Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 5&' meðal annars fyrirtækið Landflutn- ingar í þeim leikjum og sérhæfðum okkur í ýmsum flutningum. Þá er mér mjög minnisstætt þegar við vorum á Vestmannsvatni i sumar- búðum fyrir tólf árum síðan. Alltaf varstu hrókur alls fagnaðar þennan tíma sem og seinna, það var frábært að upplifa „stand up“ sýningamar þínar á Hótel Mælifelli á Sauðár- króki þar sem þú gerðir óspart grín að íbúum bæjarins og eins tvær ferðir til Siglufjarðar sem við fór- um, nú síðast í vor. En gröfur og stórir bílar voru líf þitt og yndi og þú byijaðir að vinna hjá pabba þín- um á Steypustöðinni þegar þú varst bara smápatti. Vinnan var þér allt og vinnustundimar fóm stundum hátt í tvo sólarhringa en aldrei kvartaðirðu undan þessu álagi. Til sönnunar hvað þú varst góður og traustur vinur þá man ég mjög vel eftir því þegar þú leyfðir mér að keyra vömbíl sem Steypustöðin á í fyrsta skipti eftir að ég fékk meira- prófið. Og mörgum sinnum eftir það hringdir þú og spurðir hvemig gengi og að þú værir tilbúinn að að- stoða hvenær sem ég þyrfti á að halda. Þótt ég flytti til Reykjavíkur til þess að fara að vinna við að keyra vörabíla héldum við alltaf sambandi og það var alltaf frábært að hitta þig þegar ég kom í frí heim á Krók- inn. Síðastliðið sumar hittumst við mjög oft en þá tókstu þér frí frá vinnu í Steypustöðinni og fórst að keyra flutningabíl milli Króksins og Reykjavíkur og alltaf var jafn gam- an að hitta þig þegar þú komst suð- ur á kvöldin og gátum við gert ým- islegt saman. Við hittumst síðast fyrir þremur vikum en þá komum við saman nokkrir heima hjá þér fyrir Laufskálaréttarballið þar sem þú og Biggi bróðir minn lékuð frels- ishetjur og fórað síðan „mjög“ fá- klæddir í næsta hús til þess að fá Coca Cola. Það var frábær stund og eftirminnileg, en því miður munu þær ekki verða fleiri. Þú ert kominn með annað hlutverk á öðrum stað og ég er viss um að við eigum eftir að hittast einhvem tíma seinna. Elsku vinur, ég þakka þér fyrir allar samverustundimar sem við áttum og bið ég guð að vaka yfir þér. Hvíldu í friði. Þinn vinur að eilífu, Jón Brynjar. Enn einn félaginn úr gamla vina- hópnum er fallinn frá. Það er erfitt að sætta sig við það, sérstaklega fyrir þær sakir að lífið er nú bara rétt að byija. Það er erfitt að skilja hvers vegna sumir þurfa að fara svo ungir. Er kannski lífsýn unga fólks- ins ekki eins björt og hún var? Er framtíðin kannsld svo óspennandi, eða virðist hún bara torfæra? Þegar hugurinn leitar til baka hrannast upp minningar frá æsku- slóðum mínum í Skagafirði þar sem ég bjó fyrstu 18 ár ævi minnar. Það voru forréttindi að fá að alast þar upp. Það þarf ekki að útlista Skaga- fjörð fyrir neinum, fjörðurinn er orðlagður um allt land fyrir gleði- og sælustundir. Þessar stundir rifj- ast nú upp fyrir mér. I myndabrot- um mínum er ég með vinum mínum að bralla ýmislegt. Sagt er að vinina eignist maður í æsku en kunningj- ana seinna á lífsleiðinni. Mig langar að kveðja góðan dreng sem ég hef átt svo margar góðar stundir með. Dreng sem ávallt bar uppi gleðina og fjörið, sama í hvaða hópi við voram. Hann var nauðsynlegur okkur hinum, fyrstur til að hressa mann við. Örvar Pálmi var ættaður frá Svaðastöðum, hinu fræga hestaóð- ali. Hestamennska var honum því í þlóð borin. Það var einmitt í hesta- mennskunni sem okkar stundir urðu flestar og bestar. Saman unn- um við hjá Ingimari Pálssyni frá St- arrastöðum bæði við tamningar og reiðskóla. Það vora góðir tímar sem gleymast ekki. Örvar Pálmi átti sér draum um að byggja ættaróðalið, Svaðastaði, að nýju og sinna þar tamningum. Þeir draumar rætast vonandi annars staðar. Það var Örvari Pálma mildð áfall er faðir hans lést fyrir um einu ári. Þeir feðgar vora mjög nánir og var sorgin Örvari Pálma mikil raun sem hann komst aldrei yfir þó að svo hafi kannski sýnst. Til að breyta til fluttist Örvar Pálmi í bæinn. Hann kom til mín og bað mig að útvega sér vinnu. Eg taldi það ekki mikið mál, hengdi á hann bindið mitt og sendi hann í viðtal á fasteignasöluna Óðal þar sem hann var ráðinn. Sú vinna átti þó ekki við þennan nátt- úradreng. Gleði Örvars Pálma var dóttir hans, Birgitta, sem hann nefndi litlu prinsessuna sína. A minni stuttu lífsleið hef ég kvatt of margan góðan félagann. Það er manni spum hvað í umhverfi okkar og aðstæðum verður til þess að menn finna sig ekki. Er tilvera okkar kannski ekki nógu björt? Víst er að birta hennar dvín við fráfall þessa bjarta drengs. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu Örvars Pálma og vini í sorg þeirra. Júlíus Jóhannsson. Kæri vinur. Ég keyri þig heim, síðan líða nokkrar klukkustundir og svo kemur áfallið, þú ert dáinn. Hvernig er það hægt? Ég rifja upp samtalið sem við áttum, sem var ósköp venjulegt, handabandið þegar við kvöddumst, sem var líklega þéttara og traustara en venjulega og síðan allt búið. Eftir sit ég og hugsa um tilganginn með h'finu og dauðanum. Myndir birtast af þér í huganum: Brosið þitt, augun þín. Minningaraar streyma fram: Fjöragir leikir í Háuhlíðinni, ævin- týraferðir til afa þíns og ömmu á Svaðastöðum, atburðir úr skólan- um, kaup og akstur á bílum og svo erum við orðnir pabbar og hringur- inn byrjar aftur. En fyrirvaralaust dimmir, þú ert horfinn á braut. Góð- ur og traustur vinur, sem alltaf var kátur og hress, vinur sem leysa vildi hvers manns vanda, vinur sem lét verkin tala og vinur sem sagði skemmtilegar og líflegar sögur. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að þú sért horfinn, en ég hugga mig við að pabbi þinn tekur vel á móti þér á nýjum stað og ég er viss um að ykk- ur líður vel saman núna. Elsku Svala og fjölskylda, þó að erfitt sé að skilja að Örvar sé horf- inn á braut og sorgin og söknuður- inn sé mikill, þá mun gleðin og glað- værðin sem alltaf var í kringum hann lifa í minningunni. Þinn vinur, Marteinn. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og stáksins sem mér þótti svo rosalega vænt um, Ör- vars Pálma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn, elsku vinur, þú varst það stór hluti í lífi mínu. Alveg frá því að við voram litlir pattar og öll þessi ár sem við áttum saman þegar við vorum að eldast og verða að mönnum, alltaf varst þú jafn blíður og góður vinur, sem vildir allt fyrir alla gera. Þeta era erfiðir tímar í lífi mínu, svo erfitt að þú skyldir kveðja á þennan hátt. Því þér á ég svo margt að þakka, elsku Örvar minn, allt það sem þú hefur gefið mér, allar þessar dýrmætu stundir og þær skemmti- legu sem við áttum saman, því þú varst alltaf svo lífsglaður og skemmtilegur og þurftir að hafa lít- ið fyrir því að koma mér og öðram í gott skap eða til þess að hlæja. Það var eitthvað við þig sem ekki verður lýst með orðum og af þér hef ég lært svo margt og það sem þú kenndir mér mun styrkja mig og verða mér gott veganesti í lífi mínu. Þessar dýrmætu minningar munu alltaf lifa í mínu hjarta. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og bið Guð um að blessa fjölskyldu þína og gefa henni styrk til þess að stíga þessi þungu spor. Ég þakka þér fyrir samveruna og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Þín verður sárt saknað. Guð gefi þér friðinn. Þinn vinur Björgvin Benediktsson. Okkar besti vinur, Örvar, er far- inn frá okkur. Þín verður alltaf sárt saknað. En við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og allar góðu stundimar sem við voram saman. Það vora yndislegir og dýr- mætir tímar í lífi okkar. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og gast komið okkur í svo gott skap. Það var eitthvað við þig sem er ekki hægt að lýsa með orðum. Við kynntumst þér á unga aldri og gerðum margt af okkur saman, sem mun lifa í okkar brjósti og sál. Okkur þykir svo sárt að kveðja þig svona snöggt því að þú varst svo stór þáttur 1 lífi okkar. Við biðjum fyrir þér og fjölskyldu þinni. Guð veri með þér og þínum. Þínir bestu vinir, Ómar og Hólmar. Við viljum minnast bekkjarfélaga okkar, Örvars Pálma, með fáeinum orðum. Við eram stór og samrýndur hópur sem þú spilaðir stórt hlut- verk í. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki á meðal okkar. Þú varst fjöragur og uppátækjasamur. Hvar sem þú komst var tekið eftir þeirri gleði sem geislaði frá þér. Við munum öll eftir þér branandi um bæinn á hvítu skellinöðranni og þegar þú lékst Madonnu á sviðinu í Bifröst. Enginn mun gleyma því þegar þið vinirair lékuð tvær úr Tungunum og svona mætti áfram lengi telja. Þú skilur eftir þig stórt skað í okkar hópi. Við söknum þín. Nú er ég kominn í hvílu mína, kann mig snerta engin pína. Jesús sendir engla sína, allt í kringum mig og mína. Kæra Svala, Ásta, Ási, Friggi, Friggi eldri, Lárey, Birgitta Ösk Örvarsdóttir, Kristín, óskírður Ör- varsson, aðrir ættingjar og vinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Árgangur 1977 Grunnskóla Sauðárkróks. Elsku Örvar. í dag kveðjum við þig, kæri vinur, með söknuð í hjarta. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þú sért farinn svona ungur og lífsglaður. Þú veittir okkur öllum mikla gleði og þær era ófáar og yndislegar minningamar sem þú gafst okkur. Fyrir það erum við þakklátar. Við biðjum guð að geyma þig. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til móður, ættingja og vina. Elsku Lárey og Birgitta, megi guð vera hjá ykkur og styrkja í gegnum þessa mildu sorg. Mér frnnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú þjá mér, vildi ég giaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verða að segja að sumarið það líður allt of fljótt (Vilhj. Vilhj.) Jóhanna, Sólveig, Theodóra og Unnur. Elsku frændi. Ég var svo viss um að þetta væri aðeins vondur draum- ur, en svo er ekki. Þetta er ísköld staðreynd sem ég á erfitt með að horfast í augu við. Mér þykir svo leiðinlegt hvemig fór síðast þegar við hittumst. Ég hefði viljað kveðja þig á annan hátt, fá að faðma þig að mér eins og ég gerði stundum þegar við hittumst. Elsku Örvar, ég verð víst að kveðja þig svona. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér og vil að þú vitir að mér þykir afar vænt um þig. Sjáumst seinna. Góði Guð, vertu hjá bömum, fjöl- skyldu og öðrum ástvinum Örvars Pálma. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Berglind Óladóttir. t Minningarathöfn um elskulega móður okkar, tengdamóður og ömmu, SOLVEIGU SVEINBJARNARDÓTTUR, Álfaskeiði 38, Hafnarfirði, fer fram frá Fnkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 26. október kl. 11.00. Jarðsungið verður sama dag frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Frikirkjuna í Hafnarfirði (minning- arkort fást í Blómabúðinni Burkna og Kirkjuhúsinu). Einnig er bent á Hallgrfmskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd (minningarkort fást í Kirkjuhúsinu). Kristján Loftsson, Auðbjörg Steinbach, Birna Loftsdóttir, Solveig Birna Gísladóttir, Loftur Bjami Gíslason, Guðmundur Steinbach, Loftur Kristjánsson, María Kristjánsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA OTTESEN JÓSAFATSDÓTTIR, áður til heimilis í Þórufelli 20, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. október kl. 15.00. Sjöfn Þórsdóttir, Helgi Bergþórsson, Skúli O. Kristjánsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Torfi E. Kristjánsson, Gerður Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Ránargötu 4, Grindavík. Helgi S. Kristinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, stjúpföður, sonar og bróður, SIGURÐAR KARLSSONAR, Fífumóa 5d, Njarðvík. Lára Jóna Helgadóttir, Andri Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Karl E. Karlsson, systkini og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug, blómasendingar, minningargjafir, kort og skeyti vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTINS RÖGNVALDSSONAR, Hjúki, Skiðadal. Ema Kristjánsdóttir, Margrét Kristinsdóttir, Haukur Valdimarsson, Snorri Kristinsson, Rannveig Guðnadóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Jón Þórarinsson, Kristjana Kristinsdóttir, Jón Þórir Baldvinsson og barnabörn. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.