Morgunblaðið - 23.10.1999, Page 54
*'<F>4 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR HELGA
* GUÐMUNDSDÓTTIR
Valgerður
Helga Guð-
mundsdóttir fæddist
í Áskoti á Ásahreppi
26. febrúar 1902.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands 15.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þómnn
Helgadóttir og Guð-
mundur Hróbjarts-
son, sem eignuðust
fímm börn, en fjög-
ur þeirra lifðu, Guð-
rún, f. 17. maí 1900,
Valgerður Helga,
Guðni, f. 27. júlí 1904, og Ingi-
björg, f. 2. apríl 1907. Guðmund-
ur átti fyrir eina dóttur, Mar-
gréti, f. 30. sept. 1895.
Þórunn og Guðmundur flutt-
ust 1908 að Heliatúni í Ása-
hreppi, eftir að þau keyptu
hálfa jörðina og Valgerður, þá
sex ára, fluttist með þeim eins
og hin systkinin.
Eftir barnaskóla-
próf fór hún einn
vetur, 1923-1924,
til Reykjavíkur og
gekk í Kvennaskól-
ann. Frekara nám
varð ekki hjá
henni, nema að hún
sótti öll námskeið í
hússtjórn og hann-
yrðum, sem hún
liafði tök á. Auk
þess leituðu starfs-
menn Þjóðminja-
safns í smiðju til
hennar um áratuga
skeið um orðskýringar og lýs-
ingu á notagildi ýmissa am-
boða sem notuð voru til sveita
á síðustu öld og í upphafi þess-
arar aldar.
Utför Valgerðar fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Ási.
Valgerður Helga frænka kvaddi
þennan heim að morgni 15. okt. sl.
á Sjúkrahúsi Suðurlands eftir
-—skamma legu, fimm daga. Hún
dvaldi síðustu árin á Dvalarheimil-
inu Lundi á Hellu og þar naut hún
frábærrar umönnunar alls starfs-
liðs, sem ber að þakka. Hún fékk
MINNINGAR
þar inni eftir að hún gat ekki leng-
ur annast heimilið fyrir bróður
sinn, sem hún hafði gert frá_1946,
er þeir uppeldisbræðurnir Óli og
Guðni fluttust úr gamla bænum í
Hellatúni í nýja bæinn, sem
byggður var úr holsteini
1945-1946. Systkinin Guðni og
Vala bjuggu í vesturendanum, en
Óli og kona hans Þórdís, kölluð
Dísa, í austurbænum. Samkomu-
lag var gott meðan allir lifðu.
Eg byrjaði sem snúningastrák-
ur hjá Guðna og Völu vorið 1941,
en þá var síðari heimsstyrjöldin í
fullum gangi og ekki vandræða-
laust að komast frá Akureyri til
Þjórsárholta. Þeim hremmingum
gleymdi ég þó fljótt þegar komið
var til frændanna austan
Bolafljóts. Alltaf var jafngaman að
koma þangað, þótt Vala frænka
ætti sinn þátt í að aga strákinn,
eins og á lýðveldishátíðinni 1944 á
Þingvöllum, þegar móðir mín
týndi mér í nokkra klukkutíma.
Eg fann systurnar og Völu Magn-
úsdóttur frænku og hafði staðið
drjúga stund fyrir aftan þær og
hlustað á, hvar hann gæti verið
þessi pottormur. Á meðan grét
himinninn eins og Helgi Hjörvar
orðaði það (hann mátti ekki segja
að það væri hellirigning).
Margs fleira mætti minnast,
eins og þegar við fórum saman
upp í Þjórsárdal, að Hamarsheiði
til Siggu, upp undir Heklu eða
bara í Ungmennafélagsreitinn í
Hamrahverfi. Valgerður var alltaf
mikil ungmennafélagskona og
kosin heiðursfélagi í Ungmennafé-
lagi Ásahrepps.
Við söknum þín öll. Hvíl þú í
friði, frænka.
Guðrún, Haukur og
Valgerður Helga yngri.
Ástkær ömmusystir okkar, hún
Vala í Hellatúni, er dáin. Með ör-
fáum orðum langar okkur að
minnast Völu og þeirra góðu
stunda sem við áttum með henni.
Annað okkar, Ulfur, naut þess að
alast upp að hluta hjá henni, því
hann var sendur í sumardvöl til
hennar þegar hann var aðeins
fjögurra ára gamall. Alls urðu
sumrin tólf sem hann dvaldist þar.
Það var skemmst frá því að segja
að Vala og bróðir hennar, Guðni,
reyndust litla stúfnum sem bestu
amma og afi.
Sem barn sótti Vala nám í
heimaskóla, eins konar farskóla
sem var til húsa í Ási á næsta bæ.
