigga afa, Ása, Ástu, Frigga og fjölskyldum þeirra sem og öllum vinum og ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur, megi guð veita okkur öllum styrk til að takast á við sorgina, og elsku Lárey, þú átt litla sólargeislann ykkar, hana Birgittu Ósk, með brúnu augun hans pabba síns og margar fallegar og góðar minning- ar um Örvar þinn. Valbjörn, Álfhildur, Valbjörn Ingvar og Hermann Valdi. Þeir sem guðimir elska dvelja skamma stund meðal okkar. Það á við um Örvar Pálma, 22 ára gamlan athafnamann, ástkæran son og foð- ur. Vegir Guðs eru oft óskiljanlegir eða okkur ekki ætlað að skilja. Lífið brosti við Örvari, hann var miklum hæfileikum búinn, bæði til orðs og handa. Störfin léku í höndum hans, hugumstór var lundin. Nú er vandi vinafans, vörm er sorgarstundin. Söknuðurinn verður ei með orð- um tjáður. Eg sendi Svölu, systkin- um, öldnum afa og ástvinum öllum og börnum innilegustu samúðar- kveðjur frá minni fjölskyldu. Við þökkum einstök og góð kynni, sem hann veitti mörgum þó árin yrðu aðeins 22. Guð blessi minningu Ör- vars Pálma. Megi börnunum hans ungu og mæðrum þeirra vegna sem best á lífsins braut, njóta þar bæði ástar og hamingju. Guð styrki ykkur öll. A akri lífsins ástin vex á ný, indæl blómin frjóvga iðin bý. Nú máttugt yfir mæðir sorgarský, maður verður samt að taka því. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Kæri vinur og frændi. Það erfitt að horfast í augu við það að við eig- um aldrei eftir að hittast aftur. Við höfum átt samleið frá því að við munum eftir okkur. Það var aldrei lognmolla í kring- um þig og í þínum félagsskap leidd- ist manni aldrei. Þú varst góður vin- ur og persónuleiki þinn gerði um- hverfið litríkara. Það var ósjaldan sem við hittumst og þá var líka ým- islegt brallað. Þú tókst alltaf vel á móti okkur, hvernig sem á stóð. Minningarnar sem við eigum um þig eru margar og gleymast þær aldrei. Við kveðjum þig nú, elsku vinur, og munum við sakna þín sárt. Megi guð styrkja fjölskyldu þína og vini í þessari miklu sorg. Þínir frændur og vinir Guðmundur Halldór og Tryggvi Már. Góði vinur. Þó að haustið skarti sínu fegursta hér í Skagafirði og veðrið sé blítt dag eftir dag finnst mér eins og litirnir hafi dofnað, birt- an orðin grá og kuldinn frá komandi vetri leggist að; þegar þú ert farinn. Þú sem varst svo hress og kátur alla daga, þú sem gast með einni stuttri athugasemd komið öllum til að hlæja, nákvæmlega sama hvern- ig á stóð og hversu illa lá á mann- skapnum. Það eitt að þú birtist gerði það að verkum að öllum leið betur og við sáum hlutina í öðru Ijósi. Allt frá fyrstu tíð höfum við verið vinir og félagar, þú að vísu ár- inu eldri, en það skipti bara ekki máli, því sá dagur leið varla að við hittumst ekki og lékjum okkur sam- an, enda stutt á milli heimilanna og vinskapur með fjölskyldunum. Oftar en ekki heimsóttum við afa þinn, sem bjó niðri, því að þar var gaman að leika sér og við fengum líka býsna oft konfekt eða eitthvað annað sem ekki var síðra, og manstu þegar ég var að öfundast yf- ir því hvað þú ættir gott og var að tauta: „Aumingja Daddi að eiga engan afa.“ Þú komst og hvíslaðir að mér, að ég mætti eiga helming- inn af afa þínum á móti þér. Eg vildi launa þér rausnina og bauð að þú mættir eiga helming í ömmu með mér og svona deildum við flestu, jafnvel pabbana og mömmurnar áttum við saman, þó að þar væru sett svolítil skilyrði. Flest gátum við gert saman þó að þín áhugamál snerust frá fyrstu tíð um bfla, vélar og að keyra, en mín aftur á móti um íþróttir, og þá helst að vera í fót- bolta, og saman héldum við í gegn um allan skólann, en þegar honum lauk urðu nokkur vegamót. Þá varð lengra á mflli þess sem við hittumst, þú varst að vinna með pabba þínum og bræðrum, fyrir sunnan eða norð- an, komst stundum ekki heim svo að vikum skipti, en alltaf þegar þú birtist var jafn gaman að hitta þig. Þú varst ekki fyrr farinn en ég var farinn að hlakka til þess að þú kæmir heim og spyrjast fyrir um það hvenær það yrði, því hvað sem öllu leið fylgdi þér alltaf gáski og gleði. Og enn skiljast leiðii'. Nú hefur þú lagt upp í lengri ferð en áður og ég veit ekki hvert ég get leitað tfl þess að fá um það nokkra vitneskju hvenær við hittumst næst. Eg hélt sannarlega að þú yrðir lengur héma hjá okkur, en eins og stundum áður þá frétti ég það bara að þú sért far- inn. Örvar, vinur minn. Hvenær sem það verður að við hittumst aftur veit ég með fullri vissu að þú verður glaður og brosandi þegar þar að kemur og heilsar mér með einhverri skemmtilegri athugasemd og þá getum við rifjað upp allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við átt- um saman. Eg bið góðan Guð að fylgja þér og vernda á hverri þeirri leið sem þú ferð, um leið og ég bið hann að styrkja ástvini þína í sorg sinni. Davíð Þór Rúnarsson. Það dimmdi snögglega yfir föstu- daginn 15. október, þegar við feng- um þær sorgarfréttir að þú værir farinn frá okkur. Elsku Örvar, þú varst einstakur drengur. Þú sendir geisla þína til allra í kringum þig, geisla gleði og dugnaðar. Ailt sem þú tókst þér fyr- ir hendur gerðir þú af einstakri snilld. Ef eitthvað stóð til varst þú alltaf tfl í að vera með og gekkst þá yfirleitt fremstur í flokki. Það er svo skrítið að hugsa til þess að næst þegar við bekkjarfé- lagarnir hittumst muni vanta aðal- gleðigjafann í hópinn. Fyrir nokkni sátum við með þér og skemmtum okkur við að rifja upp gömlu, góðu stundirnar, stund- irnar sem eru okkur svo kærar. Ekki datt okkur í hug að það yrði ein af okkar síðustu samverustund- um. Nú þegar við sitjum hér saman við þessi skrif getum við ekki annað en brosað yfir öllum prakkarastrik- unum á skólaárunum og því sem við brölluðum saman á unglingsárun- um, svo ekki sé nú minnst á partíin, því við félagamir vorum og eram einstaklega skemmtanaglatt fólk. Okkur er einnig ofarlega í huga mjög svo ánægjuleg útskriftarferð til Benidorm sumarið ‘97 þar sem þú og Lárey vorað með í för. Elsku Örvar, minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta okkar, hún er það eina sem enginn getur tekið frá okkur. Vonandi líður þér vel á þeim áfangastað sem þú ert kominn á. Örvar, við söknum þín sárt. Takk fyrir allt. Við viljum senda fjölskyldu, ætt- ingjum, vinum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðrún, Valgerður, Arndís og Eva. Elsku Örvar minn. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáinn gat ég ekki skilið hvers vegna þú varst tek- inn svona fyrirvaralaust í burtu frá okkur. Nú á ég bara minningar um allt það sem við brölluðum saman þegar við vorum yngri. Eg man vel eftir því þegar leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum 8 eða 9 ára gamlir. Áhugamálin fóru mjög fljótt að snúast um bfla og vélar og man ég mjög vel eftir þegar við lék- um okkur í bflaleik heima í Fells- túninu á Króknum og stofnuðum Systir mín, MARÍA HAFLIÐADÓTTIR, Bjarkargötu 12, lést á Landspítalanum föstudaginn 22. október. Áslaug Hafliðadóttir. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA JÓNÍNA SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis í Vesturbergi 80, andaðist á hjúkrunardeild Seljahlíðar fimmtu- daginn 21. október. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Sveinn Á. Haraldsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hulda Haraldsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Hrönn Haraldsdóttir, Trausti L. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR H. BJARNASON fyrrverandi deildarstjóri, lést á Landspítalanum að kveldi miðviku- dagsins 20. október. Bergljót Guttormsdóttir, Sigríður H. Ólafsdóttir, Guttormur Ólafsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ásthildur S. Rafnar, Eggert B. Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, LUCIEN LÚÐVÍKS MESSIAEN, Skólastíg 3, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.