Vala var ákaflega námfús og
þyrsti í allan fróðleik og þegar
hún var á tuttugasta og fyrsta ald-
ursári var hún send til mennta í
Kvennaskólann í Reykjavík sem
var eins árs nám á þeim tíma. Auk
þess fór hún á ýmiss konar nám-
skeið sem boðið var upp á í sveit-
inni, m.a. nám í matreiðslu, hann-
yrðum auk þess sótti hún nám í
garðrækt og ræktaði hún allt sitt
grænmeti sjálf, s.s. hvítkál blóm-
kál gulrætur og fleira. Hún var
einnig fræg fyrir njólajafninginn
sinn sem hún taldi allra meina bót.
Vala og Guðni, sem dó fyrir
tæpum þremur árum, bjuggu
saman í vesturbænum í Hellatúni
og ber öllum saman um að þangað
var gott að koma. Húsakynnin
voru ekki stór né vítt til veggja,
samt var ávallt nóg rúm og gestir
kæpkomnir.
Á sumrin voru þau systkinin yf-
irleitt með einn til tvo kaupamenn
og oftast kaupakonu líka. Þetta
voru yfirleitt unglingar á aldrinum
12-16 ára og mynduðust þá mörg
vináttuböndin við þau systkini
sem lýsir vel hversu lagin þau
voru við unglinga. Við fjölskyldan
komum oft í Hellatún að heim-
sækja Völu og Guðna og því
margs að minnast frá þeim tíma,
ófáar veiðiferðir voru farnar niður
að læk. Heyskapurinn ómissandi
og í minningunni var einhverra
hluta vegna alltaf gott veður í
sveitinni. Við þökkum þér, elsku
frænka, fyrir samfylgdina og allt
gott á liðnum árum. Guð veri með
þér. _
Ulfur og fjölskykla,
Aðalheiður og íjölskylda.
+ Ármann Árna-
son fæddist á
Breiðumýri í
Vopnafírði 2. júlí
1910. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sundabúð 14. októ-
ber siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Hólm-
fríður Jóhannsdótt-
ir og Árni Árnason.
Ármann var elstur
átta systkina. Þau
voru Kristín, Jó-
hanna, Jóna, Dag-
björt, Guðni, Pétur og Þórar-
Armann afi minn og nafni er dá-
inn. Langar mig að minnast hans
^með nokkrum orðum.
Eg heimsótti ömmu og afa á
Vopnó, eins og við köllum það alltaf,
síðast í fyrrasumar. Eg hef alltaf
farið á Vopnafjörð á hverju sumri
síðan ég man eftir mér, en í ár hef
ég ekki enn komist vegna þess að
ég er búinn að vera mestan hluta
þessa árs erlendis að vinna. Ég fer
núna á Vopnafjörð til þess að fara
að jarðarför. Mér finnst alveg nauð-
synlegt að fara á hverju sumri að
heimsækja ömmu og afa, það er
alltaf jafn gaman og held ég því
áfram. Afi og amma hafa alltaf tekið
mjög vel á móti manni. Ég man
þegar ég flaug stundum einn til
þeirra. Þá kom afi alltaf að sækja
mig á dráttarvélinni sinni sem hann
■*var svo stoltur af. Hann kom út á
flugvöll á rauðu dráttarvélinni, ég
settist inn í hana með ferðatöskuna
í fanginu og keyrðum við svo í ró-
legheitum heim til ömmu. Ferðin
inn. Þau eru öll lát-
in nema Þórarinn.
Eftirlifandi eig-
inkona Ármanns er
Sigurveig Björg-
vinsdóttir, f. 4. fer-
brúar 1917. Þeirra
börnu eru Guðrún
Kristjana, Sigur-
björn Árni, Hreinn,
Rósa Aðalheiður,
Sigurvin og Guð-
björg.
Utför Ármanns
fer fram frá Vopna-
Qarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
tók oft langan tíma, heila eilífð að
mér fannst sundum. Heitar kleinur
og mjólk í pokum, eins og mjólkin
kom þá úr kaupfélaginu, beið mín
alltaf þegar ég kom í Hamrahlíðina
til þeirra.
Ég á margar góðar minningar frá
Vopnafirði, frá sumrunum þegar
maður var að leika sér úti langt
fram á kvöld.
Afi átti þó nokkuð af kindum eftir
að hann hætti búskap og fluttist inn
í þorp. Kindurnar voru hans líf og
yndi og veit ég að hann hugsaði vel
um þær. Ég man að hann fylgdist
vel með öllu sem viðkom kindunum í
sveitinni alveg þangað til að hann
hafði ekki góða heilsu. Heilsa hans
var ekki góð síðustu ár, en hann var
orðinn 89 ára gamall.
Ég á eftir að minnast afa míns í
hægindastólnum sínum sem var
alltaf á sama stað með myndir af
okkur bamabömunum á veggjun-
um í kringum sig og útvarpið opið,
eins og hann orðaði það alltaf.
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sér enginn frí;
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgr.Pét.)
Elsku afi, líði þér sem best á nýj-
um slóðum.
Ármann Skæringsson.
I dag, laugardaginn 23. október,
fylgi ég honum afa, Ármanni Áma-
syni, til hinstu hvflu. Söknuður
minn er mikill, og margar minning-
ar leita á hugann. Minningamar em
ekki síst síðan ég var lítil stelpa í
heimsókn hjá afa og ömmu á
Vopnafirði. Ofarlega er í minning-
unni þegar ég fékk að fara með þér
á dráttarvélinni niður á bryggju,
þar sem ég reyndi að veiða
marglyttur. Að sitja á dráttarvél hjá
afa var flottast. Og einu sinni þegar
ég kom til ykkar gerðum við Ar-
mann frændi svolítið af okkur sem
við sáum lengi vel eftir að hafa gert,
en nú emm við viss um að þú ert
búinn að fyrirgefa okkur það, afi
minn.
Það var í fyrsta og eina skiptið
sem ég sá þig reiðast. Þú varst
alltaf svo góður, sast bara í þínum
húsbóndastól og hlustaðir á gömlu
„gufuna", þótt við krakkamir vær-
um að atast í kringum þig.
Fyrir mig var það töluvert ferða-
lag að koma til ykkar frá Reykjavík,
og auðvitað hefðum við kynnst bet-
ur ef fjarlægðin á milli okkar hefði
ekki verið svona mikil. Öll mín sum-
ur sem unglings hafa farið í að æfa
og keppa í íþróttum, svo lítill tími
var aflögðu til ferðalaga.
Svona hefur tíminn liðið, og núna
er komið að kveðjustund, sem kom
of fljótt. Elsku afi, ég sem átti eftir
að sýna þér strákinn minn, hann
Róbert Óliver.
Síðastliðin sjö ár hefur þú, afi
minn, verið veikur, stundum leið
þér betur en oft varst þú mikið veik-
ur. Nú er þessu stríði lokið, og þú
hefur fengið frið.
Ég trúi því að þú eigir eftir að
fylgjast með okkur, sem eftir lifum.
Við sem vorum svo heppin að fá að
vera með þér munum sakna þín um
ókomin ár og treystum því að öll
munum við koma saman um síðir.
Elsku amma, pabbi og öll systkin-
in, makar, böm og bamaböm, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarúioss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Signý.
'W
Þökkum'auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför föður okkar, tengdaföður og
bróður,
PÉTURS HRAUNFJÖRÐ PÉTURSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi fyrir góða umönnun og
elskulegheit.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björg Hraunfjörð Pétursdóttir.
ARMANN
ÁRNASON
GUÐMUNDA BERTA
ALEXANDERSDÓTTIR
Guðmunda
Berta Alexand-
ersdóttir fæddist á
Suðureyri við Súg-
andaQörð 11. mars
1926. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 17. októ-
ber siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 22. október.
Mig langar aðeins
með nokkmm orðum
að kveðja æskuvinkonu
mína, Mundu, eins og hún var köll-
uð í daglegu tali okkar á milli. Mig
langar að þakka henni fyrir öll
æskuárin okkar fyrir vestan, í Súg-
andafirði, við leiki og störf. Oft töl-
uðum við um hvað það væri yndis-
legt að alast þar upp, í fallega þorp-
inu okkar.
Elsku Munda mín,
ég vfl þakka þér líka
fyrir þær góðu stundir
sem ég átti með þér
heima hjá þér á þínu
fallega heimili og Þór-
is, fyrh' allt kaffið og
góðu kökurnar þínar.
Nú hringir þú ekki oft-
ar í vinkonu þína tfl að
bjóða í kaffi og rabb.
Elsku Þórir minn, ég
bið góðan Guð að
styrkja þig í þinni
miklu sorg, þú hefur
misst svo mikið að
missa hana Mundu
þína. Ég bið líka um styrk handa
bömunum þínum og barnabömum.
Systkinum hennar votta ég mína
innilegustu samúð. Þau hafa misst
góða systur.
Hvfl í friði.
Þín vinkona,
Hansfna Magnúsdóttir.
ÁRMANN REYNIR
TÓMASSON
Gunnarsholti sorgar-
efni því Armann Reyn-
ir var svo sannarlega
vinur vina sinna. Nú er
hann kominn yfir móð-
una miklu eins og oft
er sagt en eftir sitjum
við vinir hans með sárt
ennið. En þetta er lífs-
ins saga og reynslutími
hans varð ekki lengri.
Ég veit að við hittumst
öll að lokum.
Ármann minn, hafðu
þökk fyrir þitt já-
kvæða viðmót. Við
kveðjum þig með
þakklæti og vonum að þú unir þér
vel á himnum.
Þinn vinur,
Smári Jón.
+ Ármann Reynir
Tómasson fædd-
ist á Reynifelli á
Rangárvöllum 18.
febrúar 1943. Hann
lóst á Landspítalan-
um 13. október síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Fossvogskapellu 21.
október.
Mig langar að minn-
ast Armanns Reynis
Tómassonar með
nokkrum orðum. Ár-
mann var höfðingi heim að sækja,
skemmtilegur og með afbrigðum
minnugur. Ótímabært andlát hans
er okkur öllum hér á vistheimilinu í
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.